Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986.
15
Styðja íslendingar etturvopn?
Styðja Islendingar ný eitur-
vopn Bandaríkjamanna í
Evrópu?
Svo sýnist vera. Matthías Mat-
hiesen utanríkisráðherra hefur
sent frá sér tilkynningu þess efnis
að Islendingar muni ekki mótmæla
staðsetningu tvíþátta eiturvopna í
Evrópulöndum sem Bandaríkja-
menn biðja nú Nató-ríkin að
samþykkja svo fremi þau verði ekki
staðsett á íslandi. Þessi afstaða ís-
lendinga var kynnt á fastanefndar-
fundi Nató 14. maí sl. Daginn áður
hafði ég samband við utanríkis-
ráðuneytið og spurðist fyrir um
fyrirmæli utanríkisráðherra til ís-
lenska fastafulltrúans en fékk
engin svör þar eð menn vissu
greinilega ekkert um málið. Fasta-
fulltrúinn var í fríi og staðgengill
hans átti að sitja fundinn. Lokaá-
kvörðun var tekin á varnarmála-
ráðherrafundi Nató hinn 22. maí.
Engin umræða hefur farið fram um
þetta óhugnanlega mál á Alþingi
og utanríkismálanefnd þingsins
hefur ekkert um það fjallað.
Hver er forsaga
málsins?
Bandaríkjastjórn samþykkti með
naumum meirihluta eftir mikil
átök innan þingsins að leyfa fram-
leiðslu svokallaðra tvíþátta eitur-
vopna, sem komið yrði fyrir í
Evrópu, og veita til þessarar fram-
leiðslu 152 milljónum dollara.
Skilyrði yrði að vera að Natóríkin
samþykktu að taka við vopnunum
sem að sjálfsögðu eru kynnt sem
„varnar" vígbúnaður gegn hugsan-
legum árásum Sovétmanna. Mikil-
vægt væri að halda þjóðþingum
Evrópu utan við þessar fyrirætlan-
ir, eða eins og sendiherra Banda-
ríkjanna hjá Nató sagði: „Atlants-
hafsbandalagið hefur forðast að
gera þetta mál að pólitískum fót-
bolta í Evrópu.“ Þjóðþing Evrópu-
landa hafa því ekkert um þetta mál
fjallað fyrr en á síðustu dögum fyr-
ir ákvörðun og því síður hafa íbúar
Evrópu nokkuð um þetta vitað. En
nú hefur mikill óróleiki gripið um
sig í Evrópu og á allra síðustu dög-
um hafa utanríkisnefndir Noregs,
Danmerkur, Grikklands og Holl-
ands mótmælt þessum áformum.
Og þeirri umræðu er ekki lokið.
En íslenski utanríkisráðherrann
var ekki lengi að ákveða afstöðu
okkar Islendinga, enda þingið farið
heim. Þó væri fróðlegt að vita
hvort formaður utanríkisnefndar,
Eyjólfur Konráð Jónsson, er sam-
mála ráðherra sínum.
Hvað eru svo tvíþátta eitur-
vopn?
Þau eiturvopn sem hingað til
hafa verið framleidd - og notuð
þrátt fyrir alþjóðlegan samning um
bann við sýkla- og eiturvopnum frá
1972 >- hafa verið hættuleg öllum
þeim sem með þau fara. Stöðug
hætta er á leka og flutningar hafa
valdið stórtjóni. Þrátt fyrir sam-
þykkt um stöðvun eiturvopnafram-
leiðslu í 14 ár hefur Bandaríkja-
mönnum tekist að framleiða
eitursprengju sem samsett er úr
tveim skaðlausum efnum sem verða
banvæn ef þau koma saman.
