Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986. Sviðsljós JOLAFÖNDUR: Könglakerlingar, englar, kertastjakar og fleira. BLAÐIÐ FYRIR ALL \ Deiltum erfingja fursta- dærmsins Rainier fursti er orðinn þreyttur á að bíða eftir að Albert sonur hans festi ráð sitt. Auk þess vill Albert miklu heldur vera verslunarmaður heldur en stjórna Monaco. Og í nýút- kominni bók eftir systurson furstans á Karólína að taka við furstadæminu þar til sonur hennar, Andrea, verður myndugur. Á Rainier að hafa til- kynnt Vatikaninu þessa ákvörðun sína. Ekkert hefur heyrst frá Karólínu og Stefano varðandi þetta mál en hirðin ku yggla sig. Það var nefni- lega ekkert leyndarmál að Vatikanið neitaði á sínum tíma að samþykkja skilnað Karólínu og Philippe Junot og þar með inngöngu hennar í það heilaga með Stefano Casiraghi. Og það væri því að bera í bakkafullan lækinn að gera Andrea litla, son ít- ala, að erfingja furstadæmisins. Thatcher varpar önd- inni léttar Mark Thatcher opinberaði trúlofun sína heima hjá foreldrunum. Mark, sonur Margaret Thatcher, hefur undanfarin ár flögrað milli ríkra stúlkna í Texas eins og fiðrildi milli blóma. Móðurinni til mikils léttis hefur hann nú fest ráð sitt og tilkynnti hann trúlofun sína og Dí- önu Bergdorf núna á dögunum. Mark og hin tilvonandi, sem er dóttir bílasala, hafa þekkst í eitt og hálft ár. Þau hittust í Dallas þar sem Mark vinnur sem fulltrúi fyrir enskt fyrirtæki. Mark var þá með Karin Fortson sem óð í peningum. Thatcher leyndi því ekki að hún vonaðist til þess að fá Karin fyrir tengdadóttur en venju sinni sam- kvæmur breytti Mark þvert gegn vilja móðurinnar. Díana er nú svo sem heldur enginn öreigi þar sem hún á nokkrar milljónir í handrað- lanum. Karólína er talin líklegur stjórnandi í Monaco þar til sonurinn Andrea verður myndugur. Framhaldssagan Lifandi lík, handavinna, Vikueld- húsið, barnaefni, vídeó, kross- gátur, myndasögur og allir hinir föstu þættirnir. Karólína Lárusdóttir myndlistarkona: „Skammdegið virkar svo bjart í ár." Viðtal og myndir af verkum hennar. Bókakynning Vikunnar: Kafli úr nýrri bók Fríðu Á. Sigurðar- dóttur, Eins og hafið, og viðtal við höfundinn. HOLLYWOODKEPPNIN Æft og undirbúið í Broadway. íslenskur skóli í London - „Að rækta íslendinga..." Eurythmics á poppsíðu og fl. og fl. VIKAN ER FJÖLBREYTT AÐ VANDA Öldrunarmál, 3. þáttur: Lög um málefni aldraðra Öskubuskuævintýri um Jannike Björling/Borg. SVALA THORLACIUS lögfræðingur ræðir um kynferðisafbrot og margt fleira í VIKU-viðtalinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.