Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986. Stjómmál Svavar: Er 1. sætið í hættu? Guðrún: Gæti keppt við formann- inn um efsta sætið. Þröstur: Hefur sótt mjög á eftir því sem nær dregur forvalinu. Forval Alþýðubandalagsins í Reykjavík: Riðlun fylkinga eykur óvissu um úrslit á Meðan útlit var fyrir að Ólafur Ragnar tæki þátt í forvali AB i Reykjavík, sem fram fer um þessa helgi, var sagt að það myndi valda svo mikilli óvissu um niðurstöður að engin leið væri að spá um úrslit. Þá voru myndaðar alls konar „blokkir" með og á móti þessum og hinum. Þrátt fyrir allt virtust línur þá nokkuð skýrar, nema milli verka- lýðsforkólfanna Asmundar Stefáns- sonar og Þrastar Ólafssonar. Fyrst eftir að ljóst varð að Ólafur Ragnar var hættm- við þátttöku og farinn yfir í Reykjaneskjördæmi töldu menn að allt yrði rólegra í forvalinu og niðurstöður lægju nokkuð ljósar fyrir um úrslit. Þetta hefur nú heldur betur breyst, óvissan er meiri en nokkru sinni. Ástæðan er einföld. Allar „blokkir“ og fylkingar hafa riðlast eftir að Ólafur hætti við. Meira að segja flokkseigendafélagið, sem ævinlega hlýðir kalli foringja sinna, hefur klofhað upp, hvað þá aðrar fylkingar. Aðeins eitt ér ljóst, „lýðræðiskynslóðm" og æskylýðs- fylkingin ætla að tryggja Guðrúnu Helgadóttur 2. sætið og allt útlit er fyrir að það takist, alla vega ætti Guðrún að vera örugg um eitt af þremur efstu sætunum sem og for- maðurinn, Svavar Gestsson. Efsta sætið Undir öllum venjulegum kringum- stæðum ætti Svavar Gestsson að vera öruggur um efsta sæti listans. Kunnugir telja að honum sé þó ekki alveg rótt um þessar mundir vegna þess hve sterk fylking Guðrúnar Helgadóttur er. Munu margir ætla að kjósa Guðrúnu í efeta sætið til að tryggja henni öruggt sæti sem gæti orðið til þess að Svavar félli niður í 2. sætið á listanum. Slíkt myndi verða tahð meiri háttar slys og hnekkir fyrir formanninn. Þeir sem best þekkja til eru ekki í neinum vafa um að þau Svavar og Guðrún verði í tveimur efetu sætunum, spumingin er aðeins hvort verður í hvoru sæti. Um tima var talið að Ásmundur Stefánsson gæti blandað sér í barátt- una um 2. sætið. Nú hallast menn að því að svo verði ekki og er ástæð- an fyrst og fremst sú að hann hefur ekki jafh óskorað fylgi verkalýðs- armsins og tahð var og ekki heldur flokkseigendafélagsins en þessar fylkingar eru klofnar milh hans og Þrastar ólafesonar. Baráttan um 3. sætið Þrír menn eru taldir blanda sér í baráttuna um 3. sætið, Þröstur, Ás- mundur og Guðni Jóhannesson, formaður ABR. Hann tilkynnti þátt- töku sína í forvalinu eftir að fram- boðsfresturinn rann út og varð af nokkur hvellur eins og menn eflaust muna. Guðni tilheyrir „lýðræðis- kynslóðinni" og mun hún setja Guðna í 3. sætið. Hann er einnig talinn njóta stuðnings unga fólksins að hluta sem og margra almennra félagsmanna í Reykjavík, þó ekki væri fyrir annað en að hann er for- maður félagsins. Þegar Ásmundur Stefánsson til- kynnti um þátttöku í forvalinu var talið að hann nyti víðtæks stuðnings bæði verkalýðsarmsins og flokkseig- endafélagsins. Það hefur nú komið í ljós að sá stuðningur er ekki jafh víðtækur og búist var við, Þröstur Ólafeson heggur þar stærra skarð en ménn ætluðu. Þá er og ljóst að Ásmundur ætlaði að nota sviðsljósið í kringum formannafund ASI sér til firamdráttar. Þröstur ólafeson, „guð- faðir“ febrúarsamninganna, virtist ætla að stela