Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Side 26
26 Andlát Stefanía Ástrós Sigurðardóttir lést 22. september. Hún fæddist 9. september 1909 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- urður Bjömsson trésmiður og Sigríð- ur Ámadóttir kona hans. Stefanía var gift Jóni Rögnvaldssyni blikk- smið. Hann lést 29. apríl 1980. Stefanía átti 4 uppkomin böm. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskap- ellu í dag kl. 13.30. Kristín Halldórsdóttir lést 13. sept- ember. Hún fæddist í Reykjavík 23. mars 1955. Hún var dóttir hjónanna Halldórs Geirs Halldórssonar og Guðrúnar Thorlacius. Kristín út- skrifaðist sem stúdent úr öldunga- deild MH sl. vor. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Friðgeir Guðjónsson vömbílstjóri lést 14. september. Hann fæddist á Víðiborði á Mýrum, Austur-Skafta- fellssýslu, 31. október 1918. Foreldrar hans vom Pálína Jónsdóttir og Guð- jón Gíslason. Friðgeir hóf vömbíla- akstur frá vömbílastöðinni Þrótti árið 1947 og þá vinnu stundaði hann til hinsta dags að undanskildum nokkrum árum sem hann ók strætis- vögnum Kópavogs. Eftirlifandi eiginkona hans er Ölöf Sigurbjöms- dóttir. Þau hjón áttu 8 böm en 7 þeirra em á lífi. Útför Friðgeirs verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Pétur Daníelsson frá Þómkoti, sem lést í Landspítalanum 20. september, verður jarðsunginn frá Víðidals- tungukirkju laugardaginn 27. sept- ember kl. 15. Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju fimmtudag- inn 25. september kl. 13.30. Útför Ragnhildar K. Þorvarðs- dóttur, Langholtsvegi 20, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. september kl. 13.30. Valur Einarsson verður jarðsung- inn frá ísafjarðarkirkju laugardag- inn 27. september kl. 14. MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. Útvarp - sjónvaip María Ólafsdóttir bankastarfsmaður: Ágætur þáttur og fræðandi í gærkvöldi horfði ég á þáttinn um Kólumbíu og þótti mér hann ágætur og fræðandi. En ég sá ekki nema byijunina á nýja framhaldsþættin- um „Vitni deyr“, og fannst mér það sem ég sá fremur langdregið. Uppá- haldsþátturinn minn í sjónvarpinu er Fyrirmyndarfaðir. Armars ræðst það frekar af tilviljunum hvað ég horfi á. Það fer bara eftir tíma og áhuga hverju sinni. Á mánudags- kvöldið horfði ég til dæmis á Sinfón- íuhljómsveit fslands og hafði mjög gaman af því. En ég verð að segja að mér hefur þótt sjónvarpsdagskrá- in heldur léleg í sumar. Ég hlusta mjög lítið á útvarpið á virkum dögum. En oftast á rás 2 á föstudagskvöldum. Reyndar kveiki ég alltaf á útvarpinu á morgnana og hef þá annaðhvort rás 1 eða Bylgjuna á. Ég er nýfarin að prófa að hlusta á Bylgjuna á morgnana og líkar bara vel. Þetta er létt og skemmtilegt efhi sem ágætt er að byija daginn með og ágætis tilbreyt- ing frá rás 1 þó að hún standi reyndar alveg fyrir sinu. Hafskipsmálið til ríkissaksóknara Þór Erling Jónsson verktaki lést 16. september. Hann fæddist í Reykjavík 17. janúar 1939. Foreldrar hans voru Inga K. Þorsteinsdóttir og Jón H. Kristjánsson. Þór Erling vann lengst af sem verktaki á stór- Reykjavíkursvæðinu en síðustu árin hjá Hreiðari Svavarssyni, veitinga- manni í Smiðjukaffi og Y. Eftirlif- andi eiginkona hans er Guðný Sverrisdóttir. Þau hjónin eignuðust sex böm en einnig ól hann upp dótt- ur Guðnýjar. Útför hans verður gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 15. Hólmfríður Guðjónsdóttir, áður til heimilis í Breiðagerði 8, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 26. september. Halldór Siguijón Sveinsson skip- stjóri, Skógargerði 9, Reykjavík, andaðist 21. september. Sigríður Elín Tómasdóttir frá Stykkishólmi andaðist í Landspítal- anum 17. sept. