Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. 3 x>v Fréttír Afmælisdagskráin í dag: Hófst með opin- berri heimsókn forseta íslands Þá er afinælisdagur Reykjavíkur genginn í garð. Hann hófst í morgun með opinberri heimsókn forseta ís- lands, Vigdísar Finnbogadóttur, til borgarinnar. Tók borgarstjóri á móti forsetanum á borgarmörkunum. For- setinn sat síðan hátíðarfund borgar- stjómar. Eftir hádegið heldur afinælisdag- skráin áfram. Klukkan 13.30 leggja skrúðgöngur af stað frá Hagaskóla og Hallgrímskirkju og ganga þær niður í miðbæinn. Þar hefst fjölskyldu- skemmtim klukkan 14 og stendur til 18. Þar verður ýmislegt um að vera. I Ijækjargötu verður afinælistertan góða og boðið upp á sérstakan hátíð- ardrykk, á Hallærisplaninu verður taflmót, rokkgarður verður við Mið- bæjarskólann, föndurgarður í Vonar- stræti og dýragarður, skemmtigarður, þrautagarður og dansgarður í Hljóm- skálagarðinum, svo eitthvað sé nefiit. í kvöld klukkan 20.15 hefst svo há- tíðardagskrá við Amarhól. Leggja svokallaðar gleðigöngur upp frá Landakotstúni, Skólavörðuholti og háskólatröppum áleiðis í miðbæinn. Klukkan 21 setur forseti borgarstjóm- ar hátíðina, leikið verður hátíðarverk- ið Minni Ingólfs eftir Jón Þórarinsson, borgarstjóri og forseti íslands ávarpa gesti og flutt verður leikverk eftir Kjartan Ragnarsson. Þá mun hljóm- sveit Gunnars Þórðarsonar flytja gömul og ný Reykjavíkurlög og að endingu verður flugeldasýning um miðnættið undir stjóm Hjálparsveitar skáta. -Kí> Urval vid allra hœfi tímarit fyrir alla, Þverholti 11. Síminn er 27022. ÍSLENSKT SEMENT HÆFIR ÍSLENSKUM ADSTÆDUM Allt frá upphafi hefur Sementsverksmiðja ríkisins kappkostað að íslenskt sement hæfi sem best íslenskum aðstæðum. FRAMLEIÐSLA SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS framleiðir: Portlandsement í venjulega steinsteypu. Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt. Pozzolansement í steypu sem má harðna hægt en verður að vera þétt og endingargóð. (Sérstaklega ætlað í stíflur, brýr og hafnarmannvirki). STYRKLEIKI Portlandsementið er framleitt í samræmi við íslenskan sementsstaðal IST 9. Styrkleiki sements er aðaleiginleiki þess. Styrkleiki íslensks Portlandsements: Styrkleikikg/srrFeftir 3daga 7daga 28daga Portlandsement 250 350 500 Lágmarkskrafa IST 9 175 250 350 GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR HÚSBYGGJENDUR • Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa sé gallalaus. Látið því kunnáttumenn framleiða og með- höndlasteypuna. • íslenska sementið er blandað varnarefnum gegn alkalí- hvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn geturónýtt þessa vörn. Hvers konar önnur óhreinindi, svo sem sýrur og fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmdum í steinsteypunni. • Sparið vatnið í steypuna. Hver lítri vatns fram yfir það, sem nauðsynlegt er, rýrir endingu hennar. • Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin. Varist þó að auka þjálina með íblöndun vatns fram yfir það sem steypuframleiðandinn gefur upp. • Hlífið nýrri steypu við örri kólnun. Einangrið lárétta fleti og sláið ekki f rá mótum of snemma. Annars getur steypan enst verr vegna sprungumyndana. • Leitið ávallt ráðgjafar hjá sérfræðingum ef þið ætlið að byggja hús eða önnur mannvirki úr steinsteypu. Betri ending bætir fljótt þann kostnað. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS 510>' kr. ferm. í brúnu og svörtu PARDU5y SMIÐJUVEGI 28 KÓP. SIMI 79011 prýdir husin Stallað þakstál á aðeins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.