Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 28
40 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986. AndJát Ari L. Jóhannesson fv. yfirverk- stjóri lést 20. nóvember sl. Hann fæddist 2. febrúar 1910 að Skálmard- al í Múlahreppi, Barðastrandarsýslu, sonur hjónanna Oddnýjar Guð- mundsdóttur og Jóhannesar Guðmundssonar. Eftirlifandi eigin- kona Ara er Ásgerður Einarsdóttir. Þeim hjónum varð þriggja sona auð- ið. Áður hafði Ari eignast eina dóttir. Hann helgaði stærstan hluta starf- sævi sinnar störfum tengdum flug- inu, fyrst hjá Flugfélagi íslands á Akureyri en þar hóf hann störf 1944. Síðar varð hann verkstjóri hjá Flug- félagi íslands í Reykjavík, seinna Flugleiðum, og starfaði þar í ein 30 ár. Utför hans verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. Axelía Jónsdóttir frá Köldukinn lést þann 25. nóvember i Sjúkrahúsi Stykkishólms. Björn Bergsteinn Björnsson, Sól- heimum 30, lést af slysförum 26. þessa mánaðar. Útför Sigurástar Sturlaugsdóttur, Hjaltabakka 12, áður húsfreyju að Nýp á Skarðsströnd, fer fram frá Lágafellskirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 14. Sæmunda Þorvaldsdóttir, Silfur- götu 28, Stykkishólmi, verður jarð- sungin laugardaginn 29. nóvember kl. 13.30 frá Stykkishólmskirkju. Útför Ragnars Guðmundssonar, Núpi, Vestur-Eyjafjallahreppi, fer fram frá Ásólfsskálakirkju laugar- daginn 29. nóvember kl. 14. Tilkynningar Aðventusamkoma Digranes- safnaðar í Kópavogskirkju 1 Biblíunni er talað um bók, skrifaða utan og innan. Bækur Biblíutímans voru bók- roðlar. Það, sem utan á stóð.'var augljóst, en til þess að sjá letrið á innra borði varð að opna bókina. Aðventunni er eigi alls kostar ólíkt far- ið. Hún á sitt ytra borð, er blasir við öllum, en það hið innra, sem hún bendir á og býr yfir, er einatt ekki jafnáberandi. Með að- ventuhátíðum sínum vill kirkjan auðvelda þetta, að opna hugina fyrir boðskap að- ventutímans og helgra jóla, sem horft er fram til. Árleg aðventusamkoma Digranessafn- aðar verður í Kópavogskirkju sunnudag- inn 30. nóvember kl. 20.30. Kirkjukór Kópavogskirkju syngur und- ir stjóm Guðmundar Gilssonar og Kjart- ans Sigurjónssonar, Kór Öldutúnsskólans í Hafnarfirði syngur undir stjóm Egils Friðleifssonar og Bergljót Sveindóttir syngur einsöng, Gunnar Kvaran leikur á selló og Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu, Jón Baldvin Hannibalsson, alþm., flytur ræðu og Ingimar Erlendur Sigurðsson, skáld, les úr ljóðum sínum. Sören Jónsson, formaður sóknamefnd- ar, ávarpar samkomuna og endað verður á helgistund með almennum söng. Félag Snæfellinga og Hnapp- dæla í Reykjavík Ákveðið hefur verið að taka upp þá ný- breytni hjá félaginu í vetur að hafa sér- staka spiladaga þar sem spiluð verður félagsvist. Ennfremur er áformað að hafa önnurskemmtiatriði. Fyrsta spilaskemmt- unin verður haldin sunnudaginn 30. nóvember nk. í Sóknarsalnum að Skip- holti 50a og hefst kl. 14.30. Athygli er vakin á að þetta er tilraun og ef hún tekst vel þá verður önnur spilaskemmtun hald- inn sunnudaginn 8. mars nk. Mætið vel og stundvíslega og takið með ykkur gesti. Sýningar Þjóðleikhússins um helgina Tosca, Uppreisn og Valborg Óperan Tosca eftir Puccini er á fjölum Þjóðleikhússins í kvöld og sunnudags- kvöld. Elísabet F. Eiríksdóttir fer með hlutverk Toscu í kvöld en Elxn Ósk Óskarsdóttir á sunnudagskvöldið. Robert Becker syngur Scarpia og Kristján Jó- hannsson Cavaradossi. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Emilsson. í sýningunni tekur þátt hátt á annað hundrað manns að meðtöldum einsöngvurum, Þjóðleik- húskómum, drengjakór, aukaleikurum og sinfóníuhljómsveit. Síðasta sýning á ópe- mnni Tosca verður 14. desember. