Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Page 34
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986. 34 Spennandi heimsmeist- araeinvígi - Kasparov ætti að tefla upp á jafhtefli í næstu skákum, segir Spassky Jcm L. Ámasan, DV, Landan: Að loknum sjö skákum í heims- meistaraeinvígi Karpovs og Ka- sparovs í London er staðan hnííjöíh, hvor hefur unnið eina skák en fimm hefur lokið með jafiitefli. Spennan í einvíginu hefur smám saman verið að magnast og áhorfendum fer fjölgandi. Á sjöundu skákina komust færri en vildu. 1 skákskýringarsalnum var fullt út að dyrum og í kjallaranum hafa sjaldan jafhmargir stórmeistarar skipt sér af einni skák. Ljóst var frá fyrsta leik að Kasparov átti sér mun fleiri stuðningsmenn í London heldur en Karpov og eftir fyrstu skákimar styrktist staða hans enn. Leynivopnið, Grúnfeld-vömin, féll í góðan jarðveg og almennt var talið að Kasparov og menn hans hefðu unnið heimavinnuna miklu betur heldur en Karpov, sem tefldi enn sömu byrjanimar og í fyrri einvígum án þess að hafa neitt markvert til mál- anna að leggja. Kasparov jafnaði taflið auðveldlega í fyrstu og þriðju skákinni er hann hafði svart en með hvitu mönnunum lagði hann erfið vandamál fyrir Karpov og hefði átt að uppskera tvo vinninga. Hann vann fjórðu skák- ina með tveim heimsmeistaraleikjum en í annarri skákinni fór rakin vinn- ingsleið forgörðum og Karpov hélt jafhtefli eftir að skákin hafði farið í bið. I fimmtu skákinni snemst hins vegar vindamir. Kasparov tefldi enn Grúnfeld-vömina en að þessu sinni vom fáir sem hrósuðu heimavinn- unni. Hann tók mikla áhættu, tók á sig hræðilega stöðu í þeirri von að geta hrært upp í taflinu með taktískum tilfæringum. En Karpov var vandan- um vaxinn og tryggði sér sigurinn með nokkrum vönduðum leikjum. I raun- inni fékk hann sigurinn upp í hend- umar því að eftir byijunina hafði hann „strategískt" unnið tafl. Það kom fáum á óvart að Kasparov skyldi taka sér frí eftir þessa útreið og eflaust hefur hann notað tímann vel til þess að skamma aðstoðarmenn- ina. Það vakti a.m.k. athygli að engum þeirra sást bregða fyrir í skáksalnum er sjötta skákin var tefld. Þá hafði Kasparov hvítt og ekki var að sjá að fimmta skákin hefði verið honum nægileg kennslustund. Hann tefldi alltént af sömu frekjunni, fómaði peði og öðm en eftir snjalla vöm Karpovs sat hann uppi með lakara tafl og mátti hafa sig allan við að halda jöfiiu. Grúnfeld-vömina lagði hann á hill- una í sjöundu skákinni og tefldi drottningarbragð en árangurinn var ekki sérlega glæsilegur. Hann tefldi illa og fékk snöggtum lakara tafl. Margir vom búnir að bóka tap en rétt undir lok setunnar náði hann að bjarga sér meistaralega. Karpov hefur því heldur betur sótt í sig veðrið en Kasparov virðist óör- uggur og hreinlega allt of æstur. Úrslit einvígisins gætu ráðist af því hvort hann nær að róa taugamar og öðlast sjálfstraustið á ný. Haft er eftir Boris Spassky, fyrrum heimsmeistara, sem hefúr meiri einvígisreynslu en nokkur annar, að mikilvægt sé fyrir Kasparov að reyna að halda jafhtefli í næstu skákum og treysta sálfræði- lega stöðu sína. Karpov hefur nú undirtökin í einvíginu að áliti Spas- skys en staða Kasparovs hefur þó skánað eftir að hann slapp