Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. 7 Atvinnurriál Keypti sexæring fyrir fjögur hestverð - rætt við Harald Sturiaugsson, framkvæmdastjóra HB & Co Birgir ESnaragom, DV, Akranesi: Upphaf HB & Co varð þegar Har- aldur Böðvarsson lét andvirði íjögurra hesta renna til kaupa á sexæringnum Helgu Maríu sem þá kostaði 200 kr. Þetta var 17. nóv. 1906. Árið 1908 eignaðist Haraldur vélbát- inn Höfrung en höfrungurinn er, eins og margir vita, í merki fyrirtækisins. Alls hafa 36 skip verið í eigu þess frá upphafi. Nú eru starfsmenn fyrirtækisins rúmlega 300, þar af eru 80 sjómenn. Velta þess var á sl. ári 460 millj. og námu launagreiðslur 145 millj. króna. Blaðamaður hitti Harald Sturlaugs- son framkvæmdastjóra og lagði fyrir hann nokkrar spumingar. Þú ert ekki mjög gamall, Haraldur. Hvað hefur þú starfað lengi við þetta fyrirtæki? „Ég hef verið fastur starfsmaður hér frá tvítugsaldri, eða í 16 ár, og hefði satt að segja ekki mátt byrja seinna því ég hafði ekki mörg ár til að búa mig undir að taka við stjómun fyrir- tækisins." Hvað hefur haldið lífinu í þessu elsta útgerðarfyrirtæki landsins í gegnum öldurót í sjávarútvegi? „Fyrst og fremst tryggt starfefólk, fólk sem hefur gengið í gegnum eld og brennistein með þrem ætthðum. Nýjungagimi og framsýni þeirra sem hér hafa stjómað. Afi minn, Haraldur Böðvarsson, var frægur fyrir að tjalda aldrei til einnar nætur, harni sá langt fram í tímann og byggði allt upp samkvæmt því. Faðir minn, Sturlaugur, fylgdist mjög vel með öllum nýjungum og sýndi ótrúlegan kjark með tilraunir á ýmsu nýju á sviði tæknibúnaðar sem heppn- aðist ótrúlega vel. M.a. lét hann setja fyrstu hliðarskrúfur í heiminum í fiskiskip 1964 þegar Höfrungur III. var smíðaður í Noregi og það tók ótal mánuði að koma Norðmönnum í skilning um gildi þeirrar nýbreytni. Stuttu seinna þóttu hliðarskrúfur í nótaskipum sjálfeagður hlutur. í dag, þegar þeir em báðir löngu gengnir, erum við enn að njóta fram- sýni þeirra og enn höldum við góðu samspili ungs starfefólks og þeirra starfemanna sem reyndari em.“ Hvað er á döfinni í dag? „í átta ár höfum við unnið mark- visst að endurbyggingu fyrirtækisins og erum enn að því. Það má auðvitað aldrei staðna, sífellt þarf einhverjar breytingar. Húsakynnum hefur verið breytt og þau stækkuð um helming. Tækjabúnaði hefur verið komið fyrir eins og hann gerist fullkomnastur í dag. Við settum okkur það markmið að gera fullkomna starfemannaaðstöðu og það tekst okkur vonandi að mestu fyrir 80 ára afmælið sem er 17. nóv. nk. Það er nefhilega marklaust hjal að vera að tala um að fólkið í undirstöðu- atvinnugreinum þjóðfélagsins eigi að njóta sömu starfeaðstöðu og aðrir ef því er svo gleymt í uppbyggingu fyrir- tækjanna. Við forum þá á hausinn með „elegans", ef ekki er gert ráð fyr- ir þessu í rekstrarskilyrðum sjávarút- vegsins á næstu árum. f rekstrarskil- yrðum ýmissa banka og ríkisfyrir- tækja er gert ráð fyrir öllu sem sæmir góðu starfefólki og við gerum ekki mirrni kröfur fyrir okkar fólk.“ Hveijir eru þessir „við“ sem þú talar um, Haraldur? „Það erum bara við, þessi rúmlega 300 manna hópur sem hér vinnur. Margar hendur vinna létt verk.“ Eruð þið ekki skuldugir? „Nefridu það ekki ógrátandi. Auð- vitað erum við skuldugir upp fyrir haus; skuldum alls staðar þar sem við fáum að skulda. Við reynum að hafa eina reglu í þessari skuldasúpu. Reyn- um að vera eins heiðarlegir og hægt er að vera til að velta þessu áfram, þ.e.a.s. að lofa ekki upp í ermina á okkur. Ég veit að lánardrottnum okkar þykir þetta e.t.v. óábyrgt tal en það hefur verið ómögulegt að framkvæma í okkar þjóðfélagi nema að skulda en vonandi stendur þetta allt til bóta með lækkandi verðbólgu." <8&881íS8&éS^ðS8& & Agnar Sigurðsson gjaldkeri, t.h., og Haraldur Sturlaugsson. Agnar hefur unnið hjá fjórum ættliðum. 55 ár hjá HB, en hann byrjaði í verslun Böðvars Þorvalds- sonar, föður Haraldar Böðvarssonar. Dansskóli AVÐAR HARALDS SIORTEINAAFHENDING Sjálfstæðishúsinu Njarðvík: í dag, miðvikudag 24. sept., kl. 17-20. Hafharflörður: íþróttahúsinu við Strandgötu á morgun, fimmtudag 25. sept. kl. 17.00-20.00. Reykjavík: Frostaskjól, Gerðuberg, Fellaliellir og Skeifan 17. Öll skírteini afhent í Skeifunni 17 (Fordhúsinu) föstudag 26. sept. og laugardag 27. sept., kl. 13-19 báða dagana. Kennsla hefst mánudaginn 29. september. HÖGGDEYFAR Úrvals japanskir höggdeyfar i japanskar, evrópskar og ameriskar fóiksbifreiðar og jeppa - venjulegir og gas. TRIDONþ- BREMSUKLOSSAR, stýrisendar, spindilkúlur og þurrkublöð i japanskar og evrópskar bifreiðar. Gæðavörur- gott verð. AMC varahlutir í miklu úrvali í Eagle, Jeep,jWagoneer| og Cherokee. TJAKKAR-TJAKKARj margargerðir. mm • Drullutjakkar frá JyACKALL. Lyftigeta: 2700-3600 kg, eftir stærð. • Hjólatjakkar, lyftigeta 1500 & 2000 kg.lj • Venjulegir tjakkar. Kveikjuhlutir w E Intermotor Eitt mesta úrval kveikjuhluta í allar helstu bil- tegundir, m.a. kveikjulok, kerti, platinur, hamr- ar, þéttar, háspennukefli o.fl. IVARAE VARAHLUTAVERSLUNIN HlllTIR S I Ð U M U L A 0 3 7 2 7 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.