Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Page 21
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986. ' 21 leitt, þessir hermenn, og þeir bor- guðu alltaf vel fyrir sig. Ég man til dæmis að maður fór stundum með þeim að taka möl í of- aníburð eða eitthvað álíka. Þeir létu meta það og greiddu svo uppsett fyr- ir, annars held ég að það hafi ekki verið gert fram að þeim tíma. Verandi beinn þátttakandi í þessu er erfitt annað en segja að allt hafi verið eins og guð almáttugur óskaði þess að þetta yrði, en auðvitað var eitt og annað miður. Það fylgdi þessu auðvitað að menn urðu að syngja með þeim mönnum sem þeir voru að vinna með.“ Bæjarhluti fjarlægður á einni helgi Meðal afreka Gunnars, sem lengi var í minnum haft, var verk sem hann vann fyrir herinn út af flugvell- inum í Vatnsmýrinni. Þá rifu Gunnar og vinnuflokkur hans niður öll húsin í Vatnsmýrinni á einni helgi og reistu þau aftur í Laugarnes- inu þar sem þau standa enn. Gunnar hlær dátt þegar hann er spurður út i þetta mál. „Byrjunin á því var þannig að ég hitti einu sinni sem oftar byggingar- eftirlitsmanninn, sem var góður vinur minn, og hann segir við mig: „Heyrðu, það á að fjarlægja þama einn bæjarhlutann hjá ykkur. Hefðir þú ekki intressu fyrir að gera tilboð i það?“„Vitanlega“, segi ég. Og hann segir að þetta verði. einhvern tímann bráðlega. Svo var ekki meira um það rætt. Svo var það viku eða hálfum mán- uði seinna að það var barið að dyrum heima. Þetta var á föstudegi og við vorum að borða kvöldmat. Það voru þá eftirlitsmaðurinn, vinur minn, og einhver annar háttsettur með honum og vildu tala við mig. Málið var það að sjálfur generállinn hafði keyrt þarna framhjá þar sem átti að vera endinn á flugbrautinni og hann blót- ar rosalega og spyr af hverju sé ekki búið að taka þessi hús. Segir síðan að þau verði að fara og ef þau ekki verði farin á mánudagsmorguninn verði sett sprengja í allt draslið. Og þeir stóðu þarna skjálfandi í dyrunum hjá mér og vildu semja. Ég átti að taka húsin niður og byggja þau upp aftur inni í Laugamesi. Og það var meginatriði að húsin yrðu farin á mánudagsmorgun. Ég hafði alveg frjálsar hendur um firam- kvæmdina, þeir myndu borga reikn- inginn. Nú, ég féllst á þetta. Síðan lét ég ganga út boð á meðal trésmiða að allir trésmiðir og fúskar- ar gætu fengið vinnu þessa helgi. Það kom fjöldinn allur af fólki, sumir með verkfærin sín, og allt var rifið niður. Þetta var búið löngu fyrir tímann, ég sagði mönnum meira að segja að hægja aðeins ferðina svo að við kæmum eftirlitsmanninum, vini mín- um, ekki í vandræði með því að vera búnir alltof snemma. Svo var þetta allt saman byggt upp aftur og þau standa enn, þessi hús, inni í Laugar- nesi. Og það voru allir happy." Reykjavík besti staðurinn Það er margs að minnast á langri ævi en hér var látið staðar numið. Nokkrum árum eftir stríð fékk Gunnar kennarastöðu við Vélskól- ann og eftir nokkurra ára kennslu varð hann skólastjóri. Og Vélskólinn á Gunnari mikið að þakka. Hann segir líka sjálfur að skólastarfið hafi átt ákafiega vel við sig. Þar hafi hann notið sín. í Vélskólanum var Gunnar fram til ársins 1977 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. En þó Gunnar sé hættur að vinna situr hann ekki auðum höndum. Hann hefur alla tíð ferðast mikið og áttatíu og tveggja ára gamall byrjaði hann að dunda sér við að mála og tekst það vel. Gunnar býr nú hjá dóttur sinni í Mosfellssveit en hann er ennþá mikil Reykvíkingur í sér. „Ég hef aldrei verið neinn hreppa- pólitíkurmaður en ég get aldrei skafið það af mér að ég er bara Reyk- víkingur og ekkert annað. Og ég sakna þess að vera ekki í Reykjavík. Já, það er minn staður. Það eina er að mér finnst hún breiðast fullhratt út. Það er ekkert við því að gera. Fólk sækir hingað af þv. þetta er besti staður á landinu,“ sagði Gunn- ar Bjarnason. -VAJ Bernskuheimili Gunnars á horninu á Suöurgötu og Vonarstræti þar sem álitið er að bær Ingólfs hafi staðið. En áður en honum auðnaðist að ljúka því námi veiktist hann illa af bæði brjósthimnubólgu og lífhimnu- bólgu. Hann átti í þessum veikindum í ár og var um tíma vart hugað líf. „Síðan hef ég eiginlega talað um þennan tíma sem fyrstu banaleg- una,“ segir hann og hlær. „Þetta var alveg hryllilegur tími. Það var álitið að ég ætti ekki nokkurn sjans. Ég man eftir að mamma hún fór út til að vera við andlát mitt og útförina. En svo fór mér að batna og ég fór heim um vorið, próflaus og þreklaus, eins og hundur með skottið á milli lappanna. En það var alltaf verið að hvetja mig til að fara og ná mér í einhverja pappíra. Ég man að Bjami heitinn Þorsteinsson í Héðni, hann sagði við mig að það væri ekki annað til í dæminu en að fara út og ná sér í einhverja pappíra, maður væri alltaf strand ef maður hefði ekki einhver próf. Svo ég dreif mig haustið 1929 til Þýskalands, innritaðist á tækni- skóla þar og lauk þaðan prófi.