Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. 11 dv _______________ Neytendur Danskur undrakoddi fyrir þreyttar axlir Þverskurður koddans. Koddinn er úr eldvöröum svampi með loftgötum og með fylgir koddaver. Talið er að marmskepnan eyði að minnsta kosti einum þriðja af ævi sinni i rúminu. Það er því mikils um vert að aðbúnaður í rúminu sé sem allra bestur. íslendingar eru nú famir að sofa í góðum rúmum meira en áður tíðkaðist og hinir illræmdu „ferming- arbekkir" sjást nú varla í heimahúsum lengur. Við fréttum af nýrri tegund kodda sem átti að vera algjör undrakoddi. Slíkum upplýsingum ber að taka með varúð og það var með slíku hugarfari sem við ákváðum að prófa þennan kodda. Axlirnar eru „fríar“ Koddinn er úr svampi og í honum er loftrásarkerfi sem tryggir að eðlilegt hitastig helst í koddanum allan ársins hring. Hliðar koddans eru misháar og er hærri hliðin nær hálsinum þannig að axlimar em „frjálsar". Þannig styður koddinn betur við höfuðið en venju- legur koddi hvort sem legið er á baki, maga eða hlið. I stuttu máli stóðst koddinn prófið og reyndist mjög vel. Það em ekki aðeins axlimar sem hafa það betra eftir hálfsmánaðar notkun koddans heldur einnig hálsinn sem virðist hafa hvílst betur á þessum danska kodda. Bay Jacobsen hannaði ekki aðeins koddann heldur einnig dýnu sem mik- ið hefur verið af látið. Hægt er að fá bæði dýnuna og koddann heim til pruíú án nokkurra skuldbindinga um kaup. Svaf aldrei vært eina einustu nótt Bay Jacobsen, sem er danskur mál- arameistari, átti sjálfur við langvar- andi sjúkdóm að stríða. Hann hefur sagt í blaðaviðtali að hann hafi ekki sofið vært eina einustu nótt í fjölda- mörg ár. Þegar hann kom fyrst fram með hugmyndina að heilsudýnunni og koddanum hristi fólk höfuðið og hafði ekki trú á honum. En eiginkona hans og fjölskylda stóð á bak við hann og nú er fyrirtæki Jacobsens orðið að stórfyrirtæki sem framleiðir þessar vörur. Heilsudýnan var útfærð í samvinnu við endurhæfingardeild héraðssjúkra- hússins í Árósum og eigin heimilis- lækni Jacobsens. Dýnan er 3 cm á þykkt og þannig gerð að hún er fyllt af kúlum (ekki eldfimum) sem einangra og nudda vöð- vana. Kúlumar dreyfa þyngd líkam- ans á dýnuna þannig að blóðstreymið verður óhindrað um vöðvana og dreif- ir álagspunktum líkamans. Dýnan hefur einnig þau áhrif að halda lík- amshitanum stöðugum. Hjá fólki, sem er bakveikt og hefur liða-, bak- eða vöðvaverki getur lítils háttar hitatap aukið á verkina. Dýnan dreifir þyngd líkamans vel á undirlagið þannig að svefhinn verður meira afslappaður. Dýnan og koddinn hafa verið á markaði hér á landi í rúmt ár og hefur verið látið mjög vel af þeim. Umboðs- maður Bay Jacobsens hér á landi, Guðmundur Harðarson, sem er með fyrirtækið Aqua Sport, Borgartúni 36, sagði í samtali við DV að sjúkraþjálfar á Akureyri og Húsavík, sem prófað hefðu dýnuna og koddann, lykju miklu lofsorði á þessar vörur og teldu t.d. að koddinn ætti mjög vel við slit í hálsi. Koddinn og dýnan fást hjá Bústoð í Keflavík, Hreiðrinu, Grensásvegi og Vörukaupi, Akureyri. Koddinn kostar 1960 kr. og dýnan 4860 kr. Hvoru- tveggja er hægt að fá lánað heim í 14 daga. -A.BJ. Dýnan er 3 cm þykk og látin ofan á venjulega rúmdýnu. Hvemig tiyggjum við bflinn? Heillaráð Ökutækjatryggingar er samheiti yfir þær tegundir trygginga sem tengjast skráningarskyldum vélknúnum öku- tækjum og notkun þeirra. Þessar tryggingar er ýmist skylt að taka sam- kvæmt lögum eða menn geta ráðið því sjálfir. Samkvæmt umferðarlögum er eiganda vélknúins ökutækis þannig skylt að kaupa ábyrgðartiyggingu vegna ökutækisins. Vátiyggingin nær til sérhverrar skaðabótakröfu á hend- ur eiganda ökutækisins vegna tjóna á mönnum og munum sem