Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986.
59
HM í Mexíkó HM í Mexíkó HM í Mexíkó HM í Mexíkó
• Danskir „Roligans“ koma heim eftir 5-1 sigur í Osló í undankeppninni.
Piontek: 20 árum
of seinn til HM
- danski þjálfarinn var i landsliði V-Þjóðverja 1966
Frá Hauki Lárusi Haukssyni,
fréttaritara DV í Danmörku:
Velgengni danska landsliðsins á
siðustu árum á rætur að rekja til
ársins 1979. Þá ákvað danska lands-
liðið að eyða miklum fjármunum í
að ráða 1. flokks þjálfara í fullt starf
sem fengi góða vinnuaðstöðu.
Sepp Piontek er maðurinn sem hef-
ur drifið danska liðið úr öldudal á
toppinn. Hann er 46 ára og á 300
leiki með Werder Bremen að baki í
þýsku deildinni. Hann var mjög ná-
lægt því að leika í HM í Englandi
er keppnin fór þar fram 1966, var í
22 manna hópnum mánuði fyrir
keppnina. En heilladísirnar reyndust
ekki hliðhollar Piontek. Á meðan
Werder Bremen var á keppnisferða-
lagi í Búlgaríu kvörtuðu leikmenn
þeir sem ekki höfðu verið valdir.
Afleiðingin var sú að Helmut Schön,
þáverandi þjálfari þýskra, setti Pion-
tek út úr liðinu.
Danir kalla Sepp Piontek árang-
ursríkasta innflytjandann í Dan-
mörku en af þeim 68 leikjum, sem
hann hefur stjórnað liðinu, hafa 33
unnist, tólf endað með jafntefli og
23 tapast. Hlutfall unninna leikja
síðustu þrjú árin er reyndar nokkru
hærra.
Piontek var varaður við að fara til
Danmerkur. Honum var sagt að
Danir léku góða knattspyrnu en
tækju hana ekki mjög alvarlega. Það
væri hluti af hugsanagangi Dana að
gefa eftir ef mótherjarnir væru of
harðir.
Sepp byrjaði á því að berja hörku
í leikmennina og venja þá við aga
sem ekki virtist vera vanþörf á. Líf
þjálfara er ekki eintómur dans á rós-
um. „Mitt verk stendur og fellur með
2x45 mínútum og ég get þurft að bíða
lengi eftir að fá uppreisn æru.“
Samningur hans við danska knatt-
spymusambandið rennur út 1988 en
víst er að þá mun verða slegist um
hann.
• Troels Rasmussen. Orðinn aðalmarkvörður Dana.
# Jan Mölby.
Uruguay.
Francescoli er
stærsta vonin
Uruguay er það lið sem Franz Bec-
kenbauer, stjóri V-Þjóðverja, Alex
Ferguson, stjóri Skota, og Sepp Pion-
tek, þjálfari Dana, telja vera erfið-
ustu andstæðinga sína í E-riðlinum.
Orð þeirra þremenninga segja vissu-
lega mikið því riðillinn er jafnan
talinn sá sterkasti í keppninni.
Maðurinn á bak við árangur liðsins
er Omar Borás þjálfari. Hann tók við
stjórn landsliðsins árið 1981 eftir að
liðinu hafði mistekist að vinna sér
sæti í lokakeppni HM árið 1982 er
fram fór á Spáni.
En Borás hélt rétt á spilunum.
Hann ákvað að nota aðeins þá leik-
menn er sýndu áhuga á því að koma
heim í landsleiki og nýta meira inn-
lenda leikmenn. Þrátt fyrir þessa
stefnu Borás eru enn íjórtán „útlend-
ingar“ í liðinu en sem dæmi um
fólksflótta knattspymumanna frá
Uruguay þar sem laun knattspyrnu-
manna eru lág má benda ó að 300
knattspymumenn hafa „flúið land á
síðustu fjórum árum.
Þekktasti knattspyrnumaðurinn í
hópi Borás er Enzo Francescolijafn-
HM-ÆÐI
- hjá
Dönum
Frá Hauki Lárusi Haukssyni, frétta-
ritara DV í Danmörku:
Danir skipuleggja sumarfríið sitt
út frá heimsmeistarakeppninni.
Kona ein bauð móðir sinni til Kákas-
us í Sovétríkjunum. Sú gamla neitaði
að koma með nema að tryggt væri
að hún gæti séð dönsku leikina í
sjónvarpinu.
• Fjöldinn allur ætlar til Mexíkó.
bankarnir bjóða lán og slegið er sam-
an í ferðasjóði. Slátrari einn og
bakari á S-Jótlandi auglýstu einnar
krónu hækkun á öllum vörum sínum
þar sem þeir ætluðu sér til Mexíkó.
Mældist sú ráðstöfun vel fyrir hjá
viðskiptavinunum.
Það verður því heitt í kolunum í
Danaveldi í júní og verður gaman
að fylgjast með viðbrögðum Dana á
hm'
• þrátt fyrir mikla varkárni veikt-
ust þrír leikmenn úr liði Belga stuttu
eftir komuna til Mexíkó. Það voru
þeir Leo Van der Elst, Erwin Van
der Bergh og Raymond Mommes.
