Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986. 9 Norski slátrarinn ívar Löre og fjölskylda hafa unniö allan sólarhringinn að undanförnu til að anna eftirspurn eftir sviðum i Noregi. Brátt hefst útflutning- ur fjölskyldunnar á sviðum til Hollands. Norðmenn sólgnir í svið Pán Vflhjatmssan, DV, Osló: Slátrarinn Ivar Löre í Voss í Vest- ur-Noregi annar ekki eftirspum eftir sviðum. Fyrir fáum árum voru svið nær óþekkt á borðum Norðmanna. Núna lítur út fyrir að margir þeirra ætli að hafa svið í jólamatinn. ívar Löre hefur undanfama tvo mánuði sent áttatíu þúsund kjamma til verslana víðs vegar um landið. Hann hefur í nítján ár reykt svið en viðskiptavinimir fram að þessu ein- göngu verið bundnir við heimabæinn, Voss. ívar segir það langa hefð í Voss að borða svið og telur að brottfluttir sveitungar hafi kennt öðrum Norð- mönnum sviðaát. „Enda em svið herramannsmatur," segir slátrarinn. Fjölskylda ívars hefur unnið allan sólarhringinn undanfarið til að anna eftirspum eftir sviðum. Það er ekki nóg með að Norðmenn vilji svið, held- ur hafa fyrirspumir borist frá Holl- andi. Ivar og fjölskylda hefja brátt sviða- útflutning þangað. Flest fomarlömb skellinöðruslysa yngn en Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmannahofn: Um fjömtíu prósent þeirra er lentu í slysum á skellinöðrum á síðasta ári vom undir nítján ára aldri. Alls áttu sér stað sextán hundmð og fimmtán skellinöðruslys, þar af fimmtíu og sex dauðaslys. Þó skellinöðruslysum hafi fækkað um helming frá 1979 em líkumar á að lenda í slysi hinar sömu og þá en tólf af hverjum þúsund ökumönnum skellinaðra lenda í slysi á ári hveiju. mtjan ara Um sextíu prósent skellinöðruslys- anna em svokölluð sólóslys þar sem enginn annar er viðriðinn. I fjömtíu prósent slysanna eiga bifreiðir hlut að máli. Upplýsingar þessar er að fá hjá tryggingarfélögunum. Þykir athyglis- vert að sex drengir undir sextán ára aldri létu lífið á skellinöðrum í fyrra og níutiu og sex slösuðust. Mega ökumenn skellinaðranna ekki vera yngri en sextán ára. Gorbatsjov ásakar USA fyrir að fara fram úr takmörkun SALT-2 „Ákvörðun Bandaríkjamanna um að fara upp fyrir takmarkanir SALT-2 samkomulagsins um fjölda kjamavopna em alvarleg mistök, sem munu gera erfiðara fyrir við afvopnunarviðleitninasagði Mik- hail Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkj- anna. Vamarmálaráðuneytið banda- ríska hafði sagt á miðvikudag að það mundi bæta enn við flota B-52 sprengiflugvéla en þær bera stýri- flaugar. Þar með fer fjöldi þeirra upp fyrir 1320-takmörkin, sem kveðið var á um í SALT-2 samkomulaginu við Sovétmenn. Samkomulagið, sem náðist upp úr viðræðum 1979, var aldrei löggilt af Bandaríkjaþingi en Washingtonstjómin hefur fram að þessu haldið sig innan ramma þess. Á fundi með fréttamönnum í morg- un í Nýju Delhí að lokinni fjögurra daga heimsókn á Indlandi sagðist Gorbatsjov ekki hafa séð opinbera yfirlýsingu um fyrirætlanir Banda- ríkjamanna í þessum efnum en ef rétt væri eftir vamamiálaráðuneyt- inu haft þá styngi þetta i stúf við það sem um var talað á leiðtogafund- inum í Reykjavík og aðrar yfirlýs- ingar Washingtonstjómarinnar eftir hann. Andstæðingarnir tala nú um Northgate Haukur L. Haukssan, DV, DaDas: Uppljóstranir Edwin Meese, ríkissak- sóknara Bandaríkjanna, um að hluti fjánnagns þess er fékkst með sölu á vopnum til íran hafi verið fengið skæmliðum contrahreyfingarinnar í