Sprengjan er í tveim hólfum eins
og myndin sýnir og er kölluð Agent
GB. Aðeins annað efhishylkið er
flutt á geymslustað inni í sprengj-
unni, hinu er komið fyrir þegar á
að nota hana. Um leið og sprengj-
Guðrún
Helgadóttir
alþingsmaður
Alþýðubandalagsins.
unni er skotið verður hraður
snúningur svo að efnin blandast i
henni á 10 sekúndum. Hér er um
að ræða banvænt taugagas en
menn vita ekki hve víðtæk dreifing
eitursins er. Blöndun efnanna hef-
ur einungis verið prófuð undir
ströngum varúðarskilyrðum rann-
sóknarstofnana og prófun undir
berum himni er stranglega bönnuð
í Bandaríkjunum! Vitað er þó að
engin leið er að takmarka áhrif
sprengjunnar við hernaðarmann-
virki og þess vegna verða saklausir
borgarar henni fyrst og fremst að
bráð ef til notkunar kemur.
Ákvörðun
utanríkisráðherra
Hún er byggð á þrem kunnum
atriðum i íslenskum stjórnmálum.
íslenskri nesjamennsku (þ.e.
kenningunni: þetta kemur okkur
ekkert við, við erum svo langt í
burtu), skorti á siðferðislegri
ábyrgð (hinni gömlu kapítalísku
grillu að hver sé sjálfum sér næst-
ur) og himinhrópandi vanþekk-
ingu. Sé utanríkisráðherra að
verja landsmenn sína fyrir banda-
rísku taugagasi er síðasta leiðin
að krefjast þess að sprengjan sé
ekki staðsett hér á landi. Sprengja
þessi er nefnilega þess eðlis, eins
og áður hefur komið fram, að hún
skaðar aðeins þá sem hún er send
til. Síðara hylkið er ekki sett í hana
fyrr en skotmark hefur verið valið.
Okkur stafar því meiri hætta af
henni í öðrum Iöndum en hér
heima. Og sé ráðherra samþykkur
vopnabúnaði af þessu tagi er það
hræsnin ein að telja Islendinga
ábyrgðarlausa gagnvart
meðbræðrum sínum með því einu
að sprengjan sé ekki send héðan.
Hver er staða lýð-
ræðis innan Atlantshafs-
bandalagsins?
Samtök hinna vestrænu lýðræð-
isþjóða eru ekki lýðræðislegri en
svo að ákvörðun um staðsetningu
banvænna eiturvopna er vísvitandi
haldið utan við þjóðþing þeirra
landa sem vopnin eiga að hýsa. Og
íslenska ríkisstjórnin telur sig
enga ábyrgð bera og hirðir ekki
um að fylgjast með því sem fram
fer suður í Brussel. heldur felur
embættismönnum sínum að gera
það sem Bandaríkjamenn segja.
Við fyrirspurn minni til utanríkis-
ráðuneytisins fékk ég þau svör
daginn áður en fundur fastanefnd-
arinnar var haldinn að ekkert benti
til mikilvægra ákvarðana þar sem
fastafulltrúinn hefði ekki beðið um
afstöðu! Enda ætlaði hann ekki að
sitja fundinn heldur staðgengill
hans.
Ráðherrafundurinn
22. mai
Varnarmálaráðherrar Nató-ríkj-
anna komu saman 22. maí. Þar var
lokaákvörðun um staðsetningu
tvíþátta eiturvopna Bandaríkja-
manna í Evrópu að öllum líkindum
tekin. Nema Evrópuríkin innan
Nató taki höndum saman og mót-
mæli þeirri villimennsku sem hér
er á ferðinni. Nema málið verði
„pólitískur fótbolti" eins og sendi-
herra Bandarikjanna-í Nató nefnir
þingræðislega umræðu í Evrópu-
löndum svo kurteislega. Nema,
Matthías Mathiesen geri sér ljóst
að „sérstaða íslands sem herlauss
ríkis“ (orðalag yfirlýsingar hans í
Mbl. 16.5) veitir honum enga sið-
ferðilega sérstöðu við ákvarðana-
töku um æ skelfilegri vopnabúnað
í heimi sem nú þegar ræður yfir
margföldu því magni sem þarf til
að tortíma okkur öllum. Auk þess
er forsendan röng. Island er ekki
herlaust land.
