Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986.
19
Reykvísk sveitamennska
var sérstök
Rætt við Þórunni Valdimarsdóttur, höfund bókannnar Sveitin við sundin
„Þetta er bók um reykvíska sveita-
mennsku sem var allt öðru vísi en
önnur sveitamennska. Skepnumar
sem Reykvíkingar héldu voru að vísu
þær sömu en það er ekki hægt að
kalla þetta landbúnað heldur bústang
eða búskap."
Sjálfsagt kemur það flestum Reyk-
víkingum á óvart að borgin skuli
standa á landi sem langt fram eftir
þessari öld var það dýrasta og eftir-
sóttasta til búskapar hér á landi.
„Sveitin við sundin“ hefúr á þessari
öld verið að hörfa fyrir „borginni við
sundin“. Þórunn Valdimarsdóttir
sagnfræðingur hefúr undanfarin þrjú
ár verið að grafast fyrir um sveita-
mennskuna á mölinni og hefur nú sent
frá sér bók um efnið og kallar hana
Sveitina við sundin.
„Ég er að elta uppi hversdagsleikann
í lífi bæjarbúa frá því á síðustu öld
og reyni að lýsa honum," segir Þó-
runn. „Þótt þetta sé sagnfræðileg
greining þá er meiri áhersla lögð á að
lýsa, þannig að útkoman á fyrst og
fremst að vera myndræn.
Þetta er einmitt mjög heillandi vett-
vangur vegna þess hvað efnið er
myndrænt. Núna er þetta gersamlega
horfið undir steinsteypu.
Ég lýsi því t.d. hvemig fegurðarsjón-
armiðin taka við af nytsemdarsjónar-
miðunum í ræktun bæjarlandsins.
Þetta er m.a. sagan af því hvemig
bærinn varð grænn.“
Á afrnælisári þykir við hæfi að líta
um öxl og skoða farinn veg. Þar sem
borgin hefúr breiðst út um holt og
mýrar og hýsir íbúana var áður landið
sem íbúar bæjarins í kringum Kvosina
nýttu sér til framfæris. Áður en þetta
landsvæði var byggt vom bæjarbúar
búnir að breyta gróðurlausum holtum
og ófærum mýrum í ræktað land.
„Þessi samtíningur minn um bú-
skapinn er hluti af vaxtarsögu höfuð-
borgarinnar og því fremur Reykjavík-
ursaga en búskaparsaga," segir
Þómnn. „Frá því fyrir aldamótin urðu
t.d. allir þeir sem ætluðu sér að neyta
mjólkur að reka búskap. Og það vom
betri borgaramir sem áttu kýr og gátu
leyft sér að hafa mjólk til heimilis-
haldsins. Fátæklingamir drukku ekki
mjólk.
Þórhallur Bjamason biskup er
ágætt dæmi um aldamótamann sem
stundaði búskap í bæjarlandinu. Það
var sagt að fjósalyktin fylgdi honum
á biskupsstofuna. Samt var það svo
að það þótti fínt að vasast i búskap
um aldamótin.
Bæjarlandið var ræktað með frum-
stæðum aðferðum og var dýrt ræktun-
arland. Ríkir menn tóku sér erfðafest-
ulönd nærri bænum - fyrst það sem
næst var - og létu verkamenn vinna
landið. Þessir ræktunarmenn gerðu
borginni mikinn greiða. Þegar borg-
arlandið byggðist vom þeir búnir að
þurrka það og draga burt grjótið.
Verkafólkið í bænum lifði aðallega
á vertíðavinnu en hún var stopul og
tímabundin. Þetta fólk bjargaði sér á
milli helstu annatímanna með vinnu
í bæjarlandinu, t.d. við gijótnám og
heyverkun. Það var alltaf markaður
fyrir höggvið gijót í bænum og lengi
vel hverjum manni frjálst að höggva
það. Eftir 1890 var ásóknin í þessi
gæði bæjarlandsins orðið svo mikil að
það var farið að taka gjald fyrir yfir-
leitt allt sem jörðin gaf af sér. Búskap-
urinn fylgdi eðlilega vexti bæjarins og
landið varð því dýrmætara sem meira
þurfti til búskaparins."
- Hvenær var það síðan sem þessi
sveitabúskapur bæjarbúa tók að hörfa
fyrir borgaralegri lifnaðarháttum?
„Það var eftir fyrri heimsstyijöldina
sem góðborgaramir fóm að draga sig
út úr búskapnum. Þá jókst sérhæfing-
in og einstakir menn byijuðu að
framleiða mjólk að marki til að selja
í bænum. Eftir sem áður var fram-
leiðslan á bæjarlandinu mikil og árið
1934 er talið að helmingurinn af mjól-
kinni sem bæjarbúar neyttu hafi verið
framleiddur innan bæjarlandsins.
Það var fyrst með hemáminu og
Bretavinnunni sem þetta breyttist að
marki. Kreppan rak menn til að
stunda búskapinn lengur en grund-
völlur var eiginlega fyrir honum. Á
kreppuárunum fór mjólk að berast til
bæjarins í einhverjum mæli frá sveit-
unum fyrir austan fjall. Þá var í raun
og vem offramboð á mjólk og fram-
leiðendur undirbuðu hveijir aðra. Það
var ódýrara að framleiða mjólkina þar
austur í sveitunum en á bæjarlandinu
sem varð að leigja dým verði og hag-
lendi var af mjög skomum skammti.
