Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Side 16
16 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987. Spumingin Lesendur Hver eru árámótaheitin í ár? Björn Einarsson húsasmiður: Eg gæti nú hugsað mér að hætta að reykja og ég held að það yrði alveg tilvalið áramótaheit. Hitt er svo ann- að mál hvernig til tekst og hvort ég stenst það. Anna Karen Hauksdóttir gjaldkeri: Ég er nú reyndar ekki farin að hug- leiða það en fyrst þú spyrð um það þá held ég að áramótaheitin verði nokkuð mörg. Svo sem: að spara meiri peninga, fara í megrun og lík- amsrækt og koma mér í toppform - gera hreinlega allt betur en ég gerði á seinasta ári. Unnur Guðlaugsdóttir gjaldkeri: Fyrst og fremst ætla ég að hætta að borða og fara að hugsa aðeins meira um línurnar og ætli ég stefni ekki að því að gera allt betur árið 1987 en ég gerði 1986. Þá ætti ágætis ár- angur að nást. Guðrún Sigurjónsdóttir afgreiðslu- kona: Ég býst ekki við því að áramótaheitin verði nokkur hjá mér í ár því þetta gengur allt svo vel að ekkert eða lítið er hægt að betrum- bæta. Kristín Kristjánsdóttir afgreiðslu- kona: Nei, mér dettur ekki í hug að fara strengja einhver áramótaheit. Það hef ég aldrei gert og ætla svo sannarlega ekki að fara byrja á því núna. Oddný Guðnadóttir afgreiðslukona: Ég held það verði akkúrat ekki neitt því ég hef hvorki ákveðið eitt né neitt. Snjóboltakast getur verið ósköp saklaust, eins og þessi mynd ber með sér, en það er stórhættulegt að henda snjóbolta I bíl á ferð. Snjóboltakast stórhættulegt J.R. hringdi: Ég varð fyrir því er ég ók hér um götur bæjarins að ungir krakkar hentu snjóboltum í bílinn minn með þeim afleiðingum að dæld kom í hlið- ina á honum. Viðgerðin á hurðinni kostar mikið og kannski var ekki á jólaútgjöldin bætandi. Það verður að reyna að gera krökk- um grein fyrir afleiðingum þess að henda snjóboltum í bíla á ferð. Ég tala nú ekki um þegar maður fær þá beint i framrúðuna hjá sér. Fólki bregður oft svo við þetta að það liggur við að það missi stjóm á bílnum. í alvöru talað veit ég að böm myndu ekki fremja slíka verknaði ef þau væm vel upplýst, t.d. í skólunum, um hversu hættulegt þetta getur verið. Það er því mjög mikilvægt að foreldrar brýni þetta fyrir bömum sínum. Að fá snjóbolta í bílinn þegar maður síst væntir truflar ökumann við akst- urinn og getur haft skaðvænlegar afleiðingar. Jólagjöf fra Ikea Þ.K. hringdi: Ég vil þakka Ikea fyrir sérlega lipra og góða þjónustu er ég varð aðnjót- andi. Ég lagði þangað leið mína um dag- inn með það í huga að bæta í búið. Þar rakst ég á borð er ég smellti mér á. Ég var hin ánægðasta með borðið og hugðist setja það saman en það tókst ekki betur en svo að glerplatan brotnaði þegar ég var að herða ró á borðinu. Ég fór aftur í Ikea með grátstafinn í kverkunum og bjóst eðlilega við því að þurfa að borga fyrir nýja glerplötu en þess þurfti ég alls ekki. Ég fékk að vísu nýja glerplötu en þurfti ekkert að greiða fyrir hana. Þetta var besta jólagjöfin sem ég gat fengið hjá Ikeamönnum og þakklæti mitt get ég ekki með orðum lýst. Gætið bama- krókslns Lesandi hringdi: Ég og fjölskvldan mín fórum um daginn í Ikea. En þeir em með bama- krók fyrir yngri krakkana sem kemur sér mjög vel ef fólk er með lítil böm. En maður skyldi líka ætla að þegar verið er að bjóða upp á svona þjón- ustu á annað borð að bamanna sé þá líka gætt á meðan maður er að versla. Svo reyndist ekki er ég fór því ég hafði skihð dóttur mína eftir í þessum af- markaða bamakróki en er ég kom til baka hafði hún slasað sig og var þama ein og ósjálfbjarga. Það hlýtur að vera hægt að fá ein- hvem til að gæta bamanna fyrst þeir em að bjóða upp á þennan bamakrók svo óþarfa slys eigi sér ekki stað. Páll Kristjánsson, verslunarstjóri Ikea, svarar: Það er stúlka sem gætir bamanna i bamarkróknum (boltalandi) hvem einasta laugardag og virka daga sér stúlkan um það sem er í upplýsingun- um. Þessi krókur er nú