Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. 13 Hvað er framundan? Flest bendir til þess dð bjart sé framundan í íslensku efhahagslífi. Aðstæður innanlands eru býsna góðar. Vöxtur tekna og framleiðslu verður líklega meiri hér á landi í ár en annars staðar í Evrópu. Aflahorf- ur fyrir næsta ár eru taldar góðar. Viðskiptahalli fer minnkandi og.for- sendur eru til að ná hallalausum utanríkisviðskiptum. Verðbólga er á góðri leið með að verða minni háttar vandamál og betra almennt jafrivægi er í efhahagslífinu en um langt ára- bil. Aðstæður erlendis virðast jafri- framt hagstæðar. Þetta kemur m.a. fram í mikilli efirspum eftir íslensk- um útflutningsvörum og lágu olíu- verði, sem almennt er álitið að haldist lágt áfram. Að öllu þessu samanlögðu virðast skilyrði til að samtímis verði lífskjör betri á næsta ári en nokkru sinni áður og meiri árangur náist í glí- munni við verbólgu og erlenda skuldasöfnun en um langt árabil. Þetta er glæst mynd af næstu fram- tíð, e.t.v. glæstari en hollt er að horfa á. Hún er þó ekki óraunsæ, því skil- yrði til að ná umtalsverðum árangri eru ótvfrætt fyrir hendi. En hvað getur einkum breytt þess- ari mynd? Hvað getur helst farið úrskeiðis? Auðvitað getur margt far- ið öðruvísi en nú er ætlað. Hér verður bent á tvennt sem er á okkar valdi; eftirspumarþensla og kjarasamningar. Einnig geta ytri aðstæður breyst, s.s. gengi Banda- ríkjadollars lækkað. Fyrri upp- gangstímum hefur gjaman fylgt eftirspumarþensla. Má í því sam- bandi benda á tímabilin 1971-1973 og 1977-1978. Þessi ár var uppsvei- flan ekki minni en nú. Undanláts- söm peninga- og ríkisfjármálastjóm (ekki síst neikvæðir raunvextir) skapaði á þessum árum þenslu og í kjölfarið fylgdi áköf verðbólga. Þótt peninga- og ríkisfjármála- stjóm veiti nú meira aðhald að eftiahagslífinu er ávallt álitamál hvort aðhald sé nægilegt til að koma í veg fyrir þenslu. I raun var teflt á tæpasta vað í vetur með víðtækum fjármálaráðstöfunum í tengslum við kjarasamningana sem veiktu ríkis- sjóð. Háir raunvextir hafa hins vegar spomað gegn þensluáhrifum þessara aðgerða. Á næsta ári er brýnt að taka ekki sömu áhættuna og fylgja aðhaldssamri peninga- og ríkisfjár- málastefnu. Um þetta þarf að vera almennur skilningur í þjóðfélaginu. Kjarasamningar Flestir kjarasamningar gilda ein- ungis til næstu áramóta. Þetta veldur vitaskuld óvissu. Eitt mikil- vægasta verkefnið í efnahagsmálum á næstunni er gerð kjarasamninga sem í senn varðveita bestu lífskjör í landinu, fyrr og síðar, og stuðla að því að staðfesta þann mikla árangur sem náðst hefúr í efhahagslífinu. Þetta verkefni er ekki nema að litlu leyti í höndum stjómvalda. Það er að mestum hluta á valdi aðila vinnu- markaðarins. Ljóst er að sá ávinningur, sem góðærið hefur skilað, hefur ekki safhast í digran sjóð heldur hefur hann þegar gengið til að bæta lífs- kjörin og minnka viðskiptahallann. Það er því ekki hægt að skipta KjaUarinn Þórður Friðjónsson efnahagsráðgjafi forsætisráðherra ávinningnum aftur á næsta ári. Ekki þarf að fjölyrða um það að óraun- sæir kjarasamningar leiddu til verðbólgu (eða atvinnuleysis) og vaxandi erlendrar skuldasöfhunar á ný. Gengi Bandaríkjadollars Eftirspumarþensla og kjarasamn- ingar em innlend mál. Það er i okkar eigin höndum hvort eitthvað fer úr- skeiðis í þessum efhum. Þetta gildir að sjálfsögðu ekki um breytingar á ytri aðstæðum, s.s. gengi Banda- ríkjadollars eða olíuverði. Ef eitt- hvað gerist á þessum vettvagni sem hefur slæm áhrif á íslenskt efhahags- líf, þá er auðvitað ekki annað að gera en laga sig sem best að nýjum aðstæðum. Þetta er hér sagt vegna