Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Síða 36
36 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði. . . Koo Stark hefur nýverið birst á mynd sem fær eflaust allt kóngafólkið til að roðna rækilega í kinnum. Á myndinni er stúlkan ber nema hún hefur brúðarslör um höfuð- ið stórt hálsmen og skrýtna mús á öxlinni. Ljósmyndarinn sem sá myndina segist vera viss um að það hafi verið ætlun Koo að hefna sín á Andrew. „Brúðurin á áreiðanlega að vera Koo og músin á öxlinni á henni Andrew sem er að horfa yfir farinn veg. Stúlkan var hrifin af Andrew og ætlaði að giftast honum. Það féll ekki í góðan jarðveg hjá múttu gömlu sem fór ekki leynt með það að Koo væri ekki prins- inum samþoðin. Nú hefur hún náð fram hefnd." Það eru marg- ir sem hafa samsinnt Ijósmynd- aranum um þessa mynd. Margur verður af aurum api „Gott er peninga telja úr annars pyngju.“ Aurasálin virtist hressa geð þeirra Davíðs Oddssonar borgarstjóra og Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra. DV-mynd Brynjar Gauti Aurasálin eftir Moliére var frum- sýnd annan í jólum í þýðingu og leikstjórn Sveins Einarssonar. Leik- ritið er viðhafnarsýning þar sem mikið er lagt upp úr búningum og stíl leikritsins. Áhorfendur taka virkan þátt í leiknum og mæltist það vel fyrir hjá leikhúsgestum þetta kvöld. Allir skemmtu sér vel og hlát- urinn ómaði um salinn. Aurasálina leikur Bessi Bjamason en með önnur hlutverk fer valin- kunnur hópur leikara og má þar nefna Sigurð Sigurjónsson, Sigriði Þorvaldsdóttur, Pálma Gestsson og Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur. Mel Gibson kom við á hamborgarastað ein- um i Los Angeles til að fá sér snæðing. Hann pantaði sér þrjá hamborgara og franskar til að taka með sér. Á meðan hann beið settist hann niður og pant- aði sér þrjá bjóra sem hann hellti í sig á mettíma. Vera má að það hafi verið einum of mik- ið af því góða fyrir tóman maga vegna þess að þegar pöntunin var tilbúin stóð Gibson upp frá borðinu en datt kylliflatur strax aftur. Hann misti hamborgarana plús flösku af einhvers konar „asperíni" og pillurnar rúlluðu út um allt gólf. Þjónustustúlk- urnar hlupu upp til handa og fóta og hjálpuðu Mel að tína saman eigur sínar og komu honum heilu og höldnu út í leigubíl. Leikarinn gaf hverri og einni þeirra fullan lófa smápen- inga. Elizabeth Talyor ákvað að skreppa í smáverslun- arleiðangur nú á dögunum og leigði sér því „Limo" til að aka á milli búðanna. Hún fékk ein- hvern pirring í fingurinn sem hún bar dýrindis demantshring á og því smellti hún honum af sér. Beta lagði hann kæruleysis- lega frá sér í sætið og fór síðan í búðaflakk. Seinna þegar verið var að þrífa „Limoinn" fann hreingerningarfólkið þennan dýrindis demantshring undir sætinu. Það gat sér til að Beta væri orðin grátbólgin . vegna hringmissisins og leitaði hana því strax uppi. Þegar loksins náðist í hana kom furðusvipur á andiit fólksins því Beta sagðist ekki hafa týnt honum, hún hefði bara gleymt honum og hún kæmi seinna til að sækja hring- inn. Ljáðu mér eyra Þeir laumuðu hvor að öðrum ára- mótaheitinu en kærðu sig kollótta þó að aðrir fengju að heyra það sem þeim fór á milli. Það hafði nefnilega kvisast fíla á milli „að þjóð veit þá þrír vita“. Það rikti gleði hjá þeim stöllum á útskriftardaginn. Stúdentshúfan var í höfn og jólahátíðin í seiiingarfjarlægð. DV-mynd KAE Með koss á kinn og bros á vör óska þær hvor annarri til hamingju með langþráðan áfanga. Stúdentshúfan var í höfn og allar áhyggjur á bak og burt. Lesturinn, vökurnar og „þrúgusykursátið“ hafði borgað sig. Nýtt ár framundan þar sem ný verkefni bíða ungmennanna sem luku stúdentsprófi nú fyrir jólin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.