Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Síða 29
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987.
m
Sandkom
Seölabankinn.
Blanki
bankinn
Sannleikurinn er yfirleitt
sagna bestur. En stundum er
hollast að halda honum til
hliðar.
Nýlega var leigubílstjóri
einn í Reykjavík kallaður að
Hótel Sögu. Þar biðu hans
virðuleg hjón, sænskrar ættar,
svo og íslenskur maður, sem
greinilega var eins konar leið-
sögumaður þeirra. Bað hann
bílstjórann að aka að veit-
ingastaðnum Arnarhóli.
Var nú brunað af stað. ís-
lendingurinn hóf þegar að
kynna hjónunum sænsku það
sem fyrir augu bar. Leiðin lá
fram hjá nýja Seðlabankahús-
inu. íslenski leiðsögumaður-
inn hóf þegar að segja
hjónunum frá þessari bygg-
ingu með nokkrum tilþrifum.
Og þar sem ieigubílstjórinn
kunni hrafl í sænsku fannst
honum sjálfsagt að bæta um
betur. „Þetta stórhýsi er nú
verið að byggja yfir banka sem
á enga peninga," sagði hann.
Þegar loks var numið staðar
fyrir utan Amarhól sneri ís-
lenski leiðsögumaðurinn sér
að bíistjóranum og sagði: „Þú
skrifar þetta hjá bankanum,
sem á enga peninga." Mun
bílstjórinn hafa orðið heldur
sneypulegur við þessi tilmæli.
Piparsveina-
félagið
í Þorlákshöfn er starfandi
öflugt piparsveinafélag. Það
hefur verið við lýði um fjög-
urra ára skeið og blómstrað
mjög á þeim tíma að því er
sagt er.
Blað þeirra Þorlákshafn-
arbúa, Fréttamohnn, hefur
birt lög félagsins og kennir þar
ýmissa grasa. Tilgangur og
markmið félagsins er að
..stuðla að bættum kjörum
piparsveina, auka samstöðu
þeirra, auka upplýsingamiðl-
un um skyndikynni við konur.
Félagsgjöld skulu greidd
einu sinni á ári og í áfengi að
hluta. Magn og tegundir skulu
ákveðnar á aðalfundi. Aðal-
fundur skal haldinn um
fengitímann, á haustin, og
skal til hans boðað með
minnst 14 daga fyrirvara.
Brottvikning: Effélagsmað-
ur er oftar en þrjú kvöld í viku
með sama kvenmanni, eða
þrjár vikur í einu, kemur til
kasta aganefndar, sem leggur
málið fyrir aðalfund. Hann
víkur viðkomandi úr félaginu
eða veitir áminningu.“
Loks segir í lögunum:
„Æskilegt er að félagsmenn
kunni Piparsveinapolkann
eftir Guðjón Matthíasson og
Núma Þorbergs. Skal hann
vera söngur félagsins."
Af þeim punktum sem birtir
eru hér að ofan sést að það
er vandlifað i henni veröld,
jafnvel fyrir piparsveina.
Líf til
einhvers?
Það varð uppi fótur og fit á
flestum heimilum þegar leikrit
Nínu Bjarkar Árnadóttur, Líf
til einhvers, var sýnt í sjón-
varpinu. Það var Kristín
Jóhannesdóttir sem leikstýrði
verkinu.
Af viðbrögðum hlustenda
má ráða að virðulegar hús-
mæður hafi tekið bakföll fyrir
framan skjáinn meðan heimil-
isfeðumir drifu rollingana í
rúmið. Leikritið það ama var
nefnilega alls ekki við hæfi
barna og unglinga né tauga-
veiklaðs fólks. Þóttu sumar
senumar í grófara lagi, eink-
um þó í upphafi verksins.
En hvernig má það vera að
ríkissjónvarpið skuli taka
svona stykki til sýningar og
það að kveldi nýársdags, þeg-
ar fjölskyldan á að sameinast
fyrir framan sjónvarpið í ást
og eindrægni? Það er nefni-
lega fullyrt að leikritið hafi
verið búið að liggja í salti um
Nína Björk Árnadóttir.