þess að óvenjumikil spenna er í alþjóðaefha- hagsmálum, einkum vegna lang- vinnrar hallastefhu Bandaríkja- stjómar (viðskiptahalli og fjárlagahalli). Samstarf þjóða í efria- hagsmálum er nú í lágmarki. Miklir erfiðleikar em á að samræma pen- inga-, vaxta- og gengismál þjóða og í reynd er hver höndin upp á móti annarri. Enn er auðvelt að sjá fyrir hvaða afleiðingar þetta hefúr. Þótt vonandi komist menn klakklaust i gegnum þetta tímabil - eins og flest- ir sérfræðingar gera ráð fyrir - er síður en svo loku fyrir það skotið að efnahagsástandið í heiminum snarversni. Sem dæmi um afleiðing- ar gæti t.d. gengi Bandaríkjadollars enn lækkað verulega. Þetta hefði óhjákvæmilega í för með sér lakari lífskjör hér á landi. Þau lifskjör, sem menn telja sig hafa í hendi á næsta ári, em því sið- ur en svo trygg. Þetta þarf að hafa í huga þegar horft er fram á veginn. Þótt nú séu býsna góðar aðstæður - og vonandi haldast þær sem lengst - koma aftur erfiðir tímar. Mikil- vægt er að vera sem best búinn undir þá, þannig að minni óþægindi fylgi afturkippnum en venja virðist hér á landi, sbr. árin 1974-1975 og 1982-1984. Þórður Friðjónsson. „Eitt mikilvægasta verkefni í efnahags- málum á næstunni er gerð kjarasamninga sem í senn varðveita bestu lífskjör í landinu, fyrr og síðar, og stuðla að því að staðfesta þann mikla árangur sem náðst hefur 1 efnahagslífmu.“ Stefna stjómenda Sólheima Sólheimar em byggðn- upp og reknir vegna fólksins er þar býr og hefur tilgangur starfsins þar ætíð haft hag þess að leiðarljósi. En sl. eitt til tvö ár virðist tilgangur og starfsgrundvöllur stofiiunarinnar hafa breyst á þann hátt að í stað þess að vera heimili og vinnustaður fólksins, sem þar býr, er það að verða einhvers konar geymslustaður þar sem andlegar og líkamlegar þarfir heimilisfólks em aukaatriði. Breytingamar ná ekki aðeins til heimilismanna heldur einnig til starfsmanna. í viðtali við forstöðu- mann Sólheima, Halldór Júlíusson, í DV þriðjudaginn 26. ágúst sl. segir hann meðal annars: „Nýtt fólk er að koma til starfa og fyrir bragðið þurfa aðrir að víkja.“!! Hvers vegna er svona brýn þörf á að skipta um fólk? Undanfarin tvö ár hefur fólki verið sagt upp störfum eða á einn eða annan hátt verið gert ókleift að vinna á Sólheimum. Fjölda manns hefur verið greiddur uppsagnarfresturinn ef fólkið vildi fara strax. Svo mikið lá á að losna við það. Á sama tíma og þetta er að gerast er, að sögn stjómenda, ekki mögu- legt að greiða starfsfólki laun fyrir þá vinnu er það hefur þegar innt af hendi, svo sem yfirvinnu. Vitað er að Sólheimar em mjög langt á eftir sambærilegum stofnunum hvað launakjör áhrærir og vinnutími og aðstaða fyrir starfsfólk þannig að fá dæmi em um slíkt. Afleiðing verður sú að tilfærslur em miklar á starfs- fólki innan stoíhunarinnar og verða þær allar á kostnað umönnunar heimilisfólksins. Mannaráðningar Og hver er steíha stjómenda við mannaráðningar? Jú, heppilegast þykir að ráða þangað útlendinga er lítið skilja íslensku, hvað þá tala KjaUaiinn Jón Haukur Bjarnason ráðsmaður hana, og em ráðnir nánast í launa- lausa vinnu. Einnig er ráðið fólk sem ílengist ekki í starfi og er farið eftir 3-4 mánuði og hefur þar af leiðandi engin afskipti af mótun þeirrar starf- semi er þar fer fram. Er þetta heimilisfólki til góðs? Og um hvað snýst stjómunarstefnan á Sólheim- um? Jú, því er fljótsvarað: Auglýs- ingar og skrum, sníkjur og sýndarmennsku á öllum sviðum. Er það til dæmis eðlilegt að þegar þarf að kaupa skó á fólkið og það borið upp þá sé svarið: „Þekkjum við ein- hvem sem getur gefið okkur þá?