Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. Iþróttir „Höfum leik- ið þokkalega ik -segir Atkinson, stjóri Utd „Það gæti hljómað imdarlega en að mínum dómi höfum við leikið þokkalega það sem af er keppnis- tímabilinu. Það var kannski í einum leik sem við lékum beinlínis illa,“ sagði Ron Atkinson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, í sjónvarpsviðtali í Englandi á sunnudagskvöldið. Það er farið að hitna mjög undir Atkinson og þyk- ir árangur liðsins það sem af er, að áliti stuðningsmanna þess, jaðra við hneyksli. Liðið er skipað mörgum af bestu leikmönnum Englands og er í næstneðsta sæti í deildakeppninni með 4 stig eftir sjö umferðir. „Við munum berjast áfram og ég er ákveðinn í því að snúa þess- ari þróun við. Satt best að segja langar mig til að láta marga éta þau stóru orð, sem hafa verið höfð um mig, ofan í sig,“ sagði Atkin- son. -SMJ HG til Islands? Framarar eru nú í vinna í því að fa danska handknattleiksliðið HG/Glad- saxe í heimsókn til Island upp úr miðjum október. Félagið kemur þá til með að leika hér nokkra leiki. Hér á árum áður var það árviss viðburður að dönsk lið heimsóttu ísland. Þjálfari Framliðsins, Per Skárup, lék með HG/Gladsaxe sl. vetur. Hann hef- ur rætt við forráðamenn félagsins sem hafa sýnt áhuga að koma hingað til lands. -SOS Piontek vill fá Molby í læknisskoðun Sepp Piontek, landsliðsþjálfari Danmerkur, var afar óhress þegar Jan Mölby, sem leikur með Li- verpool, kom ekki til Kaupmanna- hafnar fyrir leik Dana og V-Þjóðverja. Sagt var að Mölby ætti við meiðsli að stríða í ökkla. Piontek hafði strax samband við Liverpool og óskaði eftir því að Mölby kæmi til Kaupmarmahafh- ar í læknisskoðun. -SOS Simonsen kveður Allan Simonsen leikur síðasta landsleik sinn fyrir Danmörku í Kaupmannahöfii í kvöld. Þá mæt> ast Danir og V-Þjóðveijar þar í vináttulandsleik. Simonsen, sem er 33 ára, hefur leikið 14 ár í lands- liðmu, eða síðan hann klæddist fyrst landsliðspeysunni og skoraði tvö mörk gegn íslendingum á LaugardalsveUinum 1972. -SOS Kassler rekinn George Kassler, þjálfari Köln, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir aðeins sjö mánaða dvöl hjá félaginu. Köln hefur aðeins þijú stig í v-þýsku Bundesligunni. Kessler, sem er 53 ára, gerðist þjálfari hjá Köln í febrúar. Hann keypti fimm nýja leikmenn til Köln fyrir þetta keppnistímabil, þar á meðal Danann Morten Olsen og Englendinginn Tony Woodcock. -sos Dómarar fa kostaboð „Við erum auðvitað mjög ánægðir með þessa þróun og nú er bara að standa sig,“ sagði Rögnvald Erlings- son handknattleiksdómari þegar við slógum á þráðinn til hans í gær. Hann, ásamt Gunnari Kjartanssyni, hefúr fengið boð um að dæma leiki erlendis á næstunni. Fyrsta verkefiiið er Evrópuleikur norsku og dönsku meistaranna í kvennaflokki en sá leikur fer fram í Noregi á sunnudaginn. Ekki fá þeir félagar langa hvíld eftir heimkomuna þaðan því um næstu mánaðamót halda þeir til Spánar og dæma þar leiki á heimsmeistaramóti kvennaliða. Rúsínan í pylsuendanum Rúsínan í pylsuendanum er svo boð sem þeir Rögnvaldur og Gunnar fengu frá danska handknattleikssamband- inu og munu þeir dæma landsleik Dana og Norðmanna sem fram fer í janúar á næsta ári. Mjög langt er síð- an íslenskir dómarar hafa fengið svo viðamikil verkefni og þakka menn þetta mjög miklum og góðum störfúm Kjartans Steinbacks hjá Handknatt- leikssambandi Islands en hann hefur unnið mjög ötullega að dómaramálum að undanfömu. -SK Ami fotbrotnaði - mikil vandræði hjá KR í handboltanum kvöld. Líklegt er að 2. flokks markvörður verði settur i markið en sá er að stíga upp úr árs meiðslum. „Þetta er mikið áfall og við erum alveg markmannslausir sem stendur,“ sagði Ölafur Jónsson, þjálfari KR-inga i handknattleik, í samtali við DV i gær. Sem kunnugt er meiddist Gísli Felix markvörður illa fyrir nokkru og í fyrradag fótbrotnaði Ami Harðarson sem staðið hefur i marki vesturbæjar- liðsins það sem af er Reykjavíkurmót- inu í handknattleik. Þetta er mikið áfall fyrir KR-inga sem eiga að leika til úrslita í Reykja- víkurmótinu gegn Val á fimmtudags- Gísli Felix að ná sér Gísli Felix Bjamason sagði í samtali við DV í gær að hann væri allur að koma til en hann ætti þó nokkuð í land ennþá. „Ég reyni að vera klár í slaginn fyrir fyrsta leikinn í íslands- mótinu," sagði Gísli Felix. -SK. Ekkert mark í Noregi Noregur