Kristín Jóhannesdóttir.
skeið hjá sjónvarpinu áður en
ógæfan hófst í fyrrakvöld.
Trúlegasta skýringin á
þessu þykir vera sú að ríkis-
sjónvarpið hafi einfaldlega
verið að gegna skyldu sinni
við landsmenn. Skömmu fyrir
hétíðar gerði lögreglan sem
kunnugt er rassíu á mynd-
bandaleigum. Þá voru gerðar
upptækar allar dónamyndir,
sem fundust. Það var því ekki
um auðugan garð að gresja í
þessum efnum yfir hátiðarnar.
F uliyrða gárungarnir að þetta
umdeilda framtak sjónvarps-
ins hafi fyllilega mettað þörf
þeirra sem ætluðu að fá sér
eina bláa en fengu ekki.
Asnaleg
spuming
Storkurinn kom fljúgandi
með strák og stelpu í nefinu
yfirReykjavík.
„Ég er að fara á Ránargöt-
una,“ sagði strákurinn, tals-
vert rogginn, við stelpuna „en
hvert ert þú að fara?“
„Ég er auðvitað að fara á
Ránargötuna lika.“ svaraði
stelpan þá „eða hélstu
kannski að ég væri bara flug-
freyjaíferðinni."
Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir
Kvikmyndir
Bíóhöllin - Ráðagóði róbótinn
★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit
LÉfandi vélmenni
Ráöagóði róbótinn (Short Circuit)
Leikstjóri: John Badham.
Handrit Steven S. Wilson og Brent R.
Maddock.
Aðalleikarar: Aliy Sheedy og Steve Gutt-
enberg.
John Badham er leikstjóri sem á
að baki myndir er hafa höfðað til
ijöldans þótt ólíkar séu. Má nefna
Saturday Night Fever sem kom John
Travolta á toppinn á sínum tíma og
spennumyndimar Blue Thunder og
War Games. Ekki hafa þó allar hans
myndir heppnast, er þar skemmst að
minnast American Flyers sem er um
hjólreiðakeppni. Þá mynd gerði
hann á undan Ráðagóða róbótanum.
Þrátt fyrir að hún íjalli mn vinsæla
íþrótt er hún þegar flestum gleymd.
Það er því ekki að undra að Bad-
ham skuli nú reyna við gamanmynd
og er ekki annað að sjá en honum
hafi tekist bærilega með Ráðagóða
róbótann. Tækniundrið Númer 5 er
þó aðalástæðan fyrir velgengni
myndarinnar.
Númer 5 er nefnilega nokkurs
konar E.T., íklætt brynju. Vélmenni
sem að vísu er upprunnið á jörðinni
og ætlað til stríðsrekstur en fær
óvænt líf þegar það verður fyrir eld-
ingu. Kemur þá í ljós að undir
silfraðri húðinni er meinleysis-
skepna með húmorinn í lagi.
Vélmennið tekur sér far með ösku-
bíl úr verksmiðjunni og eftir ævin-
týraferð endar það hjá ungri stúlku
sem er mikill dýravinur. Þar upp-
götvar Númer 5 sjónvarpið og
verður það tengiliður hans við um-
heiminn, oft á stórskemmtilegan
máta.
í verksmiðjunni er allt í upplausn
út af flótta Númer 5 og fyrir utan
herdeild, sem send er á vettvang, fer
skapari vélmennisins út fyrir dvr í
fyrsta skipti í fimm ár.
Það er sama hvað reynt er, vél-
mennið sér við öllum ráðagerðum
og er prakkari hinn mesti og fara
þeir sem vilja því illt illa út úr við-
skiptum sínum við það.
