Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Síða 40
FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986. Lögreglunienn án verkfallsréttar Launa- - hækkanir 12-24 prósent Laun lögreglumanna hækka um 12 til 24% samkvæmt kjarasamningi sem samninganefndir ríkisins og lögreglu- manna undirrituðu í gær. Laun þeirra hækka um 4 til 8 launaflokka. Allir fá 3 launaflokka hækkun frá 1. febrú- ar sl. Mismunurinn kemur síðan frá 1. september. Á móti þessu afsala lög- reglumenn sér m.a. verkfallsrétti. „Almennt tel ég þetta vera viðun- andi samkomulag og með þvi opnast möguleikar á að gera ákveðnar skipu- lagsbreytingar hjá lögreglunni," sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra í gær. í kjölfar þessara samninga er gert ráð fyrir að miklar breytingar verði gerðar á vaktafyrirkomulagi í tengsl- um við þá úttekt sem gerð var á löggæslustörfúm á höfúðborgarsvæð- inu. Einar Bjamason, formaður Lands- sambands lögreglumanna, sagðist ekki búast við að heildarlaun myndu hækka mikið. Hins vegar mætti gera ráð fyrir að yfirvinna ætti eftir að dragast saman, svo fremi sem flótti úr starfinu hætti. Lægstu laun hækka úr um 21 þúsund krónum í yfir 24 þúsund krónur. Laun varðstjóra, 55 ára og eldri, hækka mest, eða úr um 34 þúsund í um 44 þúsund krónur. Lögreglumenn gefa eftir ýmis atriði, s.s. fatakostnað, og einnig lækkar greiðsla vegna aukavinnu um helm- ing. I næstu viku verður atkvæða- greiðsla um samninginn. „Útgjaldalega séð er þetta ekki dýr samiiingur vegna þeirra skipulags- breytinga sem á móti koma,“ sagði Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins. Stjóm BSRB samþykkti í gær álykt- un þar sem þess er krafist að ekki komi til skerðingar verkfallsréttar lögreglumanna. -APH Ávallt feti framar SÍMI 68-50-60. ,^o'0lLASröí ÞRÖSTUR SÍÐUMÚLA 10 LOKI Selja þeir ekki ópal á börunum á ísafirði? m m ■■■ Var Sjallinn seldur í aprfl? - málaferii á milli eigenda Crown Chicken og stjómar Sjallans þetta ggggj j^n Amason, flutninginn hjá hóraðsdómara í Um þetta snýst deilan. „Þeir segja Jan G. HauHsaon, , AKureyn:_ annar eigenda kjúkhngastaðarins fyrradag að ef krafan næði ekki fram okkur hafe rift samningnum. Það „Við gerðum samning 15. april við Crown Chicken á Akureyri, en eig- að ganga með fógetaaðgerðinni þá gerðumviðaldrei.Þeirbáðuásínum stjómarmenn Akurs um kaup á endumir hafa krafist þess fyrir yrði hugsanlega farið í skaðabóta- tíma um ífest eftir að hafa skrifað hlutabréfúm þeirra í Sjallanum en fógetarétti á Akureyri að þeim verði mál og jafnvel farið fram á lögbanp undir. Síðan gerðist ekkert. Við höf- þeir eiga tæp 82% hlutafjárins. Þeir afhent tæplega 82% hlutafjár í Akri á rekstri Sjallans. um ekkert heyrt í þeim síðan. Þess skrilúðu undir ásamt okkur og átti hf. sem rekur Sjallann. vegna viljum við láta reyna á gildi samningurinn að taka gildi frá 1. Stjómarmenn Akurs, þeir Jón Kr. samningsins fyrir dómstólum,“ sagði maí. Við teljum samninginn lögieg- Lögmaður eigenda Crown Chick- Sólnes, Aðalgeir Finnsson og Þórður Jón Rafri, annar eigenda Crown an og viljum að dómstótar skeri úr en, þeirra Jóns Rafris og Helga Gunnarsson, telja að samningnum Chicken. umhvorthannséígildieðaekki." Helgasonar, lýsti því yfir við mál- hafi verið rift með lögmætum hætti. Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra og Ólafur G. Einarsson þingflokksformaður ræða saman á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. DV-mynd Óskar öm Albert skýrði sínmál Aðalumræðuefni þingflokksfund- ar Sjálfstæðisflokksins, sem hald- inn var í gær, var breytingar í bankamálum í ljósi þess að Útvegs- bankinn stendur nú illa að vígi. Viðskiptaráðherra kynnti leiðir til breytinga; og voru þær ítarlega ræddar. Þá var einnig fjallað um kjara- samning BHMR og lögreglumanna; ennfremur um reglugerð um mjólk- urkvóta sem væntanleg er á næstunni. í upphafi fúndarins skýrði Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra frá því hvað á hans daga hefði drifið í sambandi við „Guðmundarmálið". Engar umræður urðu um hans mál. Hugsanlegar haustkosningar voru ekki ræddar. -APH Veðrið um heígina: Svipað veður verður um land allt I dag verður víðast bjart veður norð- anlands en skýjað sunnanlands og smáskúrir. Á morgun (sunnudag) má búast við að létti til með hægri norðanátt sunn- antil á landinu en verði skýjað og sums staðar skúrir norðantil. Hitastig verður á bilinu 9-14 stig. Gripinn glóðvolgur Bílstjóri var tekinn fyrir ölvun við akstur á lögreglustöðinni á Isafirði í gær. Maðurinn kom akandi að lög- reglustöðinni um hádegisbilið og fór inn til að spyrjast fyrir um glöt- uð pérsónuskilríki. Lögreglumenn sáu þá að maðurinn var undir áhrifum áfengis. Fékk hann ekki að yfirgefa stöðina á ökutækinu. Ekki mun maðurinn hafa verið mikið ölvaður. Taldi lögreglan að eitthvað af áfengi hefði setið í hon- um frá gleðskap kvöldið áður. -ÞJV r I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.