Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986. 9 Ferðamál Hús og jörð saman í eitt Þegar komið er að bænum er engu líkara en að hann sé hálfgróinn inn í landið sjálft og erfitt að sjá skilin milli bæjar og lands. Talið er að þama séu rústir margra eyðibýla sem farið hafa í eyði á undanfomum öldum vegna uppblásturs og sand- foks. Einnig er talið að þama hafi verið reist klaustur en það hafi aldr- ei hlotið vígslu. Staðurinn er í vörslu Þjóðminja- safhsins. Það er stórmerkilegt að sjá hvemig húsaskipan hefur verið á fyrri öldum. Á loftinu í timburskál- anum vom t.d. sex rúmstæði. Rúmin em mjög stutt en breið og í þeim sængurfot. Að jafnaði sváfú tveir menn í hverju rúmi þannig að þama á baðstofuloftinu hafa sofið tólf manns. Á neðri hæðinni vom tvö lítil herbergi, stofa og svefnherbergi. Kirkjan að Keldum er frá árinu 1875 og þar er mjög iomleg altaristafla, skorin út í tré. Margir fagrir gripir em í kirkjunni. DV-myndir A.Bj. Mjög lágt er undir loft og dymar lágar en allt er timburklætt í þessu eina húsi. Stiginn upp á loftið er mjög athyglisverður, þægilegur stigi sem ekki er mjög brattur, en tréþrep- in em orðin slitin eftir undangengna íbúa staðarins. Kirkjunni er mjög vel við haldið og margir fagrir gripir þar að sjá. Keldur em ekki í alfaraleið en skammt frá henni og sannarlega þess virði að leggja lykkju á leið sína og skoða þennan foma stað. Greiða verður 50 kr. í aðgangseyri og rita menn nöfii sín í gestabók sem er að finna í timburklæddu stofunni. Sagnfræðilegar upplýsingar em fengnar úr Landið þitt eftir Þorstein Jósepsson. -A.BJ. Mjöll Dögg Jónsdóttir snvrtisérfræð- ingur: Ég er nýkomin úr sumarfríi og gerði viðreist um landið. Fór austur og vestur og hafði það alveg yndis- legt. Mér finnst frábært að komast aðeins úr skarkalanum og reyni að fara eins oft í helgarferðir og ég get. Ég hef farið talsvert um Evrópu og Ameríku en ekkert þetta árið. Næsta sumar fer ég líklega í heimsreisu, það er að segja ef ég hef tíma. -Ró.G. DV-myndir Óskar örn Burstabær frá söguöldinni Gamli bærinn að Keldum á Rang- árvöllum er sannarlega þess virði að gera sér ferð austur til þess að skoða hann. Þetta er heldur ekki svo ýkja löng leið, um einn og hálfur tími austur undir Hellu. Farið er af þjóðvegi nr. 1 þar sem merkt er Gunnarsholt. Þar liggur hringvegur upp í sveitina og er haldið áfram eftir honum þar til komið er að Keld- um og raunar aftur niður á hring- veginn A 1. „Allir voru þeir mættir óvinir Njáls, nema Ingjaldur á Keld- um“ Keldur er kunnur sögustaður \ir Njálssögu. Þar bjó fngjaldur sem frægur var fyrir að bregðast Flosa í aðfórinni að Bergþórshvolsfeðgum. Keldur urðu seinna eitt af höfuð- bólum Oddaverja og bjó Jón Lofts- son þar síðustu ár ævi sinnar. Á 13. öld bjó þama fræg kvenhetja, Stein- vör Sighvatsdóttir (Sturlusonar). Á Keldum er mjög fom burstabær, raunar er talið að elsti hluti skálans sé frá söguöld. Hluti bæjarins getur verið frá öldinni sem leið en er afar fornlegur í útliti. Á hlaðinu við hlið gamla bæjarins er íbúðarhús frá fyrri hluta aldarinnar en skammt frá em íbúðarhús í nútímalegri bygginga- stíl. Kirkja var byggð á Keldum 1875. Mjög fomleg altaristafla er i kirkj- unni, skorin út í tré. Hún er talin vera frá 1792, eftir Ámunda Jónsson smið. Það er eins og ferðamanninum sé kippt nokkrar aidir aftur á bak við að koma aö Keldum sem eru ekki nema í tæplega tveggja klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hvert ferðu í sumarfn? Ragnar Ingi Aðalsteinsson kennari: Ég fór vestur í Dali í sumarfrí og dvaldi þar í sumarhúsi. Hér á landi er svo geysilega mikið til af fallegum stöðum að mér mun ekki endast ævin til að skoða þá alla. Ég hef ekki ferð- ast erlendis í mörg ár og finnst það sóun á peningum að eyða þeim í utan- landsferðir. Annars er ég ekki mikill áhugamaður um sumarfrí. Valgerður Sigurðardóttir: Þetta árið hef ég alveg verið frá virrnu vegna meiðsla og hef ekkert ferðalag farið í. Hef þó skroppið í dagsferðir aðeins út fyrir borgina. Ég hef ekki ferðast mikið og aldrei farið til útlanda. Pardus -stál Drvdir húsin Stallað þakstál á aðeins 510>' kr. ferm. í brúnu og svörtu ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.