Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. > j* NORRÆNIR VERKEFNASTYRKIR TIL ÆSKULÝÐSIVIÁLA Norræna æskulýðsnefndin hefur ákveðið að veita tak- markaða styrki til svæðisbundins og staðbundins samstarfs meðal æskufólks á Norðurlöndum. Styrkir verða veittir til: - Staðbundinna æskulýðsverkefna. - Samstarfs á ákveðnu svæði, einkum á vestursvæð- inu (ísland, Færeyjar og Grænland) og á Norður- kollusvæðinu (Nordkalotten). - Æskulýðsstarfsemi sem ekki hefur getað notið þeirra styrkja sem boðnir hafa verið til þessa af norrænu nefndinni. Æskulýðsfélög eða hópar í einstökum bæjar- eða sveitarfélögum, sem hafa hug á norrænu samstarfi, geta sótt um styrkina. Umsóknum skal fylgja stutt lýsing á samstarfinu ásamt fjárhagsáætlun um verk- efnið. Einnig skal tekið fram hvort samstarfið er styrkt af öðrum aðilum. Engin sérstök umsóknareyðublöð eru um styrki þessa. Umsóknarfrestur um styrkina rennur út 30.9.86 og skulu umsóknir sendar beint til: Nordisk Ungdomskomité, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbede, Snaregade 10, 1205 Köbenhavn K, Danmark. getrmína- VINNINGAR! 5. LEIKVIKA - 20. SEPT. 1986 VINNINGSRÖÐ: x 2 x-212-x11-211 1. VIMGUR: 11 RÉTTIR, kr. 83.580,- 10733 45854(2/11,6/10) 102185(6/10)+ 128904(6/10) 12697(1/10)+ 99596(6/10) 128157(6/10) 200297(12/10) 2. VINNINGUR: 10 RÉTTIR, kr. 2.286,- 157 7619 14428 44524 56677 10127 130157 722 8302 15325 45112 56796 100689 130190 + 985 8741 16151 + 46601 57006 125631 + 201252 1031 9308 + 16318 47055 57198 125664+ 207191 1322 9634 40408 47599 57426 125667+ 207194 1720 9670 40519 51532 57491+ 126422 542518 1721 10890 + 41289 51793 58603 127413 + 1853 11238 41457 52498 58412 127881 + Úr4. viku: 3268 11765 41487 54094 58633 128016 10874 3395 + 11766 42533 + 54664 59096 128329 45523 4268 12194 42546 + 55251 60429 + 128615 55858 4438 12986 43061 55470 95309 128896 7549 14352 44030 56638 98036 129007 = 2/10 íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík Kænrfrestur er til mánudags 13. október 1386 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar Kærueyöubloð fást hjá umboösmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests. Nauðungaruppboð á fasteigninni Holtsgötu 22, þingl. eigandi Finnur Egilsson og Guðbjörg Einarsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 26. sept. 86 kl. 11.15. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. ______________________Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Við glaðlegt fíóluspil Af þeirri æsku þarf víst ekki að hafia þungar áhyggjur og sér í lagi ef þeir virðast geta stað- ið á sannfæringu sinni. Jón Þór Gíslason heitir einn þess- ara ekki allt of algengu listamanna og heldur fyrstu einkasýningu sína í Gallerí Gangskör um þessar mund- ir. A sýningunni eru 18 málverk, flest lítil, máluð í þeim settlega, heiðríka stíl, sem raunsæismerm af Parísar- skólanum (Chagall, Modigliani o.fl.) tileinkuðu sér. Litatónar eru hvergi hvellir eða ágengir, heldur samstillt- ir á lágu nótimum, myndveröldin er blátt álram og viðfelldin. Allt helst þetta í hendur við lífssýn Jóns Þórs, sem er rómantíker af gamla skólanum, þótt ungur sé. Hann sér fortíðina í hillingum og reynir að framlengja hana í mál- verkum sínum, sjá myndir hans sem gerast i gömlu Reykjavík ( og hefðu getað rétt slagsíðuna á Reykjavíkur- sýningunni, en það er önnur saga). Ástin er Jóni Þór mikil upphafn- ing, fólk er bókstaflega í sjöunda himni yfir henni, og ástinni fylgir einnegin glaðlegt fíóluspil, svona eins og í gömlu Hollívúddmyndun- um. Allt er þetta gott og blessað. En Jón Þór hefði að ósekju mátt reyna örlítið