Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Page 18
18 freyjum þykja þetta fáskrúðugar og þunnar góðgerðir handa gestum sín- um, hvað þá heldur handa hans hátign konunginum og íjölskyldu hans.“ Krap og ístruflanir Fljótlega rak að því að stöðin varð of lítil. 1923 var þriðju vélinni, þúsund hestafla, bætt við, og síðan þeirri íjórðu, tvö þúsund hestafla vél, árið 1933. Var stöðin þá orðin fjögur þús- und og fimmhundruð hestöfl, eða þijú þúsund og tvö hundruð kflóWött. En það var erfitt að reka stöðina með ftillu öryggi fyrstu árin vegna kraps og ístruflana. Fljótlega var því farið að huga að því að stífla við sjálft Elliðavatn til að ná fram betri miðlun og svo unnt væri að hafa betri stjóm á ánum á vetuma. Var sú stífla reist 1924 og batnaði þá ástandið mjög. Stíflan stóð síðan óbreytt til 1977, en þá var hún rifin og byggð önnur ný, þrjátíu metrum neðar. Gamla stíflan var að vísu endurbætt eftir flóð í ánum 1968, sem vom mestu flóð frá því vatnsmælingar hóíúst þama. Eftir flóðin 1968 var Árbæjarstíflan líka lagfærð. Þannig var stíflunni yfir kvíslina Breiðholtsmegin breytt og hún gerð að samfelldu yfirfalli sem á að geta tekið við svo stóm flóði, sem flóðið 1968 var, eða allt að tvö hundr- uð og tuttugu rúmmetrum á sekúndu. I fyrra hófúst svo enn á ný endur- bætur á Árbæjarstíflunni og á þeim að ljúka í ár. Steyptur var þéttiveggur innan á stífluna og er verið að vinna í að skipta um alla loka. Stíflan er þá eins og nýtt mannvirki. Stendur undir sjálfri sér í rafstöðinni em allar vélar eins og þær vom uppmnalega, og allar em þær gangfærar og í góðu standi, enda verið haldið vel við. En þrýstivatns- pípunum tveimur sem lagðar vom 1921 og 1931 varð ekki svo langra lífdaga auðið. 1964 gaf eldri pípan sig og stóðu menn þá frammi fyrir því hvort leggja ætti stöðina niður eða leggja útí kostnað við nýja þrýstivatnspípu. Menn vora stórhuga á þessum tíma og sáu bara stórar virkjanir. Litlar virkjanir vom ekki taldar borga sig. Mörgum þótti því hin mesta óráðsía að vera að kosta nokkm upp á Elliða- árstöðina. Þeir Haukur Pálmason og Bjöm Haraldsson beittu sér mjög fyrir því á þessum árum að Elliðaárstöðinni yrði haldið gangandi. „Mótstaðan var ekki mjög mikil, en vist þurfti að beita fortölum til að sannfæra merrn um að þetta borgaði sig. En borgaryfirvöld vom jákvæð og þegar tekist hafði að sýna mönnum fram á að þetta væri hagkvæmt og að stöðin kæmi til með að standa undir sér þá féllust flestir á að halda rekstri stöðvarinnar áfram. Og það er ekki nokkur vafi að það borgaði sig. Stöðin er bara rekin á vetumar, vél- amar era ræstar á morgnanna og keyrðar til klukkan áttta um kvöldið. Ef stöðin væri ekki til þá þyrfti Reykjavíkurborg að kaupa þetta raf- magn af Landsvirkjun og þegar það dæmi er reiknað er ljóst að stöðin rek- ur sig sjálf. Hún skilar kannski ekki hagnaði til fyrirtækisins, en hún stendur fyllilega undir öllum fram- kvæmdum rafveitunnar á þessu svæði. Allar umhverfisframkvæmdir í Elliða- árdalnum, að ekki sé talað um framkvæmdir vegna laxeldisins, em skrifaðar á stöðina," sögðu þeir félagar í samtali við helgarblaðið. Á áranum 1964 til 1978 var aðeins ein lítil þrýstivatnspípa til að flytja vatnið inn í rafetöðina og á meðan var ekki hægt að reka hana á fullum af- köstum. En þegar loks hafði verið tekin ákvörðun um áframhaldandi rekstur stöðvarinnar var ráðist í að leggja nýja þiýstivatnspípu, en þær gömlu rifnar. „Það var mjög skemmti- legt í því sambandi," sögðu Haukur og Bjöm, „að sami aðili og lagði píp- umar 1921 og 1931 átti einnig lægsta tilboðið í verkið 1978. Það var fyrir- tækið A/S Tubus frá Noregi. Og sami maður og vann við að leggja gömlu pípumar tvær, hann var þá forstjóri þess fyrirtækis. Hann vann að vísu ekki við sjálfa lögnina 1978, en hann heimsótti okkur og höfðu bæði nann og við mjög gaman a£“ í bíltúr með lax Það er ekki hægt að tala um Elliða- ámar og rafctöðina