Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986. Iþróttir •Arni Arason knattspyrnu- dómari. Ámi fékk afreksbikar dómara „Ég fór ekki að taka dómara- störfm alvarlega fyrr en fyrir fjórum árum því þá varð ég að gera það upp við mig hvort ég ætlaði að feta mig upp stigann eða standa í sömu sporum," sagði Árni Arason, Akureyringur, nán- ar tiltekið KA-maður, sem hlaut „afrek8bikar“ KDS 1986 sem Jó- hann Gunnlaugsson, kaupmaður í Reykjavík, gaf. Ég ákvað svo að leggja mig allan fram og sé ekki eftir því þótt ég hafi orðið að leggja svo til á hilluna mitt annað áhugamál, hestamennsk- una, bróður mínum til nokkurrar skarpraunar. Hann vissi að tæki ég flautuna alvarlega væri úti um samstarf okkar í hestamennsk- unni.“ Ámi hafði dæmt í mörg ár hjá yngri flokkunum áður en hann varð héraðsdómari. og störfin voru æði mörg á hverju sumri en jukust um allan helming eftir það. T.d. hefur hann skilað nærri 100 störfum sem knattspymudómari bæði í ár og eins í fyrra. „Jú, ég fann til leiða á miðju sumri en harkaði það af mér enda á leiðinni á landsdómaraprófið og fyrst ég stóðst það hyggst ég halda áfram," sagði Árni, „og koma vel undirbúinn í næsta leiktímabil". emm Drætti frestað í UEFA Ákveðið hefur verið að fresta drætti í næstu umferð í Evrópu- mótiun félagsliöa í knattspymu - meistarakeppninni, bikarkeppn- inni og UEFA-keppninni. Búið var að ákveða að dráttur- inn færi fram í Zúrich 12. desemb- er nk. eða eftir síðari leikina í UEFA keppninni. Nú er hætt við það og mun verða dregið 24. jan- úar á næsta ári. Athöfnin fer fram í Köln í Vestur- Þýekalandi og verður sjónvarpað viða um Evrópu. Ástæðan fyrir þessu eir sú að þá munu einnig verða gefn- ar út tilkynningar varðandi úrslit Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu sem fram fer í Vestur-Þýska* landi árið 1988. Mun t.d., í sambandi við dráttinn, verða kynnt „lukku- tröll" Evrópukeppninnar. -klp llla gekk að Varmá íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði gegn USA, 18-26 íslenska kvennalandsliðið mátti þola átta marka tap gegn því banda- ríska í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu Varmá að viðstödd- um tvö til þrjú hundruð áhorfendum. Fyrir leikinn var búist við sterku bandarísku liði þar sem íslensku stúlkurnar léku síðast við það fyrir ári og töpuðu þá með þriggja marka mun og þær upplýsingar lágu fyrir að bandaríska liðið væri í mikilli framför þar sem það hefði fengið sænskan þjálfara, Claes Hellgren, fyrrverandi landsliðsmarkvörð Svía. Fyrri hálfleikur var þokkalega leikinn af hálfu íslensku stúlknanna og náðu þær að halda í við þær bandarísku sem léku mjög hraðan handbolta og byggðu mikið á hraða- upphlaupum. Staðan í hálfleik var 12-10. Byrjun seinni hálfleiks var án marka fyrstu tíu mínúturnar en eftir þá deyfð færðist mikill fjörkippur í leikinn og íslenska liðið náði að skora fjögur mörk á móti tveimur og jafna leikinn í 14-14. En þá hófst slæmur kafli hjá þeim íslensku. Hver sóknin á fætur annarri fór forgörðum sem bandaríska liðið nýtti sér vel og skoraði átta mörk í