Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Síða 4
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986. Stjómmál_____________________________________dv „Alþingi er í símanum“ - forsprakkar flokkanna hafa sig alla við að afla þeina tugmilljóna sem fyrirtæki greiða þeim „Ég kann best við að flokksformenn hringi sjálfir, ég tel það hreinlegast." Þessi orð, sem Davíð Scheving Thor- steinsson lét falla f viðtali við DV í gær, hafa að vonum vakið athygli í þeirri umræðu sem verið hefur í gangi undanfarið um fjármögnun stjóm- málaflokkanna. Komið hefur á daginn við rannsókn Hafskipsmálsins að Sjálfstæðisflokk- urinn fékk eitt sinn hundrað þúsund krónur hjá fyrirtækinu og það keypti happdrættismiða fyrir tuttugu þúsund hjá Bandalagi jafnaðarmanna. Haf- skip og Eimskip borguðu utanlands- ferð fyrir einn helsta viðsemjanda sinn, Guðmund J. Guðmimdsson, með milligöngu pólitísks andstæðings hans og vinar, Alberts Guðmundssonar. Albert, fyrrum stjómarformaður Haf- skips, fékk veglegar afmælisgjafir frá fyrirtækinu eftir að hann lét af því embætti, utanlandsfqrð og sumir segja kokkteilboð. Vegir stjómmálamanna, flokka og fyrirtækja liggja því oft sam- an. Ýmsir forsvarsmenn fyrirtækja hafa fúllyrt í samtölum við DV að þeir greiði öllum stjómmálaflokkum styrki en oddvitar þeirra hafa farið undan í flæmingi og ekki kannast við styrki. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að fyrirtæki kaupa happdrættis- miða í stórum stíl og auglýsingar og sennilega þorir enginn að halda því fram að forstjóramir telji þar feitan gölt að flá. Oft kjósa forstjóramir frek- ar að auglýsing birtist ekki og virðast stjómmálaflokkamir láta sér það í léttu rúmi liggja. „Borgaraleg skylda“ Davíð Scheving Thorsteinsson, iðn- rekandi og meðlimur í fjárhagsráði Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir í samtali við DV að hann hafi styrkt fjórflokkana með kaupum á auglýs- ingum og happdrættismiðum. Hann telur það engum vafa imdirorpið að stjómmálaflokkamir líti á þetta sem styrki, hvað sem mótbárum sumra oddvita þeirra líði. „Þetta er borgara- leg skylda fyrirtækis míns,“ segir hann. Davíð viðurkennir fúslega að Sjálfetæðisflokkurinn njóti góðs af að meirihluti eigenda fyrirtækis hans séu honum hliðhollir en leggur áherslu á að verkalýðsflokkamir og Framsokn hafi ekki síður fengið fjárhagslega fyr- irgreiðslu. Sömu sögu hafa fjölmargir aðilar, gagnkunnugir í stjómmála- og við- skiptaheimi, sagt DV. Heimildarmenn DV em sammála um að Sjálfetæðisflokkurinn fái langmesta fyrirgreiðslu en Alþýðubandalag eflaust talsvert minni, hvað sem líður fúllyrðingum Svavars Gestssonar um að þeir fái „enga peninga frá fyrirtækj- unum“. Sjálfetæðisflokkurinn hefúr lang- mest umsvif stjómmálaflokkanna, hann er tengdastur atvinnurekendum og hann hefur flesta meðlimi og kjós- endur. Framlög fyrirtækja til stjóm- málaflokka em oftast i formi kaupa á auglýsingum og í minna mæli kaupa á happdrættismiðum. Kaup Hafskips á happdrættismiðum fyrir tuttugu þúsund krónur hjá Bandalagi jafhað- armanna em gott dæmi um þetta. Auglýsingamar birtast gjaman í smærri tímaritum á vegum stjóm- málaflokkanna, ekki síst á vegum flokksfélaga eða kjördæmisráða, oft úti á landi. Gjafir og styrkir