Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Qupperneq 20
20
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987.
íþróttir
Framarar steinlágu
- töpuðu 34-26 fyrlr KA í slökum leik
Mörk Fram: Agnar 6, Hermann 3, 2. Per 2, Óskar 2, Andrés 1, Júlíus 1.
Ólafúr 3, Jón Ámi 3, Ragnar 3, Birgir -SMJ
Stjaman burstaði
slaka Ármenninga
Stefin Amaldsson, DV, Akureyii
Leikur KA og Fram var ekki
skemmtilegur á að horfa þó nóg væri
af mörkunum. Eitt mark á mínútu en
leiknum lauk, 34-26. Slakur vamar-
leikur og margar villur í sókn ein-
kenndu þennan leik öðru fremur.
Fram byrjaði öllu betur og komst i
4-1. KA-menn komust síðan yfir, 7-6,
og héldu forystunni út leikinn. Höfðu
yfir, 16-13, í hálfleik.
Eins og áður segir var þetta ekki
burðugur leikur. Framliðið gerði mik-
ið af mistökum. Þjálfari þeirra. Per
Skárup, fann sig greinilega ekki í
leiknum og kom það niður á leik liðs-
ins. KA-liðið mætti til leiks án þjálfara
síns og markmanns, Brvnjars Kvaran.
sem lá veikur heima. Það virtist
þjappa liðinu saman og Sigfús Karls-
son, sem kom í markið f>TÍr Brynjar.
átti stórleik. Hann varði 16 skot. þar
af tvö víti. Þá voru þeir Gunnar Gísla-
son og Pétur Bjamason einnig góðir.
Hjá Fram sýndu þeir Agnar Sigurðs-
son og Hermann Bjömsson bestan
leik.
Mörk KA: Pétur 9. Gunnar 8. Jón
Kr. 5. Guðmundur 4. Friðjón 3. Jó-
hannes 3. Eggert 2.
„Við stefnum upp á við,“ sagði Páll
Björgvinsson, þjálfari Stjörnunnar, er
lið hans sigraði Ármann auðveldlega
í gær með 34 mörkum gegn 15. Leikur-
inn var þó afar óskemmtilegur á að
horfa. mikill darraðardans, þó sérlega
bæri á mistökum hjá Ármenningum.
Þeir skópu sér fá færi og nýttu þau
illa sem fengust. Vörn liðsins var sem
lirip þegar hún sást. Stjörnumenn
nýttu sér ágætlega ráðlevsi Ármenn-
inga og skomðu mörg ágæt mörk úr
hraðaupphlaupum.
Ástandið er nú orðið allsvart hjá
Ármenningum og er ráðlegra að þeir
berjist á vellinum fremur en að skeyta
skapi sínu á dómurum.
Bestur Armenninga var markvörður
þeirra. sem þó átti erfitt uppdráttar.
jafnan einn andspænis fljótum og
sókndjörfum Stjömumönnum.
Hjá Stjömunni var Gylfi Birgisson
í miklum ham auk þess sem Sigmar
Þröstur varði markið með prýði. Þá
var Skúli Gunnsteinsson eldfljótur í
hraðaupphiaupum og Háfsteinn
Bragason var klettur í vörn.
Leikinn dæmdu þeir Óli Ólsen og
Gunnlaugur Hjálmarsson. Gerðu þeir
fá mistök og engin afdrifarík.
Mörk Ámianns: Óskar 4/2, Einar 3,
Egill 2, Bragi 2, Haukur 2, Svanur
Kr. 1 og Þráinn 1.
Guðmundur varði 8 skot, þar af 2
víti.
Mörk Stjömunnar: Gylfi 11, Hannes
7/2, Skúli 6, Einar 3, Sigurjón 3, Haf-
steinn-3 og Guðmundur Ó. 1. Sigmar
Þröstur varði 9 skot en Jónas félagi
hans 3, þar af 2 víti. -JÖG
Dömur og herrar:
Nú drífið þið
vkkur í leikfimi!
Tímarvið allra hæfi
5 vikna námskeið
byrjar 12. janúar
Leikfimi fyrir konur á öllum
aldri.
Hressandi. mýkjandi. styrkj-
andi ásamt megrandi
æfingum.
Bjóðum einnig eldhressa
eróbikktima
Karlmenn
Hinir vinsælu herratímar eru
í hádeginu.
Þarftu að missa
15 kíló?
Sértímar fyrir konur sem vilja
léttast um 15 kg eða meira.
Sértímar fyrir eldri dömur og
þær sem eru slæmar í baki eða
þjást af vöðvabólgum.
Frábær aðstaða
Ljósalampar, nýinnréttuð
gufuböð og sturtur. Kaffi og
sjónvarp í heimilislegri setu-
stofu.
Júdódeild Ármanns, sem
verður 30 ára á þessu ári, er
brautryðjandi í frúarleikfimi.
