Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Síða 35
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987.
35
<4
Jane eyðir eins miklum tíma og hún getur með börnunum sínum tveimur. Hér er hún að þjálfa Seamus á hestbaki svo hann geti orðið góður pólóspilari eins og pabbi.
Sviðsljós
-r
Bóndakonan
Það er ekki ráð nema i tima sé tekið. Hér er pabbi að gefa Seamus leið-
beiningar i póló.
Jane Ferguson
Það eru svo sannarlega ólík lífs-
skilyrði hjá þeim systrum Söruh og
Jane Ferguson.
Langt úti í sveitum Ástralíu situr
systir hertogaynjunnar af York og
bíður eftir því að fá heimsókn frá
systur sinni og mági, Söruh og
Andrew.
Við bíðum spennt eftir komu
þeirra. Það eina sem við erum hrædd
við er að þau verði þreytt í hitanum
og flugurnar verði þeim til mikillar
mæðu.
Andrew hefur aldrei heimsótt Ástr-
alíu áður og kannski hefur hann
aldrei getað ímyndað sér að fyrsta
heimsóknin hans til þessa lands yrði
á gamlan bóndabæ langt úti í sveit.
Bóndabær fjölskyldunnar liggur
fimmtán kílómetra frá næsta stóra
bæ og fyrir þann sem ekki þekkir til
er mjög erfitt að rata.
Þarna úti í eyðimörkinni reka Jane
og eiginmaður hennar bú sitt af stök-
ustu prýði. Þau eiga þúsund ær,
hveitiakra og stóran grænmetisgarð.
Einnig eiga þau hesta sem öll fjöl-
skyldan elskar að fara í góðan
útreiðartúr á. Það er ekki óalgeng
sjón að sjá Jane úti á traktornum
við vinnu sína á ökrunum enda ríkir
algert jafnrétti á milli þeirra hjóna
í rekstri búsins og heimilisins.
Jane, sem er tuttugu og átta ára.
og Alex, sem er þrjátiu og fimm ára,
hafa verið gift í tíu ár. Þau hittust
þegar hann kom til Englands til að
læra búfræði. Einn af þeim sem hann
heimsótti í þessari för sinni var maj-
or Ronald Ferguson í bænum
Dummer. Alex og elsta dóttir major-
ins urðu ástfangin við fyrstu sýn.
Aðeins átján ára að aldri stóð Jane
uppi við altarið. Nýgifta parið lagði
síðan leið sína til heimaslóða hans.
Ástralíu, og eiga nú tvö börn. Sea-
mus, fimm ára. og Ayesha. átta ára.
Jane og fjölskylda hennar lifa langt
frá því einhverju lúxuslífi. Þau vinna
bæði hörðum höndum til að búið
gangi. Húsið þarf á upplvftingu að
halda en það verður að bíða betri
tíma. Eina hjálpin sem Jane hefur
er stúlka frá Svdnev sem hjálpar
henni með börnin.
Eiginmaður Jane er mikill áhuga-
maður um póló og stundar þá íþrótt
af miklu kappi. Hér og þar í húsinu
má sjá medalíur. bikara og nivndir
frá frækilegum sigrum hans í keppn-
um í póló.
Jane segist vera mjög hamingju-
söm og langt frá því að öfunda systur
sína af því lífi sem hún lifir nú.
..Líf mitt hér í Ástralíu hefur gert
mig að bóndakonu. Að vísu lifi ég
allt öðru lífi en Sarah en kóngalíf
hennar heillar mig ekki. Ég vil lifa
rólegu lífi hér á þessum stað og Sarali
og Andrew eru alltaf velkomin hing-
að til okkar til að komast í sveitasæl-
una.
■<«,».
Á rafmagnsofninum inni i eldhusi hefur Jane stilit upp mynd af litlu systur
með yngsta meðlim fjölskyldunnar i fanginu. Jane segist vera mjög stolt
af Söruh.
HRESSINGARLEIKFIMI
KARLA OG KVENNA
Vetrarnámskeid hefjast
fimmtudaginn 8. janúar nk.
□ Kennslustaöir: leikfimisalur Laugarnes-
skólans og íþróttahús Seltjamarness.
fl Get bætt við konum í byrjendaflokk
í Laugamesskólanum.
! 1 Fjölbreyttar æfingar - músík - dansspuni -
þrekæfingar - slökun.
Innritun og
, upplýsingar í síma
I AstbjörgS. Gunnarsdóttir íÞróttakeimari.1