Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Blaðsíða 32
32
Dægradvöl
Benedikt Sigurösson fer hér í loftköstum á stýriþotunni og eins og sjá má
krefst þad mikillar einbeitni að stýra þotu sem þessari.
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987.
Það er Eiríkur Sigurðsson sem fer hér fremstur í flokki niður Ártúnsbrekkuna á stýriþotu, hinir fylgja þó fast á eftir
en það þarf vitanlega að fara varlega í akstrinum svo engir árekstrar verði. DV-mynd GVA
Á stýriþotum, slöngu
og plastpokum
í Ártúnsbrekkunni
Hver getur hugsað sér betri
dægrastyttingu í jólafríinu en að
skella sér í nokkrar þotuferðir eða
góða salíbunu á otsaferð hvemig svo
sem sú ferð er farin? Best er náttúr-
lega að þurfa ekki að fara langar
leiðir til að komast á ferð og krakk-
=>■ amir i Ártúnsholtinu búa svo vel
að við dymar hjá þeim er brekkan
góða sem Reykvíkingar hafa löngum
nýtt á vetrum, þó engin sé þar lyft-
an. Við fórum í heimsókn í brekkuna
og hittum þar nokkra krakka sem
notuðu hina ýmsu hluti til að kom-
ast á góða ferð. Stelpumar virtust
vera hrifnastar af plastpokum, en
strákamir vom á þotum, snjóþotum
að sjálfsögðu, og slöngu innan úr
dekki. Nokkrir strákar á mótorhjól-
um settu reyndar strik í reikninginn
hjá krökkunum því þeir voru með
alls kyns æfingar í brekkunni sem
gerði það að verkum að krakkamir
gátu ekki rennt sér á meðan.
Léttara að bera pokana
Þær Stefanía Þorgeirsdóttir og
Margrét Jakobsdóttir vom á plast-
pokum og sögðust komast miklu
hraðar á þeim en á þotum. Þær fóm
í pokana og settust síðan bara efst
í brekkuna og ýttu sér af stað. Okk-
ur lék forvitni á að vita hvort það
væri ekki vont að renna sér á pokun-
um einum? „Nei, þetta venst,“ sögðu
stelpumar og það var ekki að sjá
að þeim líkaði illa að bruna niður
brekkuna á pokunum.
Þær sögðu það líka vera mikinn
kost að það væri miklu léttara að
labba upp brekkuna þegar þær væm
bara með pokana og svo væri þetta
líka miklu ódýrara en þotur. Ef pok-
inn eyðileggst þá fá þær sér bara
nýjan. Þær stöllur sögðust reyndar
eiga dálítið erfitt með að stýra sér
og fæm i marga hringi á leiðinni
niður sem væri bara gaman.
Stjórnlaus gúmmíslanga
Það er sömu segja af gúmmíslöng-
unni sem nokkrar strákar sameinuð-
ust um, henni er svo sannarlega
erfitt að stjóma og fékk blaðamaður
að kenna á því þar sem hann stóð
grandalaus í brekkunni og slangan
kom æðandi á fleygiferð. Blaða-
manni varð þó ekki meint af bylt-
unni en krökkunum fannst þetta í
meira lagi spaugilegt sem það og var.
Strákamir fjórir sem skiptust á að
Það gekk ekki sem best að stilla hundunum upp til myndatöku þvi þeir vildu miklu frekar halda áfram að hlaupa um
og galsast. Litla stúlkan lengst til vinstri heitir Lilja Dögg og hundurinn hennar heitir Kolli. Hundamir tveir, sem Hann-
es Blöndal er með, heita Pia og Karri. Á bak við hann stendur Þorkell Gunnarsson og heldur i Kalvin og loks er
Ólafia Andrésdóttir með Mána. DV-mynd GVA
Hundar á
Geirsnefi
Hundar þurfa sína daglegu hreyf-
ingu eins og aðrir og líkar vel að fá
að hlaupa um óhindraðir. Hundaeig-
endur í Reykjavík hafa nýtt sér hið
svokallaða Geirsnef inni við Elliðavog
til að viðra hunda sína.
Við hittum nokkra hundaeigendur
þar, sem vitanlega vom með hundana
með sér, nýlega og var ekki annað að
sjá en hundunum líkaði vel útiveran
því þeir gölsuðust og fóm í léttan leik.
Ólafía Andrésdóttir var þar með
hundinn sinn, Mána, sem er verð-
launahundur af goldenkyni og sagðist
hún annaðhvort fara út á Geirsnef eða
að Vífilsstaðavatni til að leyfa Mána
að viðra sig. Hún sagði að sér þætti
kostur að koma á Geirsnef þvi þar
þyrfti hún ekki að hafa Mána í bandi.
Ólafía sagði að það væri oft sama fólk-
ið sem kæmi á „nefið“ og stundum
væri töluverður fjöldi af hundum á
svæðinu. „Það er samt óvenjulegt að
heyra hundana gelta eða vera með
svona mikil læti eins og þeir em
núna,“ sagði Ólafía.
Hún sagði að í hádeginu væri oft
sama fólkið á svæðinu sem notaði
matartímann til að viðra hundana
sína. Þetta væri oft fólk sem hefði
hundana með sér í vinnuna.
Þeir Þorkell Gunnarsson og Hannes
Blöndal vom líka á Geirsnefi með
hundana sína og sögðust þeir koma
þangað öðm hverju og þá aðallega
vegna þess að það væri stutt að fara
og þar gætu þeir leyft hundunum að
vera frjálsum.