senunni aftur með sam- þykkt Dagsbrúnar um frestun samninga um það sem að ríkisvald- inu snýr framyfir kosningar í vor. Ásmundur sá þetta og fékk meiri- hluta VMSÍ og formannaráðstefnu ASÍ til að hafna þessari hugmynd Þrastar. Þess í stað fékk Ásmundur VSl til samninga daginn eftir for- mannaráðstefnuna. Sviðsljósið var hans. Mótleikur Þrastar Dagsbrún, höfuðvígi Þrastar, greip þá til þess að samþykkja á stjómar- fundi sl. miðvikudag ályktun sem ekki var hægt að skilja á annan hátt en þann að Dagsbrún væri að ganga út úr samningaviðræðunum Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson og óska eftir sérviðræðum. Þröstur ræddi við fréttamenn um málið og varpaði fram sprengju. Formaður Dagsbrúnar gengur út, sagði Þröst- ur. Guðmundur J. gekk ekki út en gat afeakað það sem formaður VMSÍ. Halldór Bjömsson varaform- aður kemur aftur á móti ekki nálægt samningunum. Þama náði Þröstur í allsterkan geisla af sviðsljósinu og heldur honum alla vega til morguns. Stuðningsmenn Þrastar Ólafeson- ar hafa sent frá sér áróðursfjórblöð- ung, það hafa flestir ffambjóðendur gert. Það vekur hins vegar mikla athygli hverjir skrifa undir fyrir Þröst sem stuðningsmenn. Þar er að finna nöfri eins og Gunnar Gunnars- son, framkvæmdastjóra Starfe- mannafélags ríkisstofnana, Pál Bergþórsson veðurfræðing, Erling Viggósson, frægan kosningabar- áttumann, Guðmund J„ Tryggva Emilsson, Sigursvein D. Kristinsson tónlistarskólastjóra, Silju Aðal- steinsdóttur bókmenntafræðing, Halldór B. Runólfeson listfræðing, Halldór Guðmundsson hjá Máli og menningu og Leó Ingólfeson raf- eindavirkjd. Þetta er feiknarlega sterkur hópur. Páll Bergþórsson er sterkari en margan grunar í gamla sósíalistahópnum og flokkseigenda- félaginu. Gunnar Gunnarsson, Silja og Leó Ingólfeson sýna líka styrk Þrastar og enginn skyldi vanmeta menn á borð við Guðmund J. og Tryggva Emilsson þegar þeir beita sér. Það er mat þeirra sem gerst þekkja til að Þröstur Ólafeson hafi mjög sótt á síðustu dagana og enginn þor- ir að spá um hvor þeirra, Þröstur eða Ásmundur, nær 3ja sætinu. Þeir eru fleiri sem spá því að Guðni nái því ekki. Aðrir frambjóðendur eru taldir fjarri því að blanda sér í bar- áttuna um 3ja sætið. Óvissan alger um 4. sætið í byrjun forvalsbaráttunnar var talið að Álfheiður Ingadóttir gæti komið til greina í 3. eða 4. sæti en það er ekki talið líklegt lengur. Álf- heiður nýtur stuðnings flokkseig- endafélagsins en eftir að það klofnaði upp minnka möguleikar hennar. Einnig fer þvi fjarri að ein- hugur sé meðal kvenna í ABR um stuðning við hana. Konur munu ekki síður styðja Olgu Guðrúnu, að því er fróðir menn telja. Það er því mikil óvissa um hver hreppir 4. sæt- ið. Þar geta lent annaðhvort Þröstur eða Ásmundur, Guðni Jóhannesson, Álfheiður Ingadóttir eða Olga Guð- rún. Jafrivel Pálmar Halldórsson kemur til greina í það sæti, en allt fer þetta eftir því hvemig atkvæði manna dreifast í kjörinu 200 nýir félagar Á síðustu dögum hafa 200 nýir fé- lagar gengið í ABR. Hér er að sjálfeögðu um smölun að ræða fyrir forvalið. Talið er að stuðningsmenn Þrastar hafi komið með um helming- inn af þessum fjölda. Vitað er um 50 Þrastarmenn sem komu inn á einu bretti. Tahð er að fjöldinn, sem tekur þátt í forvalskosningunni, verði milli 600 og 800 manns. Félag- ar í ABR losa eitt þúsund. Á mið- vikudaginn sem leið voru síðustu forvöð að skrá nýja félaga inn