Tveir þeirra eru nú skriðnir upp úr
bælinu eftir slæma magakveisu en
Erwin Van der Bergh lá enn í rúminu
þegar síðast fréttist og vafasamt er
að hann nói fyrsta leik Belga er verð-
ur gegn gestgjöfum Mexíkó 3. júní.
• „We are black, we are white. We
are danish dynamite". Þessi söngur
er nú orðinn einhvers konar óopin-
ber þjóðsöngur Dana og verður það
líklega fram yfir heimsmeistara-
keppnina.
• Frakkinn Michele Platini, sem
mun verða í sviðsljósinu með liði
sínu á HM, hefur þegar lýst því yfir
að hann muni ekki verða með ó HM
1990. „Ég er orðinn 31 árs og á næstu
keppni verð ég orðinn 35 ára. Það
er of hár aldur,“ sagði Frakkinn í
viðtali nýlega.
an nefndur prinsinn. Francescoli er
leikmaður með argentínska liðinu
River Plate og margir telja hann
besta knattspyrnumanninn í Suður-
Ameríku.
Uruguaybúar munu vonast eftir því
að liðið vinni titilinn í fyrsta sinn
síðan 1956. Margir hallast að því að
þeim verði að ósk sinni. HM-bikar-
inn hefur aldrei hafnað í Evrópu
þegar keppnin hefur verið haldin í
Ameríku og margir telja Uruguay
hafa á að skipa besta landsliðinu í
S-Ameríku. HM-hópur Borás er
þannig:
Markverðir:
1. Rodolfo Rodriguez. 30 ára. 79 leikir.
Hefur leikið flesta landsleiki fyrir liðið
og er fyrirliði þess. Leikur með Santos.
12. Fernando Alvez. 26 ár. 6 leikír. Fjöl-
miðiarnir í Uruguay telja hann besta
markvörðinn og völdu hann sem leik-
mann ársins á síðasta ári. Snöggur og
sérfræðingur í að verja vitaspyrnur.
22. Celso Otero. 26 ára nýliði.
Varnarmenn
2. Nelson Gutierrez. 24 ára. 3l\leikur.
13. Cesar Vega. 26 ára. 7 leikir.
Dario Pereyra. 29 ára. 30 leikir. Leikur
með Sao Paulio og er talinn vera besti
miðvörðurinn í brasilísku deildinni.
4. Victor Diogo. 27 ára. 30 leikir. Seinn
en traustur bakvörður.
6. Jose Batista. 24 ára. 8 leikir. Fljótur
vinstri bakvörður og sérfræðingur í
aukaspyrnum.
3. Eduardo Acevedo. 26 ára. 37 leikir.
Oft notaður gegn fljótum framherjum.
Lítill en mjög fljótur.
15. Eliseo Rivero. 28 ára. 6 leikir.
„í Uruguay er knattspyrnan ástriða.
Fyrir þjálfara er það sigur eða
dauði,“ segir Omar Borás, þjálfari
Uruguay.
Aðstæðurnar í Mexikó koma til
með að henta okkur vel. Mótherjar
okkar verða þijár sterkar Evrópu-
þjóðir og við erum álitnir vera ,jo-
kerarnir" í spilabunkanum. Okkar
markmið verður að sýna að við séum
Miðjumenn 4
5. Miguel Bossio. 26 ára. 27 leikir. Góð- í
ur skallamaður en skortir tækni.
8, Jorge Barrios. 25 ára. 24 leikir.
16. Mario Saralegui. 27 ára. 27 leikir.
11. Sergio Santin. 29 ára. 14 leikir.
18. Ruben Paz. 26 ára. 22 leikir. Leikinn
sóknarmaður sem hefur blómstrað eftir
nokkur keppnistímabil í Brasilíu.
Sóknarmenn
10. Enzo Francescoli. 24 ára. 23 leikir. *
Knattspyrnumaður ársins í Argentínu á |
síðasta ári. Einnig markahæstur með 25 f
mörk. Auka og vitaspyrnusérfræðingur. ;
19. Venancio Ramos. 26 ára. 37 leikir. r
Útherji sem hefur unun af einleik. j
7. Antonio Alzamendi. 29 ára. 6 leikir. í
Hægri útherji og fljótastur allra í hópn- '
um. i
9. Jorge Da Silva. 24 ára. 20 leikir.
Sterkur, fljótur og leikinn miðherji er
leikur með Atletico Madrid.
21. Wilmar Gabrera. 26 ára. 24 leikir.
20. Carlos Aguilera. 24 ára. 38 leikir.
Markahæstur í Uruguay síðastliðin ár.
Snöggur og á gott með að athafna sig
jafnvel í mjög þröngum marktækifærum.
ekki með síðra lið en sigurlið Uru-
guay á HM 1950,“ segir Borás sem
hefur gert góða hluti með liðið síðan
að hann tók við sem landsliðsþjálfari
árið 1982.
Borás hefur að mestu valið inn-
lenda leikmenn til að leika i liði sinu
þar sem hann segir að margir leik-
manna utan heimalandsins leggi
ekki jafnhart að sér fyrir landsliðið. ;
• Francescoli. Kosinn besti knattspyrnumaðurinn í S-Ameríku á síðasta ári.
Að vinna eða deyja
eru öriög Borás