Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Síða 12
12
q A TVS / T ? ÍTT Tfi »,fTT TVÍT/
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987.
Neytendur
Heimilisbókhaldið:
Búreikningarnir í
nóvember
Niðurstöðutölumar í búreikning-
unum fyrir nóvember reyndust vera
tæpar 6 þús. kr. á mann eða nánar
tiltekið 5.835 kr. Nokkrir upplýsinga-
seðlar voru hærri heldur en meðaltalið
og nokkrir lægri. Einn meira að segja
svo að freistandi er að halda að við-
komandi hafi gleymt mikilvægum
liðum í reikningshaldinu.
Hæsti seðillinn var frá þriggja
manna fiölskvldu með 9.300 kr. á
mann, næsthæsti seðillinn var frá
tveggja manna fjölskyldu. 8.279 kr. á
mann og sá þriðji hæsti var upp á 7.160
kr. og kom hann frá einstakingi.
Þetta er nokkur hækkun frá því í
október en þá var meðaltalið 4.783 kr.
á mann.
Við höfum heyrt fólk undrast yfir
þvi hve þetta eru lágar tölur. Það skal
viðurkennt að meðaltalið er lágt,
stundum ótrúlega lágt. Hafa ber í huga
að þeir sem senda okkur upplýsingas-
eðla og taka þátt í búreikningunum
með okkur láta sig trúlega miklu
varða að lifa sem sparsamlegast. Inni
í þessum tölum er mjög sennilega held-
ur enginn óþarfi, aðeins klippt og
skorið það sem í matinn fer. Komið
hefur fram í samtölum við þá sem eru
með lægstu tölumar að þeir láta á
móti sér ýmislegt sem öðrum finnst
alveg sjálfsagt. Þeir nota t.d. ekki
unnar mjólkurvörur eins og jógúrt og
revna að halda í við sig með mjólkur-
kaup. Þeir kaupa heldur ekki aðra
ávexti en epli, appelsínur og kannski
banana.
Hins vegar kemur öllum saman um
að mikið hagræði er að því að halda
búreikninga. Með því móti er hægt
að fylgjast með því í hvað peningunum
var ejdt.
Við skorum á sem flesta að taka
þátt í búreikningahaldinu með okkur
á nýju ári. Skrifið nákvæmlega niður
hvað keypt er á hverjum degi. Þannig
er hægt að fylgjast með á hvaða lið
er hægt að spara þegar litið er yfir
útgjöld mánaðarins.
-A.BJ.
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fiölskyldu af sömu stærð og yðar.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks
i Kostnaður í desember 1986:
[ Matur og hreinlætisvörur kr. 1
1 Annað kr
Alls kr.
Búrin eru til i tveim stærðum. Þótt þau séu aðallega ætluð fyrir hunda er auðvitað ekkert sem mælir á móti þvi að kettir
séu einnig fluttir i svona búrum en það minna dygði trúlega fyrir hvaða kött sem væri.
DV-mynd RS
Ferðabúr
fyrir hundana
Fyrir kemur að hundaeigendur
þurfa að fara með hunda sína milli
landshluta í flugi. Ekki er leyfilegt að
hafa hundana í farangursrými flugvél-
anna- lausbeislaða en hjá vöruaf-
greiðslu Flugleiða er hægt að kaupa
búr undir þá. Búrin eru til í tveim
stærðum, þau stærri kosta 1.500 kr.
og þau minni þúsund kr.
Vöruafgreiðsla Flugleiða er í sér-
byggingu skammt frá farþegaaf-
greiðslunni á Reykjavíkurvelli. Þar
fengum við upplýst að talsverð eftir-
spum væri eftir þessum hundabúrum.
Búrin eru látin vera í farangurs-
geymslu en þar er sama hitastig og í
farþegarými vélanna þannig að dýrun-
um verður ekki meint af dvölinni þar.
-A.BJ.
Japanir kvarta
Japanska fyrirtækið Kao corporati-
on á nú í gagnasafni sínu meira en
150.000 kvartanir yfir framleiðslu
sinni. Að sögn talsmanns fyrirtækisins
er óánægja viðskiptavina einhver alb-
esti mælikvarði sem völ er á til að
hafa yfirsýn yfir þarfir neytenda þar
sem að baki hverri kvörtun sem berst
er skoðun stórs hóps viðskiptavina
sem beinir viðskiptum sínum annað
ef ekkert verður að gert. Kao corpor-
ation framleiðir um 300 tegundir af
hreinlætis- og snyrtivörum og er öll
vara merkt símanúmeri sem fólk getur
hringi í, sjái það ástæðu til aðfinns-
lna, auk þess sem á pakkningu nýrrar
framleiðslu er sérstök hvatning til
kvörtunar. Innan fyrirtækisins er sér-
stök deild sem sér um að sinna
óánægðum viðskiptavinum. í henni
eru 11 háskólamenntaðir starfsmenn
sem utan venjulegs vinnutíma skiptast
á að fá símann stilltan heim til sín svo
að hægt sé að ná sambandi á öllum
tímum. Til að unnt sé að svara á sem
stystum tíma er deildin tölvuvædd og
er tölvan mötuð á fjölda svara þannig
að hún getur leyst úr öllum venjuleg-
um vandamálum á skammri stundu.
Þannig gefst kostur á að kenna rétta
meðferð vörunnar en oft berast kvart-
anir vegna þess að neytandinn hefur
ekki meðhöndlað hana á réttan hátt.
Á þennan hátt tekst fyrirtækinu að
fylgjast með sveiflum markaðarins á
hvexjum tíma og haga framleiðslu
sinni með hliðsjón af því.
-PLP
Óvanalegt að fyrirtæki sækist eftir kvörtunum, a.m.k. á Vesturlöndum.