og Austur-Þýskaland skildu jöfn í landsleik þjóðanna, skip- uðum leikmönnum 21 árs og yngri. Ekkert mark var skorað í leiknum sem fram fór í Hamar í Noregi. Áhorfendur vom 722.1 gærkvöldi léku einnig Sví- þjóð og Sovétríkin og ekkert mark var heldur skorað þar. Áhorfendur vom 1462. -SK. Noregur mætir A-Þýskalandi Norðmenn leika án fyrirliða síns, Hall- var Thoresen, þegar þeir mæta A-Þjóðverj- um í Evrópukeppni landsliðs í Osló í kvöld. Thoresen, sem leikur með Eind- hoven í Hollandi, er meiddur. Norðmenn og A-Þjóðverjar íeika í sama riðli í EM og íslendingar, Rússar og Frakkar. A-Þjóðverjar hafa leikið sex landsleiki í röð án þess að skora mark. Norðmenn eru bjartsýnir á sigur. Tor Roste Fossen, landsliðsþjálfari Norðmanna, segir að Andreas Thom hjá Dynamo Berlín sé hættulegasti leikmaður A-Þjóðverja og hann reiknar með að þeir leiki 4-4-2 gegn Norðmönnum. -sos •Asgeir Sigurvinsson sést hér í landsleiknum gegn Frökkum á Laugardalsvell „Island fagnar hínum litla Beckenbauer íi - Sigi Held og úrslitin gegn Frökkum vekja mikla athygii í Þýskalandi tungumál og íslendingar hafa ferð- ast mjög mikið." Affi Himaissan, DV, Þýskalandi; „Morguninn eftir landsleik Islands og Frakklands flaug Held til Lúxem- borgar frá Reykjavík. Hann var samferða Atla Eðvaldssyni, fyrirliða íslenska landsliðsins, og hélt frá Lúxemborg til heimabæjar síns, Dortmund. Þegar Held kom til Þýskalands var hann mjög hissa á þeirri miklu umfjöllun sero lands- leikur íslands og Frakklands fékk í þýsku blöðunum.“ í nýjasta hefti þýska íþróttablaðs- ins Kicker er grein um Sigfried Held, landsliðsþjálfara íslands, í knatt- spymu og framansagt er úr um- ræddri grein sem þar birtist. Áfram úr Kicker: varð frægur á ný og komst í sviðsljó- sið á einni nóttu eftir frábæra frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Evrópumeisturum Frakklands. Eftir leikinn tók hann sér vikufrí og heimsótti fjölskyldu sína í Dort- mund. Þegar hann kom þangað stoppaði ekki síminn. Dagblöðin á íslandi vildu fá að vita allt um Held og líf hans og á íslandi var hann kynntur sem maður vikunnar." „Frægur á einni nótlu“ „Eftir tvö ár sem atvinnulaus þjálf- ari tók Sigi Held, sem lék 41 lands- leik fyrir Vestur-Þýskaland, við íslenska landsliðinu í febrúar. Hann „Aldrei komið fyrir áður“ I greininni í Kicker er haft eftir Held: „Svona árangri gegn gífurlega sterkum andstæðingum hefur ís- lenska landsliðið aldrei náð áður. Ég kunni strax vel við mig þegar ég kom til íslands. Ég hef orðið var við að margir Þjóðverjar álíta íslend- inga algera frumbyggja en það eru þeir alls ekki. íslendingar eru mjög opinskáir og opnir fyrir öllu sem er að gerast í kringum þá í heiminum. Næstum allir íbúar Islands tala tvö „Lambakjöt og lax“ Sigi Held heldur áfram og segir: „Lambakjöt og lax er orðið uppá- haldsmatur hjá mér. Það fæst hvergi nýrri og betri fiskur en í Reykja- vík,“ segir Held og greinilegt er að hann er mjög ánægður með veru sína á íslandi. í sumar dvaldist kona hans f sjö vikur hjá honum á íslandi en hún dvelur nú í Þýskalandi. spurð að því í greininni í Kicker hvort hún hafi aldrei getað hugsað sér að flytjast með manni sínum til íslands. „Númeri minni en Becken- bauer“ Vera Sigi Held á íslandi hefur vak- ið mikla athygli í Þýskalandi og kona hans, Christel, hefur oft orðið að svara spumingum fjölmiðla varð- andi eiginmann sinn og starf hans á íslandi. Hún svarar jafnan á þessa leið: „Það má líkja starfi Sigi Held á íslandi við starf Franz Becken- bauer hér í Þýskalandi. Held er bara Christel er emu numen mmm. „Veðrið ekki nægilega gott“ Christel er mikill sóldýrkandi og svarar spumingunni á þessa leið: „Ef veðrið væri betra á íslandi gæti ég vel hugsað mér að setjast að þar.“ Sigi Held sér verkefiii sitt í öðm ljósi og segir rólegur eins og hans er von og vísa: „Ef vel er spilað og góður árangur næst á knattspymuvellin- um em íslendingar líka hæstánægð- ir með lífið.“ í umræddri grein í Kicker er sagt að næsta stórverkefiii íslenska landsliðsins og Sigi Held sé viður- eignin við Sovétríkin á miðvikudag og blaðið veltir því fyrir sér hvort önnur óvænt úrslit muni líta dagsins ljós. Það er greinilegt að Þjóðverjar bíða með álíka óþreyju eftir úrslit- unum í þeim leik og íslendingar. -SK r I I I I I I I I i I I I i I I I I I I I « c sl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.