“ Með byssurnar í bíó Gunnar Bjarnason hefur fengist við eitt og annað. Á stríðsárunum var hann meðal annars þekktur sem stórverktaki hjá hernum. Hann snúðaði til dæmis fjöldann allan af kömpum, sem kallaðir voru, og var einn slíkur reyndar nefndur eftir honum, Bjarnason camp. Og enn þann dag í dag er hann að hitta menn sem heilsa honum og segja: „Sæll Gunnar, manstu ekki eftir mér, ég var með þér í Bretavinn- unni?“ - En breyttist bæjarlífið ekki mikið við tilkomu setuliðsins? „Jú, blessuð vertu. Þetta var alveg hryllilegt fyrst, þá voru þeir tramp- andi hreint um allt. Þeir fóru mikið í bíó til dæmis og þá voru þeir með byssurnar. Svo var það nú eiginlega tekið af og það breytti ansi miklu. Annars var mest áberandi sú breyt- ing að það spruttu upp kaffistofur, kallaðar Fish and chips, út Um allan bæ. Ég kom nú aldrei inn á þessa staði en þetta var hreint um allt. En þeir voru afskaplega kurteisir yfir- „Ég og Tómas Guðmundsson vorum miklir vinir og spjölluðum margt.“ DV-myndir Páll Kjartansson duglegur. Mig minnir að hann hafi kostað fimm aura fyrst þegar hann kom út og maður fékk tvo aura fyrir að selja. Ég man líka vel eftir því þegar Morgunblaðið kom í fyrsta skiptið á götuna. Það voru Vilhjálmur Finsen, ritsímamaður og blaðamaður, og Ól- afur Björnsson, sonur Björns í ísafold og bróðir Sveins Björnssonar forseta, sem byrjuðu með Moggann. Það var 1913. Mér var einu sinni sagt það, þó ekki þori ég að ábyrgjast það, að upprunalega hafi blaðið átt að heita Dagblaðið. Um það leyti sem blaðið kom fyrst á göturnar heyrði ég menn tala um það að þetta hefði farið öðruvísi en ætlað var. Meiningin hefði verið að kalla þetta Dagblaðið en þá höfðu einhverjir aðrir látið bóka það nafn hjá sér. Og þá var ákveðið að kalla blaðið Morgunblaðið. Ég sel þetta ekki dýrar en ég keypti það en vel má vera að þetta hafi orðið þeim til happs. Það þrýsti á það að vera nógu snemma með blaðið. Alltaf ef eitthvað markvert gerðist voru settar skrifaðar fréttir í glugga Morgunblaðshússins. Það var eng- inn sími kominn þá og það var oft alveg svart af fólki þama. Ég man óljóst eftir fyrsta bílnum. Það var bíll sem Ditlev Thomsen, kaupmaður sem átti Thomsens magasín, kom með löngu áður en bílaeign fór að breiðast úr. Hann keyrði um bæinn héma og það kost- aði tuttugu og fimm aura salibunan um bæinn. Thomsens magasín var ein af stærstu verslunum bæjarins, stóð þar sem Zimsen er með járn- vöruverslun núna.“ Vinur Reykjavíkurskáldsins Gunnar gekk í Miðbæjarskólann og að því loknu í Menntaskólann í Reykjavík. „Þetta voru merkismenn margir sem kenndu manni. Það var Bjami Samúelsson, hann kenndi okkur náttúrufræði, alveg ljómandi hreint skemmtilegur maður. Svo var einn sem hét Jóhannes Sigfússon, ég held hann hafi verið guðfræðingur, ákaflega einkennilegur maður. Svo var séra Bjarni Hjaltested, hann kenndi dönsku. Þetta var mjög ánægjulegt tímabil, þessi skólaár. Tómas Guðmundsson var mikill vinur minn. Við vorum sambekking- ar, drukkum saman og eyddum tímanum í vitleysu. Ég hef aldrei verið neitt skáld, hef aldrei getað sett saman vísu og þykir ekkert gam- an að lesa ljóð. Því miður, ég hef alltaf kennt því um að ég væri af svo miklu dönsku kyni, væri bara ekki nógu góður íslendingur úr því að ég kunni ekki að yrkja og hef ekkert gaman af ljóðum. En við Tommi vor- um miklir mátar alveg þar til hann lést og áttum mörg áhugamál saman. Tómas var allt öðruvísi maður sjálfur heldur en ljóðin hans. Við vorum svo sem engir hvítþvegnir englar, við skemmtum okkur mikið saman og spjölluðum margt, hann var mikill ágætis maður, Tommi.“ Eftir menntaskólann hélt Gunnar til Danmerkur að nema verkfræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.