Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. Stjómmál Steingrímur afneitar ekki Reykjaneskjördæmi Mikill kosningaskjálfti er nú farinn að grípa menn enda fer í hönd síðasta þing þessa kjörtímabils. Eru flokkam- ir í óða önn að búa sig undir kosningar sem sumir hverjir vilja hafa strax í apríl. Fyrsti liðurinn í undirbúningnum er að velja menn á lista og er sá undir- búningur í fullum gangi víðast hvar. Framsóknarflokkurinn, sem hér verð- ur til umfjöllunar, er engin undan- tekning þar á. í flestum kjördæmum verður flokkurinn með einhvers konar prófkjör, opið eða lokað. í öðrum hefur ekki verið ákveðið með hvaða hætti verður valið á lista. Framsóknarflokkurinn hefur núna 14 þingmenn í 7 kjördæmum en á Reykjanesi kom flokkurinn engum inn síðast. Aðeins tveir þessara fjórtán ætla ekki fram í næstu kosningum, þeir Ingvar Gíslason og Þórarinn Sig- urjónsson. Með sama fylgi og síðast myndi flokkurinn þó aðeins koma inn 12 þingmönnum samkvæmt nýju kosningalögunum svo án efa verður róðurinn þimgur fyrir nýja og upp- rennandi. Hart barist í Reykjavík I Reykjavík verður haldið prófkjör og er einkum talað um að það verði haldið einhvem tíma í nóvember. Þar hefur flokkurinn einn þingmann og heldur honum samkvæmt nýju kosn- ingalögunum. Menn sem gjörla þekkja til segja að hart verði barist um efsta sætið. Haraldur Ólafsson, eini fram- sóknarþingmaðurinn í Reyjavík, er ákveðinn í að fara í slaginn og þá að stefha á fyrsta sæti. Sá róður gæti orðið erfiður fyrír hann því undanfarið hefur verið unnið mikið bak við tjöld- in við það að koma Finni Ingólfssyni inn í það sæti og eru flestir ef ekki allir ungliðamir í flokknum á bak við hann. Einn viðmælandi DV orðaði það - spáð í framboðsmál framsóknarmanna svo að Haraldur væri orðinn þreyttur. „Það er nauðsynlegt að flokkurinn fái andlitslyflingu í Reykjavík.“ Haraldur er þó sagður seigur og ekki á því að gefa neitt eftir. Aðrir sem hafa gefið kost á sér fyrir flokkinn í Reykjavík em Bolli Héðins- son óg Guðmundur G. Þórarinsson er sagður volgur. Bolli mun þó ekki hafa neinn sérstakan metnað í það að kom- ast í efctu sætin núna heldur frekar mun hann vera að minna á sig. Þá hafa menn allþungar áhyggjur af því að engin kona hefur enn fengist í fram- boð í Reykjavík. Það er þó leitað mikið þessa daga. Eina konan sem nefnd hefur verið í því sambandi er Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem verið Fréttaljós Kristín Þorsteinsdóttir hefúr í framboði fyrir flokkinn en hún er ekki sögð hafa mikinn áhuga. „Það er líka kannski ágætt,“ sagði einn við- mælandi blaðsins. „Það er meiri áhugi á því að fá einhveija unga konu sem ekki hefur áður farið í framboð fyrir flokkinn. Bjargar Steingrímur málum á Reykjanesi? Reykjanesið hefur verið og er mörg- um framsóknarmönnum áhyggjuefiii. I síðustu kosningum var Jóhann Ein- varðsson efctur á lista en hann komst ekki inn. Hann hefði þó verið inni ef nýju kosningalögin hefðu gilt þá. Hins vegar þykir mörgun Jóhann ekki nógu góður kostur þótt hann ætli sér fram og hafa viljað einhvem annan. Hefur Reykjanesið þótt síðustu ár heldur dauft og finnst mörgum framsóknar- manninum þurfa að gera eitthvað róttækt þar. Þessar vikumar er helst talað um það að fá sjálfan formanninn í fremstu línu þar. Þykir mönnum Steingrímur Verð ég inni næsf eða ekki? hugsar margur framsóknarmaðurinn þessa dagana. eiga að stefna þangað, ekki síst vegna þess að hann býr í kjördæminu. Er reyndar hart lagt að honum að fara fram þar. í þröngum hópi hefur þó Steingrímur sagt að hann sjálfur sæk- ist ekki eftir því, hann vilji vera áfram á Vestfjörðum. Hins vegar muni hann hugsa málið ef menn sæki það fast og ekki finnist neinn betri. Reyndar hefur líka verið talað um að Steingrímur fari fram í Reykjavík en hann hefur þegar sagt að slíkt komi ekki til greina. Þá er talað um tvær konur sem vel geti hugsað sér að fara fram á Reykja- nesinu. Eru það Inga Þyrí Kjartans- dóttir og Drífa Sigfúsdóttir. Þessi mál öll á Reykjanesinu eru þó mjög óráðin þar sem menn bíða eftir því hvað Steingrímur muni gera. Stórslagur á Vesturlandi Allt bendir til að stórslagur verði á Vesturlandi. Nú hafe framsóknar- menn tvo þingmenn þar í kjördæminu, þá Alexander Stefánsson og Davíð Aðalsteinsson. Samkvæmt nýju kosn- ingalögunum fengi flokkurinn aðeins einn mann þar. Davíð ku vera að búa sig undir mik- inn kosningaslag, stefhir hann jafhvel að því að komast í fyrsta sætið þar. Hann er sagður hafa sterka kosninga- vél á bak við sig, menn sem eru þeirrar skoðunar að þegar hafi Alexander náð öllum þeim frama sem