Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 35
35 Sviðsljós Sviðsljós DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. tsljós Sviðsljós Sviðsljós Brosandi og nýbúin að opinbera. Hamingjan er tekin að brosa í mót Elizabeth Taylor að nýju og sjálf geislar hún af hamingju. Nýverið varð hún amma og stuttu síðar opinberuðu hún og George Hamilton. Það má með sanni segja að þau séu par árs- ins í Hollywood. Þau kynntust fyrir alvöru á heilsuhæli, þar sem þau voru í afslöppun. Hinn spartverski lifnaðar- háttur virtist opna augu þeirra og ekki leið á löngu uns þau voru orðin ástfangin upp fyrir haus. George, sem er 10 árum yngri en Liz, hefur hjálpað henni að hætta að drekka og hún hefur einnig grennst heilmikið. Hann er í sífellu að færa henni blóm, pelsa eða skartgripi og draumur þeirra er að fá að leika saman í kvikmynd. Elizabeth segist aldrei hafa getað leikið betur en ein- mitt nú og vinir hennar segja að George hafi svo sannarlega tekist að gera hana að nýrri og hamingjurík- ari manneskju. Hún helgar nú baráttunni gegn AIDS krafta sína og segist aldrei ætla að hætta að berjast gegn þeim voveiflega sjúkdómi enda hafi hún þurft að sjá á eftir góðvini sínum, Rock Hudson, í gröfina, en hann lést af völdum sjúkdómsins. Hinn 24 júní 1886 var Stórstúka íslands stofnuð í Alþingishúsinu. Helsti hvatamaður að stofnuninni var Björn Pálsson en að henni stóðu 17 stúkubræður í þremur landsíjórð- ungum. Föstudaginn 6. júní minntust templarar komandi aldarafmælis og fór sú viðhöfn fram í húsi þjóðarinn- ar við Austurvöll. Dagskráin hófst með guðsþjónustu í dómkirkjunni en síðan fluttu gestir sig um set yfir í Alþingishúsið. Þar var stuttur en hátíðlegur fundur. Hilmar Jónsson stórtemplar hélt ræðu, Helgi Seljan flutti Bindindishreyfingunni kveðju Alþingis og Birgir Arnar, afkomandi Björns Pálssonar, hélt stutt erindi um þennan brautryðjanda og fyrsta stórtemplar hreyfingarinnar. Margt góðra gesta var viðstatt fundinn og meðal þeirra var Vigdis Finnboga- dóttir, forseti íslands, sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup og Jón Helgason ráðherra. Bindindishreyf- ingin átti stóran þátt í að bæta hina fátæklegu félagsmálastarfsemi ís- lendinga og úr frjósömum jarðvegi hennar spruttu öflug félög, m.a. verkalýðsfélög, leikfélög að ógleymdu Ungmennafélagi íslands. Margir stjórnmálamenn okkar hafa einnig öðlast sína fyrstu reynslu í félagsmálaskóla hreyfingarinnar. Aldarafmælis minnst. 1 i r«.MM 1 ' - i t +4 j| iwam ;< ofQl it Gengið til hátíðarfundar. William Atli Kendall. Islenskur staðgengill Richard Gere! Nafnið William A. Kendall hljómar ekki par íslenskt, en þegar miðnafnið er að fullu sagt kemur annað upp á teningnum. William Atli Kendall er íslenskur í aðra ættina en móðir hans, Unnur Kendall Georgsson, er fulltrúi Ferðamálaráðs íslands í New York. Hann hefur verið að fikra sig áfram á leiklistarbrautinni í landi tækifæranna, Ameríku, og orðið sæmilega vel ágengt þótt samkeppn- in sé hörð. Hann hefur leikið í auglýsingum og sjónvarpsþáttum, I þó nokkrum leikritum, þ.á m. Sölu- maður deyr, og einnig í kvikmynd- um. í kvikmyndinni Cotton Club var hann svokallað „photo double”, nokkurs konar staðgengill, fyrir stjörnuna og kyntáknið Richard Gere. Bóbert Jörgensen, DV, Stykkishólini: Nýlega gerði Trésmiðja Stykkishólms auglýsinga- samning við 4. deildar lið Snæfells. Færði Trésmiðjan knattspyrnumönnunum búninga með auglýsingu fyr- irtækisins á, sem þeir munu leika í a.m.k. í sumar. Snæ- fellingar ætla sér stóra hluti í deildinni og hafa æft vel undir stjórn þjálfara síns, Hollendingsins Peter de Witte. A myndinni sjást Sig- urður Kristinsson, forstjóri T.S., og Peter de Witte þjálf- ari ásamt Ellert Benedikts- syni og nokkrum öðrum leikmönnum Snæfells í nýju búningunum. D V-mynd/Róbert Ólyginn sagði... Marlon Brando hefur nú í hyggju að koma fram í sjónvarpsauglýsingu í fyrsta skipti í langan tíma. Brando, sem farinn er að reskjast, hefur aðeins leikið rremur auglýsingum síðustu 30 árin. Hann segist þó aðeins gera þetta fyrir vini sína til að reir geti fengið fleiri túrista í heimsókn til Tahiti. Jerry Lee Lewis er orðinn þreyttur á sjöttu konu sinni, Kerrie. Jerry, sem er 51 árs, er enn í fullu fjöri og segist aldrei ætla að festa sig í framtíðinni heldur lifa fyrir söng, konur og vín. Kerrie (23) og Jerry hafa verið sam- an í tvö ár. Hún segir að söngvarinn sé ótrúr og sam- búð með honum sé andleg og líkamleg hrollvekja. Hann svarar jaessu fullum hálsi og segir Kerrie vera hina mestu „nóldurbikkju” sem geri ekki annað en að eyða peningun- um hans. Michael Jackson er ek blankur. Nú nýverið eyddi 'nn um 50.000 kr. í barnarö, Eðlilega brá fólki við og héldu r.ienn að Mikki hefði nú slysast til að barna stelpu. Svo var þó ekki, fötin voru ætluð þesta vini hans um þessar mundir. Vinurinn er simpansi og sagt er að þeir vinirnir deili með sér rúmi oq mat.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.