hugsaður til þess að koma í veg fyrir að böm týn- ist og einungis ætlaður fyrir böm á aldrinum 3-6 ára því þau mega ekki vera of stór svo þau minni verði ekki undir. Boltaland er líka sérstaklega hannað svo böm eigi ekki að meiða sig í því. Ég verð að viðurkenna að ég bara þekki ekki til þess að böm hafi slasað sig þama, það hefúr alla- vega aldrei verið kvartað yfir því. En stúlkan sem sér um þetta hlýtur bara að hafa bmgðið sér frá. Diykkja unglinga óhófleg Guðrún Sigurðardóttir skrifar: hafa þau náð því aldurstakmarki Mikið finnst mér fólk farið að sem þarf til þess að komast yfir vín, reykja og drekka ungt í dag. Þetta eða hvernig þau hafa efni á þessu er varla skriðið úr vöggunni er það yfirleitt. er byrjað að svæla þetta eitur. Það Ég á sjálf j>rjú börn á versta aldri sem þó er ennþá verra er að æ al- og vil reyna að gera allt til að vernda gengara er að maður sjái kóf- þau gegn áfengisdrykkju. Því finnst dmkkna unglinga veltast um í mér mjög brýnt að unglingar séu bænum sökum ofurölvunar. Mér er upplýstir meira um vandamál er alveg óskiljanlegt hvemig þessi bles- fylgt geta áfengisdrykkju því vítin suð böm ná í allt þetta vín, því ekki em jú til að varast þau. Huglelðlngar á jólakveldi þekkjum undir nafiiinu sólstöður á síðari tímum. Einhvem tíma svo eftir daga sjálfra dýrkenda sólarljóss mun hafa eimt eitthvað eftir af þessum téða sið eða athöfn í forsögutímum kristn- innar. Tvinnast henni og lengstum síðar orðið að vissum taflþætti sem tengist sjálfii jólahátíðinni eins óbif- anlega og við þekkjum hana í upplifun okkar. Ég hef einhverstaðar lesið eða heyrt um hvemig ljósið, táknið fyrir jólin, tengdist þeim upphaflega og getur verið að þeim sem vita ekki eða lítið um þess tilurð þyki athyglisvert að vita það eða hví skyldi það svo galið í reynd? Ekki fremur en ég nefhi hlið- stætt dæmi af öðrum toga og margur veit að í þjóðtrúnni em jólin talin eiga 13 daga jafnmarga gömlu jólasveinun- um. Þessi siður helst enn í dag og á sennilega eftir að gera það á ókomnum tímum í óbifanlegri trú þjóðarheildar- innar og skoðunum fyrir því góða og aldna. Gunnar Sverrisson skrifai-: Nú að kvöldi jóladags sest ég niður til að skrifa það sem kom mér í huga varðandi jólahátíðina. Það vita kannski allir að jólahátíðin einkennist af margtvinnuðum siðvenjum og gera sér eðlilega fulla grein fyrir þeim enda þótt þessir siðir virðist í huga margra skiljanlega samtvinnaðir. Siðimir eiga að vera svona og annað kemur ekki til greina og finnst mér það ofureðli- legt enda þótt skoðanir og viðhorf sumra hópa geti verið skipt hvað þetta og annað snertir fyrr og síðar. Jólin em stundum í ræðum sem riti nefnd „ljóssins hátíð“ af því að ein- hvem tímann í fymdinni hafði það verið siðvenja stöku hópa sumra svæða á móður jörð að koma saman á því tímabili er þeir tóku eftir að dag var aftur tekið að lengja, til að dýrka ljósið, þ.e. sjálfa sólina. Dýrkun sem sjálfsagt hefur átt sér stað eftir vissum siðareglum þó ekki sé mikið vitað um það nú á tímum. Þessi siðvenja átti sér stað nokkm eftir það sem við Það er svo sannarlega í nógu að snúast er jólaösin byrjar en allt er um- stanginu fylgir er vel þess virði. Jólastressið yfirstaðið Jónína hringdi: Jæja, þar kom að því. Loksins getur maður farið að slappa af eftir allt umstangið í kringum jólin. Það getur verið virkilega gaman og spennandi að undirbúa jólin en öllu má nú of- gera. Búðaæði greip fólk og enginn var maður með mönnum nema hann keypti einn pakka eða svo. Enginn gat slakað á fyrr en stóra stundin var mnnin upp. Maður er svo þreyttur eftir allt eifiðið að ekki veitti af fimm dögum í viðbót, bara til þess að geta náð sér á sæmilegt strik eftir allt jólas- tressið. Þrátt fyrir allt stússið hlakkar mað- ur alltaf til næstu jóla og hefur lúmskt gaman af þessu öllu saman. HRINGIÐ í SÍMA 27022 MILLI KL. 13 og 15 EÐA SKRIFIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.