Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. Utlönd Þúsundir vitni að fljúgandi furðufýrirbærum yfir Luxemburg Lögreglan, flugumferðarstjórar á Findelflugvelli og vegfarendur stóðu með öndina í hálsinum, rugluð í rím- inu yfir því er virtust fljúgandi furðu- hlutir og flugu yfir Luxemburg í gær. Lögregluyftrvöld í Belgíu staðfestu að til furðuhlutanna hefði sést í gær. Lúxemborgarlögreglan lýsti fyrir- bærinu fyrir fréttamönnum og kvað það mest líkjast fimm eða sex skær- grænum ljósum er með miklum hraða hefðu þotið yfir landið í svona 200 metra hæð. Öngþveiti varð á símaskiptiborðum lögreglu og útvarpsstöðva í Lúxem- borg er þúsundir hringdu til að for- vitnast um furðufyrirbærið og tilkynna að sést hefði til fljúgandi fúrðuhluta. Haft var eftir talsmanni Lúxemborg- arlögreglunnar í gærkvöldi að yfirvöld hefðu enga hugmynd um hvað hér hefði verið á seyði. „Við héldum fyrst að hér væri ef til vill um einhvers konar flugskeyti að ræða er skotið hefði verið við heræfingar Atlants- hafsbandalagsins í Vestur-Þýskalandi en hemaðaryfirvöld hafa ekkert viljað kannast við málið.“ Marc Mitten, flugumferðarstjóri á Findelflugvelli í Luxemburg, er talinn hafa séð fyrirbærið fyrstur manna. „Þetta var fyrst eins og eldflaug en fór of hratt til að geta verið eitthvað slíkt. Þetta var ömgglega ekki flugvél. Þetta var sem fimm hlutir er flygju saman í hnapp á fleygiferð, ég hef aldr- ei séð annað eins,“ sagði flugumferð- arstjórinn. Ekki sagðist Mitten heldur hafa orð- ið var við fyrirbærið á radarskermum flugvallarins. Uggur vegna franskra laga um vegabréfsáritanir: íslenskir náms- menn þora ekki úr landi BorghMur Aima Jónsdóttir, DV, Ftoís: Aðgerðir franskra stjómvalda til að stemma stigu við hryðjuverkaöldunni hafa vakið mismikla hrifhingu. Eink- um hafa ný lög varðandi vegabréfsrit- anir til Frakklands vakið óánægju- raddir meðal þeirra sem fyrir takmörkunum verða. í gærdag klukkan 12.30 að staðar- tíma mætti sendiherra íslands, Har- aldur Kröyer, i franska utanríksiráðu- neytið ásamt sendiherrum Noregs, Finnlands, Svíþjóðar og Austurríkis. Þar afhentu þeir aðstoðamtanríkis- ráðherranum mótmælabréf vegna einhliða ákvörðunar frönsku stjómar- innar um að nema úr gildi samning landanna um vegabréfsáritun. Samn- ingurinn milli íslands og Frakklands hefúr verið í gildi síðan 1947. Nú þurfa allir, nema þeir sem em innan Evrópubandalagsins, að fá sér- staka áritun til að komast inn í landið og tekur það mismunandi mikinn tíma og fyrirhöfn. Sviss er að vísu undan- skilið og hefúr sú ákvörðun vakið mikla reiði í Austurríki og meðal íbúa í fiönsku nýlendunum í Norður-Afr- íku. Nú þegar hefur þetta haft talsverð áhrif á samskipti fslands og Frakk- lands. Fólk hefúr hætt við að koma hingað vegna ástandsins. Dæmi em um að íslenskir námsmenn, sem komn- ir vom út fyrir breytingu, þori ekki úr landi af ótta við að komast ekki til baka aftur. Til þess að fa umbeðna áritun þarf viðkomandi að fara til ís- lands sjálfur og getur það verið of stór fjárhagslegur biti að kyngja fyrir námsmenn. Að sögn Gunnars Snorra Gunnarssonar sendiráðunauts er óhætt að segja að þetta eigi eftir að valda töfum og óþægindum fyrir til dæmis fjármálamenn og námsfólk. Um sinn er afnám samningsins tíma- bundið til næstu sex mánaða. Viðurlög ef menn dvelja í landinu án tilskilins leyfis em brottrekstur. Margir hafa bent á að erfitt sé að greina hvaða gagn þetta gerir í baráttunni við hryðjuverkamenn. Ennþá hefúr eng- inn þeirra reynst vera frá þeim löndum utan Evrópubandalagsins sem fyrir takmörkunum verða. Arabískur blaðamaður með stimpla frá helstu hryðjuverkafélögunum í Miðausturlöndum komst 24 sinnum yfir landamærin án þess að verða nokkm sinni fyrir athugasemdum. Flugleiðir til landsins em vel varðar en á landi er allt fullt af litlum landa- mærapóstum sem engin leið er að