Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Page 37
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987. 37 Sviðsljós Hinn landskunni íþróttalréttamaður og gamli KR-ingur, Bjarni Felixson, varð fimmtugur þann 27. desember. Bjarni bauð vinum og vandamönnum til veislu í tilefni þessa merkisdags og ríkti þar mikill fögnuður afmælis- barninu til heiðurs. Bjarni fagnar hér félaga sínum Heimi Guðjónssyni en þeir félagarnir léku saman i KR-liöinu á árum áður, Bjarni bakvörður en Heimir í markinu. DV-mynd Brynjar Gauti Það var hátíðarsvipur á mannskapnum þegar glerlyfta íslenskra hugvitsmanna var vigð á vigvelli Þórshallar. Hér standa þau Ragnar Björgvinsson, Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra, Brynhildur Jóhannsdóttir, eiginkona Alberts, Rakel Ragnarsdóttir, eiginkona Björgvins Ármannssonar, og Björgvin Ármannsson, forstjóri Þórshallar, fyrir framan glerlyftuna góðu. Glerlyftan íslenskt hugvit, íslensk smíði Albert Guðmundsson, iðnaðar- ráðherra klippti á borðann þegar glerlyftan utan á Þórshöll var tekin í notkun nú á dögunum og auðvitað fékk hann sér salíbunu upp og niður með lyftunni. „Albert Guðmundsson vígði lyft- una þar sem þarna er um að ræða alíslenska smíði og alíslenskt hugvit og þótti okkur því við hæfi að iðnað- arráðherra vígði lyftuna," sagði Páll Sigurðsson, veitingastjóri Þórshall- ar. Páll sagði jafnframt að samhliða lyftunni hefði verið opnaður salur sem rúmar hundrað og tuttugu til hundrað og þrjátiu manns og verður hann eingöngu ætlaður til útleigu fyrir samkvæmi og fundahöld. Það er ekki innangengt úr Þórshöll inn í nýja salinn heldur þarf fólk að taka lyftuna utandyra. „Við höfum hafið vinnu að nýjum sal á þriðju hæðinni sem kemur til með að tengjast nýja salnum. Það er ætlun okkar að opna hann með vorinu og þar verður boð- ið upp á rúmgóðan sal þar sem hægt verður að kaupa sér smárétti. Það er stefna okkar að styrkja íslenskan iðnað og kaupum við því allt sem fáanlegt er hérlendis," sagði Páll að lokum. $:54845 O Leikfimi f. alla © Fimleika f. börn © Jazzbaliett O Tækjasal © Veggiatennis © Saful íitleigu © Ljösabekki^ © Gufu © Pott með vatnsnuddi Jrnínútna flkstwr ur gfgiðholtiww KENNARAR: Hrefna Geirs Árný Helga Ellen Björns Jói og Kiddi FYRIR BORNIN Jazzballett/ Leiðb: LINDA OG HARPA Fimleikadans/ Leiðb: BRYNHILDUR Eróbikk I II III Frúarleikfimi Morgunleikfimi Þrekleikfimi Hressingarleikfimi (Dagtimar) Dalshraun 4 S:54845

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.