Mörg hundruð, ef ekki þús-
undir kvenna, hafa tekið þátt
í starfi okkar- viltu ekki slást
i hópinn? Fyrsti prufutíminn
ókeypis.
mrsíufi
og frekari upplýsingar
alla virka daga frá kl.
13-22 í síma
83295.
Júdódeild Ármanns
Ármúla 32.
DV
1
FH nalgast t<
efHr sigur á B
FH-ingar nú jafnir Blikum með
„Þetta var stórgóður leikur og að sjálf-
sögðu er ég mjög ánægður með sigurinn.
Það var fyrst og fremst frábær barátta
og sigurvilji sem skóp þennan sigur og
við stefnum að sjálfsögðu á titilinn. Næsti
leikur, gegn KA, verður gífiirlega mikil-
vægur fyrir okkur og ég vona að strákam-
ir sýni sömu baráttuna þá og þeir gerðu
í kvöld,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari
FH, eftir að lið hans hafði sigrað Breiða-
blik í æsispennandi leik í Hafriarfirði í
gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 26-24
eftir að FH-ingar höfðu haft yfir, 14-8, í
leikhlé.
Fjölmargir áhorfendur, sem fylltu
íþróttahúsið í Hafnarfirði, fengu svo
sannarlega eitthvað fyrir aurana sína.
Handboltinn mjög góður og baráttan og
spennan allan tímann mikil.
Leikurinn var jafn til að byrja með en
FH-ingar náðu síðan undirtökunum um
miðjan hálfleikinn og komust í 9-5 og
11-6. Vöm FH-inga var mjög sterk á þess-
um kafla og áttu Blikar í erfiðleikum í
sókninni en Guðmundur markvörður
gerði sóknarmönnum FH-inga lífið leitt
með snjallri markvörslu. Þó gat hann
ekki komið í veg fyrir að FH-ingar kæ-
must sex mörkum yfir, 14-8, og þannig
var staðan í hálfleik.
Eitthvað hefur Geir Hallsteinsson lesið
yfir Blikunum í hálfleik þvi að þeir byrj-
uðu síðari hálfleik af miklum krafti og
minnkuðu muninn í 14-10. Forskot FH-
inga hélst fjögur mörk þar til 10 mín.
voru eftir að Blikar náðu að minnka
muninn í aðeins tvö mörk, 22-20. En
lengra komust Blikarnir ekki því FH-
ingar skoruðu næstu þrjú mörk og staðan
orðin 25-10. Blikar náðu aðeins að klóra
í bakkann með fjórum mörkum gegn einu
í lokin og lokatölumar urðu 26-24 fyrir
FH.
Haukar óheppnir
gegn Valsmönnum
- Valdimar jafnaöi á síðustu sekúndu, 21-21
Viðureign Valsmanna og Hauka í
Laugardalshöll í gærkvöldi var hörku-
spennandi og skemmtileg. Lið Hauka kom
mjög á óvart fyrir léttan og skemmtilegan
leik en í heild má segja að leikurinn hafi
verið hraður og spennandi. Fallegar leik-
fléttur sáust hjá Haukaliðinu og var þar
Sigurjón Sigurðsson í broddi fylkingar,
skoraði 8 mörk. Valsmenn voru engan
veginn sannfærandi í leik sínum en að
fyrra bragði hefði mátt ætla að Haukar
yrðu þeim auðveld bráð.
Lokatölur urðu 21-21 eftir að Haukar
höfðu verið yfir mestallan leikinn. Voru
þeir óheppnir að sigra ekki í leiknum.
Valdimar Grímsson jafnaði fyrir Val þeg-
ar nokkrar sekúndur voru eftir en þá
höfðu Haukar misnotað tvö góð færi til
að gera út um leikinn.
í marki Hauka stóð gamla kempan
Gunnar Einarsson og varði eins og ber-
serkur allan tímann. Hann virðist óðum
vera að finna sitt gamla landsliðsform.
Hann varði 15 skot, þar af þrjú víti. Eins
og áður sagði lék Sigurjón Sigurðsson
einnig mjög vel - mikið skyttuefni þar á
ferð. Ingimar var einnig góður en annars
hefur Haukaliðið sótt sig mikið að und-
anfömu. Það var greinilega engin tilvilj-
un að það sigraði Blika í afmælismóti
Valsmanna.
Valsmenn virðast ekki ætla að standa
undir þeim væntingum sem vom gerðar
til þeirra fyrir tímabilið. Bestir vom
homamennimir Jakob og Valdimar.
Mörk Vals: Július 6, Valdimar 5, Jakob
5 (2 v.), Stefán 3, Geir 2.
Mörk Hauka: Sigurjón 8 (3 v.), Ingimar
5, Jón Öm 3, Vilberg 2, Ólafur 2, Helgi 1.
-JÖG/SMJ