Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986. / 13 Hálf öld síðan Guernica var eytt Minningar um spænska borgara- stríðið eru hvergi eins lifandi og í Guernica, hinni fornu vöggu Baska- menningar, sem þýskar sprengju- flugvélar höfðu fyrir tilraunablóð- völl í upphafi nútímastríðsreksturs. Borgarastyrjöldin hófst fyrir fimm- tíu árum. Fyrir réttri hálfri öld hóf Franco hershöfðingi uppreisn sína gegn spænska lýðveldinu - og sprengjuárásin á Guemica var níu mánuðum síðar. Ibúar borgarinnar, þeir sem minnast árásarinnar, riíja atburði þessa júlímánaðar oft upp. Og um fátt hafa hægri og vinstri öfl á Spáni deilt af meiri hörku en einmitt árás- ina á Guernica. Sumir hægri menn hafa jafnvel haldið því fram til dags- ins í dag að það hafi verið Baskar sjálfir, eða baskneskir hryðjuverka- menn, sem fyrir árásinni hafi staðið. „Franco spann lygavef til þess að reyna að komast undan ábyrgð sinni á þessum hryllilega glæp,“ segir baskaþingmaðurinn Joseba Elosegui en hann stjórnaði fallbyssusveit í Guernica þegar árásin var gerð. „Við hefðum aldrei getað lagt okk- ar eigin borg í rúst. Guernica var einmitt táknræn fyrir frelsi Spánar, frelsi Baska og okkar hefðir. Það var í Guernica sem spænskir kóngar sóru að virða forn lög okkar.“ En Guernica breyttist á fáum and- artökum i tákn um ógnarverk fas- ismans. Málverk Picasso Utan Spánar minnast menn helst Guernica þegar þeir líta samnefnda mynd Pablos Picasso augum. Gu- ernica Picassos er lágmynd, máluð í París og helguð spönsku þjóðinni. Picasso lagði bann við því að myndin færi til Spánar fyrr en lýðræði hefði aftur verið komið á þar í landi. Og það var ekki fyrr en 1981, átta árum eftir dauða málarans, að Guernica var flogið til Madrid úr The New York Museum of Modem Art þar sem hún hafði verið geymd. Áður en að árásinni á Guernica kom hafði fólkið í þessari markaðs- borg og héraðinu þar í kring varla orðið borgarastyrjaldarinnar vart. En vegna þess að herflokkum Franc- os hafði mistekist að ná Madrid á sitt vald varð athygli fasistanna beint að lýðveldinu í norðri þar sem Baskar voru alls ráðandi. Árásardagurinn var venjulegur mánudagur. Jose Larmcea var þá 17 ára skólanemi. Hann var í bænum með tvo litla frændur sína þegar hann sá fyrstu óvinaflugvélina. Hún kom „grá, falleg og ógnandi utan af sjó. Og þegar fyrstu sprengjumar féllu greip ég strákana, hljóp út á akur og kastaði mér í skurð,“ segir Larrucea. „Við lágum sem stein- mnnir. Ég sá móður mína skammt frá. Hún þrýsti sér upp að tré, hélt á barnabarni sínu.“ Fólkið skotið á ílóttanum Fimmtán mínútum síðar komu flugvélarnar í hópum og slepptu sín- um banvæna farmi. Á þremur klukkustundum var þrjátíu tonnum af sprengjum fleygt yfir Guernica. Fólkið hljóp æpandi út á akrana og var elt uppi og skotið til bana með vélbyssum. Þremur dögum seinna komu hersveitir Francos til Gu- ernica. Þá vom þeir sem lifað höfðu af loftárásina enn á rölti um rústir að róta eftir líkum. Málgögn fasist- anna reyndu að telja fólki trú um að það hefðu verið „rauðir Baskar“ sem sprengjunum vörpuðu. En blaðamennimir Christopher Holme frá Reuter og George Lowther frá Times í London komu einna fyrstir á vettvang og gátu skýrt umheimin- um frá því hvert voðaverk hafði verið unnið. Samt voru uppi efasemdir um hverjir væru raunverulegir gjörn- ingsmenn - alveg þar til eftir stríð. - Leslie Crawford/Reuter. CITROÉN Efí ALLTAF Á UNDAN ER KOMINN SINNI SAMTIÐ TIL LANDSINS BÍLASÝNING Ibílasýningu Glóbus að Lágmúla 5, sem hófst á fimmtudaginn og stendur til morguns, verða sýndir glæsilegir fulltrúar Citroén, árgerð 1987, sem hver um sig sameinar franskt hugvit, tæknifullkomnun, formfegurð og kraft. Citroén AXEL ~frá kr. 236.000.- Stóri rúmgóði smábíllinn sem ís- lenskir ökumenn hafa tekið opnum örmum. Axel hefur góða aksturseig- inleika og er sterkbyggðari en stærð- in gefur til kynna. Fínn fyrir þá sem kunna gott að meta. Citroén BX frá kr. 478.000.- Meðalstóri glæsivagninn - afburða- vel hannaður, aflmikill, sparneytinn, framhjóladrifinn, mjúkur og þægi- legur. Við verðum með 5 BX-a í sýningarsalnum. Citroén CX frá kr. 850.000.- Flaggskip Citroén flotans og glæsi- legur eftir því. Dúnmjúkur eins og bræður hans, öruggur, fallegur og húsbóndahollur. Innifalið í verði er ryðvöm, skráning, skattur, stútfullur bensíntankur ‘og hlífðarpanna undir vél. Sýningin stendur frá kl. 13 til 18 í dag og á morgun. Það er tilvalið að koma við í Lágmúlanum því harmonikkuleikari verður á staðnum og spilar franska tónlist og við bjóðum öllum upp á kaffi og meðlæti. - Verið velkomin. Verð miðast við gengi 01.08. 1986. Globusn LAGMULA 5 SÍMI 681555 GOTT FÖLK / SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.