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju 25. sept. kl. 10.30. Útför Jóns Jónssonar frá Drangs- nesi, Nesvegi 52, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. september kl. 15. Útför Ingólfs Sigurlaugssonar, Langholtsvegi 14, Reykjavík, fer fram föstudaginn 26. september kl. 15 frá Áskirkju. Ýmislegt UNM-tónleikar í dag, miðvikudaginn 24. september, kl. 21 verða haldnir í Norræna húsinu tón- leikar á vegum UNM á fslandi (Ung Nordisk Musik). Þeir eru haldnir til kynn-' ingar og ijáröflunar fyrir þátttöku íslands í árlegri tónlistarhátíð norræns æskufólks sem verður haldin að þessu sinni í Árósum dagana 4.-12. október næstkomandi. Áætl- að er að 13 manna hópur ungra hljóð- færaleikara og tónskálda sæki hátíðina af fslands hálfu og flutt verða átta íslensk tónverk. Á efnisskrá tónleikanna í Norræna hús- inu verða fjögur þessara verka. Frumflutt verður „Tríó“ eftir Hauk Tómasson. Flytj- endur eru Gerður Guðmundsdóttir á fiðlu, Bryndís Björgvinsdóttir á selló og Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó. Anna Guðný mun einnig leika undir víólu Helgu Þórarinsdóttur í „Dimmu" Kjartans 01- afssonar en geta má þess að þetta verk hreppti verðlaun í tónsmíðasamkeppni Ríkisútvarpsins á síðasta ári. Eftir Misti Þorkelsdóttur verður flutt „Danslag" en það heyrðist nú í fyrsta sinn í útfærslu fyrir sópranrödd. Það er Jóhanna Linnet sem syngur við gítarundirleik Páls Eyj- ólfssonar. Fjórða verkið á efnisskránni er raftónverk eftir Helga Pétursson og ber það titilinn „Trans I-H“. Fyrirlestur á vegum Rann- sóknarstpfu Háskóla Islands í lífeðlisfræði Fimmtudaginn 25. september kl. 16 mun dr. G. Edgar Folk, prófessor í lífeðlisfræði við háskólann í Iowa í Bandaríkjunum, halda fyrirlestur er nefnist: Notkun senditækja við lifeðlisfræðilegar rann- sóknir. Fyrirlesturinn verður haldinn að Grensásvegi 12, 2. hæð, og er öllum opinn. Hann verður fluttur á ensku. í fyrirlestrin- um mun verða fjallað um þá tækni sem gerir það kleift að fá lífeðlisfræðilegar upplýsingar frá dýrum sem lifa frjáls í náttúrunni. Litlum sendum er annaðhvort komið fyrir inni í dýrinu eða utan á því. Þetta gefur meiri upplýsingar en hægt hefur verið að fá með sendum sem einung- is rekja slóð dýranna. Prófessor Folk mun í fyrirlestrinum sýna.og segja frá notkun sendis sem hann kallar „Iowa sendi". Hann mælir hjartsláttartfðni og líkams- hitastig og tekur hjartalínurit. Tækni sem þessa er einnig hægt að nota til að taka heilalínurit og mæla blóðþrýsting og blóð- flæði. Þá má nefha að þó aðeins sé mæld hjartsláttartíðni er hægt að fá með því mikilvægar upplýsingar um virkni dýra og efnaskiptahraða, vegna þess að slag- magn hjartans breytist lítið við eðlilega virkni heilbrigðra dýra. Prófessor Folk mun sýna notkun á „íowa sendi“ og segja frá mælingum sínum á líkamshitastigi stórra dýra í dvala. Fyrirlestur f dag, miðvikudag 24. september, mun dr. Viðar Guðmundsson eðlisfræðingur flytja fyrirlestur um rannsóknir sínar og félaga sinna á Max Planck stofnuninni í Stutt- gart. Viðar er fræðilegur eðlisfræðingur og starfar í