Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986. Frjálst, óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblaö 50 kr. Alþingískassi í Kvosinni Að tilhlutan forseta Alþingis hefur verið teiknaður og verðlaunaður alþingiskassi í Kvosinni. Þetta er vold- ugur kassi, sem minnir á bankakastala þá, sem hingað til hafa stuðlað að flótta lífs úr Kvosinni. Þar á ofan er hann nokkrum sinnum víðáttumeiri en þeir. Þetta er þriðja atlagan á skömmum tíma að elzta hluta borgarinnar. Önnur atlagan var afturganga hug- myndarinnar um ráðhús í Tjörninni og hin fyrsta var ráðagerð borgaryfirvalda um, að öll Kvosin verði hverfi fimm hæða hárra síkishúsa með stormgjám á milli. Alþingiskassinn hefur án efa verið verðlaunaður fyr- ir hentuga innri skipan. En að utan lítur hann út eins og yfirstærðar bankakassi, sem á að ná götuhorna milli. Að massa fellur hann að dapurlegum hugmyndum borgaryfirvalda um samfellda klettaveggi í Kvosinni. Stormgjár milli slíkra veggja þekkjum við úr Austur- stræti og Pósthússtræti. Klettaveggir bankanna flétta vindinn saman í stormreipi eftir götunum, gangandi fólki til vandræða og skapraunar. Þaðan kemur vetrar- mynd Reykjavíkurlífsins, álútt fólk að berjast upp í vind. Eina leiðin til að gera slíkar gjár sæmilega göngufær- ar í okkar veðráttu er að byggja yfir þær og fyrir enda þeirra. Erlendis eru mörg dæmi um glerþök. Síkis- húsahugmyndir borgarinnar gera ekki ráð fyrir þeim. Ekki heldur teikningin að alþingiskassanum. Hinar samfelldu bankahliðar Kvosarinnar stuðla að fábreytni götulífs og götumyndar. Fólk er látið ganga meðfram löngum steinveggjum, sem vekja lítinn áhuga og draga ekki að sér athygli. Að þessu leyti er Laugaveg- urinn líflegri en norðurhlið Austurstrætis. Eina leiðin til að gera gjár banka og alþingiskassa sæmilega mannlegar er, að þessar stofnanir dragi sig í hlé frá götu, láti sér þar nægja virðulegan inngang og gefi smáverzlunum og smáþjónustu rými við stéttina, svo að fólk geti að minnsta kosti horft í búðarglugga. Síkishúsayfírbragðið á Kvosarhugmyndum borgar- innar var tilraun til að milda kulda stormgjárstefnunnar með því að setja skarpar lóðréttar línur í klettavegg- ina. Alþingiskassinn gerir enga tilraun til slíks. Hann minnir þannig á þunga valdsins, sem ögrar almenningi. Ekki er eins mikið vitað um ráðagerðir borgarinnar um ráðhús í Tjörninni. Þó virðist svo sem þrefalda eigi lóðina á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis og minnka Tjörnina sem því nemur. Að vísu er það minna Tjarnar- rán en áður voru fyrirhuguð, en samt of mikið. Borgin er öflug stofnun, sem þarf miklar skrifstofur. Sú starfsemi er of umfangsmikil til að hægt sé að koma henni fyrir í Kvosinni eða Tjörninni. Nýja hugmyndin viðurkennir þetta að verulegu leyti, en ekki alveg. Tjarnarráðhús verður ekki gott, fyrr en þetta skilst. í ráðhúsi við Tjörnina ætti að vera hátíðasalur með því þjónusturými, sem slíkur sálur þarf, en engir aðrir kontórar. Allar skrifstofur borgarinnar mega svo gjarna vera undir einu þaki annars staðar í bænum. Ráðhús má ekki og þarf ekki að vera stórt, aðeins fallegt. Enginn vafi er á, að ráðhúsleysi borgarinnar og hús- næðisleysi Alþingis má leysa með mildari og mannlegri aðferðum og af meira tilliti til umhverfis annarra mann- virkja í Kvosinni og við hana, einkum gömlu húsanna, svo og til fólksins, sem þar er og verður á ferð. Brýnast er, að