Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 36
62 • 25 • 25 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rltstjórrs - Auglýsíngar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986. Fréttatími sjónvaips: Breyt- ingum frestað? - Kári fréttastjóri? „Ég ætla að láta á það reyna hvort valdhroki meirihluta útvarpsráðs sé það mikill að skoðanir allra starfs- manna íréttastofu sjónvarps séu virtar að vettugi," sagði Magnús Erlendsson útvarpsráðsmaður í samtali við DV í morgun. „Því hef ég hugsað mér að bera fram tillögu um að fyrirhuguðum flutningi á fiéttatíma sjónvarps fram til klukkan 20 verði slegið á frest.“ Fundur útvarpsráðs hófst klukkan 11 í morgun og er DV fór í prentun var ekki ljóst hverjar undirtektir til- laga Magnúsar Erlendssonar hafði fengið. „Við teljum okkur hafa fært rök fyr- ir því að flutningur á fréttatíma sjónvarps fram til klukkan 20 geti haft alvarlegar afleiðingar en einnig höfum við lagt til við útvarpsráð að sjónvarpsfréttir verði lengdar upp í 45 mínútur," sagði Ingvi Hrafri Jónsson fréttastjóri. Á fundi útvarpsráðs í morgun var einnig fjallað um ráðningu nýs frétta- stjóra á fréttastofu hljóðvarps: „Ég tel að núverandi varafréttastjóri hafi meirihlutafylgi í útvarpsráði," sagði Magnús Erlendsson og átti þar við Kára Jónasson, einn af fjórum um- sækjendum um starfið. -EIR Verslanir opnar til kl. 4 á morgun Jólaverslunin er að komast á fullt skrið. Samkvæmt kjarasamningum mega verslanir vera opnar til kl. 21 á fóstudögum. Á morgun eru verslanir opnar til 16. -A.BJ. Komdu með f A1IKLAG4RD Umfangsmikið fjársvikamái hjá Bílaborg: Gjaldkeri kærður fyrir fjárdrátt Rannsóknarlögreglu ríkisins hef- ur borist kæra á hendur einum af gjaldkerum fyrirtækisins Bílaborg vegna gruns um umfangsmikinn fjárdrátt viðkomandi hjá fyrirtæk- inu. Samkvæmt heimildum DV mun hér vera um að ræða upphæð hátt á aðra milljón króna. Ennfremur hefúr komist upp um hátt á aðra milljón fjármálamisferli hjá öðrum starfs- þeim hætti að hann tók við reikning- manni fyrirtækisins sem starfaði í um frá viðgerðarverkstæði fyrirtæk- annarri deild þess og var þar um að isins og átti síðan að skila þeim til ræða fjárhæðir upp á nokkur hundr- aðalgjaldkera ásamt uppgjöri. Hann uð þúsund. þvi máli lauk með sátt mun hafa stundað það að halda eftir og borgaði viðkomandi „skuld“ sína ýmsum reikningum og þar með við fyrirtækið. Báðum mönnunum greiðslum fyrir þá, nokkum tíma í hefur verið vikið úr starfi. einu, en skilað þeim síðan inn og Fjárdráttur gjaldkerans var með borgað með nýju fé sem hann fékk í hendumar. Mun þetta hafa gengið í allnokkum tíma. Þórir Jensson, framkvæmdastjóri Bílaborgar, vildi ekkert tjá sig um þetta mál er DV hafði samband við hann en sagði að mönnum gæti orð- ið á í starfi. -FRI Nýttís- lenskt vodka á Banda- ríkjamarkað Nú standa yfir samningar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og bandaríska fyrirtækisins Glenmore Distilliries um framleiðslu og sölu nýrrar íslenskrar vodkategundar á Bandaríkj amarkaði. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Höskuldi Jónssyni, for- stjóra ATVR, hófst samvinna ÁTVR og hinna bandarísku aðila árið 1984 og hefði verið byggt á því að áfengis- verslunin kostaði engu til við hönnun, auglýsingar eða aðra mark- aðssetningu. Sagði Höskuldur að Glenmore Distillieries hefði síðan farið að velta fyrir sér nafiii, flösku- gerð og fleiru og jafnframt rannsak- að hvaða bragðkeimur myndi falla Bandaríkjamönnum best. Nú væri svo komið að útlit flösku og miða væri tilbúðið ásamt því að uppskrift hefði verið ákveðin, en enn hefðu ekki tekist fullnaðarsamningar við bandaríska fyrirtækið, enda samn- ingsgerð af þessu tagi margþætt. Þessu nýja vodka hefur verið valið nafhið Eldur Is. -ój Höskuldur Jónsson með flösku af hinu nýja vodka. DV-mynd B.G. LOKI Engin veðmál tekin gegn „valdahrokan- Veðrifl á morgun: Rigning eða slydda um sunnanvert landið Á laugardaginn verður austan- og suðaustanátt á landinu. Allhvasst og slydda eða rigning um sunnan- vert landið en mun hægara og úrkomuminna annars staðar. Hiti verður á bilinu -3 til 3 stig. Framboð fatlaðra? Stjóm Öryrkjabandalags Islands íhugar möguleika á sérframboði fatl- aðra við næstu þingkosningar. Á aðalfundi bandalagsins fyrir mánuði var því beint til stjómar að möguleiki á sérframboði yrði kannaður. Tekið var undir þessar hugmyndir á fundi í fyrradag með ýmsum aðildarfélögum Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálp- ar. „Það ólgar og sýður undir niðri. Nú er svo komið að fólk, sem lifir á bótum Tryggingastofnunar ríkisins, hefur ekki efni á að greiða almenna húsa- leigu og sjá sér fyrir fæði og klæði. Getur nokkur ímyndað sér að hægt sé að lifa af 15 til 18 þúsund krónum á mánuði?“ sagði Arnþór Helgason, formaður Öryrkjabandalagsins. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.