Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986.
Spumingin
Ertu farin(n) að
undirbúa jólin?
i
Sveinn Sölvason prentari: Ég er ekk-
ert farinn að huga að jólaundirbún-
ingnum. Ég geri það aldrei svona
snemma. Það er viss jólastemmning
að vera á hlaupum síðustu dagana
fyrir jól með allt á síðasta snúningi.
Ragnheiður Garðarsdóttir tækni-
feiknari: Ég finn að jólaskapið er
komið. Ég er farin að huga að undir-
búningnum en ekki í sambandi við
baksturinn. Það ætla ég að láta bíða
þangað til ég er komin í stuð. Það
er alltaf gott að finna nlýjuna sem
streymir frá öllum þegar jólin nálg-
ast.
Laufey Kristinsdóttir verslunarmað-
ur: Svona svolítið. Ég er farin að
hugsa fyrir jólagjöfum og fötum til
að vera í yfir hátíðina. Það er ekki
seinna vænna að fara að huga að
þessum málum á meðan eitthvað er
til í bænum.
Sigurjón Grétarsson skrifstofumað-
ur: Það verður nú ekki fyrr en upp
úr mánaðamótum. Ég er að vísu bú-
inn að kaupa eina jólagjöf til að fá
angann af jólaskapinu.
Jón Jónsson bankastarfsmaður:
Ekkert sérstaklega. Ég finn óneitan-
lega fyrir því að jólin eru að nálgast,
mér líður alltaf betur þegar nær
dregur jólum. Ég er farinn að skoða
í búðargluggana en ætla að hefja
jólainnkaupin upp úr mánaðamót-
um.
þessum mánuði er ég alltaf farinn
að hugsa til bama og barnabama
með jólagjafimar. Ég hef mjög gam-
an af að gíeðja alla um jólin, sérstak-
lega yngstu kynslóðina. Ég er í
jólaskapi allan ársins hring þó það
aukist þegar nær dregur jólum.
DV-myndir KAE
Lesendur
Það á að upplýsa
almenning um Hafskipsmálið
S.J. skrifar:
Ég er mjög ánægður með frétta-
mennskuna almennt í dag hvort sem
það lýtur að dagblöðum, útvarpi eða
sjónvarpi og því sérstaklega ánægð-
ur með þátt þeirra í að upplýsa
almenning um Hafskipsmálið og af-
glöpin er þar vom framin. Svona
mál em alls ekki einkamál „prúðu-
leikaranna við Austurvöll“, við
þurfum jú að gjalda fyrir þessi herfi-
legu mistök þó sökin sé ekki okkar
heldur þeirra. Það er sem sagt „litli
maðurinn" sem þarf súpa seyðið af
þessum mistökum og það kemur í
hans hlut að borga alla vitleysuna.
Síðan lendir „litli maðurinn" á fyll-
iríi eða spítala út af áhyggjum
hvemig hann á að borga alla vitleys-
una og þá er enn þá meiri þörf fyrir
hjálparsjóð hans Alberts i Utvegs-
bankanum. En þá er hjálparsjóður-
inn hans Alberts bara tómur út af
allri Hafskips-vitleysunni.
Við vitum öll að þetta Hafskipsmál
er algjör hneisa og engan veginn
afeakanlegt. Þótt allir ráðamennim-
ir, er fengu borgað fyrir að fylgjast
með gangi mála, bendi hver á annan
og kannist ekki við neitt þá vitum
við hin betur. Það sem þó er furðu-
legast við þetta allt saman er að
engum virðist detta í hug að draga
seglin saman svo gjaldþrotið yrði
kannski ekki eins slæmt og það blas-
ir við núna.
Mér er algjörlega óskiljanlegt að
þessir menn skuli komast upp með
þetta. Fyrir hvað er bankastjómnum
borgað eiginlega? Það þýðir heldur
ekki að vera vitur eftir á þegar um
milljónir króna er að ræða, það gefúr
augaleið að menn í svona ábyrgð-
armiklum störfum verða að vera
vitrir núna. Ef við setjum nú dæmið
upp þannig að þessir menn hefðu
verið að vinna fyrir einkafyrirtæki
þá gefur það náttúrlega augaleið að
einhver (líklega framkvæmdastjóri
viðkomandi fyrirtækis) af þeim
myndi bera ábyrgð á gífurlegum
mistökum sem þessum. Það myndi
ekki þýða þá að segja „æ-i, hættið
að reyna skella skuldinni á mig, ég
gerði ekkert, ég veit ekkert um þetta
mál, ég bara kannast ekkert við
þetta“ og svo eigum við hin að borga
brúsann þegjandi og hljóðalaust.
Böm í bamaskóla hefðu stjómað
þessu betur því það er ekki fræðileg-
ur möguleiki að stjóma þessu verr
en staðan er í dag og ef það er hægt
þá eru þeir einir um það.
Það verður að breyta núverandi
bankakerfi ef slík herfileg mistök
eiga ekki að endurtaka sig. Það
væri líklega eina lausnin við vanda-
málum sem þessum að einhverjir
bæm ábyrgð á rekstrinum. Það ætti
að veita viðkomandi stjómarmönn-
um aðhald og sjá til þess að svona
furðuleg mistök yrðu ekki endurtek-
in.