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa. Uppreisn á ísaflrði efitir Ragnar Am- alds hefur slegið í gegn svo um munar. Þegar em komnar á þriðja tug sýninga fyrir fullu húsi. Leikstjóri er Brynja Ben- ediktsdóttir og leikmyndahönnuður Sigurjón Jóhannsson. Alls taka um 50 manns þátt í leiknum en í aðalhlutverkun- um em Róbert Amfmnsson (Magnús Stephensen), Randver Þorláksson (Láms H. Bjamason), Kjartan Bjargmundsson (Skúli Thoroddsen), Lilja Þórisdóttir (The- odóra Thoroddsen), Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir (Díana) og Helgi Skúlason (Grímur Thomsen). Uppreisn er sýnd á laugardag kl. 20.00 og er það næst síðasta sýning fyrir jól. Valborg og bekkurinn eftir Finn Met- hling er sýnd í Leikhúskjallaranum á sunnudag kl. 16, með Guðrúnu Þ. Step- hensen og Karli Ágúst Úlfssyni í hlutverk- um Valborgar og bekkjarins. Þessi hlýlegi litli söngleikur fjallar í léttum dúr um ævi ekkjunnar Valborgar sem nú er orðin ást- fangin á ný. Hægt er að njóta kaffiveitinga á undan og meðan á sýningu stendur. nv AKUREYRI Starfskraftur óskast til að dreifa DV á Akureyri, þarf að hafa bíl til umráða. Upplýsingar á afgreiðslu DV, Skipagötu 13, Akureyri, milli kl. 13 og 19 í síma 25013. Nauðungaruppboð Af kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Jóns G. Briem hdl., Brynjólfs Kjart- anssonar hrl., Inga H. Sigurðssonar hdl., Guðjóns Annanns Jónssonar hdl. og fleiri verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðungaruppboði sem fram fer föstudaginn 5. desember 1986 kl. 16.00 við Tollvörugeymslu Suður- nesja, Hafnargötu 90, Keflavík: Bifreiðirnar: Ö-343, Ó-426, 0-839, Ö-1266, Ö-1458, Ö-1710, Ö-1860, Ö-2048, Ö-2144, Ö-2233, Ö-2384, 0-2774,0- 3217, 0-2417, Ö-3840, 0-4594, 0-5615, 0-5997, 0-6512, 0-6713, 0-6756, 0-7699, Ö-8025, 0-8581, 0-8905. J-193,J-400, X-1640, R-62077, 0-6120, Honda CB 750 C mótorhjól árg. '82 Efflinger dísillyftari, gulur að Irt, Massey Ferguson traktorsgrafa árg. '84. Ennfremur verða seld litsjónvörp, videotaeki, sófasett, sófaborð og homborð með lituðu gleri. Plötuspilarar, segulbönd, hátalarar, magnari og Nod kraft- magnari. Einnig 35 bindi af ritsafni Halldórs Kiljan Laxness og 5 bindi af Skútuöldinni. _________Uppboðshaldarinn í Keflavík I gærkvöldi Unda Ros Michaelsdóttir kennari: „Misskilið samkeppnina" Ég horfði á bjargvættinn í gær, það var horfandi á hann, ósköp venjulegur bandarískur þáttur. Þeim gamla missi ég aldrei af. Þessir tveir þættir eru ágætir til afþreyingar. Ég horfði líka á í örlagastraumi, hann er mjög spennandi. Fréttimar í sjónvarpinu eru alveg frábærar en ekki fréttatíminn. Hann er ágætur fyrir fólk sem hefúr nægan tíma og fjárráð en ég get ekki ímynd- að mér að einstæðar mæður og aðrir sem þurfa að vinna mikið hafi nokk- um tíma til að setjast niður og horfa á fréttimar. Ég held að Ingvi Hrafn hafi misskilið samkeppnina. Sjón- varpið á jú að þjóna hlustendum og það em 68% þjóðarinnar sem vilja hafa fréttimar á öðrum tíma. Frétt- imar em búnar að vera í ein 20 ár að þróast í það sem þær em núna Linda Rós Michaelsdóttir. þannig að sjónvarpið ætti engu að þurfa að kvíða hvað varðar sam- keppni. Fréttimar á Stöð 2 eiga langt í land til'ná fréttunum hjá ríkissjón- varpinu hvað varðar gæði. Annars var þátturinn í návígi nokkuð skemmtilegur, Jón Baldvin nokkuð góður en Svavar var eins og gatslitin plata. Þættir eins og Opperman þættimir em alveg nauðsynlegir öðm hverju til að minna á það sem gerðist og ágætir fyrir námsfólk sem er að læra söguna. Bylgjan er mjög gott vinnustaða- útvarp því þar er efnið brotið upp og það er ekki alltaf sama tuggan. Þættimir með Einari á sunnudags- morgnum em einir þeir bestu sem boðið er upp á. Vetrarfagnaður harmoniku- unnenda Félag harmonikunnenda heldur vetrar- fagnáð 29. nóvember kl. 21 í Risinu, Hverfisgötu 105. Allir velkomnir. Gallerí Listver Austurströnd 6, Seltjarnarnesi Þar stendur yfir málverkasýning Stein- þórs Marinós Gunnarssonar. Á sýning- unni eru 70 verk, olíumálverk, vatnslita- myndir, monotýpur (einþrykk) og olíukrítarmyndir. Haf og land er yfirskrift sýningarinnar og er yrkisefni Steinþórs minningar um leikvang æskuáranna í Þorpinu (Suður- eyri) sem er fjaran og ólgandi brimaldan og hafið í nálægð sinni. Einnig sækir hann myndefnið í öræfin og í nálægð náttúrunn- ar. