Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. Fréttir Gjaldþrot Vallhólms yfir 60 milljónir - hinar fjórar graskögglaverksmiðjur ríkisins töpuðu 38 milljónum í fyrra Gjaldþrot graskögglaverksmiðj- unnar Vallhólms hf. í Skagafirði er talið verða upp á meira en 60 millj- ónir króna. Búist er við gjaldþrots- úrskurði um miðjan næsta mánuð þegar fimm mánaða greiðslustöðvun lýkur. Fyrirtækið Vallhólmur hf. er talið skulda 80 milljónir króna. Verðmæti eigna þess er hins vegar innan við 20 milljónir króna, samkvæmt upp- lýsingum úr fjármálaráðuneytinu. Langstærstu kröfuhafamir eru tvær stofnanir ríkisins, Ríkis- ábyrgðasjóður, með 44 milljónir króna, og Stofnlánadeild landbúnað- arins, með 10 milljónir króna. Ríkissjóður er eigandi Vallhólms hf. að þrem fjórðu. Fjórðungur hlutafjár er í eigu heimamanna, kaupfélaga, búnaðarfélaga og ein- staklinga. Kaupfélag Skagfirðinga hefur rek- ið graskögglaverksmiðjuna frá því í vor samkvæmt leigusamningi. Verk- smiðjan, hús og vélar, hefur raunar verið seld Kaupfélaginu fyrir 12,5 milljónir króna en með fyrirvara um samþykki kröfuhafa. Þegar Vallhólmur hóf rekstur árið 1983 voru fyrir í landinu fimm aðrar graskögglaverksmiðjur, ein í einka- eign, í Brautarholti á Kjalamesi, en fjórar alfarið í eigu ríkisins, í Saurbæ í Dölum, í Mýrahreppi við Homa- flörð og tvær í Rangárvallasýslu, að Gúnnarsholti og Stórólfsvöllum. Tap af rekstri þessara fjögurra rík- isverksmiðja á árinu 1985 nam samtals tæpum 38 milljónum króna. Er Vallhólmur þá ekki talinn með. Vegna taps á árinu 1984 sótti yfir- stjóm eldri verksmiðjaima fjögurra um 30 milljóna króna lán en fékk 12 milljóna króna lán úr Ríkis- ábyrgðasjóði. Horfúr em á þvi að tap verði einn- ig á öllum ríkisverksmiðjunum á þessu ári. Er þó búist við að tapið verði minna en í fyrra, einkum vegna olíuverðslækkunar. Erfiðleikar eldri ríkisverksmiðj- anna em beinlínis raktir til Vall- hólms. Tapreksturinn er aðallega talinn stafa af miklum birgðakostn- aði. Tilkoma Vallhólms leiddi til þess að miklar umframbirgðir gras- köggla mynduðust í landinu. Fjármálaráðherra. og landbúnað- arráðherra ákváðu í vor að selja eða leigja graskögglaverksmiðjur ríkis- ins. Er stefnt að þvi að ríkið losi sig úr þessum rekstri um næstu áramót. -KMU Vinnuflokkur Ola Fossbergs á Eskifirði önnum kafinn við aö leggja siðustu hönd á frágang gangstéttarinnar við Strandgötu. DV-mynd Emil Eskifjörður: Miklar framkvæmdir við fegrun og snyrtíngu —, rp. „ nu Fdrifirrí gangstétt við Strandgötuna svo og ræða þann stutta tíma sem Hrafnkell ____________!________ myndarlegt bílaplan og gangstétt fyrir A. Jónsson hefur gegnt starfi bæjar- Mjögmiklarframkvæmdir, semlúta framan bæjarskrifstofumar og félags- stjóra. Hrafiikell lætur, sem kunnugt að fegrun og snyrtingu kaupstaðarins, heimilið Valhöll. er, af starfi bæjarstjóra hinn 1. októb- hafa verið á Eskifirði í sumar. Meðal Finnst mörgum að um byltingar- er næstkomandi. Þá tekur við starfinu annars var lögð um 300 metra löng kenndar framkvæmdir hafi verið að Bjarni Stefánsson sýslufúlltrúi. Hötel Borg leysir mini-bar-vandann: Áfengisflöskur í öllum herbergjum Hótel Borg hefúr skákað Hótel greiðslu áfengis. Allir mini-barir á á hótelið og fá síðan endurgreitt