Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986. Sælkerinn „Þvingum" bandaríska herinn til að kaupa lambakjötsfjallið á réttu verði. Glóðarsteikt h valkj öt Fj allah valkj öt Þann 21. júní síðastliðinn birtist grein hér á síðunni undir fyrirsögn- inni „Hvalkjöt þrisvar í viku“. Nú er svo komið að líklegast verða landsmenn að fara að snæða hval- kjöt í það minnsta þrisvar í viku ef vel á að vera. Það er víst stað- reynd að 1000 tonn af hvalkjöti verða sett hér á markað. Hvaða breytingu hefur þetta í för með sér fyrir íslenskan matvælamarkað? Telja má öruggt að draga muni allnokkuð úr neyslu kindakjöts og jafnvel nauta- og svínakjöts. Senni- lega mun ekki draga úr sölu á kjúklingakjöti enda er kjúklinga- og hvalkjöt mjög ólíkar kjötteg- undir. Það sem helst er í veginum fyrir almennri neyslu á hvalkjötinu er hið torkennilega bragð sem margir eiga erfitt með að venjast. Hins vegar er hvalkjötið magurt og fal- legt að sjá. Veruleg aukning hefur orðið í sölu kindakjöts síðan kindakjöts- útsalan hófst 24. júlí en þó er það athyglisvert að salan er þó ekki jafnmikil og hún var í útsölunni undir lok síðasta árs þrátt fyrir hina frægu fjallalambsherferð. Það eru því miður líkur á að enn muni verða til í landinu hið svokallaða lambakjötsfjall. En væri ekki hægt að selja NATO eða Bandaríkja- mönnum þetta lambakjöt? Stað- reyndin er sú að við getum ekki vegna þvingunaraðgerða Banda- ríkjastjórnar selt allt hvalkjötið úr landi. Við verðum því að borða það sjálf. Þetta kemur niður á neyslu á lambakjöti, það hlaðast upp birgðir sem verður að losna við og það er gert með því að niðurgreiða kjötið. Sem sagt, ríkið verður að borga. Til að koma í veg fyrir að íslendingar verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni, sem gæti haft stjórnmálalegar afleiðingar, gæti sem sagt Bandaríkjastjóm keypt af okkur lambakjötsfjallið. Þess má geta í þessu sambandi að Bandaríkjastjóm greiðir niður korn sem selt er til Sovétríkjanna. Nú er að sjá hvemig gengur að koma út hvalkjötinu. Til að auka neysluna á því þarf líklegast að efna til einhvers konar herferðar. Mætti t.d. kalla þessa herferð . „sjávarhvalkjöt", samanber „fjallalamb". En svo öllu spaugi sé nú sleppt þá munu þessi 1000 tonn af hvalkjöti enn auka vanda ís- lenskra bænda. Ljóst er að núver- andi markaðskerfi svarar ekki kröfum neytenda. Það lambakjöt sem nú er sett á markað er ekki eins góð vara og hún gæti verið. Undirtektirnar á kindakjötsút- sölunni nú sýna, svo ekki verður um villst, að fólk vill fyrsta flokks vöra. Það þarf að lengja sláturtím- ann og slátra oftar, t.d. á vorin. Kjötið þarf að hanga og meyrna áður en það er sett á markað. Þá er það staðreynd að kjötið er of feitt. Alla þessa þætti þarf að lag- færa. Auðvitað er það hægt. Sláturhúsin standa tóm níu til tíu mánuði á ári. ísland er sérstaklega vel fallið til sauðfjárræktar og ís- lenska lambakjötið hefur ýmsa frábæra eiginleika sem verða að fá að njóta sín ef kjötið á að seljast og oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Blómkál í kvöldmatinn Þó komið sé fram á ágúst þá er enn vel hægt að grilla og eins og alþjóð veit er nóg af ódýru hvalkjöti á markaðnum. Hvalkjöt passar ágæt- lega til glóðarsteikingar og hér Peningamarkaður VEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsfaækur óbundnar 8-9 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8.5—10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsögn 9.5-12.5 Ab.Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparað i 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. í6mán.ogm. 5-13 Ab Ávísanareikningar 3-7 Ab Hlaupareikningar 5-4 Lb.Sb Innián verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6 mán. uppsögn 25-3.5 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 8-7 Ab Sterlingspund 9-10.5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 6-7.5 Ab.Lb.Sb Utlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 15.25 Allir Viðskiptavix!ar(forv.)