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýn- ingar hér heima og erlendis. Hann sýndi seinast í Norræna húsinu ’82. Sýningin er opin dagana 22.-30. nóv. frá kl. 16.00-20.00 og um helgar kl. 14.00-20.00. Börn og foreldrar Bamabókadagskrá íslandsdeildar IBBY og Gerðubergs verður sunnudaginn 30. nóv. kl. 16.00 í Gerðubergi. Dagskrá verður sem hér segir: Sigrún Eldjárn les upp úr bók sinni ,,Bét- veir“. (B2) Þorvaldur Þorsteinsson les upp úr bók sinni „Skilaboðaskjóðan”. Iðunn Steinsdóttir les upp úr bók sinni „Jólasveinarnir". Leikarar Alþýðuleikshússins úr leikrit- inu „Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir", eftir ævintýri Kiplings í leikgerð Ólafs Hauks Símonarsonar, koma og flytja söngva. Húsið opnað kl. 15.00. Michael Voslensky ræðir um leiðtogafundinn í Reykjavík Dr. Michael S. Volensky, prófessor í Múnchen, flytur erindi á ensku og svarar fyrirspumum á hádegisfundi sem Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg halda sameiginlega í Átthagasalnum á Hótel Sögu laugardaginn 29. nóvember. Salarkynni verða opnuð klukkan 12. Fundurinn er aðeins opinn félagsmönnum og gestum þeirra. Umræðuefni dr. Volen- skys er: Leiðtogafundurinn í Reykjavík. 1. Hver vom hin raunverulegu ágreinings- efni? 2. Hin tvö kerfi: Hið opna, bandaríska þjóðfélag, og hið lokaða sovéska þjóð- félag. Er hægt að bera þau saman? Sé svo, þá hvemig? Dr. Phil. Amór Hannibalsson, dósent við Háskóla íslands kynnir ræðu- mann í upphafi fundar. Voslensky er höfundur hinnar heimsfrægu bókar um herrastéttina í Sovétríkjunum, „Nómenk- latúra", og er nú forstöðumaður Sovét- rannsóknastofnunarinnar í Múnchen, en áður var hann m.a. framkvæmdastjóri Afvopnunardeildar Sovésku vísinda-aka- demíunnar og starfsmaður Heimsfríðar- ráðsins. AEmæli inn 29. nóvember, Stefán Guð- mundsson, Eskihlíð 14, Reykjavík. Á afmælisdaginn ætlar hann ásamt eiginkonu sinni að taka á móti gest- um á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Kjarrvegi 13 í Foss- vogshverfi eftir kl. 17. 75 ára afmæli á í dag, 28. nóvember, Þorleifur Guðmundsson, Greni- mel 4, Reykjavík. Hann og kona hans, Guðrún Bergsdóttir, taka á móti gestum í Oddfellow-húsinu í dag kl. 16-19. 70 ára afmæli á í dag, 28. nóvember, Ágúst Jóhannesson, hafnarstjóri Keflavíkurhafnar, Óðinsvöllum 5, Keflavík. 85 ára verður á morgun, laugardag- inn 29. nóvember, Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ í Stein- grímsfirði, nú í Hrafnistu i Rvík. Hún ætlar að taka á móti gestum í Safnað- arheimili Bústaðakirkju á afmælis- daginn eftir kl. 17. 80 ára verður á morgun, laugardag- inn 29. nóvember, Svavar Sigfinns- son, fv. bifreiðastjórí, Máshólum 10, Breiðholtshverfi. Hann ætlar að taka á móti gestum á afmælisdaginn í veitingahúsinu Glóðinni í Keflavík milli kl. 15 og 18. Starfsafmæli Jóakim Elíasson á 40 ára starfsaf- mæli' hjá Rafveitu Selfoss í dag, 28. nóvember. Jóakim er 66 ára og á heima á Austurvegi 57, Selfossi. Hann hefur starfað víða og alls stað- ar verið vel kynntur. Fundur í dag: Siátrun laxfiska Einn helsti sérfræðingur úr hópi dýralækna í eldi og slátrun laxfiska, Sverra Ola Roald frá Noregi, mætir á Hótel Sögu í dag á opnum fundi og ræðir um þessi mál. Fundurinn hefst klukkan 16. Þessa dagana er haldið endurmennt- unamámskeið fyrir íslenska dýra- lækna sem snýst um fiskeldi og fisksjúkdóma. Fyrirlesarar eru bæði norskir og íslenskir. -HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.