Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. Utlönd íbúar flylja inn í Temo- polskoye Sovétmenn hafa lokið við að reisa eitt af alls fimmtíu og tveim þorpum er byggja á upp í nánd við Chemobyl í TJkraínu fyrir þá er flytjast urðu á brott frá heimilum sínum vegna geislunar af völdum kjamorkuslyssins í vor. Sovésk dagblöð segja frá því í gærmorgun að íbúar séu þegar famir að flytja inn í þau 150 hús sem þegar er lokið við að byggja í þorpinu sem fengið hefúr nafnið Temopolskoye og er skammt vest- ur af Kíev. Sovétmenn ætla að ljúka bygg- ingu rúmlega sjö þúsund íbúðar- húsa alls fyrir lok október næstkomandi, áður en vetrarkuld- ar verða allsráðandi á svæðinu. Mótmæla viðræðum Sovétmanna og ísraela Sjö fyrrum sovéskir ríkisborgar- ar, og allir gyðingar, hlekkjuðu sig í gær þvert yfir fjölfama umferðar- götu í borginni Jerúsalem í ísrael og hindmðu þannig eðlilega um- ferð í rúman hálflíma. Með aðgerð sinni vildu sovésku gvðingamir mótmæla viðræðum Israelsstjómar og Sovétmanna um sambúð ríkjanna er hefjast i Hels- inki í dag. Viðræðumar í Helsinki em fyrstu formlegu viðræður ríkjanna í nítján ár. Sögðust mótmælendumir óttast það að Lsraelsstjóm glevmdi að taka málstað þeirra þúsunda gyð- inga í Sovétríkjunum er sótt hafa uiji Ieyfi til að flytjast til Israel, í viðræðunum vió Sovétmenn. ísraelsstjóm fúllyrðir að mál- staður sovéskra gyðinga, er flytjast vilja úr landi, verði efst á baugi í viðræðum ríkjanna. Sovétmenn segja aftur á móti að ekki verði minnst á þennan málaflokk á við- ræðufúndunum í Helsinki. Deng og Hu á skop- myndum Skopmyndir af tveim helstu leið- togum Kínverska alþýðulýðveldis- ins hafa að undanfömu birst i auknum mæli í kínverskum dag- blöðum. Skopmyndir í þeim mæli er þekkist á Vesturlöndum, þar sem gert er grín að stjómmálaleið- togum og verkum þeirra, hafa fram að þessu ekki tíðkast í alþýðulýð- veldinu. Dagblað í Shanghai birti teikni- myndaröð í léttum dúr af sjálfúm Deng Xiaoping, kunnum áhuga- manni um brids, með spil á lofti, og Hu Yaobang, aðalritara komm- únistaflokksins, af mörgum talinn annar valdamesti maður landsins, þar sem hann stjómaði hljómsveit af miklum myndarskap. Haft er eftir vestrænum stjómar- erindrekum í Peking að birting skopmynda af kínverskum flokks- leiðtogum sé enn eitt dæmið um aukið frjálsræði í skoðanamyndun í alþýðulýðveldinu og aukið póli- tískt frelsi. Brotist inn í aðalstoðvar flóttamanna- lögreglu Hamborgar Tengsl milli innbrotsins og smygls á tamOskum flóttamönnum? Lögreglan í Hamborg tilkynnti um innbrot og meiri háttar skemmdar- verk í aðalstöðvum þeirrar deildar Hamborgarlögreglunnar er sér um rannsókn og eftirlit með ólöglegum flóttamönnum og ólöglegri starfsemi atvinnumiðlara fyrir erlenda flótta- menn aðfaranótt sunnudagsins. Að sögn lögreglunnar var unnið mikið tjón á aðalstöðvunum. Máls- skjöl lögreglunnar, er tengdust rannsókn ýmissa mála, sluppu þó að mestu við skemmdarverk innbrots- manna, þar eð þau voru geymd í annarri byggingu. Lögreglan grunar samtök vestur- þýskra borgarskæruliða um aðild að innbrotinu en slagorð, er tengjast starfsemi þeirra, fundust máluð á húsveggi í nánd við lögreglustöðina. Haft er eftir talsmanni lögreglunn- ar að ekki sé útilokað að tengsl séu á milli innbrotsins og flóttamanna- vanda Vestur-Þjóðveija að undan- fornu. Hafa vestur-þýsk stjómvöld síðustu mánuði orðið að taka á móti þúsundum flóttamanna er streymt hafa til landsins um Austur-Þýska- land, auk þess sem nú er talið fullvíst að hundrað fimmtíu og fimm tam- ílskum flóttamönnum, er fúndust fyrir skömmu á reki undan strönd Nýfúndnalands, hafi verið smyglað um Vestur-Þýskalands á leið þeirra til stranda Kanada. Yfirvöld í Bonn sögðust á fostudag vera að rannsaka meinta aðild ýmissa ólöglegra samtaka að smygli á flóttamönnum frá ríkjum þriðja heimsins til Vestur-Þýskalands. Vestur-þýska lögreglan útilokar ekki tengsl á milli smygls á tamílskum flóttamönnum til Vestur-Þýskalands og innbrotsins í aðalstöðvar flótta- mannalögreglunnar i Hamborg á sunnudag. Á myndinni sjást tveir af hundrað fimmtíu og fimm tamílskum flóttamönnum er fundust skipreika undan strönd Nýfundnalands á dögunum. Fimm ára lífgjafi „Þetta var ekkert mál,“ sagði Brent Meldrum, fimm ára, og sýnir blaðamönnum hvernig hann fór að því aö bjarga Tanyu Brandon, sex ára, frá köfnun af völdum sælgætismola er fest hafði í öndunarvegi hennar. Tókst Brent að losa um sælgætismolann meö þvi aö grípa um Tanyu eins og myndin sýnir og þrýsta fast upp undir rifbeinin. Með þeim á myndinni er dr. Henry J. Heimlich er fyrstur manna sannaði ágæti þessarar aðferöar við aö losa aðskotahluti úr öndunarvegi og er myndin tekin er Brent litla var veitt viöurkenning fyrir afrek sitt í heimabæ sinum í Massachusetts f Bandaríkjunum. Skora á Reagan að fresta áætiunum um stjömu- sbíð Fyrrum ráðgjafar Bandaríkja- forseta og leiðandi menn í mótun bandarískrar utanríkis- og her- málastefnu hafe skorað á Reagan Bandaríkjaforseta að fresta frekari tilraunum með svokallaða stjömu- stríðsáætlun um að minnsta kosti tíu ár, að því er bandaríska stór- blaðið New York l'imes segir í gær. Að sögn blaðsins hafa ráðgjaf- amir, er störíúðu í ríkisstjómum Nixons, Fords og Carters, sent til- lögur sínar til Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Reagan forseti hefúr þegar lagt til sjö og hálfe árs frestun á upp- setningu geimvopna en vill aftur á móti skilyrðislaust áframhald á rannsóknarstarfeemi er tengist geimvamaáætluninni, en Sovét> menn leggja til fimmtán til tuttugu ára frestun á uppsetningu geim- vopna og aðeins tilraunastarfsemi með geimvopn í rannsóknarstofum og engar tifraunir í geimnum. New York Times nefhir ráðgjaf- ana fyrrverandi en þeir em Melvin Ioird, fyrrum náinn samstarfe- maður Nixons og vamarmálaráð- herra hans um hríð, James Schlesinger, ráðherra í ríkisstjóm- um Nixons, Fords og Carters, Brent Scowcroft, öryggismálaráð- gjafi Ford forseta, og Cyrus Vance, utanríkisráðherra í tíð Carters. Umsjón: Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.