Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Side 12
12
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986.
Fjölmiðlar
DV
„Síðustu dagar Pompeii" heitir nýr
ítalsk-bandarískur framhaldsmynda-
flokkur, sem sjónvarpið byrjar að
sýna á miðvikudaginn kemur.
Pompeii var ein af minni borgum
ftalíu og lá við rætur fjallsins Vesúv-
íusar. Borgin hrundi að nokkru í
jarðskjálfta ánð 63 eftir Krist og var
verið að endurbyggja hana þegar
Vesúvíus tortímdi henni á nýjan leik,
að þessu sinni endanlega.
Einmitt þessar stórkostlegu nátt-
úruhamfarir tryggðu Pompeii
varanlega sess á spjöldum sögunnar
því borgin er sjaldan nefnd nema í
sambandi við sína hrikalegu jarðar-
för.
Vesúvíus gaus þann 24. ágúst árið
79. Aska og grjót þeyttust hátt í loft
upp og logar leiftruðu í dimmum
skýjabólstrum. Síðan skall yfir helli-
regn sem breytti gosefnunum í
steypiflóð ösku og vikurs sem á sex
stundum gróf Pompeii undir átta til
Atriði úr sjónvarpsþáttunum „Síðustu dagar Pompeii". Konan er iona, sem Olivia Hussey leikur.
mál einstakra borgarbúa. Auglýsing-
ar um herbergi til leigu, um týnda
muni, um stuðning við frambjóðend-
ur í kosningum, auglýsingar um
skylmingaleika og fleira og fleira.
Claucus elskar íonu
í sjónvarpsþáttunum „Síðustu dag-
ar Pompeii" fylgjumst við með
Grikkja, Claucus að nafni, sem búið
hefur í Pompeii í mörg ár. Claucus
er velkominn inn á heimili allra betri
Rómverja þó ekki sé hann rómversk-
ur sjálfur, enda vel menntaður og
fágaður maður og vellauðugar að
auki.
Claucus elskar fonu sem er róm-
versk. Hún og bróðir hennar,
Antoníus, höfðu verið alin upp af
Arbaces, æðsta presti gyðjunnar Isis.
Systkinin ungu líta á Arbaces sem
föður sinn, en í raun er hann aðeins
á höttunum eftir peningum þeirra
og hafði átt þátt í að raunverulegum
föður þeirra var fyrirkomið.
Síðustu dagar Pompeii
tíu feta þykku lagi. Allan þann dag
og næsta á eftir nötraði jórðin og
byggingar hrundu. Á þriðja degi birti
loks upp aftur. en þá stóðu aðeins
þök húsánna í borginni upp úr ösku-
laginu.
Frásagnir sjónarvotts
Varðveist hafa frásagnir sjónar-
votts af þessum ósköpum. Þegar
þetta gerðist var náttúruvísinda-
maðurinn Plíníus hinn eldri yfirmað-
ur rómverska flotans í Mísenum.
Hann fór á vettvang til að hjálpa
nauðstöddu fólki og eins fýsti hann
að rannsaka fyrirbæri þetta. Plíníus
hinn eldri var aldinn að árum og
virðist ferðin hafa orðið honum um
megn, því þegar fólkið var að flýja
undan reyk og hagli yfirbugaðist
hann, hné til jarðar og dó.
En frændi hans, Plíníus yngri, var
með í ferðinni og í tveimur bréfum
sem hann skrifaði sagnfræðingnum
Tacitus, segir hann frá því sem hann
upplifði og því sem honum var sagt
um dauða frænda hans.
Dagur varð sem dimm nótt
íbúar í Pompeii voru nálægt tutt-
ugu þúsund, en milli tvö og þrjú
þúsund manns munu hafa farist í
eldgosinu. Áhorfendur grófust í
rústum leikhúsa, fjöldi fólks kafnaði
af ryki eða eiturgufum og flóðbylgur
vömuðu því að menn gætu flúið sjó-
leiðina. Dagur varð sem dimm nótt
þegar gosið stóð sem hæst. Margir
flóttamenn týndu ástvinum sínum í
myrkrinu og juku á skelfinguna með
ópum sínum og kveinstöfum. Sumir
ákölluðu guðina, aðrir æptu að allir
guðir væm dauðir og sá heimsendir
sem fyrir löngu hefði verið spáð væri
nú skollinn yfir.
Fáeinir þeirra sem eftir lifðu grófu
í rústunum eftir verðmætum þegar
eldgosinu lauk. Síðan var borgin
yfirgefin og hvarf smám saman alger-
lega undir nýjum jarðvegi. Hafist var
handa við að grafa Pompeii upp árið
1749 og hefur verið fram haldið með
hléum fram til dagsins í dag. Mestur
hluti hinnar fornu borgar hefur nú
verið afhjúpaður og svo margt í ljós
komið að í sumum greinum þekkja
menn Pompeii betur en Rómaborg
hina fomu.