skylt er sam- kvæmt umferðarlögum að tryggja gegn. Þessi lögboðna ábyrgðartrygg- ing tekur því ekki til skemmda á ökutækinu eða öðrum eignum trygg- ingartaka. Flestir taka þó samhliða lögboðnu ábyrgðartryggingunni svo- nefhda framrúðutryggingu sem bætir brot á framrúðu bifreiðar vátiygging- artaka. Vilji menn tryggja eigið ökutæki enn frekar geta þeir tekið kaskótryggingu fyrir ökutækið. Sú trygging bætir skemmdir á ökutæki af margvíslegum orsökum svo sem af eldingu, eldsvoða, sprengingu, árekstri, veltu, gijóthruni, snjóflóði og skriðufalli. Einnig bætast skemmd- ir á ökutækinu ef því er stolið eða ef slíkt er reynt ásamt skemmdum vegna foks og ofsaveðurs og vegna flutnings á ökutækinu. Bruna- og ábyrgðartrygging Unnt er að tryggja ökutækið ein- göngu fyrir brunaáhættu. Slík bruna- tiygging bætir skemmdir á ökutækinu vegna eldingar, eldsvoða og spreng- inga sem stafa af eldsvoðanum. Ábyrgðartrygging vegna ökutækisins er ekki eina tryggingin sem umferðar- lögin skylda eiganda þess til að hafa. Samkvæmt umferðarlögunum er skylt að tryggja ökumanninn fyrir slysum hjá Tryggingastofnun ríkisins. Gildir sú trygging fyrir hvem þann ökumann sem stjómar ökutækinu. Iðgjöld vegna þessara tiygginga em innheimt árlega af hinu opinbera ásamt öðrum bif- reiðagjöldum svo sem skoðunargjaldi. Þar sem slysabætur Tryggingastofn- unar ríkisins em fremur lágar bjóða bifreiðatryggingafélögin eigendum ökutækja svonefnda ökumanns- og farþegatryggingu. Trygging þessi, sem yfirleitt er tekin samhliða lögboðnu ábyrgðartrygging- unni, greiðir bætur vegna dauða eða varanlegrar örorku ökumanns og far- þega vegna ökuslyss. Sérstök athygli skal vakin á því að ofangreindar öku- tækjatryggingar tryggingafélaganna gilda yfirleitt ekki vegna aksturs utan Islands. Hyggist menn halda til út- landa með bifreið sína og vilja láta tryggingar gilda vegna aksturs þar, til dæmis kaskótrygginguna, ber að semja um slíkt við tryggingafélagið sérstaklega. I flestum ríkjum heims er í lögum mælt fyrir um skyldu eigenda ökutækis til að hafa ábyrgðartrygg- ingu og þá í samræmi við gildandi skaðabótarétt í hlutaðeigandi ríki. Græna skírteiniö íslendingum, er hyggjast aka bifreið- um sínum, sem skráðar em hér á landi, í útlöndum, er því skylt að kaupa þarlenda ábyrgðartryggingu eða, sem algengast er, að kaupa svon- efrit „grænt vátryggingarskírteini“. Notkun græna skírteinisins byggist á alþjóðlegu samstarfi. Græna skírteinið er staðfesting á því að handhafi þess hafi lögboðna ábyrgðartryggingu fyrir ökutækið í öllum þeim löndum sem skírteinið tiltekur. íslensk bifreiða- tryggingafélög geta haft milligöngu um útvegun slíks skírteinis. -Ró.G. (Fimmta grein um tryggingar sem unnin er úr samantekt Sigmars Armannssonar hjá Sambandi íslenskra tryggingafélaga) Sparaðu vatnið þegar þú sýður grænmetið. Þannig fer minnst af bætiefnum og steinefnum til spillis. ★ í stað þess að hita upp afganga af soðnu grænmeti er hollara að blanda þeim út í hrásalatið. Bætiefnin fara forgörðum við að hita þá upp á ný. ★ Ef frostið hefur farið úr frystum mat er nauðsynlegt að matreiða hrá- efnið áður en það er fryst á nýjan leik. Það skemmir matinn að þiðna og frjósa á víxl. ★ Munið að því þykkara sem kjöt- stykkið er því betur geymist það í frysti. Þykk stykki verða síður fyrir frostskemmdum og ofþornun en 'þau sem þynnri eru. Samkvæmt umferðarlögum er eiganda vélknúins ökutækis skylt að kaupa ábyrgðartryggingu vegna ökutækisins. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fiölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks - Kostnaður í ágúst 1986. Matur og hreinlætisvörur Annað kr. kr. Alls kr. r»ra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.