Ráðagóði róbótinn er fyrst og
fremst fyrir vngri kvikmvndaáhorf-
endur. Enda var það svo að krakk-
amir lifðu sig inn í söguþráðinn og
var ekki annað að heyra en þeir
tryðu algjörlega á vélmennið enda
aldrei verið skapað vélmenni sem
getur hermt eftir frægum leikunmi.
dansað diskódans og eldað morgun-
mat. að visu nákvæmlega eins og
stendur í bókinni.
Það má ömgglega búast við fram-
haldsmynd. Passað er að skilja
þannig við myndina að auðvelt verð-
ur að fylgja henni eftir. Hvort eins
vel tekst upp veit enginn en óhætt
er að lofa saklausri skemmtun yfir
Númer 5 eins og vélmennið kemur
fyrir í Ráðagóða róbótammi.
Hilmar Karlsson
Steve Guttenberg leikur skapara Númer 5. Hér er hann ásamt sköpunarverki sinu og aöstoðarmanni.
Rakarastofan Klapparstig
Hárgreiðslustofan
Klapparstíg
Simi12725 i
Opið á laugardögum.
fímapantanir
13010 i
IAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
NÝTT HEIMILI - ÞROSKAÞJÁLFAR
OG ALMENNT STARFSFÓLK.
Við opnun á nýju skammtímavistheimili fyrir fötluð
börn við Álfaland vantar okkur til starfa þroskaþjálfa,
almennt starfsfólk, starfsmann í eldhús og á nætur-
vaktir. Vaktavinna - hlutastarf.
Umsóknarfrestur er til 07.01.1987.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 18797.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
eyðublöðum sem þar fást.
Hárvaxtarkremið
frá Dorothy Gleave Ltd. Englandi
Hárvaxtarkremið hefur þegar gefið fráþæran árangur
hérlendis. Við notkun þess verður hárið einnig fall-
egra og hraustlegra, það stöðvar hárlos og flösu og
þar sem eru skallablettir, vegna þess að hárrótin er
óvirk og í dvala, fá hársekkirnir og hárrótin næringu
og hvatningu frá hárvaxtarkreminu.
Með því að nudda hárvaxtarkreminu mjúklega í hár-
svörðinn daglega, einungis 15 mín., kemur árangur í
Ijós innan mánaðar.
BBC útvarp og sjónvarp og dagblöð í Bretlandi og
víðar hafa sagt frá hárvaxtarkreminu sem þegar hefur
vakið verðskuldaða athygli.
Mánaðarskammtur kostar kr. 2.500,- en 2 mánuðir
kr. 4.500,-. Sjampó fylgir hverjum tveimur glösum af
hárvaxtarkreminu. Vinsamlega sendið greiðslu í póstg-
író eða ávísun ásamt nafni og heimilisfangi til:
Logaland, pósthðlf 7163, 127 Reykjavík. Nánari
upplýsingar í síma 2-90-15
RÍKIS SPÍTALAR
LAUSAR STÖÐUR
Yfirmeinatæknar óskast til starfa við rannsóknarstofur
ríkisspítala í eftirfarandi greinum:
Blóðmeinafræði,
ísótóparannsóknum, +
meinefnafræði,
sýklafræði.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist skrif-
stofu ríkisspítala fyrir 2. febrúar nk. Upplýsingar veita
yfirlæknar viðkomandi deilda í síma 29000.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast nú þegar
eða eftir samkomulagi á taugalækningadeild Land-
spítalans 32A og á lyflækningadeild 4 14G. Upplýs-
ingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri lyflækninga-
deildar í síma 29000.
Starfsmenn óskast í ræstingar og býtibúr við Vífils-
staðaspítala. Upplýsingar veitir hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri í síma 42800.
Starfsfólk óskast til vinnu við þvottahús ríkisspítal-
anna, Tunguhálsi 2. Boðið er upp á akstur til og frá
vinnustað að Hlemmi. Upplýsingar veitir forstöðu-
maður þvottahússins í síma 671677.
Reykjavík 5. janúar 1987.