Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986. Frjálst,óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 1-1, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Forval og samningar Tveir af helztu verkalýðsforingjum Alþýðubanda- lagsins heyja harða baráttu í forvali flokksins í Reykja- vík nú um helgina. Þeir Asmundur Stefánsson og Þröstur ÓLafsson berjast um að hljóta öruggt sæti á lista flokksins við næstu þingkosningar. Aðrir, sem koma til greina í efstu sætin, eru Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir. Ekki er víst, að flokkurinn geti fengið nema þrjá þingmenn kjörna í Reykjavík. Barátta þeirra fjögurra, sem nefnd voru, er því hin ákafasta. Illu heilli setja átök þeirra Ásmundar og Þrastar strik í reikninginn í kjarasamningunum. Þeir eru mjög á öndverðum meiði um, hvernig staðið skuli að samning- unum. Það spillir fyrir árangri í samningamálunum og verður launþegum til tjóns. Staða þeirra félaga fyrir forvalið og atkvæðaveiðar valda óskunda. Þeir reyna að stela sviðinu hvor af öðrum. Fréttir síðustu vikna sýna, hvernig þetta gerist. Launþegar höfðu til skamms tíma reiknað með, að kjarasamningar færu fram með svipuðum hætti og venjulega, nú þegar samningar verða lausir um áramót- in. En Þröstur Ólafsson kom með leikfléttu. Hann og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamanna- sambandsins og Dagsbrúnar, fengu samþykkt í Dags- brún, að nú skyldi aðeins stefnt að bráðabirgðasamning- um. Alvörusamningarnir yrðu látnir bíða þingkosninga og þess, að sæist, hvaða ríkisstjórn yrði við völd eftir þær. Þröstur ÓLafsson var því enn að leggja undir sig sviðið og reyna að marka stefnu fyrir alla verkalýðs- hreyfinguna. Asmundur Stefánsson snerist strax gegn þessari stefnu Þrastar. Ásmundur fékk því framgengt, að formannaráðstefna Alþýðusambandsins lýsti yfir um síðustu helgi, að nú skyldu gerðir alvörusamningar en ekki samningar til bráðabirgða. Meira að segja tókst að fá formannafund Verkamannasambandsins til að hafna hugmynd formanns síns, Guðmundar J., og óska eftir alvörusamningum. Ásmundur hafði því unnið sigur um sinn og stolið senunni af Þresti. Ásmundur fylgdi þessum sigri eftir. Næsta dag var lýst yfir, að Alþýðu- sambandið og Vinnuveitendasambandið hygðust reyna að semja fyrir fyrsta desember, sem sé á tæpri viku. Tækist slíkt eða miðaði verulega í viðræðum í þessari viku, hefði Ásmundur staðið með pálmann í höndunum fyrir forvalið. Verkalýðsmenn vænta þess, að í þessum samningum tækist til dæmis að hækka mikið laun hinna lægst launuðu. Margir vonast til, að hækka mætti lægstu laun úr 19 þúsund krónum á mánuði upp í 25-26 þúsund. Eftir er að sjá, hvernig fer um það. En Þröstur Ólafsson gat ekki látið Ásmund standa upp úr sem leið- toga. Þröstur lék því enn leik. Hann fékk Dagsbrún til að lýsa yfir í fyrradag, að félagið léti hvorki Alþýðusambandið né Verkamanna- sambandið semja fyrir sig. Dagsbrún leggur þungann á uppstokkun í frumskógi kauptaxtakerfisins og hefur því áberandi aðrar áherzlur en ASÍ-menn. Þessi samþykkt Dagsbrúnar olli taugatitringi í röðum samningamanna. Þröstur hafði enn