em ekki frádráttarbær frá skatti nema í vissum tilvikum en auglýsingar flokkast und- ir venjulegan rekstrarkostnað. Það þjónar þvi hagsmunum beggja, fyrir- tækja og stjómmálaflokka, að greiðsl- ur séu flokkaðar sem slíkar. Ráðherra í símanum „Það hefur komið fyrir á undan- fömum árum að ég fæ skilaboð inn á fúnd um að ráðherra eða Alþingi sé í símanum. Þegar ég tek svo upp símann er verið að snapa styrktarlínu fyrir smáblað úti á landi. Maður gerir þetta en heldurðu að fyrirtækið græði á þannig auglýsingu?" sagði þekktur maður í viðskiptalífinu við DV. „Stjómmálamenn em vitaskuld ekki áfjáðir í að það sé á hvers manns vit- orði af hveijum þeir þiggja fé, síst ef það er frá pólitískum andstæðingum," sagði einn heimildarmanna DV. „Það er eðlilegt að einstaklingar og fyrirtæki vilji styrkja stjómmála- flokka en það á að gerast fyrir opnum tjöldum því þá geta kjósendur gert upp hug sinn með hliðsjón af því,“ sagði Óskar Guðmundsson, lýðræðiskyn- slóðarmaður í Alþýðubandalaginu, við DV. Hætt er við að þeir Davíð Scheving séu sammála um fátt en þama er þó að finna nokkum samhljóm: „Það væri miklu betra ef beinlínis væri gert ráð fyrir þessu í skattalögum því þá væri auglýsingaliðurinn hreinlegri í bókhaldinu.“ „Ég tel það ekki fráleitt í fljótu bragði að setja megi reglur um að framlög til stjómmálaflokka verði frá- dráttarbær frá skatti," segir Kjartan Gunnarsson,'framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins. Þess em auðvitað dæmi að fyrirtæki styrki stjómmálaflokka kinnroða- laust, án þess að „óhreinka" auglýs- ingahðinn. Engin ástæða er til að ætla að hundrað þúsund króna tékk- inn, sem Hafekip greiddi Sjálfetæðis- flokkniun, sé einsdæmi. Nú ber að hafa í huga að stjóm- málaflokkamir em ekki nein stórfyr- irtæki. Rekstrarkostnaður Alþýðu- bandalagsins nemur til dæmis um fimm milljónum króna á ári að öllu jöfnu. Kosningar setja vissulega strik í reikninginn. Þeir eiga hins vegar talsverðar eign- ir. Fyrirtæki hafa án efa tekið þátt í Fréttaljós byggingu sjálfetæðishússins Valhall- ar, svo dæmi sé nefnt, og fáir draga í efa að Samband íslenskra samvinnufé- laga, kaupfélögin og fyrirtæki, tengd þeim, hafi stutt Framsóknarflokkinn dyggilega í gegnum árin. Flokkurinn á Hótel Hof, sem kunnugt er. Al- þýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn eiga einnig fasteignir. „Frímerkjaformúlan" Samkvæmt heimildum DV hefur stuðningur fyrirtækja í tilfellum af þessu tagi verið samkvæmt „fií- merkjaformúlunni", eins og einn viðmælenda DV orðaði það. Þá kaupir flokkurinn frímerki, byggingarefiii eða hvað sem vera skal og fær nótu sem ekki tilgreinir kaup- anda. Flokksmaður fer til velviljaðs fyrirtækis og fær jafriháa fjárupphæð. Nótan fer svo inn í bókhald fyrirtækis- ins og það er jafhsnyrtilegt eftir sem áður. Tæki og tól fyrirtækjanna og vinnukraftur hafa vafalaust staðið flokkunum til boða, eftir því sem heim- ildir DV segja. Vitaskuld hafa for- svarsmenn fyrirtækja, rétt eins og óbreyttir félagsmenn, verið liðtækir að skrifa upp á víxla. Flokksmenn hafa sannarlega lagt sitt af mörkum í öllum stjómmálaflokkum og vitaskuld hafa flokkamir komið sér upp fast- eignum sínum með verulegu átaki meðal þeirra. Heimildarmönnum DV ber saman