Samt hélst búskapurinn á bæjarl-
andinu við á kreppuárunum þegar lítið
var um vinnu og kaup verkafólks
lágt.“
- Og bæjarbragurinn hefúr dregið dám
af búskapnum?
„Jú, mikil ósköp. Fram á þessa öld
vom kýr dagleg sjón í miðbænum.
Fram yfir aldamót þótti ekkert til-
tökumál að nautgripir væm reknir um
Austurstræti. Og þegar mikið stóð til,
svo sem við konungskomur, vom
menn beðnir að fjarlægja fjóshaugana.
Myndir úr bænum frá þessum tíma
minna mjög á villta vestrið. Það er
algengt að sjá hestvagna með háum
blæjum, nautgripi á götunum og ríð-
andi menn með háa hatta. Það vantar
aðeins að sjá menn með byssubelti.
Reyndar var mikið af amstri bæjar-
búa á þessum árum of hversdagslegt
til að íslenskir myndasmiðir tækju eft-
ir því eða þætti það þess virði að
geyma á mynd. Það vom miklu oftar
útlendingar sem veittu þessum atrið-
um athygli. Það em t.d. til myndir af
mótekju hér í borgarlandinu teknar
af útlendingi. Ljósmvndaramu sem
lifðu og hrærðust í bænum létu sér
aldrei til hugar koma að taka myndir
af svo sjálfsagðri og hversdagslegri
vinnu.
DV-mynd KAE
Ef við værum stærri þjóð væii búið
að gera margar kvikmyndir um þetta
tímabil og almenningur hefði skýrari
hugmyndir um líf fólksins. Allir
þekkja myndir af burstabæjum sem
em einskonar ímynd fyrir lífið í sveit-
unum. Það vantar aftur á móti ímynd
fyrir íslenskt þéttbýli á æskuskeiði
þess.
Ég held að Reykjavík sé nærri sögu-
laus borg í hugum ungs fólks. Einstaka
fræðimenn hafa kafað í söguna og
gamlir menn muna enn æskuár borg-
arinnar en fyrir langflesta er fortíð
borgarinnar horfin og gleymd.“
- Af hveiju heldur þú að svo sé?
„Ég held að við séum svo fáliðuð og
fátæk að við höfum ekki getað lagt
okkur fram um að bæta úr þessu. Nú
er afmælisár og þá fara menn að spyrja
sig hvers vegna þeir em Reykvíking-
ar. Er það vegna þess að þeir hafa
Esjuna fyrir augunum eða er eitthvað
annað sem veldur þvi?
í raun og vera er þetta pólitískt mál
með að týna ekki fortíðinni. Það er
stöðugt verið að rífast um hvort rétt
sé að halda í gamlar leifar. Við sagn-
fræðingar höfum heldur ekki staðið
okkur nógu vel á þessu sviði.“
- En er áhugi fræðimanna á að ranns-
aka daglegt líf ekki að aukast og þá
líklegt að verk þeirra höfði meir til
almennings?
„Jú, sagnfræðingar em famir að
gefa daglegu lífi manna meiri gaum
en verið hefur til skamms tíma. Það
er hægt að rannsaka sögu bæjar eins
og Reykjavíkur út frá mörgum sjónar-
homum og finna ný og ný þversnið í
hana. Sagnfræðingar hafa verið að
skipta um sjónarhom og hverfa frá
opinberri stjómsýslusögu og niður á
við ef svo má segja.
Helstu heimildimar sem ég notaði
er að finna í borgarskjölunum. Þar em
t.d. skýrslur þar sem störf bæjarstarfs-
manna em tíunduð. Skipting bæjar-
landsins var einnig skjalfest. Síðan er
það í bréfasafhi bæjarstjómarinnar
sem segja má að hversdagsleikinn stígi
fram og við kynnumst daglegu amstri
bæjarbúa sem þurfa að leita til bæjar-
stjómarinnar með hugarefni sín.
Auglýsingar í blöðum em líka góðar
heimildir um daglegt líf og síðan not-
aði ég viðtöl til að fylla myndina.
- En hvað varð til þess að þú réðst í
að rannsaka sögu búskaparins í
Reykjavík?
„Upphaflega átti Edvard heitinn
Malmquist, þáverandi formaður Jarð-
ræktarfélags Reykjavíkur, hugmmd-
ina að því að þessi saga yrði
rannsökuð. Hann fór þess á leit við
Sagnfræðistofnun að hún annaðist
verkið. Ég tók það síðan að mér sem
cand. mag. verkefni í sagnfræði við
Háskólann.
- Og núna þegar vinnunni við þessa
bók er lokið, ætlar þú að halda áfram
að fást við sögu Reykjavíkur?
„Ég er búin að skrifa æfisögu Einars
Ólafssonar í Lækjarhvammi. Það er
Reykjavíkursaga sem væntanlega
kemur út í haust. Þegar sú vinna er
frá ætla ég að snúa mér að öðm. Mér
finnst þetta vera orðið nokkuð gott í
bili.
Ég er samt mjög ánægð með að hafa
rannsakað sögu búskaparins í Reykja-
vík. Mér þykir mun vænna um borgina
mina núna en áður. Ég sé hana nú í
fleiri víddum en áður. Ég lít satt að
segja á það sem lífsgæði að fá að koma
sér upp sérþekkingu á sviði eins og
sögu bæjarins. Ég legg það að jöfnu
við einbýlishús."
-GK
Allt sem þarf.
N
Ý VERÐLÆKKUN: Fjögwra manna fjölskylda borgar aðeins 14 krónurfyrir 60 grörnm af smjöri, 15 grömm á mann.