(1) kge og19.5 Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 7-9 Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 4 Allir Til lengri tíma 5 Allir Utlán til framleiðslu Isl. krónur 15 SDR 8 Bandarikjadalur 8.25 Sterlingspund 11.25 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskirteini 3ja ára 7 4ra ára 8.5 6ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16 Gengistryggð(5 ár) 8.5 Almenn verðbréf 12-16 Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Oráttarvextir 27 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala 1463 stig Byggingavisitala 272.77 stig Húsaleiguvisitaia Hækkaði 5% 1. júli HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Eimskip 200 kr. Flugleiðir 140 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. ,(1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá flestum bönkum og stærri sparisjóðum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar- bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunar- bankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- um. kemur auðveld uppskrift. Fyrst er lagaður lögur. Lögur 'A dl matarolía % dl Worcestershire sósa (fæst í flestum verslunum) % dl tómatsafi 1 tsk. paprikuduft 1 tsk. hvítlaukssalt Þessi blanda er hrærð vel saman.. Hvalbuffin eru nú pensluð vel og vandlega með þessum legi og sett í bakka og krydduð með piparmixi, en það fæst víða. Bakkanum er svo stungið inn í ísskáp, svona 40 mínút- um áður en kjötið er steikt. Á meðan kjötið er á grillinu má pensla það með afganginum af kryddleginum. Með hvalkjötinu er best að hafa kryddsmjör, smjörsoðinn maís og hvítlauksbrauð. Uppáhalds- rauðvínið mitt Þessari spurningu svarar að þessu sinni Torfi Geirmundsson hársnyrtir. Torfi er mikill áhuga- maður um mat og vín. „Þessari spurningu er ekki auðsvarað," segir Torfi. „Um jól og aðrar stórhátíðar drekkum við gjaman Chateau Talbot. En ef ég ætti að nefna eitthvert rauðvín sem ég er ánægður með held ég að ég velji Piat de Beaujolais. Þó um rauðvín sé að ræða vil ég hafa það vel kælt. Þetta ágæta vín er frískandi og bragðmikið.“ Þetta segir Torfi Geirmunds- son, hársnyrtir og vínáhugamað- ur. Hér á landi er ekki venjulegt að fólk snæði grænmetisrétti sem aðal- rétt - því miður. Grænmetið er bæði hollt og gott og þessa dagana einnig ódýrt. Hér er uppskrift að blómkáls- rétti sem tilvalið er að hafa í kvöld- matinn. Upplagt er að bjóða súpu á undan og ferska ávexti á eftir. Þessi máltíð er „öðruvísi" eins og sagt er en bæði holl og næringarrík. Það sem þarf er: 1 stk. blómkálshöfuð salt 4 msk. rifinn ostur. Blómkálið er soðið í 5 til 6 mínútur í saltvatni. Það er svo fært upp úr pottinum og mesti vökvinn látinn renna úr því. Þá er það sósan: 1 msk. smjör 1 msk. hveiti blómkálsvatn 1 dl rjómi 1 stk. eggjarauða 4msk. rifinnostur salt og hvítur pipar. Bræðið smjörið í potti og sáldrið hveitinu yfir það. Hrærið vel saman hveiti og smjör. Þá er vatninu af blómkálinu og rjómanum bætt í pott- inn og hrært kröftuglega í á meðan. Sósan er nú látin sjóða við vægan hita í 3 mín. Eggjarauðunni er nú bætt í sósuna og potturinn tekinn af hellunni. Sósan er svo krydduð með salti og pipar og að síðustu er ostinum hrært saman við hana. Blómkálið er nú sett í eldfast fat, sósunni hellt yfir það og rifnum osti stráð yfir. Blómkálinu er nú stungið inn í ofn með glóðarrist og glóðað þar til það er orðið fallega brúnt. Með blómkálinu er haft ristað brauð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.