lifandi frá sjöundu skákinni. Leikfléttan í söngleiknum Park Lane hótelið í London iðar af skáklífi en það er víðar teflt í borg- inni. Á sviðinu í Prince Edward leikhúsinu er meira að segja einnig teflt um sjálfan heimsmeistaratitilinn. Öllu léttari blær er þó yfir taflmenns- kunni þar þótt skákmeistaramir sjálfir búi yfir öllum dyntum skáksögunnar. Söngleikurinn „Chess“ hefur verið sýndur í leikhúsinu síðan í maí og hlotið góða dóma. Höfundar em ABBA-piltamir Benny Anderson og Bjöm Ulvaeus og Tim Rice, sem er m.a. þekktur fyrir söngleikinn Jesus Christ Superstar. Það er vitaskuld mikið teflt í söng- leiknum en þó hæfilega lítið svo áhorfandinn þarf ekki að þekkja mun- inn á riddara og biskupi. Fyrir þá skákþyrstu er bmgðið upp stöðu- myndum á stóm sýningartafli og skákimar em tefldar á eldingarhraða miðað við einvígið alvarlega á Park Lane hótelinu, þar sem tíminn virðist stundum standa í stað. Alþjóðlegi skákmeistarinn William Hartston var höfúndum söngleiksins til halds og traust og sá um skáklegu hliðina. „Það er athyglisvert að horfa yfir salinn meðan á sýningu stendur," sagði hann í samtali við DV, „maður sér strax hveijir kunna að tefla og hveijir ekki. Flestir áhorfendur horfa á söngvarana á sviðinu, en skákmenn- imir stara upp á sýningartaflið". Hartston kemur skákmönnunum í salnum svo sannarlega á óvart í lok sýningarinnar er lokauppgjörið fer fram milli Sergievsky, heimsmeistar- ans, og Viigand, áskorandans. í lokaskák einvígisins þiggur Sergiev- sky góð ráð frá fyrrum heimsmeistara, Bandaríkjamanni sem er hættur að tefla og svipar að mörgu leyti til Fisc- hers. Hann hefur fundið veikan blett á taflmennsku Viigants í kóngsind- verskri vöm og leiðir Sergievsky í allan sannleikann. Leikfléttan í lo- kauppgjörinu er með þeim glæsilegri sem sést hafa á skákborðinu. Höfund- urinn er William Hartston og hann má vera stoltur af afkvæminu. I söng- leiknum sjálfum er aðeins brugðið upp fyrstu leikjunum og svo lokafléttunni en Hartston samdi heila skák, sem hann var svo vinsamlegur að sýna fréttamanni DV milli leikja í einvíginu alvarlega. „Það gekk ekki átakalaust fyrir sig að semja skákina, svo hún mætti vera trúverðug," sagði Hartston. „Fyrst var ég búinn að semja skák upp úr Sikil- eyjarvöm en höfundum söngleiksins líkaði ekki nafn byijunarinnar vegna þess hve mörg „ess“ era í því (sicilian defence upp á ensku). Þeir vildu kóngsindverska vöm svo ég breytti byijunarleikjunum en lokafléttan er sú sama.“ Við skulum líta á þessa skák og leik- fléttuna frægu, sem fleiri áhorfendur sjá dag hvem í London heldur er leiki Karpovs og Kasparovs. Prince Ed- ward leikhúsið tekur 1650 manns i sæti en áhorfendur á Park Lane hótel- inu era innan við þúsund. Tölumar myndu e.t.v. breytast ef Karpov og kvöld og laugardag. Mótið er, eins og áður hefur verið greint frá, 32-36 para „barómeter" með 3 spilum milli para. Lagður hefur verið kvóti fyrir höf- uðborgarsvæðið og er hann 1/3 para. Þátttökugjald verður kr. 2.200 á par og þá innifalið 2xkaffi og kvöldverð- ur í mótslok, auk molakaffis meðan mótið varir. Verið er að ganga frá gistiaðstöðu, en ætla má að kostnaður nemi 1.200 kr. fyrir tveggja manna herbergi pr. nótt á hótelinu. Veitt verða