rannsóknahóp, sem prófessor von Klitzing stýrir. Klitzing hlaut nóbels- verðlaunin í eðlisfræði 1985 fyrir upp- götvun sína á skömmtuðum Hall-hrifum. Hópurinn fæst mest við rannsóknir á Ga- As hálfleiðurum í segulsviði. Gallíum arseníið er í vaxandi mæli notað í rafeind- arásir í stað kísils. Fyrirlesturinn er opinn almenningi og verður í stofu 157 í VR-2 byggingu verkfræðideildar Háskólans við Hjarðarhaga kl. 16.15. Viðar nefnir erindið Ástandaþéttleika tvívíðra rafeinda- kerfa í sterku segulsviði. Fyrirlesturinn er flutur á vegum Eðlisfræðifélags fslands og eðlisfræðistofu Raunvisindastofnunar Háskólans. Afmæli 80 ára er í dag, miðvikudaginn 24. september, frú María Pálsdóttir frá Höfða í Grunnavíkurhreppi, Stýri- mannastíg 13 hér í bænum. Hún ætlar að taka á móti gestum í Veit- ingahöllinni, í Húsi verslunarinnar við Kringlumýrarbraut, eftir kl. 20 í kvöld. 60 ára er í dag, miðvikudaginn 24. september, Björn Haraldsson bankafulltrúi, Hverfisgötu 28 hér í bænum. Hann er að heiman. Rannsókn rannsóknarlögreglunnar á Hafskipsmálinu er lokið og verða niðurstöður rannsóknarinnar sendar til ríkissaksóknara í dag. Þórir Oddsson, settur rannsóknar- lögreglustjóri, vildi ekkert tjá sig um niðurstöður rannsóknarinnar í morg- Einn maður var handtekinn af fíkni- efnalögreglunni síðdegis í gær í tengslum við rannsókn lögreglunnar á amfetamínmálinu sem kom upp ný- lega. Einnig náði lögreglan meira magni af amfetamíninu í tengslum við handtökuna en ekki fékkst uppgefið hve mikið það magn var. Er mál þetta un, sagði að hugsanlega myndi ríkis- saksóknari óska eftir framhaldsrann- sókn á einstökum þáttum málsins. Rannsókn þessa máls er ein um- fangsmesta sem RLR hefur staðið að á síðustu árum og fá mál hafa vakið jafrimikla athygli. -FRI kom fyrst upp var lagt hald á 135 grömm af fíkniefiiinu. Að sögn Amars Jenssonar, yfir- manns fíkniefnalögreglunnar, var maðurinn, sem handtekinn var í gær, tekinn ásamt tveimur öðrum er málið kom fyrst upp en sleppt fljótlega. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi. -FRI HM í Miami: IVö íslensk pör í und- anúrslitum heims- meistarakeppninnar Tvö islensk pör náðu sæti í und- anúrslitum heimsmeistarakeppn- innar í tvímenningi í Miami. Þórarinn Sigþórsson og Þorlákur Jónsson náðu þessum áfanga létti- Bridge Stefán Guðjohnsen lega, en hitt parið varð óvænt Jón Baldursson og Sigurður Sverris- son. Jón og Sigurður náðu risaskor í síðustu umferð fjórðungsúrsli- tanna og hækkuðu um heil áttatíu sæti, eða úr 219. sæti í 139. Guðmundur Hermannson og Bjöm Eysteinsson fengu hins veg- ar lakari skor í síðustu umferðinni og náðu ekki í undanúrslitin. Samkvæmt reglum mótsins kom- ast 40 pör úr undanúrslitakeppn- inni í úrslit, en 168 taka þátt, en að auki komast átta pör úr sárabó- takeppni, sem fer fram samtímis milli þeirra, sem ekki komust í undanúrslit. Öm Amþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson em meðal keppenda í þeim flokki. Bandaríkjamennimir Meekst- roth og Rodwoll, fyrrverandi heimsmeistarar, urðu í efsta sæti í fjórðungsúrslitunum, Frakkamir Áttelier og Poubou í öðm sæti og fyrrverandi heimsmeistarar frá Brasilíu, Chagas og Branco, í þriðja sæti. Undanúrslitakeppninni lýkur næstu nótt og við verðum með nánari fréttir í blaðinu á morgun. -StG Rannsókn amfetamínmálsins: Einn handtekinn og meira efhi fannst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.