yfirvöld borgar og Alþingis sjái, að stefna síkishúsa og alþingiskassa við stormgjár verður hinum ábyrgu ekki að neinum frægðarauka. Jónas Kristjánsson Allt verður að líta þokkalega og þrifalega út á afmælinu, í það minnsta alit sem sést. Spariborg Mikil er sú árátta mörlandans að þurfa alltaf að gera hreint fyrir stór- hátíðir. Það er eins og hreinsa þurfi allan skít og ósóma hversdagsleik- ans úr hverju skoti, sletta votri rýju inn í hvert hom og kima. Svona lætur fólk fyrir jólin, fyrir ferming- amar, nú eða afmælin. Allt verður að líta þokkalega og þrifalega út, í það minnsta allt sem sést. Og svona er látið fyrir þetta bless- aða tvö hundruð ára afinæli Reykja- vikurborgar. Fegrunamefiid borgarinnar heíúr ekið í loftköstum um allan bæ og nóterað hjá sér at- hugasemdir um illa máluð þök og ófín grindverk. Fólk hefúr fengið til- skipun um að fegra í kringum sig, snyrta og mála, jafnvel hripleka kofa. Borgarbúar em skyldurækið fólk, hafa líka alist upp við þessar reglu- legu hreingemingar. Þeir virðast hafa hlýtt kallinu merkilega vel, enda er borgin skrúbbuð og fín til að sjá, uppdubbuð eins og unglingur á fermingarfótum, brosandi feimin og prúð, svo sem vera ber. Afmælistilstandið snertir eflaust misjafnlega viðkvæma strengi í brjóstum borgaranna. Ókunnugum finnst þetta eflaust miðlungi snotur bær, fremur fátækur af sögulegum mannvirkjum og fógrum byggingum. Byggingarlistin í þessum bæ er með afbrigðum sundurleit. Þar er naum- ast að finna heillega húsaröð, sem ber hreint svipmót einhvers tíma eða stíls. í Kvosinni standa á víxl gömul lágreist timburhús og háar stein- blokkir. í úthverfunum ægir saman áhrifum héðan og þaðan, sumt hjá- kátlegar eftirlíkingar. Arkitektar verða yfirleitt feimnir, þegar rætt er við þá um þessa bygg- ingarlist. „Við gerðum þetta ekki,“ segja þeir. „Við erum sáralítið beðn- ir að teikna íbúðarhús í þessum bæ.“ Það mun vera rétt. Það eru einhverjir fúskarar í þessu. Skipulag borgarinnar er líka hálf- gerður bastarður, líkast til að byggðin hafi jafnan vaxið af sjálfú sér og hraðar en heildarskipulagið. Umferðaræðar eru æði hnökróttar og hér er því meira um pústra og óhöpp í umferðinni en þekkist í borg- um í nágrannalöndunum. Ekki held ég að almenn umferðarmenning sé neitt tiltcikanlega góð heldur. Menn eru fremur áframgengir og óþolin- móðir á blikkbeljum sínum. Gang- andi fólk er réttlítið, enda ferðast allir á einkabílum nema böm og gamalmenni, sem fara í strætó. Hjól- reiðar eru lífsháskalegar í þessum bæ. Bæjarbúamir em heldur ekkert sérlega vingjamlegur félagsskapur við fyrstu sýn. Yfirleitt horfa þeir hvorki til hægri né vinstri, einna helst að þeir líti framan á tæmar á sér, ekki tiltakanlega glaðlegir á svip. Oft má lesa úr ásjónum illa I talfæri Jón Hjartarson veðurspá eða bágar horfur í lífs- baráttunni, erfiða gjalddaga og dráttarvexti. Ég sárvorkenni ofit er- lendum ferðamönnum, sem villast hingað og skima forvitnum augum um strætin hér og mæta öllum þess- um sudda. Ekki vantar útivistarsvæðin í borginni. Hér em auð svæði á víð og dreif, sum græn, tré og gróður. Nokkrir garðar með bekkjum og stígum. í þessum görðum sést sjaldan fólk á ferli, nema ef til vill ein og ein bamapía með volandi króa í vagni. Raunar ber orðið nokkuð á því í seinni tíð, að mörvambar hlún- kist áfram á hægu skokki um óbyggð svæði og fáfarin. Naumast hægt að kalla það fegurðarauka, en heilbrigð