“ Er það eðlilegt að félagasamtök, er hafa 38 félaga og hafa engan annan tekjustofn en félagsgjöldin og hluta- veltu, séu beðin um að gefa húsgögn í heila stofu á Sólheimum? Getur það talist eðlilegt að forstöðumaður svona staðar berjist gegn öllum kjarabótum starfsfólki sínu til handa er kjarasamningar em til umræðu? Getur það talist eðlilegt að fjöldi fyrirtækja, er Sólheimar hafa haft viðskipti við um lengri eða skemmri tíma, loki reikningum sínum og beita þurfi brögðum til að fá vörur svo dagleg starfsemi geti haldist? Em það eðlileg viðbrögð stjómenda við beiðni starfsmanneskju, er einni er ætlað að sjá um 8 einstaklinga sam- fellt í sex sólarhringa, og þar af einn mann sem vegna fötlunar má ekki skilja eftir eflirlitslausan, að neita beiðni hennar um hjólastól fyrir hann á þeirri forsendu að Sólheimar séu ekki byggðir upp fyrir hjóla- stólafólk? Er það eðlilegt, þegar starfsmaður þarf að leita læknis og biður um leyfi til þeirra hluta, að forstöðumaðurinn taki sér það vald að ákveða hvort starfsmaðurinn sé það veikur að þörf sé að leita læknis? Starfsfólkið óttast forstöðu- manninn Á Sólheimum vinna um 30 manns og meirihluti þess hóps óttast for- stöðumanninn. Hvemig er hægt að ætlast til þess að hlutimir gangi eðlilega fyrir sig við slíkar aðstæð- ur. Ótti fólks stafar af framkomu forstöðumannsins sem einkennist af hroka og yfirgangi og ófélagslegum samskiptum við starfsmenn. Einn þeirra, er í byrjun starfs hafði virðingu starfsfólks sem fagmaður og manneskja, er aðstoðarforstöðu- maðurinn, en hann er ekki orðinn svipur hjá sjón vegna yfirgangs for- stöðumannsins. Getur það verið rétt að Lands- banki íslands hafi boðið fram þjónustu sína endurgjaldslaust við innheimtu á fé vegna íslandsgöngu Reynis Péturs en því hafi verið hafii- að af stjómendum heimilisins? Varðandi bílastyrk forstöðu- mannsins svarar hann því til í DV 26/81986, er hann er spurður um það mál, „að hann aki svo mikið". Getur hann þá ekki upplýst hvað hann ók mikið á tímabilinu frá 13/12 1985 - 01/05 1986 og hverjar greiðslur vom í bílastyrk fyrir það tímabil? Eitt af markmiðum flestra sam- bærilegra stofriana er að kenna heimilisfólki um gildi peninga og notkun þeirra. Viðhorf forstöðu- manns Sólheima til þessa markmiðs er þetta: Sólheimar em heimili fyrir vangefha og hér em vistmenn yfir- leitt ekki færir um að eyða peningum sínum sjálfir. Þess vegna setjum við þetta í sjóð og greiðum það sem greiða þarf, rútuferðir og annað. Seinna í sama viðtali segir hann að vemlegur árangur hafi náðst í meðferðarstarfi á Sólheimum. Allir sem með þroskaheftum starfa sjá að viðhorf forstöðumanns gagnvart peningaþjálfún vistmanna flokkast ekki undir ábyrgt meðferðarstarf. Forstöðumaðurinn sagði í marg- nefndri grein að hann væri ekki með neitt ofríki á Sólheimum. Undir hvað flokkast þá sú fyrirskipun hans að sækja þyrfti um leyfi til sín ef starfs- fólk ætti von á gestum? Undir þetta flokkaðist allt starfsfólk jafnvel þó það byggi í sérstökum starfsmanna- íbúðum. Undir hvað flokkast það að rífa upp einkabréf fólks að því fjar- stöddu? Á Sólheimum em 40 vistmenn og þar em 27,5 stöðugildi, þar af tveir þroskaþjálfar, annar í 80% stöðu en hinn er aðstoðarforstöðumaður. Til samanburðar má geta þess að á Skálatúni em 58 vistmenn en þar em 53,4 stöðugildi og þar af 14 þroskaþjálfar. Er mismunurinn ekki meiri en eðlilegt má teljast? Jón Haukur Bjamason. „Og hver er stefna stjórnenda við manna- ráðningar? Jú, heppilegast þykir að ráða þangað útlendinga er lítið skilja íslensku, hvað þá tala hana, og eru ráðnir nánast í launalausa vinnu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.