Menn urðu felmtri slegnir þegar
Ijóst varð að Sovétmenn reyndu að
hylma yfir Chernobyl-slysið. Nú
hafa menn hrokkið við þegar fyrir
liggur að ríkisstjórnir „hinna vest-
rænu lýðræðisríkja“ með Banda-
ríkin í broddi fylkingar hugðust
leyna þjóðþing Evrópu áformum
um staðsetningu banvænna eitur-
vopna í löndum þeirra. Stjórnkerfi
sýnast hafa lítil áhrif á siðferðis-
kennd stjórnmálamanna.
Allir íslendingar kjósa þjóðfélag
sem byggir á lýðræði og þingræði
og hafna eigin vígbúnaði. Sam-
kvæmt því hefur Matthías Mat-
hiesen enga sérstöðu þegar
ákvörðun um tortímingarvopn er
tekin. Hann þekkir vilja þjóðarinn-
ar mæta vel og hann er annar en
vilji Bandaríkjamanna. En 22. maí
' sker úr um það hvers fulltrúi hann
er. okkar eða þeirra.
Guðrún Helgadóttir.
Agent GB, hin nýja sprengja, fyrir ofan á myndinni. Fyrir neðan er eldri
gerð eiturvopna.
Sjálfstæðismenn sviku
Sjálfstæðismenn gumuðu mikið af
því fyrir síðustu borgarstjómarkosn-
ingar að þeir myndu lækka skatta
kæmust þeir til valda. Davíð torgar-
stjóri sagði að kjörseðillinn breyttist
í skattseðil að kosningum loknum
héldu vinstri menn áfram völdum.
íhaldið myndi aftur á móti lækka
skatta borgarbúa og forgangsverk-
efni væri að lækka fasteignaskatta.
I stefnuskrá íhaldsins frá síðustu
kosningum segir:
Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér
fyrir að sveigt verði snöggt frá þeirri
skattheimtustefnu sem ríkjandi hef-
ur verið síðustu 4 árin. - En hverjar
hafa efhdimar verið?
Blekking sjálfstæðismanna
Sjálfstæðismenn benda á lækkun
álagningarprósentu fasteignagjalda
og útsvars á kjörtímabilinu og segja
að skattar hafi lækkað. Þetta er
blekking, vegna þess að það sem
skiptir borgarbúa fyrst og fremst
máli er skattbyrðin. Hefúr hún auk-
ist eða minnkað á kjörtímabilinu?
Lítum nánar á það.
Fasteignagjöld 270 milljónir
umfram tekjur
Á kjörtímabilinu hefur skattbyrði
vegna fasteignagjalda í Reykjavík
aukist gífurlega eða um 20% umfram
heildartekjur launafólks. Fram-
reiknuð til meðalverðlags 1986
hefur skattbyrði borgarbúa
vegna fasteignagjalda sl. ár auk-
ist um 270 milljónir umfram
heildartekjur launþega. Ef miðað
er við kauptaxta, sem þorri fólks hjá
borginni tekur laun eftir, er skatt-
byrðin vegna fasteignagjalda enn
meiri.
Útsvar 233 milljónir umfram
tekjur
Ef skattbyrði vegna útsvarsálagn-
ingar er skoðuð kemur eftirfarandi'
í ljós: Skattbyrði vegna útsvars
hefur hækkað um 233 milljónir á
kjörtimabilinu umfram heildartekj-
ur launafólks. Samtals er því um
að ræða rúmlega 500 milljón
króna hækkun á fasteignagjöld-
um og útsvari á kjörtímabili
Davíðs umfram heildartekjur
borgarbúa á sama tímabili.
Þjónustugjöld hafa hækkað
verulega
Ekki hefúr verið látið þar við sitja
að auka skattbyrði vegna fasteigna-
gjalda og útsvars á borgarbúa,
heldur hafa þjónustugjöld ýmiss
konar hækkað verulega á kjörtíma-
bilinu. Þannig eru borgarbúar
margfalt lengur að vinna sér inn
fyrir dagvistargjöldum, gjaldi í
strætisvagna og sundlaugar borgar-
innar og fyrir hita og rafmagni.
Félagsleg sjónarmið ekki
ráðið ferðinni
Ýmislegt má einnig benda á sem
sýnir að félagsleg sjónarmið hafa
ekki ráðið ferðinni hjá íhaldinu í
borgarstjóm. Þótt kjaraskerðing
launafólks hafi skilað borgarsjóði
mörg hundruð milljónum á kjör-
tímabilinu, þá hefur það ekki leitt
til aukningar á félagslegum fram-
kvæmdum á vegum borgarinnar.
