Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986. Fréttir Dvög að samkomulagi hjá æðstu mönnum ASÍ og VSÍ: Ólympíuskákmótið í Dubai: Lægstu laun hækki í 25 þúsund krónur á mánuði kauphækkun 1. desember verði 2,5% - engar aðrar iaunauppbætur - fast gengi Samkvæmt heimildum sem DV telur áreiðanlegar hafa æðstu menn ASÍ og VSÍ rætt um drög að samkomulagi sem gerir ráð fyrir að lægstu kauptaxtar hækki upp í 25 þúsund krónur á mán- uði strax. Umsamdar launahækkanir upp á 2,5% komi til framkvæmda 1. desember en launauppbætur, sem nema um 2% og áttu þá að koma á launin, geri það ekki. í samnings- drögunum er gert ráð fyrir föstu gengi allt næsta ár. Gert er ráð fyrir að samningurinn gildi út árið 1987. Þessi drög munu hafa legið fyrir strax í upphafi samningaviðræðnanna og þau eru ástæðan fyrir því að stjóm Dagsbrúnar samþykkti á miðvikudag- inn var að draga sig út úr samninga- viðræðunum og að félagið annaðist sjálft sína samninga. Guðmundur J. mun hafa hætt við að ganga út af samningafúndi á miðvikudaginn vegna þess að hann vildi freista þess að fá samningsdrögunum breytt. Samkvæmt sömu heimildum mun upphlaup Dagsbrúnarmanna á mið- vikudaginn hafa orðið til þess að koma í veg fyrir að þessi samningsdrög yrðu lögð fram á fundinum þann dag. Þess í stað em menn nú famir að ræða um 2ja til 3ja mánaða samning og að sá tími verði notaður til að stokka upp allt taxtakerfið, en það er höfuðkrafa Dagsbrúnarmanna. Samið yrði um lægstu laun 25 þúsund krónur á mán- uði og 2,5% launahækkun 1. desemb- er. Ekki er talið ólíklegt að slíkur samningur verði gerður fyrir mánaða- mót. Aftur á móti mun vera erfitt að fá Dagsbrúnarmenn til að falla frá launa- uppbótinni 1. desember. Tillaga um samning til stutts tíma var lögð fyrir fulltrúa VSl í gærkveldi og munu þeir svara ASl um það mál í dag. -S.dór Samninganefndirnar á fundinum í gær. Samkomulagið í bónusnefndinni: Helmingur bónusgreiðsla færður inn í taxtakaupið Samkomulag náðist í bónusnefnd samningaviðræðna ASÍ og VSÍ í gær. Að sögn Ásmundar Stefánssonar, for- seta ASÍ, náðist þar „umtalsverður árangur" eins og hann orðaði það. Samkvæmt heimildum DV gengur þetta samkomulag út á það í stórum dráttum að 50% af bónusgreiðslum verða færðar inn í taxtakaupið. Við þetta minnkar vægi bónussins veru- íega. Telja menn að við þetta verði fiskvinnan manneskjulegri en hún er nú en margir hafa gagnrýnt harðn- eskju bónusfyrirkomuiagsins. Þama mun búið að stíga umtalsvert skref í lagfæringu lægstu kauptaxta sem eflaust verður haft að leiðarljósi í þeim samningum um hækkun lægstu launa sem væntanlega hefjast í dag. -S.dór Ákvörðun um launauppbætur nú frestað til mánudags „Þess vegna erum við hér og höldum áfram. Við erum alls ekki búnir að gefa upp vonina og viljum reyna til þrautar,“sagði Þórarinn Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ aðspurður hvort menn teldu ennþá von um að ná einhveiju samkomulagi á þeim þremur dögum sem eftir lifa