Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Síða 13
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986.
13
Pálmi Gunnarsson reynir að fá silung í Hraunsvatni en treglega gengur.
Ónýtavatn og Litlisjór
Veiðivötn á Landmannaafrétti
hafa snemma dregið veiðimenn til
sín og í Njálssögu er getið um veiði
þar og þau nefnd Fiskivötn. Skyldi
Njáll hafa fengið silung þar? Eða
kastaði Skarphéðinn flugu? Lík-
lega hefur þetta verið netaveiði hjá
þeim feðgum.
Veiðivötn, eða Fiskivötn, er
vatnaklasi á Landmannaafrétti,
norðan Tungnaár. Þau liggja í
lægð í norðaustur- og suðvestur-
steftiu milli Snjóölduijallgarðs að
suðaustan og Vatnaöldugígaraðar-
innar að norðvestan. Vatnasvæðið
er um 5 km breitt og 20 km langt
frá norðaustri til suðvesturs. Mörg
vatnanna eru gígvötn.
Segja má að Veiðvötn liggi í
tveimur röðum. Helstu vötnin í
austari röðinni eru Snjóölduvatn,
Ónýtavatn, Grænavatn og Litli-
sjór. í vestur eru vötnin fleiri og
yfirleitt smærri. Helst þeirra er
Nýjavatn, Breiðavatn, Eskivatn,
sem er dýpsta vatnið, 36 m djúpt,
Langavatn, Skálavatn, Tjaldvatn
og Litla- og Stóra-Fossvatn.
Við höfum samband við Guðna
Kristinsson, hreppstjóra á Skarði,
til að fræðast um Veiðivötn.
- Hvað er það sem gerir Veiði-
vötnin svona góð og eftirsótt?
„Það er fyrst og fremst fiskurinn
sem veiðimenn sækja svo mikið í,
þetta er sérstakt eins og Biblían.
Fiskurinn getur verið mjög stór og
veiðin getur verið misjöfn, menn
geta veitt hlið við hlið og annar fær
Sildin var sterk sem beita og var hún óspart notuð.
DV-myndir G. Bender.
Veiðivon
Gunnar Bender
góða veiði hinn ekki neitt. Lyktin
af veiðarfærunum getur líka spilað
inn í. Við erum að selja 80.000 þús-
und seiði núna í öll vötnin og
klakstöðin hjá okkur er að
stækka.“
- Hver er stærsti silungur sem
veiðst hefur í vötnunum?
„Þessi 18 punda sem veiddist síð-
asta sumar og það hafa veiðst
margir stórir og þeir eru til vænir
í sumum vötnunum. Ég hef aldrei
hitt veiðimenn sem hafa komið
óhressir úr Veiðivötnum, hvort sem
þeir veiða stóra eða litla fiska.“
- Hafið þið eitthvað bætt aðstöð-
una fyrir veiðimenn?
„Við erum alltaf að bæta aðstöð-
una fyrir fólkið því það sækir mikið
í húsin okkar sem við bjóðum upp
á og veiðifélagið keypti hlut Ferða-
félagsins í skálanum við Tjaldvatn.
Aðstaðan er því góð og aðsóknin
var aðeins róleg til að byrja með,
en núna fjölmenna veiðimenn til
veiða í Veiðivötnum. Veiðivonin
er góð og þeir stóru eru til í mörg-
um vötnum, bara að fá þá til að
taka.“
Veiðivatnasvæðið er sérstakt þar
sem sumir fá góða veiði, aðrir ekki.
Veiðivötnin bjóða upp á margt og
gaman að dvelja við þau sé veður-
farið gott og fiskurinn í tökustuði.
G. Bender.
ALDREI
MEIRA URVAL
SJU KRALIÐAR - ATHUGtÐ
Við Sjúkrahúsið á Egilsstöðum eru iausar 3-4 stöður
sjúkraliða, nú þegar eða frá 1. sept. nk.
Fljótsdalshérað er fagurt bæði sumar og vetur, flugvöll-
ur er við bæjardyrnar og skíðaland í Fjarðarheiði skammt
undan. Við höfum grunnskóla, menntaskóla og tónlist-
arskóla á staðnum, svo eitthvað sé nefnt.
Er ekki tilvalið að breyta til og prófa að búa úti á lands-
byggðinni?
Hugsið málið og leitið nánari upplýsinga - það kostar
ekkert.
Hjúkrunarforstjóri, sími 97-1631
Skrifstofan, sími 97-1386
Seljum 1 dag
Lartcla A 112 árg. 1983, 3 dyra,
rauður, belnskiptur, 4 gira, ekinn
24 þús. km. Mjög fallegur bíll. Verð
kr. 170 þús.
Daihatsu Charade árg. 1983, 3|a
dyra, rauður, beinskiptur, 4 gira,
ekinn aðeins 14 þús. km. Bill sem
nýr. Verð kr. 250 þús.
Opið laugardag kl. 12-16. Ath. breyttan opnunartíma.
TÖGCUR HR
UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT
Bíldshöfða 16, símar 681530 - 83104.
Stelpur og strákar á
aldrinum 5-12 ára:
KNATTSPYRNUSKÓLI
VALS
Næsta námskeið hefst mánudaginn 14. júlí. Yngri
nemendur kl. 9-12, eldri nemendur kl. 13-16. Leið-
beinandi Sigurbergur Sigsteinsson. Upplýsingar í síma
11134.
OPIÐ TIL KL. 4
Smiðjuvegi 4, sími 79494,
*
I
T
{
2ja-5 manna hústjöld
Verð frá kr. 22.000. -
Tjaldteppi. Göngutjöld, 3ja-4ra manna
tjöld með framlengdum himni, kr. 12.000.
Tjaldbúðir, Geithálsi, sími 44392