HAFSKIP
„Það verður að breyta núverandi bankakerfi ef slík herfiieg mistök eiga
ekki að endurtaka sig.“
Óréttlát afjgreiðsla
á billjardstofu
Brosmildir bílstjórar
1798-9103 skrifar:
Mig langar að taka undir gagnrýni
þá sem kom fram í lesendasíðu DV
um daginn á billjardstofúna fyrir ofan
Kjöt og fisk í efra Breiðholtinu.
Forráðamenn billjardstofúnnar
virðast beita reglum eftir því hvort
þeir þekkja viðkomandi eða ekki. Ég
á heima í Breiðholtinu en fer frekar
niður í bæ til að spila billjard en að
fara þangað. Ég get nefnt eitt dæmi
er ætti að skýra þetta aðeins. Aldurs-
takmarkið til að fá að spila billjard
er 14 ára. Nýlega var ég þama og var
mér meinað að spila á þeirri forsendu
að ég væri ekki orðinn 14 ára. Benti
ég þá á stráka sem em yngri en ég
og viðkvæðið hjá forráðamönnunum
var: „Þeir líta út fyrir að vera 14 og
því mega þeir spila.“
Mér finnst bara skrambi hart að eig-
endumir geta túlkað þessar reglur
eins og þeim sýnist, reglumar hljóta
að eiga ganga yfir alla, útvaldir kunn-
ingjar eiga ekki að hafa sérstöðu.
Andrea Þórðardóttir hringdi:
Ég hringi fyrir hönd fjcfrtén
skólasystkina minna og viljum við
koma á framfæri þakklæti til
þriggja rútubílstjóra á Selfossi er
gerðu okkur daginn mjög ánægju-
og eftirminnilegan.
Fyrir skömmu ákváðum við
skólasystkinin að fara austiu yfir
íjall í síðdegiskaffi. Við ætluðum
til Selfoss en þar sem við vorum
ókunnug staðháttum þar og áttum
erfitt með að rata á leiðarenda
vom bílstjóramir svo ljúfir að þeir
keyrðu okkur upp að dyrum á
Lesandi hringdi:
Mikið hefur verið rætt um sjúk-
dóminn eyðni og hefur strax orðið
vart hræðslu fólks gagnvart þess-
um sjúkdómi sem er svo sem engin
furða. En mér finnst bara þjónust-
an við þá er hugsanlega bera
þennan sjúkdóm alls ekki nógu
góð.
Fólk, er telur sig hugsanlega
vera með þennan hryllilega sjúk-
dóm og vill láta kanna það, hefur
alls ekki úr miklu að velja. Mér
áfangastaðnum. Ekki nóg með
það, heldur komu þeir seinna um
kvöldið og sóttu okkur og keyrðu
aftur til Reykjavíkur.
Okkur finnst þessi þjónusta sér-
leyfishafanna á Selfossi alveg
skara fram úr öllu því sem við
þekkjum, þeir vom svo hjálpíúsir
og liðlegir í alla staði að það var
alveg með eindæmum og þetta
gerðu þeir allt með bros á vör.
Frá okkur, fjórtán skólasystkin-
unum, streymir innilegt þakklæti
og hlýjar hugsanir í þeirra garð.
geisar
skilst að það sé aðeins einn dagur
í viku sem hægt er að láta athuga
slíkt en það er á miðvikudögum
milli klukkan 18 og 19. Þessi til-
högun getur komið sér mjög illa
fyrir fólk og verið þess valdandi
að það trassar að fara í skoðun og
á meðan geisar veiran í líkaman-
um. Fyrst verið er að bjóða sér-
staka þjónustu fyrir eyðnisjúkl-
inga á hún líka að vera á tímum
er fólk getur notið hennar.
HRINGIÐ í SÍIVIA
27022
IVIILLIKL. 13 OO 15
EÐA SKRIFIÐ
Niðurdrepandi
efni í
sjónvarpinu
Ein óánægð skrifar:
Mér finnst sjónvarpinu bæði hafa
farið fram og einnig aftur að nokkm
leyti og í því sambandi vil ég nefiia
að ljóðaþátturinn sem var á þriðju-
dagskvöldið hinn 18. nóvember var
alveg himdleiðinlegur og einnig sýnd-
ur á mjög óheppilegum tíma. Hann
var sýndur á besta tíma kvöldsins þeg-
ar fjölskyldan vill sitja fyrir framan
sjónvarpið og slappa af og horfa á eitt-
hvað líflegt og skemmtilegt. Mér
fannst þessi þáttur hreint og beint
ömurlegur og ég var sko alls ekki ein
um það heldur var öll fjölskyldan á
sama máli hvað þemian þátt varðaði,
meira að segja amma mín sem er mið-
aldra og ætti einna helst að hafa
gaman af slíku efiii. Vil ég vinsamleg-
ast koma þessu á framfæri til sjón-
varpsins svo það taki kannski til
greina að hætta að sýna svona niður-
drepandi efiii er enginn hefur minnstu
ánægju af.
Það vantar Ifflegt og skemmtilegt afþreyingarefni í rikíssjónvarpið.