Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986.
Utlönd
Norður-íriand
Litlar breytingar í
kjölfar Hillsborough
Andrés Eixíksscin, DV, DubSn:
í fyrri grein minni um Norður-
írland í DV í gær íjallaði ég um
pólitískt ofbeldi í landinu sem færst
hefur í aukana á því eina ári sem
liðið er frá gerð Hillsborough-samn-
ings ríkisstjóma Bretlands og Ir-
lands.
Þótt IRA fremji enn sem fyrr flest
hryðjuverk í landinu hefur hlutur
mótmælenda í pólitísku ofbeldi farið
sívaxandi. Þeir hafa verið sérstak-
lega iðnir við að ráðast á heimili
kaþólikka og lögreglumanna og
leggja þau í rúst. Nýlega hafa
hiyðjuverkasamtök mótmælenda
hótað sprengjuherferð í írska lýð-
veldinu og þegar komið fyrir fjórum
sprengjum í miðborg Dublinar svo
vitað sé. Síðustu dagana hafa eitt til
tvö þúsund manns sprangað um göt-
ur Belfast í úniformum og vopnum
búnir. Hér er á ferðinni nýtilkomin
„Andspyma Ulsters" sem lýtur for-
ræði hins óbilandi baráttumanns
fyrir málstað mótmælenda og sam-
bandssinna, séra Ian Paisleys.
Það er ekki úr vegi að spyrja að
því hver sé þýðing þessa umdeilda
samnings úr því að hann geti vakið
svo heiftarleg viðbrögð n-frskra mót-
mælenda.
Hillsborough-samningurinn
Hillsborough-samningurinn einn
og sér breytir ekki neinu. Hann er
hugsaður sem grundvöllur hægfara
breytinga. Með honum samþykktu
ríkisstjómir Bretlands og írlands að
fulltrúar þeirra kæmu saman til
reglulegra viðræðna um málefni N-
írlands þar sem írska stjómin hefði
það hlutverk að túlka málstað ka-
þólikka á N-Irlanid.
Endanlegt ákvörðunarvald er þó
auðvitað enn í höndum Breta enda
skýrt tekið fram í samningnum að
N-írland verði hluti Bretaveldis svo
lengi sem meirihluti N-íra æski. Það
sem sambandssinnum svíður er að
talsmenn írska lýðveldisins em
komnir í hlutverk ráðgjafa á meðan
þeim sjálfum er haldið utan við alla
ákvarðanatöku. Þeir hafa vanist því
að hafa neitunarvald í málefnum
landsins og getað staðið í vegi fyrir
hverjum þeim breytingiun er hróflað
gætu við þeirra eigin forréttinda-
stöðu. Eftir gerð samningsins hafa
þeir reynt að viðhalda þessu neitun-
arvaldi með ofbeldi og gert sitt
ýtrasta til að standa í vegi alls hugs-
anlegs ávinnings samningsins fyrir
kaþólikka og ríkisstjóma Bretlands
og írlands.
En hver er raunverulegur árangur
samningsins nú einu ári eftir gerð
hans?
Frá sjónarhóli bresku stjómarinn-
ar var megintilgangur hans að draga
úr hiyðjuverkum og öðm ofbeldi.
Það hefur greinilega mistekist. Ka-
þólikkum færði samningurinn
nokkra von um aukið jafiirétti og
bættan hag. Hvað þetta varðar hafa
litlar breytingar orðið, satt að segja
ekki neinar sem komist hafa í fram-
kvæmd. Tvenns konar breytingar á
sviði dóms- og félagsmála em þó í
mótun sem stendur.
Dómsmál
írska stjómin hefur lagt höfuð-
áherslu á umbætur í réttarfarskerfi
N-írlands. Frá 1973 hafa verið við
lýði sérstakir hiyðjuverkadómstólar
sem kenndir em við Lord Diplock.
Vonbrigði kaþólikka en þó áframhaldandi staiðningur
iir starfsemi þeirrar deildar lögregl-
unnar sem kallast UDR (Ulster
Defence Regiment) og stefht að því
að afhema hana alveg. Hér er um
að ræða varalið til brúkunar á óróa-
svæðum, að miklu skipað sjálfboða-
liðum sem nær allir em mótmælend-
ur og meira að segja margir meðlimir
ofbeldissamtaka mótmælenda eins
og UDA.
Þetta lið er því mjög illa til þess
fallið að halda uppi einhverju sem
kalla má hlutlausa löggæslu enda
hafa kaþólikkar löngum kvartað yfir
framferði UDR í sinn garð. Ekkert
hefur orðið úr því loforði að tak-
marka umsvif UDR. Ef eitthvað er
segjast kaþólikkar verða nú fyrir
aukinni áreitni af hendi UDR sem
sé í samræmi við aukið ofbeldi mót-
mælenda almennt.
Vonbrigði kaþólikka
Stærstu vonbrigði kaþólikka stafa
þó líklega af þvi að ekkert hefur
verið tekist á við það vandamál sem
mestu skiptir fyrir daglegt líf þeirra.
Það er hið hróplega misrétti sem
viðgengst í atvinnu- og húsnæðis-
málum þar sem tíðkast að mismuna
fólki á grundvelli trúarbragða.
Atvinnuleysi, sem er talið vera u.