and- Sögu í þjónustu. Eins og greint var frá Hótel Borg, samtals 37, eru hins vegar virði þess er þeir ekki neyta við í DV í gær treystir Hótel Saga sér sneisafuOir af litlum vínflöskum. brottför. Ef gestir vilja hins vegar ekki ekki til að setja áfengi í kæliskápa á Að sögn starfsmanna Hótel Borgar notfæra sér þjónustuna er mini-bam- herbergjum, svonefrida mini-bari, em gestir látnir kaupa innihald kæli- um á herbergi þeirra læst með lykli vegna reglna sem í gildi em um af- skápanna um leið og þeir skrá sig inn og látinn bíða næstu gesta. -EIR Sjórrvarpsþyrstir Seltimingar: Bíða eftir að Sverrir endur- skoði reglugerð Málefrii Útvarpsfélags Seltjam- þó undanþegin. amess em í biðstöðu. Forráðamenn „Við bíðum spenntir eftir að sjá félagsins bíða með ákvarðanir um hver þróunin verður með reglugerð- næstuskrefþangaðtilmenntamála- ina sem í dag virkar hemjandi og ráðherra hefúr endurskoðað reglu- letjandi fyrir þá sem vilja fara út í gerð um útvarpsstöðvar. þetta,“ sagði Júlíus Sólnes prófessor, Reglugerðinumútvarpsamkvæmt einn aðstandenda Útvarpsfólags tímabundnum leyfúm, sem Sveirir Seltjamamess. Hermannsson menntamálaráðherra „Þýðingarskyldan, sem ég tel að gaf út 11. febrúar síðasthðinn, gildir sé á misskilningi byggð, gerir það aðeins til 1. janúar næstkomandi. að verkum að þetta er ekki eins • Ýmis ákvæði reglugerðarinnar spennandi og í upphafi. Það er alveg hafa verið umdeild, einkum skyldan ljóst að ef þýðingarskyldan verður til að þýða efni á erlendu máli yfir til frambúðar er enginn gmndvöllur á íslensku. Hefur þetta ákvæði kom- fyrir þessu,“ sagði Júlíus. ið í veg fyrir að kapalkerfi gætu Taldi hann að rýmkun undan- tekið við erlendum sjónvarpsstöðv- þágunnar, til dæmis upp í 200 íbúðir, um með gervihnattadiski. Kerfi yrði strax til bóta. bundin við 36 íbúðir eða færri eru -KMU Stytta verður eitt kjörb'ma- bil Alþingis - ef kjósa á í júní framvegis Verði sú afstaða ofan á varðandi þingkosningar að landið megi aldrei verða þinglaust og því verði að kjósa til þings næst fyrir 23. apríl í vor stangast það á við ákvæði nýsettra kosningalaga. Þar er kveðið svo á að þingkosningar skuli almennt fara fram síðsta laugardag í júní fjórða hvert ár. Jafnframt „skuli allar kosningar gilda frá hinum almenna kjördegi, þó að einstöku kosningar hafi ekki farið fram á þeim degi“. Síðast var kosið til Alþingis 23. apríl 1983 og kosning þingmanna þá fellur úr gildi 23. apríl 1987. Til þess að tryggja samtímis að landið verði ekki þinglaust og að færa kjördag fram á sfðasta laugardag júní er óhjákvæmilegt að stytta eitt kjör- tímabil. Lög hindra að það verði lengt. Raunar er algengt að kjör- tímabil séu styttri en fjögur ár vegna ósamkomulags þingflokka um ríkis- stjóm. Óvarlegt er þó að treycta á það til þess að færa kjördaginn. Þá er athyglisvert að ákvæði nýju kosningalaganna um að allar kosn- ingar gildi frá hinum almenna kjördegi virðist vera marklaust. í raun gildi ákvaaði stjómarskrárinn- ar um að kjörtímabil standi í fjögur ár frá kjördegi hvenær sem hann annars er á árinu. Það gæti þannig alveg eins orðið skammgóður vermir að elta uppi þann kjördag sem kosn- ingalögin segja til um vegna þing- kosninga. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.