í fé- lagið þannig að það verða ekki fleiri sem bætast við. Verkalýðssætið Um langt órabil hefur formaður Dagsbrúnar skipað öruggt sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykja- vík. Nú verður það ekki. Miðað við fyrra kjörfylgi og breyttar kosninga- reglur ætti AB að fá 3 menn kjöma í Reykjavík. Fái Ásmundur 3ja sætið segja menn að það skipti ekki máli hvort formaður Dagsbrúnar eða for- seti ASÍ skipi sætið. Aðalatriðið sé að maður úr verkalýðshreyfingunni fái ömggt sæti. Nái Þröstur sætinu segja menn að þar með haldi Dags- brún sínu sæti. En menn tala líka um það sem meiri háttar slys ef for- seti ASÍ nær ekki ömggu sæti. Einnig spyrja menn: Hvað gerir Ás- mundur Stefánsson þá? Aðrir benda á hættuna á því að Dagsbrúnarmenn móðgist ef þeirra maður nær ekki ömggu sæti. Þama er flokkurinn því milli steins og sleggju. Þeir em líka til verkalýðssinnamir sem em óánægðir með þá báða Þröst og Ásmund og kalla þá „hagfræð- ingagengið" í verkalýðshreyfing- unni. Þeir hafi hvomgur unnið sig upp innan verkalýðshreyfingarinn- ar. Þeim hafi verið rétt allt upp í hendumar. Þessi hópur, sem er all- stór, sem og róttækasti hópurinn innan ABR, sem er best skipulagð- ur, mun því ætla að styðja Guðna Jóhannesson. I bæklingi, sem stuðn- ingsmenn Guðna hafa sent frá sér, er skotið fast á verkalýðsfoiystuna og talað um nauðsyn „endurreisnar verkalýðshreyfingarinnar og afnám vinnuþrælkunar". Harðara er vart hægt að gagnrýna verkalýðsforyst- una. Því er það eins og í upphafi þessa fréttaljóss sagði, óvissan hefur ekk- ert minnkað við það að Ólafur Ragnar hætti við þátttöku í forval- inu. Sennilega hefði orðið meira fjör í forvalsbaráttunni ef hann hefði verið með, alla vega á yfirborðinu, en skotgrafahemaðurinn, sem nú á sér stað, minni. -S.dór Stefán norður að gera liðskönnun ]án G. Ifeuksson, DV, Akureyri: Stefan Valgeirsson þingmaður kom í gær iil Akureyrar til að kanna liðs- afla vegna hugsanlegs sérframboðs. Hann heldur fund með stuðnings- mönnum sínum á laugardag og fær þá að sjá undirskriftalistana. Eftir það ráðgast hann við helstu stuðnings- menn sína. Búist er við yfirlýsingu frá honum á mánudag, 1. desember, um það hvort hann fari fram eða ekki. „Ég er ekki búinn að ákveða eitt eða neitt varðandi sérframboð," sagði Stefán við DV í gær. „Ég er hinn róleg- asti. Ég bíð bara og ætla að skoða undirskriftalistana um helgina.“ Haraldur M. Sigurðsson, sem stjóm- að hefur undirskriftasöfhuninni á Akurevii, sagðist í gær ekki vilja segja til um hve margir væru búnir að skrifa sig á undirskriftalistana. „Við ætlum ekki að gefa upp hve margir hafa skrifað sig en Stefán hefur gott fylgi,“ sagði Haraldur. Fari svo að Stefán bjóði sig ekki fram verða listamir brenndir í votta viðurvist. Menn velta því mjög fyrir sér hveij- ir fari hugsanlega fram með Stefáni. Ljóst er að þar verður Akureyringur að vera í góðu sæti en enginn Akur- eyringur er í þrem efstu sætum á lista Framsóknarmanna, B-listanum. Meðal annarra líklegra, sem nefhdir em á sérframboðslista Stefáns, em Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri á Raufarhöfri, Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri á Þórshöfn, og Þó- rólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Þórshöfn. Er rætt um að þessir menn muni skipa efstu sæti listans verði af sérframboði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.