hann geti feng- ið innan flokksins og því eigi hann að standa upp. Ef ekki muni þeir allt til vinna til að ryðja honum úr fyrsta sætinu. Sjálfur mun Alexander hins vegar ekki vera á þeim buxunum að standa upp þótt Framsóknarflokkur- inn hafi farið illa út úr sveitarstjómar- kosningunum í Ólafcvík, heimabæ Alexanders, og víðar á nesinu. Stuðningur beggja í kjördæminu er þó sagður nokkuð jafri eins og staðan í dag mælir Dagfari Skemmtilegir fótboltaleikir Eftir að íslenska landsliðið náði jafntefli gegn Frökkum á dögunum var það almenn skoðun meðal knatt- spymuáhugamanna hér á landi að Island væri komið í fremstu röð knattspymuþjóða í heiminum. Var það heldur ekki óeðlileg niðurstaða ef litið er til þess að Frakkar urðu Evrópumeistarar og númer þrjú í heimsmeistarakeppninni. Þá má benda á að ísland tapaði fyrir Spáni í fyrra með einu marki en í Mexíkó í vor vann Spánn Danmörku með fimm mörkum þannig að íslenska landsliðið er fjórum mörkum sterk- ara en það danska. Og nú keppum við gegn Rússum í kvöld og þá mun það sannast að það var eins og hver önnur óheppni að ísland skyldi ekki standa á verðlaunapallinum í heims- meistarakeppninni í stað Argentínu- manna. En um það bil sem fagnaðarlætin þögnuðu eftir landsleikinn um dag- inn bárust þau tíðindi að þtjú íslensk félagslið hefðu tapað með samtals nítján mörkum gegn engu í Ev- rópukeppnum félagsliða. Menn rak í rogastans. Hvemig mátti þetta vera hjá þjóð sem er í fremstu röð? Dag- fari er því miður enginn séríræðing- ur á knattspymusviðinu en hann hefúr verið að leita sér upplýsinga og fróðleiks á íþróttasíðum dag- blaðanna um þessi óvæntu töp. Einhver skýring eða afcökun hlýtur að vera á nítján marka mun í þrem leikjum. Þegar Dagfari fletti Morgunblað- inu í gær fékk hann loks svörin. Valsmennimir em komnir heim en þeir töpuðu með sjö mörkum gegn Juventus. Eftir því sem leikmennim- ir segja var þetta einn allra besti leikur liðsins og sá langsamlega skemmtilegasti. Urslitin vom eigin- lega sigur fyrir Val. Leikmennimir segjast hafa spilað fótbolta allan tímann sem vekur upp þá spumingu hvort fótboltalið Vals leiki stundum eitthvað annað en fótbolta þegar það keppir. En aðalatriðið er þó hitt hvað leikmönnunum þótti gaman að tapa með sjö mörkum og hvað þetta var í einu orði sagt stórkostlegt. Af þessu sést að Valsmennirir töp- uðu viljandi með sjö mörkum til þess að hafa gaman af leiknum. Þeir hafa greinilega getað leikið ýmislegt annað en fótbolta og náð að sigra ef þeir hefðu viljað. En Valsmenn em sannir íþróttamenn og þeim finnst miklu meira gaman að því að tapa með sjö mörkum heldur en að vinna hieð einu marki og þess vegna leyfðu þeir Juventus að plata sig að vild. Svona eiga íþróttamenn að vera. Akumesingar bættu um betur og töpuðu með níu mörkum. Þeir viður- kenna að þeir hafi ekki beinlínis tapað svona stórt vegna skemmtun- arinnar eins og Valsmenn. En þessi úrslit hlutust ekki af því að Skaga- menn séu lakari knattspymumenn en Portúgalamir. Portúgalamir hittu einfaldlega á góðan dag meðan Skagamennimir hittu á slæman dag og þetta var bæði jafn og góður leik- ur sögðu þeir í blöðunum. Auk þess var veðrið ekki nógu slæmt og heppnin var heimamönnum andsnú- in. Þetta er alveg áreiðanlega laukrétt enda tók Ríksútvarpið fram að Akranes hefði tapað níu núll í jöfnum leik. í Morgunblaðinu má einnig lesa að úrslitin séu einkum því að kenna að forystumenn lið- anna tali of digurbarkalega fyrir leikina. Fyrir utan veðrið og óheppnina finnst Dagfara þetta síðastnefnda einna athyglisverðast. Hann hélt alltaf að úrslit leikja réðust innan vallar en ekki utan en nú hafa sér- fræðingamir upplýst að öllu máli skipti hvað sagt er í blöðum fyrir leiki. Þetta gildir um Framarana líka sem töpúðu þó aðeins með þrem mörkum. Þeir töluðu of digurbarka- lega fyrir leikinn og því fór sem fór. Bæði Portúgalamir og Pólverjarnir hafa áreiðanlega notið þess að eng- inn skildi þá hér á landi fyrir leikinn og þess vegna gátu þeir ekki talað digurbarkalega og þess vegna unnu þeir. I kvöld em íslendingar að leika landsleik gegn Rússum. Dagfari er mjög ánægður með að hann hefur ekki heyrt neinn landsliðsmannanna tala digurbarkalega síðustu dagana og vonandi leikur enginn þeir.a sinn besta leik eins og Valsmennimir. Þá gæti farið illa. Dagfari vill nefni- lega sjá íslensku liðin sigra í svona leikjum og ef þau tapa með nítján mörkum með því að spila sína bestu leiki þá vonar maður bara að lands- liðið leggi áherslu á að leika sem verst til að sigur vinnist. Eða hvað? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.