Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Page 8
8 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986. Ferðamál Á Ermar- sunds- eyjum með Bergerac Islendingar hafa undanfarin föstu- dagskvöld kynnst svokölluðum Ermarsundseyjum í sjónvarpsþátt- um um lögreglumanninn Bergerac. Okkur datt í hug að áhugi manna hefði vaknað á þessum eyjum og segjum lítillega frá þeim hér. Stærst Ermarsundseyjanna er Jersey og heitir höfiiðborgin St. Helier. Á sl. árum hefur ferða- mannastraumur aukist mjög mikið og er það einkum ágústmánuður sem er vinsæll tími til að heimsækja Jer- sey. Er það vegna umfangsmikilla blómasýninga sem haldnar eru í byrjun mánaðarins, að sögn ferða- skrifstofunnar Atlantik. Gisting er yfirleitt aðeins seld með hólfu fæði og er hægt að fá slíka þjónustu á allt frá 1800-2000 kr. Einnig er hægt að fá svokallað „bed and breakfast" íyrir um 1000 kr. nóttina fyrir manninn. Opinbert tungumál eyjanna er franska en þar tala allir ensku. Verð- lag er svipað og í Bretlandi á ýmsum vamingi en hátollavamingur er þar 10-15% ódýrari þvi' eyjamar em tollfrjálst svæði. Eftir 1918 komust eyjamar í tísku fyrir þá sem vom að flýja undan þungri skattheimtu. Fyrr á árum vom eyjar þessar hæli fyrir þá sem áttu í pólitískum útistöðum við yfir- völdin. Lægsta fargjald frá London til Jersey er apex, sem þarf að panta með fjórtán daga fyrirvara og með lágmarksdvöl með einum sunnudegi, 3.658 kr. ísl. Ódýrasta fargjaldið tií London í dag er pexfargjald sem kostar 13.940 kr. -A.BJ. Ferðapunktar Hvar sem ferðalangur kemur má hann búast við að mega bara reykja við ákveðin borð á veitingastöðum eða í viss- um herbergjum á mörgum opinberum stöðum. Hvar Reykingar em löngu famar úr tísku, það vitum við vel. Fróðir menn segja að um næstu aldamót þyki það jafn- mikill ósiður að reykja og okkur þykir í dag að hrækja á götum úti. Ferðaiðnaðurinn verður, sem og all- ir aðrir, að beygja sig undir þessa „anti-reykingabylgju“ þvi þeir sem ekki reykja verða sífellt kröfuharðari um rétt sinn. Mjög víða hefur verið komið upp sérstökum herbergjum eða klefum fyrir reykingafólk, eins og til dæmis á flugvöllum og jámbrautar- stöðvum, eða þá að sérstakir salir em merktir sem staðir reyklausra. Reykingar hafa alveg verið bannaðar í neðanjarðarlestum Lundúnaborgar og er í athugun að fækka jámbrautar- vögnum breska lestarkerfisins þar sem reykingar em leyfðar. Á flestum stærri má reykja? hótelum og veitingastöðum er vel merkt hvar leyfilegt sé að reykja og hvar ekki. Flugfélögin hafa um árabil aðgreint skilmerkilega „reyksvæði" frá „reyk- lausu“ en nú íhuga félögin hve langt þau geta gengið. Hvemig ætli við- skiptavinimir tækju þvi ef sætum fyrir reykingafólk yrði fækkað eða ef aug- lýst yrðu alveg „reyklaus“ flug? Gerð var könnun á meðal 400 far- þega sem ferðast reglulega með flugi. Fimmtíu prósent aðspurðra sem reyktu sögðu að það myndi hafa nei- kvæð áhrif á sig ef flugfélag auglýsti algjörlega „reyklaust" flug en sextíu og þijú prósent aðspurðra sem ekki reyktu töldu það mjög jákvæða ný- breytni. Um áttatíu og fimm prósent þeirra sem vinnu sinnar vegna ferðast mjög oft í flugvélum, en reykja ekki, sögðust jafhvel myndu sitja í reykingasvæði vélarinnar ef ekkert annað væri um að ræða, bara ef þeir kæmust á réttum tíma á áfangastað. Nú í vikunni var í Bandaríkjunum birt skýrsla þar sem hvatt er til þess að reykingar verði bannaðar í flugvél- um. Það er bandaríska vísindaaka- demían sem hvetur til að reykingar verði bannaðar á styttri flugleiðum. Bent er á að með því muni öryggi og vellíðan farþega og áhafiiar aukast til muna. Það væri kannski ráð að bæta bara loftræstinguna í flugvélunum þannig að allir geti verið ánægðir? -Ró.G. (Herald Tribune, Reuter) Konur áferða- logum Það eru auðvitað ekki bara karl- menn sem ferðast til erlendra borga í viðskiptaerindum. Það sem „bisness- konur“ leggja mest upp úr, er þær velja hótel, er að á hótelinu sé góð öryggisgæsla. Crest-hótelin í Bretlandi hafa komið til móts við þessar konur með að veita þeim sem dvelja einar á hótelum sérstaka athygli. Einn þáttm- í öiyggisgæslunni er að þegar konan kemur í afgreiðsluna og biður um lyk- ilinn að hótelherberginu passar starts- maðurinn að nefna ekki herbergis- númerið upphátt en lykilinn fær konan í lokuðu, litlu umslagi eftir að hafa framvísað korti með herbergis- númerinu á. Þannig ætti að vera öruggt að enginn utanaðkomandi geti tekið eftir á hvaða hótelherbergi kon- an dvelur. -Ró.G. Hótel- keðjur veita afslátt Nú í ágústmánuði bjóða margar hinna stóru hótelkeðja sérstök tilboð á hótelum sínum í Evrópu. Banda- ríkjamenn, sem flykkst hafa á þessi hótel, hafa ekki lagt í Evrópuferðir nú í sumar eins og kunnugt er orðið og nota hótelin því öll tiltæk ráð til að laða að aðra ferðamenn. Hilton hótelin bjóða til dæmis upp á 25 prósent afelátt á öllum hótelher- bergjum og svítum. Ennfremur verður verð á öllum tveggja manna herbergj- um það sama og verð á einstaklings- herbergjum. Marriott hótelin bjóða einnig veru- legan afslátt og er mestan afslátt að fá um helgar. Á hótelum Inter-Continental/Forum keðjunnar borga gestir fullt verð fyrir fyrstu tvær nætumar í miðri viku en fá svo tvær nætur fríar um helgi. -Ró.G. Spurt til vegar Ef þú lendir í því að þurfa að spyrja til vegar skaltu frekar spyrja kven- mann um upplýsingar heldur en karlmann. Þetta eru niðurstöður rannsóknar bresks prófessors sem rannsakað hefur einmitt þetta atriði. Karlmenn gefa oftast langar og þvæld- ar leiðbeiningar um leið að viðkom- andi stað en konur koma þvílíkum ráðleggingum frá sér á mun hnit- miðaðri hátt sem öllu þægilegra er að fara eftir. -Ró.G. Reykýsvík 1986 í tilefni afmælisins bjóðum við hamborgara, franskar kartöflur og kók á aðeins 150,- Veitingastaðurinn þinn. AMERICAN STYLE SKIPHOLTI 70 SIMI 686838 Tilboðið gildir laugard., sunnud. og mánud. Býður nokkur betur? hamingju

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.