tekið frumkvæðið. Vinnuveitendur telja fráleitt að semja án Dagsbrúnar. Staða Ásmundar var eyðilögð. Þetta er fjörug skák. En hún spillir einingu í verka- lýðshreyfingunni og gerir erfitt að taka fulltrúa launþega alvarlega að sinni. Haukur Helgason. „Eftirleikurinn reyndist auðveldur fyrir Ólaf, málfiutningur hans á miðstjórnarfundinum var eins og eftir kokkabók- um norska heimatrúboðsins, fundarmenn fögnuðu væntanlegum sigri nýrrar jafnaðarstjórnar með sigurglýju i augum og són í höfðinu, eins og á best lukkuðu bænasamkomum heittrúarsafnaðar." Hugmyndin í Heims- mynd er falsmynd Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, hugsuðu þeir sjálfetæðismenn á síð- astliðnu sumri, þegar þeir tóku til við að velta fyrir sér hvers konar stjómarmynstur kæmi helst til greina efitir kosningar á næsta ári. Þeir þrír menn, sem mestan sigur unnu í prófkjörum í haust, voru valdir til að viðra getspeki sína í hinu glæsilega tímariti stuttbuxna- deildar, Stefni; þetta vom auðvitað þeir Birgir, Friðrik og Halldór Blöndal. Eftir þurra en lögmannslega rök- semdafærslu komst Birgir að þeirri niðurstöðu að viðreisnarútgáfan væri litt traustvekjandi með nýjum formanni Alþýðuflokks; gagnkvæmt traust og náin vinátta viðreisnarár- anna rokin út í veður og vind milli þessara „aðila“. Álit Birgis á Jóni Baldna síst meira en Höllustaða- bónda. Þeir Frikki og Blöndal komust að ámóta niðurstöðu, ofur- litlum fölva hafði slegið á innileik- ann í garð Framsóknar og meira að segja hafði Halldór óljósan grun um að einhverjar væringar væru innan- flokks í Alþýðubandalaginu og það ekki nægilega trúverðugt þess vegna. ^ Þrátt fyrir það að þessir valin- kunnu sóma- og gáfumerfn gerðu sér fulla grein fyrir því að það þarf að minnsta kosti tvo til, líkt og Dansk- urinn segir, þá fannst engin niður- staða nema sú helst að Sjálfstæðis- flokkurinn gæti ekki stjómað með neinum nema sjálfum sér. Af þessu má sjá að hinn mesti viðvanings- bragur var á öllum þeirra vangavelt- um. Stjórnarmyndun í HEIMS- MYND Það var hins vegar enginn minnsti vottur viðvaningsbrags þegar Ólafur Ragnar, hinn víðfrægi stjómmála- fræðingur, tók til við að leysa stjóm- armyndunardæmið. Þar em auðvitað hæg heimatökin enda em pólitísk módel allt í senn hans lær- dómur, lífestarf og leikur. Eins og við hugljómun spratt lausnin fúll- sköpuð út úr lokkaprýddu höfði hans, líkt og Pallas Aþena úr höfði Seife forðum. Afeprengi óvenju fjöl- þættrar pólitískrar reynslu og mikils lærdóms kallaði Ólafur jafnaðar- stjóm, stjóm Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista. Nú var heldur en ekki handagang- ur í öskjunni við að koma hugmynd- inni á framfæri með sém mestum glæsibrag. Keyra hana í gegnum alla fjölmiðla, sem ærið er af, og rúlla svo yfir foiystu flokksins, sem ekki bar hönd fyrir höfuð sér, og stækkaða miðstjóm. Það tókst án þess að Kjallarinn Garðar Sigurðsson þingmaður fyrir Alþýðubandalagið nokkur æmti eða skræmti, enda hafði Ólafur strax í upphafi kynnt hugmynd sína sem stefriu Alþýðu- bandalagsins, án þess að nokkur stofnun flokksins hafði svo mikið sem verið spurð. Þetta er kallað „að