Nicaragua í hendur til vopnakaupa, hafa ekki einungis komið Reagan for- seta og ríkisstjóm hans í klemmu heldur virðast jafhframt ætla að leiða til enn flóknarí stöðu sem ómögulegt er að segja hvar endar. Meese skýrði frá því á þriðjudag að hluti af fjármagni þvi er fékkst fyrir vopnabúnað er seldur var frá Banda- ríkjunum gegnum ísrael til Iran hafi verið lagður inn á bankareikning í Sviss. Reikningurinn hafi verið undir yfirráðum forystumanna contra- skæmliða og hafi fjármagnið farið til kaupa á vopnum fyrir hreyfinguna. ísraelsstjóm þvertók fyrir það í gær að hafa átt þátt í nokkrum slíkum til- færslum á fjármunum. Sögðust ísraels- menn hafa selt vopnin til íran í greiðaskyni við Bandaríkjamenn og þeir hafi ekki vitað annað en fjármun- imir hafi allir átt að renna til banda- rísku leyniþjónustunnar, CLA, að minnsta kosti hefðu þeir ekki haft hugmynd um að neitt hefði farið til contrahreyfingarinnar. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins fullyrti í gær að ráðu- neytinu hefði verið með öllu ókunnugt um tilfærslur þessar og jafriframt að sjálfstæðar tilraunir ráðuneytisins til öflunar á upplýsingum í málinu hefðu ekki gefið til kynna að neinir slíkir flutningar á fjármagni hefðu farið fram. Helstu forystumenn contraskæm- liða þvertóku einnig fyrir það í gær að hreyfingu þeirra hefði borist nokkr- ar peningasendingar eftir þeim leiðum sem Meese saksóknari tiltók. Augu manna beinast nú æ meir að spumingum um hvað raunverulega búi hér að baki. Ekki er talin ástæða til að rengja Meese. Talið er fullvíst að fjármunir þeir sem hér um ræðir fari til skæm- liðahópa sem berjast gegn ríkisstjóm sandinista í Nicaragua. Ekki er heldur ástæða til að rengja ísraelsmenn í því að frá þeim hafi fjármunimir farið til CIA eða inn á bankareikninga sem bandaríska leyniþjónustan tilgreindi við þá. Og loks er ekki heldur talin ástæða til að vefengja orð forystumanna contraskæmliða um að þeir hafi ekki séð þetta fjármagn. Meðal andstæðinga Reagans forseta hefur sú tilgáta skotið upp kollinum hvað eftir annað undanfarin tvö ár að bandaríska stjómin eða leyniþjón- ustan í umboði stjómvalda hafi rekið sína eigin hópa andspymumanna gegn ríkisstjóm Nicaragua. Hópa sem tengdir séu contrahreyfingunni, en séu í raun reknir af Bandaríkjastjóm. Þessar tilgátur fá nú byr undir báða vængi því tilvist slíkra skæmliðahópa myndi skýra á einfaldan hátt hvað varð af fjármununum frá íran og jafh- framt hvers vegna enginn kannast við að hafa fengið þá í hendur. Hitt er svo ljóst að leiði rannsókn tilvist slíkra hópa í ljós á íranmálið eftir að valda Reagan forseta og ríkis- stjóm hans mun meira hugarangri en það hefur gert til þessa. Ef til vill reynast þá þeir hafa rétt fyrir sér sem nú þegar em famir að nefna mál þetta Northgate, það er North eftir þeim starfsmanni öryggis- málaráðsins sem virðist hafa fram- kvæmt vopnasölumar og fjármagns- flutningana upp á eigin spýtur og gate að sjálfsögðu eftir Watergate málinu sem varð Nixon fyrrum Bandaríkja- forseta að falli. Vilja herða eftir- lit á Malakkasundi Indónesía og Malaysía hafa orðið ásátt um að auka öryggiseftirlit á Malakkasundi, sem er meðal fjölf- ömustu siglingaleiða heims. Þessi tvö ríki hafa ákveðíð að gera út sam- eiginlega eftirlitsleiðangra um sundið. Vamarmálaráðherra Malaysíu og yfirmaður herafla Indónesíu gáfu út sameiginlega yfirlýsingu um þetta samstarf í gær að afloknum