nóvemb- ermánaðar, eins og rætt var um í upphafi, Ásmundur Stefansson varaði við því sem heyrðist í fjölmiðlum að samning- amir væru alveg að takast, fólk gæti misskilið slíkt. Hann staðfesti umtals- verðan árangur í bónusnefndinni eftir fúnd dagsins. En vissa fyrir því að samningar næðust væri engin. Hann sagði enga niðurstöðu fengna um það hvort samningar yrðu til lengri eða skemmri tíma. Það yrði skoðað betur í dag. Guðmundur J. Guðmundsson sagð- ist myndu halda áfram í samninga- nefiidinni þrátt fyrir uppákomuna á miðvikudaginn. Hann vék sér alger- lega undan því að svara hvers vegna Þröstur Ólafeson hefði fúllyrt að form- aður Dagsbrúnar drægi sig út úr samningunum. Sagði aðeins að Dags- brún hefði haldið mjög gagnlegan stjómarfúnd fyrr um daginn og enginn ágreiningur þar komið upp. „Ef við gerum kröfur um sérviðræð- ur munum við að sjálfeögðu tilkjmna það Vinnuveitendasambandinu fyrst,“ sagði Guðmundur. Loks var upplýst að ákvarðanatöku um launauppbætur væri frestað til mánudagsins 1. desember. -S.dór Stórsígur! Glæsilegar skákir gegn Indónes- um. ísland í 6. sæti. Eftir að tekið var til við biðskákir úr 9. og 10. umferð í gærmorgun kom í ljós að Pólveijar höfðu unnið sína heima- vinnu vel. Jóhann „hlýddi" þó Sznapik yfir fræðin þar til 100 leikjum var náð, þá þóttist hann fullviss um að fá ekki meira en jafntefli. Ísland-Pólland 2-2. Þá tefldu þeir einnig biðskák sína Helgi Ólafeson og Nogueiras. Fjallað var um biðstöðuna hér í þættinum á miðvikudag af nok- kurri bjartsýni; í ljós kom við rannsóknir sveitarinnar að hún var margslungin og í henni leynd- ust ýmsar hættur. Þó fannst vænlegt framhald og þegar skákin átti að fara í bið í annað sinn. Eft- ir stutta skoðun tilkynnti liðsstjóri þeirra Kúbumanna um uppgjöfina: Skák Áskell Öm Kárason Ísland-Kúba 2,5-1,5 - sérlega ánægjulegt fyrir Helga sem hefur ekki unnið síðan i 1. umferð. Nogueiras er stigahæsti maðurinn sem íslendingar hafa lagt að velli til þessa. Indónesíumönnum rúllað upp! Geysilegur fítonskraftur ein- kenndi taflmennsku íslensku piltanna í 11. umferð gegn Indó- nesíumönnum sem hafa sýnt góðan ágrangur á mótinu til þessa: Ardiansjah-Jóhann 0-1 Adianto-Jón L. 0-1 Handoko-Margeir bið Sitangjang-Karl 0-1 Jón hafði hvítt á 2. borði gegn góðkunningja okkar frá síðasta Reykjavíkurmóti, Utut Adianto, sem fyrir þessa skák hafði unnið átta í röð og þegar tryggt sér stór- meistaraáfanga. Jón virtist þó ekki taka mikið mark á þessari sigur- göngu heldur beinlínis ,jarðaði“ strákinn í 3 leikjum. Eftir hróks- fóm í 18. leik, sem Utut áræddi ekki að þiggja, var staða hans rúst- ir einar. Hvítt: Jón L. Ámason. Svart: Utut Adianto (Indónesíu). Caro-kann vöm 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. f4!? e6 8. Rf3 Bd6 9. Re5 Bxe510. fxe5 Re7 11. h5 Bh7 12. c3 c5 13. Dg4 Hg814. Bc4 cxd415.0-0 Dc7 17. b3 dxc3 18. Ba3 Rbc6. 