gæta svo fúllnægjandi geti talist. Mikil örtröð hefur skapast í frönskum flughöfnum aö undanfömu í kjölfar hertra laga um vegabréfsáritanir til handa erlendum ferðamönnun. Mengun vegna útblásturs frá bílum er mikið vandamál og vilja Danir nú setja strangari reglur þar að lútandi. Bretar sætta sig ekki við sérreglur Dana og þrýsta fast á þá. Bretar þiýsta á Dani: Deila um sérreglur varðandi umhverfismál Haukur Láius Haukssan, DV, KaiqanarmahSfo: TJmhverfismálaráðherra Breta, W .liam Waldgrave, hefur verið í Dan- mörku til að þrýsta á Dani að gefa eftir í kröfum sínum um takmörkun útblástursmengunar frá bílaumferð. Hafa Bretar hótað með dómstóli Efnahagsbandalagsins er myndi neyða Dani til að ganga að samkomulagi hinna Efhahagsbandalagsríkjanna um útblástursmengun. Umhverfismála- ráðherra Dana, Christen Christensen, stóð fastur á kröfum sínum um strang- ari reglur í Danmörku og sagðist ekki geta látið tillit til bílaiðnaðarins í Evrópu ganga fyrir umhverfisvemd Dana. Væri ekkert sem gæti hindrað Dani í að setja sérreglur í þessu sam- bandi. Yrðu þær ekki sem nein tæknileg verslunarhindrun þar eð Danir framleiddu enga bfla. Eitt af aðalkosningamálunum í sam- bandi við stuðning Dana við tillögur Efnahagsbandalagsins var að Danir þyrftu ekki að gefa eftir í umhverfis- málastefnu sinni þegar efiiahagsmál væru til umræðu meðal ríkja Efna- hagsbandalagsins. Ef Danir neyðast til að slaka á kröf- um sínum nú hafi kjósendur verið fengnir til að styðja tillögur Efnahags- bandalagsins á fölskum forsendum. Waldgrave sagði Dani ekki geta sa- mið sérreglur varðandi umhverfismál vegna tillits til hins innri markaðar Efnahagsbandalagsins. Danir halda því þó fram að hann sé á villigötum varðandi túlkun á ákvæðum Efna- hagsbandalagspakkans svokallaða um sérreglur. Islensk sýning opnuð í París Borghfldur Anm Jónsdóttir, DV, París: Ljósmyndasýningin „ísland, síðasta ævintýrið í Evrópu" var opnuð þann 22. september í París að vióstöddum tæpum tvö hundruð gestum. Meðal þeirra voru Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Haraldur Kröyer sendiherra. Staðarvalið fyrir sýninguna er nokkuð sérstakt en hún er sett upp í Salle de Correspondance í Chatelet - Les Halles. Þetta er ein stærsta lestar- stöð Parísarborgar í svonefndri Forumbyggingu þar sem fyrirfinnast verslanir, kvikmyndahús, veitinga- staðir auk margs annars og eiga hvorki meira né minna en tvö til þrjú hundruð þúsund manns leið um þama daglega. Forstöðumaður franska samgöngu- kerfisins, Paul Reverdy, flutti ávarp og einnig Jean Pierre Fourré, formað- ur France - Islande, vináttufélags Frakka og íslendinga. Stendur félagið fyrir sýningunni og þeir sem eiga ljós- myndir á henni eru þrír félagsmenn. Reynt var að skipuleggja sýninguna með það í huga að gefa aðra mynd af landinu en áður hefúr verið gert. Sýn- ingin hefúr vakið heilmikla athygli og fellur líklega mörgum vel í geð því strax á fyrstu mínútunum var einni myndanna stolið. Stendur sýningin til 5. október. Ungverjinn Emo Rubik með nýja töfrateninginn sem var kynntur á mikilli iðn- sýningu i Búdapest fyrir skömmu Ungverjinn Rubik með nýjan undratening Ungveijinn Emo Rubik er ekki að- eins kunnur stærðfræðingur og hönnuður í heimalandi sínu heldur einnig heimsfrægur fyrir undraten- inga er hann markaðssetti fyrir nokkrum árum og selst hafa í milljón- um eintaka um heim allan. Með undrateningi Rubiks gat fólk glímt tímunum saman við að koma innbyggðum teningum í ákveðið litróf. Upphaflega hannaði Rubik töfra- teninginn vinsæla fyrir tíu árum í því skyni að auðvelda nemendum sínum algebrunámið í listaakademíu einni í Búdapest. Nú hefúr Rubik sent frá sér nýja og endurhannaða gerð þrautateninga þar sem fólk getur glímt við að búa til myndrænt samhengi úr samsafni alla vega litra teninga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.