Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986. Fréttir Ragnar Amason lektor á spástefnu Stjómunarfélagsins: Kol Isteypa í lok næsta árs líklegri en ella - spáir allt að 30% verðbólgu en fjármálaráðhena boðar 5% verðbólgu „Ég tel kollsteypu í árslok lík- legri en ella,“ sagði Ragnar Ámason lektor á spástefnu Stjóm- unarfélagsins í gær um efnahags- þróun hér á landi á næsta ári. Ragnar lagði fyrir útreikninga sem sýndu að með 7% hækkun kaup- máttar launa steíndi í 26% verð- bólgu eftir ár og 30% í janúar 1988. Hann lagði jafnframt fyrir annað dæmi þar sem ekki er gert ráð fyr- ir launabreytingum nema 1,5% launaskriði. í því er reiknað með 3% hækkun á gengi krónunnar til þess að mæta erlendum verð- hækkunum. Með því móti verður niðurstaðan svo til óbreyttur verð- bólguhraði og nú er um að ræða, nálægt 12% á ári. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra vísaði til þjóðhagsáætlunar í ræðu sinni og hagfræðinga sem Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbund. 8-9 Ab.Bb, Lb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 9-10.5 Ab 6 mán. uppsögn 10-15 Ib 12 mán. uppsögn 11-15,75 Sp Spamaður - Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 9-13 Ab Sp. í 6 mán. ogm. 9-13 Ab Ávisanareikningar 3-9 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2,5-4 Úb Innián með sérkjörum 8.S-17 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-6.5 Sb Steriingspund 9-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3,9-4 Ab Danskar krónur 7,5-9,5 Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 15,25-16, 25 Úb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kge/19,5 * Almenn skuldabréf(2) 15-17 Lb Viðskiptaskuldabréf (1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 15-18 Lb Útlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árum 5-6,75 Lb Til lengri tima 5-6,75 Bb.Lb.Úb Utlán til framleiðslu ísi. krónur 15-16,5 Vb.Sp SDR 8-J.25 Allir nema Ib Bandaríkjadalir 7.5-7.75 Allir nema Bb.lb Sterlingspund 12,75-13 Allir nema Ib Vestur-þýsk mörk 6.5 Allir nema Ib Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala 1517 stig Byggingavísitala 281 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 228 kr. Flugleiðir 180 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðarbankinn 128 kr. Verslunarbankinn 98 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbankinn reiknar þó vexti af viðskiptavíxlum miðað við 19,5% árs- vexti. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab=Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb=V erslunarbankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- um. Spáð í efnahagsþróunina með aðstoð spákúlu Stjórnunarfélagsins. Þórður Friðjónssor, efnahagsráðgjafi ríkisstjórn- arinnar og formaður félagsins, Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og Guðmundur Magnússon prófessor. DV-mynd KAE. Fyrirtækin spá í launahækkanir á næsta ári: Búast við allt að 25% kauphækkunum Níu fyrirtæki hafa látið Stjómunar- félaginu í té ýmsar spár um þróun efnahagsmála á næsta ári. Þau spá að meðaltali 14,7% kauphækkunum á árinu. Það fyrirtækið sem býst við mestu kauphækkunum reiknar með 24,7%. Lægsta spá er hins vegar 8,2%. Fyrirtækin eru Eimskip, Flugleiðir, Grandi, Hampiðjan, Hekla, Málning, Nói-Hreinn-Síríus, Plastprent og SÍS. Ekki er hægt að sjá hvaða fyrirtæki spáir hverju þar sem forráðamenn sumra fyrirtækjanna voru andvígir því. Mjög misjafrit er hvemig fyrirtækin ætla að launahækkanir komi til yfir árið. Fjögur þeirra búast þó við 5% hækkun á fyrsta fjórðungi. Tvö búast ekki við kauphækkunum fyrr en á öðrum fjórðungi. Það fyrirtækið sem er með hæstu spána yfir árið reiknar greinilega með launasprengingu eftir kosningar og 12% kauphækkun á þriðja ársljórðungi einum. HERB Á þessu súlurití má sjá þær spár einstakra en ónafngreindra fyrirtækja um heildarkauphækkanir á næsta ári sem lagðar voru fram á spástefnunni. Auk þess sést meðaltal allra spánna. ríkisstjómin styðst við. „Niður- staða úr reikniformúlum hagfræð- inganna er sú, að verðbólgan fari niður undir 5%.“ Þá vom lagðar fram spár 8 fyrirtækja. Tvö reikna með tæplega 8% hækkun verðlags á næsta ári, tvö með 11-12%, tvö með 15% og tvö með 16-17% verð- bólgu yfir árið. í ræðum þeirra Þorsteins, Ragn- ars og Guðmundar Magnússonar prófessors kom fram að spár á þess- ari stundu væm óvenju viðkvæm- ar vegna ógerðra kjarasamninga. Einnig viku menn að óvissu- ástandi á komandi ári vegna þingkosninga en slík ár hefðu jafn- an einkennst af þenslu. Og allir höfðu ræðumennimir áhyggjur af þenslunni sem farið hefur vaxandi undanfarið. Hagfræðingamir gagnrýndu hallarekstur ríkissjóðs og erlenda skuldasöfhun sem hefði jafnvel verið alveg óþörf að hluta. Guð- mundur Magnússon sagði að með því að greiða útlendingum hærri raunvexti en landsmönnum hefði peningalegur spamaður hér orðið miklu minni en ella og lánsfé þvi verið sótt til útlanda. Fjármálaráðherra sagðist vona að hallarekstur ríkissjóðs yrði úr sögunni á næstu þrem árum. HERB Útvegsbankinn: Starfsfólkið vill endurreisa bankann „Það kom fram á fúndi starfs- fólks og stjómenda hér í bankan- um í fyrradag að fólkið vill fyrst og fremst endurreisn bankans. Það er ein leiðin sem Seðlabankinn telur koma til greina,“ segir Hinrik Greipsson, startsmaður Útvegs- bankans, sem var fúndarstjóri. „Ég vil taka það firam að vitn- eskja okkar um að helst væri stefrit að því að segja okkur öllum upp byggist á samþykkt þingflokks Framsóknarflokksins, en við vor- um með ljósrít af þeirri samþykkt í höndunum, úr fundargerðarbók þingflokksins. Á henni má sömu- leiðis skilja að ætlun framsóknar- manna sé að okkur verði ráðstafað að einhverju leyti til hinna ríkis- bankanna. Hins vegar var stjóm starfe- mannafélags Búnaðarbankans búin að vera á fundi með banka- stjóminni þar, eftir að tillaga framsóknarmanna um yfirtöku þess banka á Útvegsbankanum kom fram. Stjómin gerði okkur síðan grein fyrir hugmyndum bankastjómarinnar þar, ef af þessu yrði. Milli okkar hefur alltaf verið mjög gott samstarf og starfsmenn Búnaðarbankans em okkur mjög hliðhollir,“ segir Hinrik. Hann segir að í umræðum á fundinum hafi bankaráðið verið spurt hvort það hefði reynt að vinna endurreisn bankans fylgi. Þór Guðmundsson, hankaráðs- maður Alþýðuflokks, spurði á móti hvað starfefólkið vildi og svar þess var almennt lófaklapp. „Ég held að ekki hafi verið hægt að gefa einfaldara svar,“ segir Hinrik. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.