röð, mest úr hraðaupphlaupum, og breytti stöð- unni í 22-14. • Boris Becker, tenniskappinn snjalli. Þeir bestu eru íslenska liðinu tókst síðan að halda jöfnu til leiksloka og lokatölur urðu 26-18. Bandaríska liðið er létt og skemmtilega leikandi og þar bar mest á þeim Cindy Stinger og Sam Jones sem skoruðu flest mörkin. Það kemur þó ekki í veg fyrir að íslensku stúlkurnar eigi að geta sigrað þetta lið. Þær eiga tvo leiki til hefnda, þann fyrri í kvöld í íþróttahúsi Selja- skóla og síðasta leikinn á morgun, laugardag, og fer hann fram í Digra- nesi. Um leik landsliðsins er fátt að segja, það hefur trúlega haft áhrif að erfiðir leikir voru leiknir í 1. deild- inni í gærkvöldi og stúlkurnar voru langt frá sínu besta, baráttan í lág- marki, helst að Ema Lúðvíksdóttir og Erla Rafnsdóttir sýndu sitt rétta andlit. Mörk íslenska liðsins skoruðu Guðríður Guðjónsdóttir 9/6, Erla Rafnsdóttir 5, Erna Lúðvíksdóttir 2, og Katrín Friðriksen 2. -BD •Guðný Gunnsteinsdóttir Skúlasonar fyrrverani að skora. klárir í slaginn - á miklu tennismóti í New Yorfc Nú er ömggt að allar stjörnumar á karlavængnum í atvinnumennsk- unni í tennis mæta í New York þegar Masters keppnin hefst þar 3. desemb- Þeir Ivan Lendl og Boris Becker hafa báðir tilkynnt komu sína þang- að en áður höfðu allir, eða nær allir, sem vom fyrir neðan þá á listanum yfir þá bestu tilkynnt komu sína. Vandamálið er sem fyrr John McEnroe. Hann var dæmdur í keppnisbann fyrir skömmu og á ekki að fá að vera með í þessu móti sem er eitt af fjómm mestu tennismótum heims. Eru Bandaríkjamenn uggandi vegna þess. Hann er þeirra besti tennismaður og ef hann mætir ekki er ekki einn Bandaríkjamaður til sem á möguleika gegn Evrópubúun- um. Það svíður Kananum og óttast menn að mótið verði illa sótt og lítið um það fjallað af þeim sökum. -klp-. Sameiginlegt norrænt átak? Meðal þeirra mála sem rædd verða á fundi forustumanna knattspyrnu- mála á Norðurlöndunum, sem fram fer 30. nóvember nk., er umsókn Danmerkur og Svíþjóðar um að fá að halda lokakeppni Evrópukeppni landsliða í knattspymu 1992. Gera Danir og Svíar sér vonir um að fá það hlutverk. Þeir sóttu einnig um að halda keppnina 1988 en þá vom Noregur og Finnland með í pakkanum. Það tókst ekki eins og kunnugt er - Vestur-Þjóðveijar urðu fyrir valinu. Svíar og Danir telja sig þurfa góð- an stuðning frá hinum Norðurlanda- þjóðunum áður en þeir sækja formlega um. Eitthvað óttast þeir að Finnar og Norðmenn verði ósam- vinnuþýðir eða frekar afskiptir í þessu máli þar sem þeim er ekki boð- ið aftur að vera með. Af íslandi og hinum smáþjóðunum virðist knatt- spyrnuforustan í Svíþjóð og Dan- mörku hafa litlar áhyggjur fyrir fundinn. -klp Skotinn sló í gegn - skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik í Frakklandi Efstu liðin í frönsku 1. deildinni í knattspymu, Bordeaux og Marseille, töpuðu bæði leikjum sínum um helg- ina. Bordeaux tók forustu í deildinni - þrátt fyrir tapið - á betri marka- tölu því Marseille tapaði stærra. Bordeux tapaði, 2.1, fyrir Brest sem er um miðja frönsku deildina. Kom