hanna at- burðarás" á fagmáli stjómmálafræð- inga. Eftirleikurinn reyndist auðveldur fyrir Ólaf, málflutningur hans á mið- stjómarfundinum var eins og eftir kokkabókum norska heimatrúboðs- ins, fundarmenn fögnuðu væntan- legum sigri nýrrar jafnaðarstjómar með sigurglýju í augum og són í höfðinu, eins og á best lukkuðu bænasamkomum heittrúarsafnaðar. „Fólkið í landinu" og „félagshyggju- öflin“, eins og Ólafur segir svo oft, höfðu myndað stjóm; ráðherralisti birtur með pompi og pragt, að visu án Hjörleifef?). Ólafur Graham trúði því heitt að stjómin myndi pluma sig vel. Formsatriðin ein voru eftir Ólafur kann allt - nema telja „Jafiiaðarstjómin“ var svo gott sem í burðarliðnum. Ólafur og félag- ar vom komnir í ljósmóðursloppana, og miklar hríðir fóm um flokka þá og samtök sem meinta aðild áttu að króganum en kollhríðin lét á sér standa. Jón Baldvin neitaði „alfar- 'ið“, eins og nú er sagt, minnstu hlutdeild í „jafnaðarfóstrinu“., sem hann taldi aðeins mislukkað hugar- fóstur formanns framkvæmdastjóm- ar; Jón taldi kvennalistaliðið ekki samstjómarhæft. Oft ratast kjöftug- um satt á munn. Kvennalistinn, hinn pólitíski misskilningur, gaf heldur ekkert út á „hugmynd" Ólafe og fé- laga, enda svo sem sama hvorum megin hiyggjar hann liggur. Jón svaraði með því að leggja sjálf- ur fram ráðherralista af sinni hálfu, að sjálfsögðu mjög hógværan, að hans hætti, og reyndist tilbúinn til að halda fram hjá öllu þessu liði og þá með íhaldinu. Ekki er því að neita að ofurlitlir agnúar virðast vera á því að mynduð verði svokölluð „jafnaðarstjóm" samkvæmt þeim Ólafi. Að vísu hefur ekki annað skeð en það að eins og tveir þriðju þess liðs er horfið „út úr myndinni", eins og sagt er í nú- tímamáli, sem mynda átti stjómina. Það getur varla talist mikið vanda- mál pólitískra módelsmiða en hins vegEir öldungis ófært ef tillit er tekið til staðreynda; það gerir Ólafur ekki hversdags. Af hveriu ætti hann svo sem að taka mið af þeim? Það er hins vegar sýnu verra ef formaður- inn hefur látið dragast út í díki óraunsæis og fáránlegrar óskhyggju. En - að hveiju beindist óskhyggj- an? Að mynda stjóm sem afar fáir trúa að nokkum tíma geti gengið og líklegast endar með ósköpum. Allt þetta gildir þó engu. Ein- faldlega vegna þess að þetta lið hafði aldrei svo mikið sem skugga af „séns“ til að fá meirihluta (til guðs lukku). Kratamir em þó ekki nema 6, kannski að viðbættum þrem bak- fisklitlum flækingum, 10 úr AB og þrír pilsklæddir, samtals 22 þing- menn. Ekki er þetta meirihluti af 63. Jafhvel þó menn byggi á afepymu óraunsærri „skoðanakönnun" telst, þess hópur aldrei meira en 30 af 63. Það er heldur ekki meirihluti. Ólafúr kynnti hugmynd sína í HEIMSMYND, hann gat ekki verið þekktur fyrir minna. En sú heims- mynd reyndist falsmynd, enda allt mgl frá upphafi. Ölafur kann aUt nema að telja. Loks mætti nefna eitt smáatriði, sem ekki hefur verið getið, það á eftir að kjósa. Garðar Sigurðsson. „En - að hverju beindist óskhyggjan? Að mynda stjórn sem afar fáir trúa að nokk- um tíma geti gengið og líklegast endar með ósköpum.“ ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.