peningaverðlaun til 5 efetu para, 25.000 fyrir 1. sæti og hlaupa verðlaun síðan sennilega á 5 þúsundum. Keppnisstjórar verða Hermann Lárasson og Bjöm Jónsson. Þátttökutilkynningum má koma til Pálma Kristmannssonar, Egilsst. (dags. 1216 - kvöldsími 1421) og fyrir EM yngri spilara í Búdapest: Gott útspil er gulls ígildi Gott útspil er gulls ígildi, stendur einhvers staðar og Pólveijinn Kow- alski sannaði það í eftirfarandi spili frá nýafetöðnu Evrópumóti yngri spil- ara. Kowalski átti að spila út með þessi spil eftir að hafa hlustað á þessar sagn- ir: D9872 D1085 106 Á7 Norður Austur Suður Vestur pass ÍL pass 1H -epass 1S pass 2T pass 3S pass 4L pass pass 6L pass pass Þú spyrð um merkingu sagna og feerð að vita að austur eigi sennilega sex lauf og fimm spaða og íjögurra laufa sögnin sýnir slemmuáhuga. Hveiju spilar þú út? Kowalski, sem sat í suður, hikaði aðeins eitt andartak og spilaði síðan út laufaás og meira laufi. Allt spilið var þannig: K103 K76 G9754 64 ÁG9432 ÁK832 82 ÁG654 D KDG10952 D9872 D1085 106 Á7 Eins og þið sjáið þá er þetta eina útspilið sem banar slemmunni. Sumarbridge Nk. þriðjudag hefet spilamennska á vegum BDR að nýju í Skipholti 50a. Skráning hefst upp úr kl. 18.00 og spilamennska hefst í síðasta riðli kl. 19.30. Allt bridgeáhugafólk vel- komið. Sl. fimmtudag var vel _ mætt venju, 54 pör í 4 riðlum. Úrslit: A. Sigfús Þórðars.-Þórður Sigurðss. Baldur Ámas.-Sveinn Sigurgeirss. Björg Jónsd.-Dúa Ólafsd. Sigríður Ingibd.-Jóh. Guðlaugss. Stein. Snorrad.-Bragi Kristjánss. B. Helgi Samúelss.-Sigurbj. Samúelss. Þráinn Sigurðss.-Vilhj. Sigurðss. Guðm. Aronss.-Jóhann Jóelss, Lárus Hermannss.-Óskar Karlss. Jakob KrÍ8tinss.-Jón I. Bjömss. C. Páll Valdimarss.-Magnús Ólafss. Bjami Gautas.-lngvar Sigurðss. Magnús Þorkelss.-Fríðvin Guðmss. 175 Albert Þorsteinss.-Sigurður Emilss. 174 Hjálmar Pálss.-Jörundur Þórðars. 167 D. Rögnvaldur Möller-Þórðm- Möller 126 Jón Jónmundss.-Halld. Magnúss. 123 Hrannar Erlingss.-Kristján Ólafss. 120 Daði Björnsson-Bjöm Jónsson 119 Og enn er tvísýnt um úrslit í brons- stigakeppninni á fimmtudögum: 1. Lárus Hermannsson 183 2. Sigfús Þórðarson 180 3. Ásthildur Sigurgíslad. 154 4. Láras Amórsson 154 5. Páll Valdimarsson 123 6. Magnús Ólafeson 109 Það skal ítrekað að næsta spila- kvöld í Sumarbridge er nk. þriðjudag og verður tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið í júlí. að 262 241 230 230 227 198 181 172 171 170 195 176 Frá Bridgesambandi Austurlands BSA hefur ákveðið að stofna til bikarkeppni sveita á Austurlandi, með hefðbundnum útslætti. Jafn- hliða er um ffrmakeppni að ræða. Áætlað er að keppni standi út sept- embermánuð og verður dregið í 1. umferð á Egilstöðum 6. sept. Þátt- tökugjald er kr. 6.000 á sveit og verður ferðakostnaður endurgreidd- ur að hluta í lok keppninnar. Tilkynningum um þátttöku og keppnisgjaldi skal beint til Pálma Kristmannssonar, Egilsstöðum, eða Kristjáns Kristjánssonar, Reyðar- firði, fyrir 5. september. Opna mótið á Egilstöðum Því miður varð ekki hjá því komist að setja mótið á sömu helgi og und- anúrslit og úrslit í bikarkeppni BÍ. Spilað verður í Valaskjálf föstudags- Dj... sjálfur. Eina útspilið sem dugði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.