hreyfing er í tfsku. Göngugatan í miðbænum er hálf- hallærisleg, enda bara hálfgata. Þessi skandinaviska eftiröpun hefur aukið sölu á pylsum og ýmsu pjátri, sem er útaffyrir sig ágæt tilbreyting í heldur grámyglulegu götulífi bæj- arins. Af hverju má ekki láta göngustíginn endast Austurstrætið? Hvers á Tómas að gjalda, sem orti svo fallega um strætið í þann mund, sem bærinn var að hætta að vera þorp, fólk gekk rúntinn, en var ekki endanlega horfið bakvið bílglugga? Við eigum að láta Tómas ráða ríkj- um í Austurstræti öllu. Svo hefúr þessi bær þanist þannig út um holt og hæðir að ómögulegt er að gera sér grein fyrir hvort þetta er borg, ellegar fáein þorp. Mér finnst það ætti að stoppa þetta víð- áttubijálæði í aðalskipulaginu og byggja nýju hverfin á öllum þessum auðu svæðum inni í borginni. Til þess þarf ekki að ráðast á gömul hús og rífa, það er hvarvetna pláss. Það fær ævinlega fjöldi fólks hland fyrir hjartað, ef minnst er á þessi auðu svæði, til dæmis Laugardalinn, Laugamesið, Öskjuhlíðina, Vatns- mýrina. Það held ég mætti byggja nokkur snotur hús á þessum svæð- um. Ekki veitir af skjóli í þessum eilífa útsynningi. Alténd ættu þeir að fara að gera það upp við sig hjá Aðalskipulaginu hvort þetta á að verða þorp eða borg. En þrátt fyrir allt þetta þá finnst okkur þessum sveitamönnum, sem hafa verið að hrófla upp þessari borg siðustu tvo þijá mannsaldra eða svo, að Reykjavík sé næsta snotur bær. Mannlífið er íjölbreytilegt eins og húsagerðin, umhverfið unaðslegt, í það minnsta í björtu veðri; Sundin, Akraljallið, Skarðsheiðin. Að maður tali nú ekki um blessaðan Jökulinn, baðaðan í bleikrauðu skini kvöldsól- arinnar. Og þó að einhverjir kúalubbar hafi kallað Esjuna fjóshaug, þá er hún samt okkar fjall og við veijum hana öllu skítkasti. Sveitamenn verða að gjöra svo vel að þurrka mykjuna af stígvélunum áður en þeir stíga inn fyrir borgarhliðin (sem Davið er, nota bene, búinn að merkja með neonljósaöndvegissúlum, ægi- legum, í minningu Ingólfs). Fram- sóknarmenn hafa enda aldrei verið sérlega velséðir innan borgarmar- kanna. En allt um það, hann er ekki svo galinn þessi gamli sveitasiður að gera hreint fyrir hátíðir. Þá gefst líka tilefni til þess að ljúka þörfum fram- kvæmdum, sem ella biðu. Nú er Borgarleikhúsið að verða tilbúið (fallegt hús) og verður opnað borgar- búum að hluta á þessum afmælis- dögum. Eigum við bráðum ekki eitthvert afmæli til þess að halda uppá með því að klára Bókhlöðuna á Melunum. Svo þurfum við líka , gott afinæli til þess að ljúka við Tónlistarhöllina (með óperusviði. náttúrlega). Þá fer borgarmenning að blómstra í þessu plássi, jafrivel umferðarmenning og almennings- vagnamenning. En almenn og góð almenningsvagnaþjónusta er kannski einna helst það sem greinir borg frá bæ eða þorpi. Sjáiði bara Undirgrándina í London, Metro í París. Þeir eru meira að segja búnir að skilja þetta í Stokkhólmi, sem lengi þótti heldur sveitó. Hvað sem öllu líður munum við búa okkur uppá á mánudaginn, strjúka suddann framan úr okkur og mæta náunganum glaðbeitt og kát. Látum okkur jafnvel hafa það að smakka á þessari hræðilegu tvö hundruð metra löngu tertu (ojbar- asta), gleðjast og dást að því hve borgin er hrein og falleg og mannlíf- ið gott, til að sjá í það minnsta. - Við getum svo farið að huga að inn- viðunum daginn eftir, ef svo ber imdir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.