meir á sköpunargáfur sínar. Sumar uppstillingar hans á fólki eru statistalegar og einhæfar, ekki nógu metnaðarfullar. Myndveröldin er einnig helst til „kósí“ fyrir minn smekk. En Jón Þór er snjall og natinn verkmaður og allar leiðir standa honum opnar. -ai Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar æskunnar í Menntaskólanum við Hamrahlíð 21. sept- ember. Stjörnandi: Mark Reedman. Einteikar: Gerður Gunnarsdóttir. Efnisskrá: Richard Wagner: Siegfrieds Rheinfahrt; Joseph Haydn: Rðlukonsert i C-dúr; Dmitri Schostakowitsch: Sinfónía nr. 5, op. 47. Ekki eru.nema þrjár vikur síðan Sinfóníuhljómsveit æskunnar lék síðast viðamikla tónleika, þá bætt við liðsauka frá höfuðborgum ann- arra Norðurlanda, sem hér var á tónlistarmóti. Það er þvi með ólfk- indum að hún skuli í stakk búin að leika tónleika með svo vandléikinni og erfiðri efnisskrá sem var á þessum tónleikum og það sem meira var, ungmennin réðu vel við verkefni sitt og gott betur en það. Morgunleikfimi hornleikarans og fleira gott Rínarsigling Sigurðar, úr Ragna- rökum Wagners, var það fyrsta sem þau glímdu við. Homsólóin fræga úr henni er stundum nefhd „Morg- unleikfimi homleikarans" - nokkuð sem alla homleikara dreymir um að fá að spila einhvem tíma í ópemnni og óttast í aðra röndina að fá ekki staðist kröfumar miklu þegar að því kemur. Það er því ekki ónýtt að fá að spreyta sig á svona löguðu í æsku og komast bara þokkalega í gegn. Og ekki er homsólóin svo sem ein á báti, þó hún sé kannski það sem al- menningur þekkir helst úr þessum þykka og flókna vef sem Wagner vefur. En frammistaða homsins var eins konar samnefhari fyrir alla hljóðfærahópa í glímunni við Wagn- er. Svo snem menn sér að Papa Haydn. Gerður Gunnarsdóttir lék Gerður Gunnarsdóttir fiðluleikari. Tónlist Eyjólfur Melsted einleikinn af miklum næmleik - fín- gerður leikur sem bjó samt yfir miklum krafti. Hér léku aðeins strengimir að baki í lítilli sveit og sýndu það besta sem upp á var boð- ið á þessum tónleikum. Til að þvo af sér stimpilinn Það hefði víst einhvem tíma þótt saga til næsta bæjar að sinfóníu- hljómsveit fullskipuð æskufólki svo til eingöngu legði til atlögu við fimmtu Schostakowitsch. Að hún kæmist mjög þokkalega í gegnum hana (og það án þess að tekið sé til- íit til aldurs flytjendanna sérstak- lega) hefði víst þótt enn Ijarstæðara. Síst grunar þá sem ekki þekkja til að þessi magnaða sinfónía hafi verið samin sem hrem og bein vamarræða til að fría sig af stimpli „kúltúrbolsé- vismans" sem klint var á Sehos- takowitsch seint í janúar fyrir fimmtíu árum. Og þannig var þessi sinfónía samin, eins og skáldið sjálft sagði: sem „hagnýtt, skapandi and- svar sovésks listamanns við rétt- mætri ádrepu". En það var út af óperunni Lady Macbeth úr Mtsenskhverfi, sem byggð var á sögu Leskovs, að öll lætin urðu, og ekki var það í eina skiptið sem reynt var að klekkja á Schostakowitsch. Og svo stakk hann fullsaminni Fjórðu sinfóníunni undir stól og dreif sig að semja þá fimmtu. En hver sem hinn pólitíski bakgrunnur er þá hef- ur sú fimmta náð vinsældum, jafht austan tjalds sem vestan. Mest var þó um vert að tónhstaræska okkar spreytti sig á erfiðu vifangsefni með harla góðum árangri. Af þeirri æsku þarf víst ekki að hafa þungar áhyggj- ur. EM Stundum gleður það hjarta harðn- aðs gagnrýnanda að rekast á unga listamenn sem synda á móti straumnum og kæra sig kollótta um ríkjandi tískur í myndlist, einkum Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Jón Þór Gíslason - Sírius. (Tileinkuð Þórbergi Þórðarsyni og elskunni hans).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.