um að þeir hafi, þrátt fyrir allt, borið hitann og þungann af átök- um af þessu tagi en auðvitað hafa þeir sem eiga fyrirtæki betri aðstöðu en aðrir. Flokksblöð stjómmálaflokkanna vega þungt á metunum í fjárhag flokk- anna. Þá er ekki aðeins um að ræða Alþýðublaðið, Tímann og Þjóðviljann heldur einnig mörg smærri rit. Aðstoð velviljaðra fyrirtækja við þau hefúr verið veruleg. Tíminn var til dæmis prentaður í Eddunni, sem var í eigu Sambandsins, og á árum áður fór góð- ur hlutur af styrk SÍS til Framsóknar- flokksins í gegnum hana, eftir því sem fyrrverandi flokksmaður sagði DV. Sami maður taldi allar líkur á því að Sambandið og ýmis kaupfélög hefðu keypt auglýsingar á óeðlilega háu verði. Margt bendir til þess að ný viðhorf hafi skapast innan Sambandsins hvað varðar íjármagn til Framsóknar- flokksins og vegur NT-ævintýrið þar mikið, enda þótt ekki hafi tekið fyrir það, eftir því sem áreiðanlegar heim- ildir segja. „Það er ekkert hæft í því að við fjár- mögnum starfeemi Framsóknarflokks- ins,“ segir Axel Gíslason, aðstoðarfor- stjóri Sambandsins. „Við auglýsum í Tímanum en við auglýsum einnig í mörgum öðrum blöðum." „Otgáfa aukablaða Alþýðuflokksins, sem gefin eru út í stærri upplögum en vanalega, er ein helsta tekjulind Al- þýðuflokksins," segir Jón Baldvin Hannibalsson. Heimildarmenn DV, sem auglýst hafa í þeim, segjast líta á auglýsingamar sem hreinan styrk. Einn heimildarmanna DV, hátt sett- ur maður í einum stjómmálaflokk- anna, fúllyrti að ..þeir hefðu margir hverjir notfært sér velvild í bankakerf- inu út í ystu æsar. Framsóknarflokk- urinn hefði þannig getað selt verðbréf á fullu verði - sem hefðu orðið að þola talsverð afföll ef hrein viðskipta- sjónarmið hefðu ráðið ferðinni. Bera fyrirtækin eitthvað úr být- um? „Flokkar eiga ekki að vera háðir fjármálaveldi eða framlögum aðila sem síðan geta í skjóli þeirra haft. áhrif á afetöðu flokkanna til þjóð- mála.“ Þessi setning, sem tekin er úr greinargerð með frumvarpi um stjóm- málaflokka, er í rauninni kjami málsins. Fyrirtækin styrkja stjóm- málaflokkana vemlega en greiða þeir eitthvert gjald? Sögusagnir hafa lengið gengið um ýmsa greiða sem fyrfrtæki hafi þegið út á styrki við stjómmálaflokka en DV hefur ekki getað fengið slíkt stað- fest. „Við höfum ekki gert þetta í þeirri von að fá endurgreiðslu," segir Davíð Scheving Thorsteinsson. „Við fáum ekkert fyrir þetta. Það er oft fljótleg- ast að láta þá fá einhverja peninga...“ segir Viglundur Þorsteinsson. „Ég ræði ekki um pólitík í sömu andrá og auglýsingar og kaup á happ- drættismiðum," segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins. Hann óttast ekki að fyrir- tæki geti náð pólitísku taki á flokkum. „Fjáröflunin er rekin með sjónarmið viðskipta að leiðarljósi, án þess að um pólitískar skuldbindingar sé að ræða.