það tap mörgum á óvart. Þó kom tap Marseille fyrir Lens, sem Teitur Þórðarson lék með fyrir tveim árum, 3.0, enn meira á óvart í Frakklandi um þessa helgi. Átti enginn von á því, hvað þá heldur svona stóru tapi. Monaco kom sér fyrir í þriðja sæti í deildinni með 1-0 sigri yfir meistur- unum Paris St. Germain. Var það léttur sigur því Monaco misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. Ungur skoskur knattspymumaður stal senunni frá öllum stjömunum í frönsku knattspymunni um helgina. Hann heitir Ray Stephen og var keyptur frá Dundee til Nancy í síð- ustu viku. Hóf hann sinn feril í frönsku knattspyrnunni með því að skora bæði mörk Nancy gegn Toulo- use. Leiknum lauk 2-0 og féll Toulouse við það í 4. sætið. Þetta var þriðji sigur Nancy í deildinni á þessu keppnistímabili og sá fyrsti síðan í ágúst. -klp- ,,54 mættu á fýrstu æfinguna“ - segir Jón Kr. Gíslason, íþróttamaður Keflavíkur 1986 „Ég hef leikið körfuknattleik frá því ég var í sjötta flokki,“ sagði Jón Kr. Gíslason, afreksbikarhafi ÍBK 1986, þegar við ræddum stuttlega við hann um helgina. „Tildrögin að því að ég tók að iðka þessa skemmtilegu íþrótt vom þau að Ólafur Jónsson kennari auglýsti körfuknattleiksæf- ingu í litla íþróttahúsinu. Áhuginn leyndi sér ekki. 54 mættu á fyrstu æfinguna." jgja má að framhaldið sé í fullu iræmi við þennan fjölda. ÍBK læt- æ meira að sér kveða á körfu- ittleikssviðinu og Jón varð íslandsmeistari í þriðja flokki ÍBK árið 1978 og í aukagreininni, knatt- spymunni, var hann meðal sigurveg- ara ÍBK þegar þeir sigmðu UBK á Selfossi í eftirminnilegum leik með fjórum mörkum gegn einu. Meðal samheija hans í knattspyrnunni vom m.a. Ragnar Margeirsson, Óli Þór Magnússon, Páll Þorkelsson o.fl. Jón hefur ekki leikið allan sinn körfúknattleiksferil með IBK - hann var í eitt og hálft ár með UMFN en sneri aftur í heimahagana. Eitt ár dvaldi hann í Washington-fylki við nám og körfuknattleik. „Mér féll ekki mjög vel dvölin þar. Samdi ekki við fjölskylduna sem ég bjó hjá. Svo var fylkið „rugbyfylki" svo körfu- knattleikurinn hvarf nokkuð í skuggann. Annars sér maður það núna að þjálfunin vestra var mjög góð borið saman við hér á landi. Mikil áhersla lögð á grunnþjálfunina og oft æft sex sinnum í viku á móti kannski þrisvar 'hjá okkur.“ Ástæðan fyrir því er sú að íþrótta- húsin hafa ekki meiri tíma aflögu fyrir körfuknattleikinn og kannski er það alveg nóg, a.m.k. að áliti Auð- ar Sigurðardóttur, unnustu Jóns, ættaðri frá Siglufirði, en með Sigl- firðingum leikur Jón einmitt knatt- spymu á sumrum. Auði leiðist samt ekki á meðan Jón puðar á æfingun- um. Hún grúfir sig yfir skólabækum- ar, stefnir að því að ljúka námi á heilsugæslubraut í FS um jölin. Jón lauk námi frá íþróttakennara- skóla íslands í vor og er kennari við Gagnfræðaskólann í Keflavík svo hann er í stöðugri snertingu við í- þróttimar alla daga. Rétt er að geta þess að það var KFK sem gaf afreksbikarinn í tilefni af 30 ára afmæli ÍBK. -emm ►Jón Kr. Gíslason sést hér með verðlaunagr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.