Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Síða 7
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986.
7
Veiðivon
20 punda
hjá Pálma
Veiðimaðurinn og söngvarinn Pálmi
Gunnarsson hefur farið víða til veiða
í sumar og veitt mikið. Pálmi var
mættur í Vopnafjörðinn um leið og
Hofsá var opnuð, og fékk hann laxa.
Pálmi veiddi 20 punda fisk í ánni og
var þetta hinn mesti bardagi. „Þetta
var alveg meiri háttar barátta, virki-
lega skemmtilegt,“ sagði Pálmi
Gunnarsson um viðureignina við lax-
Bláa höndin
Veiðimönnum fjölgar og fjölgar,
þannig á það líka að vera. Ný veiðifé-
lög eru stofnuð og veiðimenn fara
saman til veiða. Fyrir nokkrum dögum
var nýtt veiðifélag stofnað í Borgar-
firði og fékk félagið nafnið Bláa
höndin. HA? Já, Bláa höndin og verð-
ur líklega bara gert út á bláa fiska.
Formaður hins nýja veiðifélags er Sig-
mundur Eggertsson og ætla þeir
félagar mest í silungsveiði.
Tittir
Veiðimenn, sem voru að koma af
Amarvatnsheiði, báru henni ekki góð-
ar sögur. „Við fengum saman 30 fiska
og þetta vom mest „tittir“, fiskar frá
30 grömmum og upp í 1,5 pund,“ sagði
Ólafur Bergmann Bjamason og bætti
við. „Við fengum þetta fína veður og
veiðin hefði átt að vera betri fyrir vik-
ið, en það var öðm nær og þetta væri
kannski hægt að veiða vel á togara.
Veiðin hefur minnkað mikið síðan við
fórum á Amarvatnsheiðina fyrst og
fiskurinn er líka orðinn svo smár.“
Össur Skarphéðinsson ritstjóri var að
koma af heiðinni nokkrum dögum á
eftir Ólafi og hann sagði. „Þetta vom
mest tittir sem við fengum, ég og Siggi
bróðir."
Tilraunastöng í Laxá í Refasveit
Eitt hefur vakið athygli varðandi
Laxá í Refasveit og það er „tilrauna-
stöng“ sem veitt er á. Stöng þessi er
leyfð í Norðurá, sem kemur ofan af
Þverárfjalli og rennur í Laxá fyrir ofan
brú við Núp i Laxá. Ekki er vitað til
að lax hafi veiðst í Norðurá og ekki
fyrir innan brúna yfir Laxá hjá Núpi.
En með þessari tilraunastöng á að
athuga þetta mál betur og kannski
veiðist lax á þessum stöðum í sumar.
Fjöldi veiðistaða er þama, svo s'em
Bakkahylur, Bæjarfljót og Túnhylur
í Norðurá. Töluvert veiðist af silungi
á þessum stöðum.
Margir vænir í Kleifarvatni
Veiðisögur úr Kleifarvatni em sum-
ar ótrúlegar þessa dagana eða eigum
við að segja frekar sögur af þessum
stóm úr vatninu. Eða öllu fremur þeim
stóm sem em í vatninu og taka ekki
neitt sumir. Veiðimenn, sem vom við
veiðar nýlega, sáu nokkra væna synda
rétt hjá landi en þeir vildu ekki neitt
og létu sig hverfa út á djúpið. Skömmu
seinna kom einn 11 punda urriði einn
og hann tók agn veiðimanna, hinir
sem komu fyrst vom margir stærri.
30 punda í Hrútafjarðará
Sverrir Hermannsson er veiðimaður
mikill og veiðir mikið á hveiju sumri,
hvort sem það er í Þverá í Borgarfirði
eða Hrútafjarðará. Sverrir var við
veiðar í Hrútafjarðará fyrir skömmu
og sá víst einn lax, um 30 punda. Sá
vildi eklri Hary Mary fluguna góðu
hjá Sverri. Kannski fær einhver annar
veiðimaður þennan fisk næstu daga.
Við skulum vona það.
G. Bender
;•; «^11^
UÆw
Breiðumörk 12 - Hverayerði Simi 99 4225.
auglýsir:
SUMARTILB0Ð A P0TTAPL0NTUM
Eigum til takmarkað magn af stórum
plöntum fyrir skrifstofur og stofnanir.
Grænmeti og ávextir í úrvali
Opið alla daga
til kl. 21.
Nissan Patrol TURBO dlsil 4*4,
1985. ekinn 76 þús. km, 5 gira, vökva-
stýri, útvarp, 7 manna. Ath. skipti á
ódýrari bll. Varð 970 þús.
Nissan Laural dfsil árgarö 1983. gull-
fallegur bill, ekinn 147 þús. km. sjálf-
skiptur, vökvastýri, rafdrifnar rúður,
topplúga. Ath. skipti á ódýrari. Verð
510 þús.
Toyota HILUX pickup 4x4. m/plasthúsi.
árgerð 1980, ekinn 70 þús. km. 6 cyl.
Buick vél, sjálfskiptur, vökvastýri,
breið dekk, spokefelgur, útvarp, segul-
band, splittað drif að framan. Ath. opið
á milli húsa. Ath. skipti á ódýrari bif-
roið. Verð 480 þús.
Subani XT turbo 4x4. árgerð 1988. ok-
inn aðeins 3 þús. km, sjálfskiptur,
vökvastýri, rafdrifnar rúður, stillanlegir
demparar, hæðarstilling, veltistýri,
sjálfvirkt aldrif o.fl. o.fl., meiri háttar
sportbíll með óteljandi aukahlutum.
Ath. skipti á ódýrari bifreið. Verð 900
þús.
Mercedes Benz sendibill 4x4 dfsil, ár-
gerð 1974, ekinn 90 þús. km, 5 gira,
vökvastýri, innréttaöur aftur i. Ýmis
skipti koma til greina. Verð 480 þús.
Subaru station 4x4 árgerð 1985, okinn
25 þús. km. sjálfskiptur. vökvastýri,
útvarp/segulband, litur d-blár. Bein
sala. Verð 550 þús.
ATH.: Nú eru komnir nýlegir bilar á skrá.
t.d. Tercel 4x4, árgerðir '85 og '86, Subaru
station 4x4, árgerð '86. Cressida turbo
dísil. árgerð '85, BMW 323 I. árgerð '83,
Nissan Blucbird disil, árgerð '85, Escort
XR3 I, árgerð '84. Mazda 626 2000. 2ja
dyra, árgerð '85, Colt '83, ásamt ýmsum
öðrum frambærilegum bilum.
Ertu með verki í bakinu ?
Það er óþarfi!
CLAIRCL heilsupúðinn eyðir bakverknum
á þægilegan hátt.
ClAIRDLheilsupúðann geturðu notað
hvar sem er, í vinnunni, í bílnum, á
ferðalagi eða heima.
Með 10 mín. notkun í hvert sinn endist
rafhlaðan í 150 skipti.
CLAIROL heilsupúðinn mýkir stirða vöðva
og liðamót og örvar blóðrásina.
SKIPHOLTI 19'
SÍMI 29800
VIÐTÖKUM VEl A M0TI ÞER