án þess að minnast á laxeldið í leiðinni. Það var 1925 sem rafinagnsveitunni var falin umsjón með laxveiði í Elliðaám og þeim hefúr LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986. Starfsmennimir láta sér annt um þessa gömlu stöð og allt þar inni ber þess greinileg merki. Allt hreint, fínt og fágað og gömlu vélarnar skila sinu hlutverki með stakri prýði. í stöðvarhúsinu er margt gamalla muna. Þar á meðal þessi gamla norska klukka sem ber svo skemmtilega í gljáandi kasthjólið. alla tíð verið annt um og stoltir af þessu verkefiii sínu. 1 'H begar Árbæjarstíflan hafði ver- ið lengd, lokaðist fyrir gönguleið laxins. Vúr gripið til þess ráðs að taka laxirrn í Irfetu neðan Elliðaár- stöðvarinnar og flytja hann upp fyrir Árbæjarlónið. Var laxinum boðið í bfltúr á vömbíl þennan stutta spöl og ekki annað vitað en honum hafi líkað það nokkuð vel. Viðgekkst þessi flutn- ingsmáti í þrjátíu ár, eða fram til 1960. Var þá hætt að reka stöðina á sumrin og opnaðist þá á ný gönguleið fyrir laxinn. Syðri hluti árinnar, Breið- holtsmegin, er þá tæmdur og opnaður Wnloki og þar getur laxinn gengið í gegnum. Gengur laxinn núorðið alla leið upp í Elliðavatn og upp í Hólmsá. En rafinagnsveitan heftu- ekki að- eins stáðið í að greiða götu laxins. Laxeldi er einnig hluti af starfeem- inni. Fljótlega eftir að virkjað var hóf Zimsen borgarstjóri að kaupa kvið- pokaseiði. Var tilgangurinn sá að bæta með þessu að nokkm það tjón á laxi sem menn töldu að virkjun ánna myndi valda. Var fyrst sleppt í ámar fimmtíu þúsund seiðum á ári, en 1925 var fjöldinn aukinn í hundrað þúsund seiði. 1952 hófiist eldistilraunir við Elliða- ámar. Rak rafinagnsveitan eldisstöð- ina fram til 1%7, en þá var samið við Stangaveiðifélag Reykjavíkur um að félagið tæki að sér þann rekstur. Er nú sleppt árlega fimm hundmð þúsund seiðum í Elliðaámar. Lifandi safn Stöðvarhúsið við Elliðaár er ákaf- lega falleg bygging. Hvítt og reisulegt með bogadregnum rómverskum gluggum. Dettur reyndar mörgum frekar í hug að þetta sé kirkja en raf- stöð. Umhverfið er líka allt mjög snyrtilegt og fínt, enda starfemenn rafveitunnar annálaðir fyrir snyrti- mennsku sína. Innandyra er ekki síður skemmtilegt um að litast. Þetta er eins og að koma inn í safn, bara miklu skemmtilegra vegna þess að þama er öll starfeemi í fullum gangi. Það er greinilegt að vélstjóramir sem vinna í gömlu rafctöðinni dekra við vélamar. Stífbónaðar og gljáandi standa þær þama á flísalögðu gólfinu og bera aldurinn vel. „Við höfum haft góða starfemenn þama, enda hefði ekki verið hægt að halda stöðinni gangandi ef viðhaldið hefði ekki verið í lagi. Eins og gefur að skilja er erfitt að fa varahluti í svo gamlar vélar, þannig að oft á tíðum þurfa vélstjór- amir að smíða sjálfir það sem vantar. Og þeim hefur ekki bmgðist bogalist- in,“ sagði Bjöm. En það er fleira merkilegt að sjá en vélamar. Á gafli trjónir forláta klukka sem óþekktur Norðmaður gaf stöð- inni. Stendur á henni stórum stöfum Kristjanía, en svo hét Osló fram til ársins 1924. í bakherbergi getur líka áð líta tól á óræðum aldri sem norskir smiðir, sem unnu við uppsetningti stöðvarinnar, fluttu með sér hingað til lands. Það em rennibekkur og borvél, hvort tveggja hreinir fomgripir, en eins og annað þama í fullri notkun og skila hlutverki sínu með sóma. Að sögn þeirra Bjöms og Hauks er mikið um heimsóknir í gömlu rafstöð- ina. Útlendingar koma þarna mikið og em stórhrifnir af þessu mannvirki. íslendingum hefur líka farið fjölgandi f hópi gesta síðustu ár. Er mikið um að skólakrakkar komi þama og eins vegfarendur um Elliðaárdalinn. „Okkur er ákaflega annt um þessa gömlu stöð. Og við viljum geta sýnt hana með stolti. Þetta er merkilegt mannvirki og skemmtilegt að geta sýnt hana með allar vélar í gangi,“ sögðu Bjöm Haraldsson kerfisstjóri og Haukur Pálmason aðstoðarraf- magnsstjóri. -VAJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.