Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Side 34
34 DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Svií Ólyginn sagði... Grace Jones er yfirleitt svo vígaleg ásýnd- um að halda mætti að hún óttaðist ekkert eða engan. Svo er þó ekki. Grace óttast hryðjuverkamenn eins og svo margar amerískar stjörnur. Hún átti nú á dögunum að sýna loðkápur og pelsa í París en var treg til. Það þurfti einkaþotu til að ferja hana til Frakklands, hún fékk sjö vöðvabúnt til að gæta sín dag og nótt og að síðustu leyni- legt aðsetur. Yoko Ono er farin að stunda skíðaíþrótt- ina af kappi. Vinir hennar hvöttu hana til að fara á skíða- námskeið svo hún gæti tekið þátt í þessu skemmtilega sporti með þeim. Ono, sem er mjög vör um sig, fór á nám- skeið í Colorado en heimtaði að báðir lífverðir hennar, sem þekkja varla skíði frá skautum, færu einnig á það. Lífverðirnir hlýddu en höfðu að sjálf- sögðu vopnin á sér. Annar þeirra steyptist á hausinn eins og títt er með byrjendur og hljóp skot úr byssunni öðrum skíðamönnum til mikillar hrellingar. Sem betur fer meiddist enginn en Ono hefur nú látið fylginauta þessa leggja byssurnar til hliðar meðan þau eru í brekkunum. Kennv Rogers sem er Hallbjörn þeirra Bandaríkjamanna hefur nú lofað konu sinni, Marianne, að taka ekki aftur þátt í koss- asenum, hvorki á hvíta tjald- inu né á skjánum. Marianne segir að þau hafi rætt þetta fram og aftur og komist að þeirri niðurstöðu að kvik- myndakossarnir tækju of mikið á hjónabandið. Birgitte Stallone vill fá barnið! og það, ásamt Sly, sé mikilvægara í hennar augum heldur en ferill henn- ar sjálfrar. Barnið er tveggja ára gamall strákur sem heitir Julian. Hann var yngri en eins árs þegar móðir hans skildi hann eftir hjá pabbanum, rokk- söngvaranum Kaspar Winding, og hélt til Ameríku í leit að frægð og fé. Hún fann hvort tveggja með að- stoð Sylvester Stallone. Stuttu síðar skildi hún við Kaspar og giftist Stall- one, eftir að hann hafði sagt skilið við eiginkonu sína og tvo syni. Ka- spar fékk yfirráðaréttinn yfir Julian, eftir að Birgitte hafði verið lýst óhæf móðir sem vanrækti barn sitt. En nú segist Birgitte aldrei hafa vanrækt barnið og segir Kaspar hafa vitað að hún ætlaði sér alltaf að sækja það, hann sé einungis að refsa sér fyrir að hafa farið frá honum. Ef Kaspar heldur þessu til streitu er víst Stallone að mæta, og hver vill eiga bæði Rocky og Rambo fyrir óvini? En Kaspar er hvergi banginn, umboðsmaður hans segir að hinn nýfengni Stallone-auður muni ekki hjálpa Birgitte neitt. I Danmörku ráði lögin en ekki peningarnir og ef til málarekstrar komi muni Kaspar berjast til síðasta blóðdropa við Rocky-hjónin og sigra með rothöggi. Julian, sem styrinn stendur um. Nýja konan hans Sylvester Stall- one, Birgitte Nielsen hin danska, vill nú óð og uppvæg fá yfirráðin yfir syni sínum af fyrra hjónabandi. Stallone styður fast við bakið á henni í þessu efni og er víst mjög reiður yfir hve mál þetta tekur á taugar hennar. Vinir þeirra hjóna hafa sagt að Birgitte sakni barnsins ógurlega Kaspar, ætlar að berjast uns yfir Tapa Rocky og frú bardaganum? Intercoiffure á íslandi! í dag befst hérlendis Norður- landaþingið Intercoiffure. Á þing- inu, sem haldið er á íslandi í fyrsta skiptið, munu þekktustu hár- greiðslumeistarar Norðurlanda líoma saman og skiptast á hug- myndum og upplýsingum. Þingið er haldið á Laugarvatni og í Reykjavík dagana 12.-17.júní og munu um 120 erlendir gestir sækja það. Meðal þeirra eru þau Lydia Premier frá Sviss og Maurice Franck frá París. Premier er þekkt- ur hárgreiðslumeistari frá Zúrich og rekur þar stóra stofu en Maurice Franck er alheimslistráðunautur Intercoiffure, rekur stofur bæði í París og Genf og starfar þar að auki fyrir mörg helstu tískuhúsin í París. í tengslum við þingið verð- ur efnt til hátíðarsýningar í Broadway á sunnudaginn kl. 15.00. Þar munu fulltrúar frá Norðurl- öndum sýna, Lydia Premier mun halda hárgreiðslusýningu, sem sýnd hefur verið víða í Sviss, og Maurice Franck mun færa landan- um nýjustu straumana frá París, bæði í hárgreiðslu og fatnaði. Ástæða er til að hvetja þá sem áhuga hafa á að líta inn í Broad- way því hér er um einstakt tæki- færi að ræða til að sjá hið nýjasta í hár- og fatatísku. Hið nýjasta frá Maurice Franck. Tískan hjá Stuhr í Danmörku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.