Óhugnanlegar eftirmyndir af
hinum dauðu
Margir hinna dauðu varðveittust
eins og smurlingar í goslaginu.
Regnið og vikurinn myndaði stein-
lím sem harðnaði og þornaði og með
því að fylla þessi steypumót náttúr-
unnar með gipsi fengust óhugnan-
legar eftirmyndir hinna eyddu
mannslíka.
Fjölmargir létust af því þeir flúðu
ekki heldur leituðu skjóls í kjöllur-
um og öðrum stöðum innan dyra, sem
menn héldu örugga. Fundist hafa
beinagrindur af heilu fjölskyldunum.
Sumstaðar sjást þess merki að fólkið
hefur í örvæntingu reynt að grafa sig
út úr húsunum. Þekktastur er fund-
urinn af manni sem sat samanbeygð-
ur í vatnsveitu við bóndabæ rétt fyrir
utan Pompeii. Með líkama sínum
hafði hann reynt að verja eitt stærsta
safn silfurmuna sem til er frá þessum
tímum. Þetta er hinn firægi Boscoreal
fjársjóður sem varðveittur er á Louv-
re safninu.
Brask og saurlifnaður
Af því sem grafið hefur verið upp
hafa menn geta fengið góða mynd
af lífi Pompeiinga. Þeir lifðu til að
skemmta sér. I borginni voru þrjú
almenningsböð, íþróttaskóli, lítið
leikhús með sætum fyrir tvö þúsund
og fimm hundruð manns, annað
stærra, sem tók fimm þúsund, og
hringleikhús þar sem tuttugu þúsund
áhorfendur gátu skemmt sér við að
horfa á aðra heyja dauðastríðið fyrir
sig.
Borgarbúar reistu guðum sínum
musteri. en ekki voru þeir neitt til-
takanlega trúhneigðir. Til þess voru
þeir of önnum kafhir við iðnað og
brask, leiksýningar og saurlifnað.
Miðstöð borgarinnar var torgið og
götumar út frá torginu fullar af há-
værum sölumönnum og þrefandi
kaupendum. Neðar í götunum voru
svo veitingahús, spilavíti og pútna-
hús.
Menjar um innibúnað heimilanna
bera vitni um öryggi, þægindi og fjöl-
skrúðugar listir. Skrautlegt landslag
og þokkafúllar konur vom gjaman
málaðar á veggi húsa í Pomoeii og í
mörgum húsanna vom ágætis högg-
myndir.
Megir þú hnerra notalega
Ekki hefði fengist fullkomin mynd
af lífi Pompeiinga hefðu þeir ekki
haft þann sið að klóra hugrenningar
sínar á veggi húsa. Yfir þrjú þúsund
veggáletranir hafa verið lesnar í
rústunum, en vafalaust hafa þær ver-
ið miklu fleiri. Stundum krotuðu
höfundamir nöfn sín eða einhver
grófyrði, eins og menn stunda enn
þann dag í dag. Einnig má finna
skilaboð af ýmsu tagi til vina og
óvina eins og til dæmis þessi: „Sam-
íus ritar Comelíusi, hengdu þig.“
Víða em letruð ástarorð, oft í ljóð-
um. Tryggur piltur skrifar unnustu
sinni: „Lifðu heil Viktoría, og hvar
sem þú ferð óska ég að þú hnerrir
notalega." Engu færri em tilkynn-
ingar um almenn efni eða nauðsynja-
Claucus kemst að sannleikanum
og segir Antoníusi. Antoníus ásakar
æðsta prestinn sem drepur hann og
kennir síðan Claucusi um morðið.
Honum er varpað í fangelsi og dæmd-
ur til að berjast við skylmingaþræl
f hringleikahúsinu. Örlög hans virð-
ast ráðin en þá dynja ósköpin yfir.
Jörðin skelfur og drunur miklar
skekja loftið, eldur og aska leggjast
yfir borgina.
En það er ekki vert að rekja sögu-
þráðinn lengur til að eyðileggja ekki
spennuna fyrir áhorfendum. Margir
þekktir leikarar sjást í þessum þátt-
um. Skal þar frægastan telja sjálfan
lávarðinn, Lawrence Olivier. Önnur
þekkt andlit em þar, til dæmis þeir
Franco Nero, Emest Borgnine, Oli-
via Hussey og Brian Blessed. Þætt-
imir em sex talsins og koma í
staðinn fyrir Hótelþættina.
-VAJ
Örvæntingarfullir Pompeiingar á flótta undan hamförum Vesúvíusar.