Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Blaðsíða 30
30
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986.
Landtakan tókst farsællega og Ingólfur Arnarson gekk á land, albúinn þess
að reyna vígfimina á landsmönnum.
DV-myndir PK
Þótt Ölfusáin sé bjórlituð þá fussaði Ingólfur við ölinu.
Ingólfur Amarson nemur loks land:
1112 áram of seinn
Sögur herma að Ingólfur Amarson
hafi fyrstur þeirra manna sem eitthvað
vit var í tekið sér bólfestu hér á landi
og eytt ævidögunum á þeim stað sem
hann nefndi Reykjavík. Hvenær þetta
var vita menn eigi með vissu. Þó vildu
hátíðaglaðir menn minnast þess fyrir
12 árum að 11 aldir væru frá hingað-
komu víkingsins farsæla. Það höfum
vér þar í mót fyrir satt hann hafi aldr-
eigi til landsins komið fyrr en harrn
sté hér á land nú í vikunni til að gjöra
lukku á 200 ára afmælishátíð staðarins
sem hann á að hafa valið til að vera
öðrum fremri.
Fregnritarar vorir í Noregi hafa sím-
að það til oss að Ingólfi hafi skilist að
á þessu sumri mætti ekki dragast öllu
lengur að leggja í utanferðina sem
írskir munkar gerðu ódauðlega á
bókum fyrir löngu. Hafði Ingólfur á
orði um mitt sumar að „betra væri
seint en aldrei" og sté á skip. Það vilj-
um vér þó að menn hafi það heldur
sem sannara reynist ef hvorugt er satt.
Það höfúm vér fyrir satt að Ingólfur
tók land við Ingólfshöfða fyrir
skemmstu. Lagði hann skipi sínu,
jámbyrtum knerri glæsilegum, upp í
sandinn og gekk á land. Hann gerði
þó styttri stans á höfðanum en sögur
ætlast til enda stutt til hátíðarinnar.
Það sá hann líka að ráð væri að hafa
tal af höfðingjunum í Byggðastofhun
áður en hann reisti bú á höfðanum.
Síðar sagði Ingólfúr svo frá að í
Byggðastofnun hefði hann fengið þau
ráð að vera ekkert að flækjast úr
bænum aftur og fá sér þess í stað lóð
í miðborginni.
En það er af för Ingólfs að segja að
hann arkaði vestur sanda og sveitir
og létti ekki förinni fyrr en við Ingólfs-
fjall. Engar sögur fara af því að hann
hafi staðið fyrir manndrápum á leið-
inni en hitt höfum við sannfrétt að
þegar vestur kom hafi hann sent þræla
sína til eyja með Heijólfi og sagst
ætla að hitta þá síðar.
Með því að Ingólfur var móður af
göngunni frá Ingólfshöfða og hafði
ofan í kaupið mátt þola verkfall mjað-
arkaupmanna í Noregi, áður en hann
lagði upp, þá var hann þyrstur mjög.
Sýndist honum þá elfur sú er rennur
skammt undan fjallinu vera mjög fag-
urlituð sem þar rynni fram eðlabjór í
stríðum straumum. Laut hann þá nið-
ur og svalg stórum en lét aftur mjöðinn
skjótlega og fussaði ákaflega með stór-
um orðum og ekki öllum fögrum.
„Það grunar mig,“ sagði hann „að
þessi muni vera sá staður sem lands-
menn kalla Öl-fuss og ætla ég eigi að
dvelja við skólp þetta öllu lengur.“
Heldur Ingólfur svo vestur á heiði og
hyggst gera skjóta för. Enn sækir þó
á hann þreyta á heiðinni. Grípur hann
þá til þess ráðs sem að fomu var kall-
að að ferðast á öxinni. Þeir sem þannig
fara um byggðir gera hróp að veg-
farendum og láta sem þeir muni hindra
för þeirra til langframa með öxi.
Bregða hinir hugminni farmenn þá
gjaman á það ráð að lofa öxinni og
eigandanum að fljóta með í friði. Á
síðari tímum hafa komið fram ýmis
vinsælli afbrigði þessa ferðamáta og
hirðum vér eigi að rekja þau.
Þetta er það síðasta sem við þekkjum
til ferðar Ingólfs. Hann sat þá við fót-
stall styttu af einhverjum kalli.
Vindur nú för Ingólfs hraðar fram
en áður og er hann komin í víkina
með reyknum á örskotsstundu. Svo er
sagt að Ingólfi hafi bmgðið nokkuð
við að sjá hversu útleikin vom tún
hans þau er honum vom í öndverðu
lofúð þá er hann bauðst til að leika
fyrsta landnámsmanninn. Þóttu hon-
um efndimar lítilfjörlegar og bar hann
sig þó karlmannlega. Dregur hann nú
úr pússi sínu sjókort gott sem hafði
áður með harðræði haft af ferðamála-
ráði. Leitar hann nú að bæjarhólnum
sínum en fann eigi því áður höfðu
fomfræðingar grafið þar allt í sundur
í sama tilgangi og fundu eigi að heldur.
Hyggst hann nú bíða þess að Davíð,
sá sem sagt er að ráði fyrir staðnum,
ljúki öllu afmælisstandi og heimta af
honum lóðina sem hann valdi sér fyrir
1112 árum. Sat hann er síðast spurðist
vegmóður við stall styttu nokkurrar
og beið þess sem verða vildi og lýkur
þar að segja frá síðbúinni landnámsför
mannsins sem fyrstur átti að byggja í
Reykjavík en varð of seinn.