Þvert á móti hafa þær dregist sam-
an. Framlög til dagvistarstofúana
hafa minnkað til muna í valdatíð
Davíðs. I því sambandi má benda á
að í Kópavogi, þar sem m.a. Al-
þýðuflokkurinn hefur stjórnað sl.
kjörtímabil, hefúr aukning á dag-
vistarrými orðið hlutfallslega
margfalt meiri en í Reykjavík.
Sama má segja um húsnæðismál
aldraðra, sem best sést á því að eng-
in leigu- eða þjónustuíbúð fyrir
aldraða á vegum borgarinnar hefur
verið tekin í notkun á kjörtímabil-
inu. Að auki hefur biðlisti á stofnan-
ir aldraðra meira en tvöfaldast á
kjörtímabilinu. Fleira má til taka.
Framlög til heilbrigðismála hafa
minnkað um 33-34% og framlög til
æskulýðsmála hafa dregist saman
um 108%.
Veitum þeim aðhald
Gleymum því ekki í kjörklefanum:
Að íhaldið hefur aukið skattbvrði
borgarbúa um 500 milljónir króna.
Að svikin voru loforð um lækkun
fasteignagjalda. því skattbvrði
þeiiTa jókst um 20% eða um 270
milljónir króna.
Að íhaldið hefur hækkað þjónustu-
gjöld á borgarbúa sem þeir eru nú
margfalt lengur að vinna fyrir.
Að biðlisti á stofnanir aldraðra hefur
tvöfaldast á kjörtímabilinu.
Að skjólstæðingum Félagsmála-
stofnunar hefur fjölgað um 30-40%
á kjörtímabilinu.
Að rökstuðningur Davíðs fyrir
bruðli vegna afmælis Reykjavíkur-
borgar er að lifskjör hér séu einna
best í heiminiun og tekjumismunur
hvergi minni.
Að 30 tekjuhæstu einstaklingar á
höfuðborgarsvæðinu hafa á hverjum
mánuði tekjur sem samsvara trvgg-
ingabótum aldraðra í þrjú ár og
dagvinnulaunum verkalýðsfélaga í
tvö og hálft ár.
Að sextándi hver Reykvíkingur þarf
á aðstoð Félagsmálastofiiunar að
halda.
Að Davíð leysir húsnæðisvanda lág-
launafólks með 5 leiguíbúðum á ári.
Að biðlisti eftir leiguhúsnæði borg-
arinnar að loknu kjörtímabili er 350
manns.
Að íhaldið notaði 272 milljónir af
Jóhanna
Sigurðardóttir
þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn
peningum borgarbúa til að hygla
íhaldsfjölskvldum, en hafnaði tillögu
Alþýðuflokksins um 90 milljónir úr
borgarsjóði til kaupleiguíbúða.
Verðlaunum þá ekki
Þannig er stjórnað þar sem frjáls-
hvggjan og gróðaöflin ráða ferðinni.
Skoðanakannanir benda til að
íhaldið í Reykjavík fái 10-11 af 15
borgarfúlltrúum. Þeir eiga ekki skil-
ið að hljóta slíka traustsyfirlýsingu.
Látiun það ekki henda okkur að
verðlauna þá fyrir skattahækkanir
og sóun á fjámiunum borgarinnar á
kostnað þeirra verst settu. Verð-
launum þá ekki fyrir biðlistana á
stofnanir aldraðra eða húsnæðis-
vandann í borginni. Verðlaunum þá
ekki fyrir skömmtunarseðlana eða
fátækt sextánda hvers borgarbúa.
Veitum þeim nauðsynlegt að-
hald í kjörklefanum 31. maí n.k.
Jóhanna Sigurðardóttir
Sjálfstæðismenn benda á lækkun álagn-
ingarprósentu fasteignagjalda og útsvars
á kjörtímabilinu og segja að skattar hafi
lækkað. Þetta er blekking...