fundi þeirra beggjá á Jövu. Tilgangurinn er að stemma stigu við smygli, eiturlyfjastreymi, ólög- legum fiskveiðum og mengun frá olíuskipum. En á þessum slóðum hafa einnig verið brögð að sjóránum. Samstarf þessara ríkja mun ná til þess að skiptast á upplýsingum um þá, sem gerast brotlegir, fylgjast með olíumengun og starfa saman að því að hreinsa upp olíubrák á sundinu, sama hvert hana rekur. Ætlunin er að gera út eftirlitsleiðangra saman bæði í lofti og á sjó, og hafa sam- starf um ratsjáreftirlit. Útiönd Austurríkismenn æstír í lottó Jóhanna Rútsdóttir, DV, Vimrborg: Hér i Austurríki er spilað lottó af fullum krafti og má trúlega full- yrða að hver einasti Austurríkis- maður þekki spilið og kunni leikreglur þess. Lottó er spilað í hverri viku og eru tölurnar frá einum og upp í tuttugu og fimm dregnar út í tíu mínútna löngum sjónvarpsþætti á sunnudagskvöldum. Samkvæmt nýafstaðinni skoð- anakönnun horfa níutíu prósent þjóðarinnar alltaf á þennan þátt og i viku hverri seljast að minnsta kosti fimm milljónir raða. Vinningar eru í formi peninga og ákvarðast upphæðir eftir þátt- töku hverju sinni. Ef þátttakandi er einn með allar tölumar sex réttar er vinningsupp- hæðin yffrleitt um þrjátíu milljónir íslenskra króna. Það kemur einnig fyrir að enginn er með sex rétta og er þá vinnings- upphæðin tvöföld i næstu viku. A bakhlið seðilsins má svo lesa nokkrar tillögur um hvemig eyða megi vinningsmilljónunum á skemmtilegan hátt. Hver vildi ekki eiga litla eyju í karabíska hafinu með pálmatrjám, fjörutíu lítra af fínu frönsku ilm- vatni eða bjóða tuttugu vinum sinum með sér í átta vikna heims- reisu? Það er því kannski ekkert und- arlegt að sumir ljónhcppnir vinn- ingshafar skuli fá taugaáfall í kaupbæti. Austurríkis- menn deila um sænsk flugvélakaup Snorri Valssan, DV, Vinarborg: Miklar deilur hafa staðið yfir hér í Austurríki að undanfömu vegna flugvélakaupa austurríska flug- hersins. I sumar sem leið gerðu austurrísk yfirvöld samning við Svía um kaup á svokölluðum Dra- ken orrustuflugvélum sem margir telja þegar orðnar úreltar. Bæði ílialdsmenn og græningjar mótmæltu kröftuglega þessum samningi. íhaldsmenn vildu kaupa aðra fullkomnari tegund frá Bandaríkjunum en græningjar vildu yfirhöfuð ekki kaupa neinar fiugvélar. Mál þetta komst síðan í sviðsljó- sið á ný fyrir skömmu er flugslys varð á meðan á þjálfunartíma austurrískra fiugmanna stóð í Sví- þjóð. Nokkrir flugmenn austurríska flughersins vora við æfingar í Suð- ur-Svíþjóð er ein Draken-vélin fórst á venjubundnu æfingafiugi með austurrískan flugmann um borð. Enginn veit enn nákvæmlega hvað gerðist en vélin hrapaði í hafið skammt undan strönd Sví- þjóðar. Skipuð hefur verið sérstök rann- sóknamefhd vegna flugslyssins og er hún enn að störfum enda ennþá verið að bjarga braki úr vélinni. Almennt álit austurrísku flug- mannanna er að erfitt sé að fljúga Draken-vélunum og þurfi lítið út af að bera til að illa fari. Sem dæmi má nefha að þetta er tólfta slysið sem orðið hefur á Draken-vélun- um. Á hinn bóginn, ef bilun í tækni- búnaði hefur valdið slysinu, horfir málið öðravfsi við. Þá hafa Austurríkismenn átyllu til að rifta samningnum og það er einmitt það sem þeir virðast vilja þessa stundina. En rannsóknar- nefridin lýkinr störfum sínum i næsta mánuði og þá kemur væntr anlega hið sanna um orsakir slyssins í ljós. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.