þ.b. 20% á N-írlandi, er tvöfalt
algengara meðal kaþólikka en mót-
mælenda. I mörgum hverfum ka-
þóskra verkamanna í Belfast og
fleiri borgum lætur nærri að annar
hver maður gangi um atvinnulaus.
Af framansögðu er ljóst að hagur
kaþólikka hefur lítið sem ekkert
batnað fynr tilstilli Hillsborough-
samningsins. Á hinn bóginn hafa
þeir mátt þola aukið ofbeldi af hendi
mótmælenda. Enda sýna skoðana-
kannanir að þeir hafa langflestir
orðið fyrir vonbrigðum með fram-
kvæmdir á því eina ári sem liðið er
frá gerð samningsins.
Hins vegar styðja þeir ennþá
langflestir þessa viðleitni breskra og
írskra stjómvalda og finnst rétt að
þau fái á komandi árum tækifæri til
að sanna gildi Hillsborough-samn-
ingsins. Slíkt hið sama gerir stærsti
flokkur kaþólikka, SDLP (Social
Democratic and Labour Party).
Það kann að vera að staða ka-
þólikka hafi lítið breyst til batnaðar
síðastliðið eitt ár. En þá ber að hafa
það í huga að staða kaþólikka hefur
hvort eð er haldist óbreytt í þau 66
ár sem liðin eru frá skiptingu Ir-
lands. Það sem gefur kaþólikkum,
von er að nú í fyrsta skipti í sögu
Norður-írlands hafa bresk stjómvöld
lýst sig reiðubúin að hlýða á þeirrar
kröfur.
Hversu mjög þau hafa vilja og
getu til að koma til móts við þessar
kröfur er svo annað mál og á enn
eftir að koma í Ijós.
Urskurður um sekt er gjaman
fenginn með játningu hins ákærða
en vitni lítið notuð. Það hefur orðið
til þess að rannsókn mála beinist
umfram allt að því að knýja ffam
játningu fanga og hefur lögreglan
verið sökuð um að beita til þess öll-
um brögðum, þ.á m. pyntingum.
Einu vitnin, sem stuðst er við, em
þeir menn sem nefndir em „super-
grass“, það em hiyðjuverkamenn
sem sýknaðir em ef þeir segja til
félaga sinna. Fyrir orð þessara
manna em oft tugir fólks hand-
teknir á einu bretti, miklu fleiri en
dómskerfið getur með góðu móti
annað, sem þýðir að margir verða
að hírast í fangelsi vikum saman
áður en mál þeirra er tekið fyrir.
Oft er þetta alsaklaust fólk því
reynslan hefur sýnt að orðum „sup-
ergrass" er mjög vafasamt að treysta.
Ásakanir þeirra hafa oft reynst
hreinn uppspuni. I Diplock dómstól-
unum situr enginn kviðdómur, eins
og tíðkast á Bretlandi og írlandi, og
aðeins einn dómari. Ofan á þetta
bætist að réttarfarskerfið og lögregl-
an em að mestu mönnuð mótmæl-
endum og em ásökuð um hlutdrægni
í garð kaþólikka.
írska stjórnin vill að notkun „sup-
ergrass" verði hætt og dómurum
verði fjölgað í þijá, líkt og viðgengst
í hiyðjuverkadómstólum lýðveldis-
ins. Breska stjómin hefur alfarið
neitað hinu síðamefhda en fallist á
að endurskoða „supergrass" kerfið.
Tom King, írlandsmálaráðherra
Breta, hefur ýjað að því að „super-
grass“ kerfið verði afnumið og þeim
málum fækkað er heyri undir
hryðjuverkadómstóla. Þessar og
fieiri breytingar á réttarfarskerfinu
er nú verið að ræða í bresku stjóm-
inni. Enn er þó á huldu hvaða
breytingar verða framkvæmdar þeg-
ar til kastanna kemur og hvort þær
munu fullnægja kröfum írsku stjóm-
arinnar og umbótamanna á N-Ir-
landi.
Fáni og tunga
Önnur nýbreytni, sem nú er til
umræðu í bresku stjóminni, er sú
að N-Irum verði leift að flagga írska
fánanum. Það hefur þeim verið
bannað frá 1954 á þeim forsendum
að það hvetji til uppþots og óspekta.
Því banni hefur vitaskuld reynst
ókleift að viðhalda á svæðum þar
sem kaþólikkar em fjölmennastir.
Einnig er fyrirhugað að merkja göt-
ur með írskum nöfnum, ásamt þeim
ensku nöfhum sem fyrir em, líkt og
siður er i lýðveldinu. Þetta kann
einhveijum að þykja lítils virði en
er í raun mikið mál í augum þeirra
kaþólikka sem hampa vilja írsku
þjóðemi og menningararfleifð og
hafa fyrir vikið mátt þola áreitni og
ofsóknir.
Víst er að fáni og tunga hafa löng-
um verið hitamál í n-írskum stjóm-
málum, og það skal aldrei verða,
segir Ian Paisley, að hinn þríliti fáni
lýðveldisins fái að blakta óáreittur
yfir Ulster.
Þetta em sem sé þær umbætur sem
vænta má á næstunni en em þó enn
á umræðustigi. Ennþá, eftir rúmt ár,
hafa engar umbætur komist í fram-
kvæmd.
Varalið lögreglunnar
Eitt helsta loforð breskra scjóm-
valda um það leyti, sem samningur-
inn var gerður, var að dregið skyldi