“ Magnús Bjamfreðsson tekur í sama streng: „Ég þori að fullyrða að í sára- fáum tilvikum - ef nokkrum - er mönnum heitið einu né neinu til end- urgjalds," segir hann í kjallaragrein í DV. Nokkrir viðmælendur DV úr við- skiptaheiminum segja að skírskotað hafi verið til áhuga á ákveðnum teg- undum samsteypustjóma. „Það getur svo sem vel verið að einhveijir for- 'stjórar vilji frekar styrkja krata, þegar þeir em í viðreisnarstuði, eða Al- þýðubandalagið, þegar það talar um nýsköpun, ef einhver slíkur vill yfir- leitt láta þá hafa eitthvað. Aðalmálið er að flestir eigendur fyrirtækja styðja Sjálfetæðisflokkinn og vita að það er þægilegt að vera innundir hjá Fram- sókn. Annar hvor þessara flokka eða báðir em alltaf í stjóm,“ sagði einn viðmælenda DV. Hvað sem bollaleggingum af þessu tagi liður er ljóst að á sama tíma og fyrirtæki greiða stjómmálaflokkunum - mismikið - fé til rekstrar á einn eða annan hátt eiga þau mikið undir ýms- um pólitískum ákvörðunum. Hætta á hagsmunaárekstrum er alltaf fyrir hendi á meðan svo er í pottinn búið. Hafa stjómmálaflokkamir vemleg- an áhuga á að breyta kerfinu? Frumvarp var samið um flokkana fyrir nokkrum árum en þeir nefndar- menn,. sem höfðu það hlutverk, urðu ekki sammála um að ríkið greiddi stjómmálaflokkunum styrki. Sjálfetæðismenn í milliþinganefnd, sem samdi frumvarp um málið, sögðu að... „það á ekki að neyða skattgreið- endur að styrkja stjómmálaflokka sem þeir em andsnúnir. Með því að taka upp styrki til flokkanna sé verið að viðhalda núverandi stjómmálaflokk- um og hafa áhrif á eðlilega lýðræðis- þróun. Opinber fjárstuðningur dregur úr áhuga flokksmanna, bæði til sjálf- boðaliðastarfa og að leggja fram fé, og þannig slitnar samband milli flokka og fylgismanna, sem er óheppilegt fyr- ir slík almannasamtök. Flokkamir verða að treysta á framlög þeirra sem flokkunum fylgja og ef þeir hafa mis- munandi aðstöðu til slíks þá er það einfaldlega vegna þes að þeir njóta mismunandi mikils fylgis." Þingið of veikt Vinstri flokkamir hafa lengi haft áhuga á að löggjöf verði sett um stjómmálaflokka og stuðningur ríkis- ins við þá verði aukinn. Jón Baldvin Hannibalsson bendir á að starfi flokkanna séu vemlega þröngar skorður settar eins og málum er komið í dag. Hann bendir á að víða erlendis njóti verkalýðsflokkamir fjármagns alþýðusambandanna um leið og fyrirtækin standi að vemlegu leyti undir hægri flokkunum. „Það em gerðar gríðarlega miklar kröfúr til stjómmálaflokka en þeir hafa ekki nægilega góða aðstöðu til að standa undir þeim, þá skortir ein- faldlega fé. Ég held að kjami málsins sé að menn verða að gera upp við sig hvort veita eigi flokkunum aukinn stuðning með pólitískum ákvörð- unum. Eftir hvaða reglum á þá að fara? Á að miða við þingmannafjölda flokkanna að einhveiju leyti eða á að veita þeim jafnmikið fé? Þingið er meðal annars af þessum ástæðum of veikt. Það skortir allar aðstæður til þess að löggjöf geti verið eins vönduð og nauðsyn krefur. Þing- ið er heldur ekki fært um að sinna eftirlitshlutverki sínu nægilega vel. Þingmenn njóta lítillar sem engrar sérfræðiaðstoðar og því em lagafrum- vörp í æ ríkari mæli komin frá þeim sem sitja í ríkisstjóm hveiju sinni og geta látið embættismennina sjá um tæknilegu hliðina." Davíð Scheving Thorsteinsson mót- mælir þessu: „Ríkisstyrkir em eitur í mínum beinum." Hann og aðrir forsvarsmenn fyrir- tækja eiga líklega enn eftir að fá nokkrar hringingar frá Alþingi frá blönkum stjómmálamönnum til að minna á „borgaralegu skylduna". -ás. Arni Snævarr Tugmilljónir króna fara frá fyrirtækjum til stjórnmálaflokka, að sögn Daviðs Scheving.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.