19. Hxf7! Dxe5 20. Bxe6 c2 21. Hafl Bd3 22. Bd7+ Kd8 23. Bxc6 1-0 Mikill mannfjöldi safiiaðist sam- an við borðið hjá Jóni og Utut meðan á flugeldasýningunni stóð. Rétt í þann mund er sýningunni lauk hófet önnur viðlíka skemmti- leg í skák Jóhanns á 1. borði. Hvítt: Ardiansjah (Indónesíu) Svart: Jóhann Hjartarson. Drottningarindversk vöm I. d4 Rffi 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Bg2 c6 8. Dc2 Indónesinn teflir þessa marg- þvældu byijun heldur linkulega. Hér er algengast að leika 8. Bc3 d5 9. Rbd2 og síðan 10. Re5. Áætl- un sú sem hvítur fylgir í næstu leikjum ber ekki vott um mikið áræði og Jóhanni tekst að sýna fram á að drottningin er illa stödd á c2 og biskupinn vita máttlaus á el. 8. - 0-0 9. Hdl Rbd7 10. Bel Hc8 II. Rbd2 c5 Nú fer að fara um hvítu drottn- inguna. Hvítur reynir að svara þessum leik með framrás e-peðsins en kemur fyrir lítið. Þrýstingur svarts á c-línunni veldur honum miklum óþægindum. 12. e4 cxd4 13. exd5 exd5 14. Rxd4 b5! 15. Rf5 bxc4 16. bxc4 Rb6 16. Dc3 g6! 17. Rxe7 Dxe7 18. c5 Peðið er dauðans matur en hvit- ur kýs fremur að láta það af hendi á þennan hátt og vonast til að færa sér í nyt leppun svarts hróks á c5. 18. - Hxc519. Da3 Be2 20. Hdcl Hxcl!! 21. Dxe7? Gín við agninu. Eftir skákina iðraðist Indónesíumaðurinn þess að hafa ekki tekið frekar hrókinn á cl. I þeirri stöðu er svartur sælu peði yfir en á töluvert í land með vinninginn. Nú vinnur Jóhann mikið lið fyrir drottningima: 21. - Hxal 22. I)xf6 Hxel+ 23. Bfl Rc4 24. Dd4 Hdl 25. Kg2 Bxfl + Hvítur gafet upp, enda tapar hann bæði riddara og biskupi. Meðan þessu fór fram átti Karl alls kostar við sinn andstæðing og innan tíðar var staðan orðin 3-0 fyrir Island. Stífri sókn hjá Karli lauk með sigri eftir 37 leiki - kær- kominn sigur hjá þessum yngsta liðsmanni íslensku sveitarinnar. Margeir beitti fyrir sig Sikileyj- arvöm og fékk snemma gott tafl. Eitthvað gekk honum þó erfiðlega að færa sér þetta í nyt, enda tefldi sá austurlenski hvasst og frísklega. Biðstaðan er þessi: Margeir Handoko Margeir lék biðleik. Þótt hann sé peði yfir er staðan þröng og erfitt að tefla til vinnings án þess að taka mikla áhættu á tapi. Við spáum jafntefli. Bandaríkjamenn efstir Bandaríkjamenn skutust upp í efeta sætið í gærmorgun er þeim tókst að vinna biðskák sína gegn Ungveijum. Þeir treystu stöðu sína enn síðar um daginn með 3-1 sigri yfir spútniksveit Spánveija. Önnur helstu úrsht: Sovétríkin-Búlgaría 2,5-1,5 England-Rúmenía 2,5-0,5 + bið Ungveijaland-Tékkóslóvakía 2-2 Júgóslavía-Kína 2-2 Staðan á toppnum er þá þessi: 1. Bandaríkin 2. England 3. Sovétríkin 4. Ungverjaland 5. Spánn 6. ísland 29,5 31 + bið 29.5 28.5 28 27 + bið 7.-10. Búlgaría, Tékkóslóvakía, Júgóslavía, Kína 26,5. Okkur er ekki kunnugt um óloknar biðskák- ir hjá næstu sveitum en ólíklegt er að nokkur sveit hafi náð að velta okkar mönnum úr 6. sætinu þegar biðskákir hafa verið tefldar nú í morgun. Þetta þýðir að í dag, í 12. umferð, tefla saman á efeta borði ísland og Bandaríkin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.