Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Qupperneq 40
F R T A S K O T I Ð Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MANUDAGUR 5. JANUAR 1987. SIHnað upp úr sjómannasammngum: Búist við dsk um löndunarbann í dag Það fór sem margan grunaði að upp úr samningum slitnaði milli sjó- manna og útvegsmanna þegar kæmi að aðalkröfu sjómanna, hækkun skiptaprósentunnar. Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt gengu sjómenn út af sáttafunai þegar útvegsmenn höfnuðu hækkun skiptaprósentunn- ar nema um 2% og settu fram gagnkröfu um lækkun hennar þegar skip landa erlendis eða fiskur er seldur út í gámum.Krafa útvegs- manna nemur frá 5% til 10% lækkun til sjómanna. „Þessi framkoma útvegsmanna er hrein ósvífni og það var ekki um annað að gera fyrir okkur en ganga út. Við munum ekki ganga aftur til samninga fyrr en þau skip sem send voru á veiðar til að brjóta verkfallið eru komin aftur inn,“ sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasam- bandsins, í samtali við DV í nótt þegar sjómenn vom á leið út úr „Karphúsinu" og var mjög þungt í mönnum. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ísl. útvegsmanna, segir að hækkun skiptaprósentu til sjómanna nú komi ekki til greina. Skiptaprósentuna vilja sjómenn hækka með því að lækka kostnaðar- hlutdeild sína vegna olíukostnaðar. Kristján segir að síðan sjómenn settu þessa kröfu fram hafi olía á Rotterdammarkaði hækkað um 22% og því sé enginn grundvöllur fyrir lækkun á kostnaðarhlutdeild sjó- manna. I dag mun samninganefhd sjó- manna halda með sér fund og þar verða teknar ákvarðanir um fram- haldið. Fastlega er búist við að Sjómannasambandið muni fara fram á það við Alþjóðasamband flutn- ingaverkamanna að það setji lönd- unarbann erlendis á þau skip sem Sjómannasambandið telur að séu að ólöglegum veiðum. Hætt er við að erfitt verði að koma samningaviðræðum af stað á ný en allmikið hafði verið unnið í öðrum málum er varða samningana en skiptaprósentunni og sæmilegur ár- angur náðst. -S.dór r.m- Um miðjan dag í gær lék alft í lyndi I „Karphúsinu" og menn saemilega bjartir á svipinn eins og sést hér þar sem þeir ræðast við, t.v.: Guðjón A. Kristjánsson, formaður FFSÍ, Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, Óskar Vigfússon, formaður SSÍ, Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari og Guðmundur Hailvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. DV-mynd GVA Ávallt feti framar SÍMI 68-50-60. . 1 L A s & v* _ '-’O, ÞRDSTUR SÍÐUMÚLA 10 Bæði þyrla og Fokkervél land- helgisgæslunnar voru notuð til að sækja hvítvoðung til Neskaupstað- ar. Bamið, sem fæddist kl. 8 í gær- morgun, var mikið veikt og þurfti nauðsyhlega að komast á sjúkrahús í Reykjavík. Ástæðan fyrir því að báðar vélam- ar vom notaðar var sú að ekki var hægt að lenda flugvél á Neskaupstað í gær og var þyrlan fyrst send þang- að með hita- og súrefniskassa. Flutti hún bamið og foreldra þess til Hafnar í Homafirði j>ar sem Fokkerinn tók fólkið og flutti til Reykjavíkur. -FRI LOKI Þá vitum við hvað þeir voru að meina þessir tæknar Veðrið á morgun: Hægviðri um austan- vert landið Á þriðjudaginn þykknar upp með vaxandi sunnan- og suðaust- anátt um vestanvert landið en um landið austanvert verður hægviðri og léttskýjað. Hlýnandi veður, fyrst suðvestanlands. Hiti verður á bilinu -6 til 2 stig. Námslánafrumvarpið: Misskilningur eða þiýstingur? Kynning Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra á drögum að frumvarpi um ný námslánalög, þann 29. desember, hefúr dregið dilk á eftir sér. Annar fulltrúi hans í viðræðum við námsmenn, Finnur Ingólfsson, tók orð ráðherra þannig að hann teldi drögin endanlegar tillögur þeirra Finns og Friðriks Sophussonar. Frið- rik segir viðbrögð Finns lúalegasta bragð sem hann hafi orðið fyrir. Ráðherrann sendi námsmannasam- tökunum drögin til kynningar rétt fyrir áramót með bréfi sem forsætis- ráðherra hafði samþykkt. Þar var tekið fram að málið yrði enn til um- ræðu fram í janúar. Frá þessari kynningu sagði menntamálaráðherra á fundi með blaðamönnum 29. janúar. Finnur segir að á þeim fundi hafi ráð- herrann fullyrt að um endanlegar tillögur væri að ræða. Hann segir að þvert á móti hafi legið fyrir af sinni hálfu að svo væri ekki. Því hafi hann kynnt þær breytingar sem hann hafi áhuga á að koma fram. Friðrik Sophusson segir aftur á móti að tillögumar hafi ekki aðeins verið samþykktar af þeim báðum, honum og Finni, heldur hafi Finnur verið aðalhöfundurinn. Friðrik segir alrangt að ráðherra hafi kynnt drögin sem endanlegar tillögur. Þvi hafi frum- hlaup Finns sett málið í hnút. Altalað sé meðal námsmanna að Finnur hafi hins vegar boðað aðrar tillögur á námsmannafundum erlendis en hann hafi síðan samið sjálfúr. Þeir hafi minnt Finn á þetta og hann hafi greinilega ekki þolað þann þrýsting. -HERB Neita að meta síld Sex yfirfiskmatsmenn á saltsíld hættu við að fara út á land um helgina til að meta saltsíld. Ástæðan er ágrein- ingur við ráðamenn Ríkismats sjávar- afurða um yfirvinnu. „Þetta snýst annars vegar um tvo yfirvinnutíma eins starfsmanns sem ekki fékkst skýring á. Hins vegar um túlkun á því hvað eigi að borga marga tíma í yfirvinnu þegar menn eru veð- urtepptir úti á landi á helgidegi," sagði Halldór Ámason fiskmatsstjóri i morgun. „Þeir fara út á land i dag,“ sagði hann ennfremur. -KMU Ríkismatíð segir upp 58 manns Fiskmatsmenn hjá Ríkismati sjávar- afurða, 58 að tölu, fengu uppsagnar- bréf um áramótin í framhaldi af nýsamþykktum lögum sem færa fersk- fiskmat frá ríkinu yfir til atvinnu- greinarinnar. Ríkið telur uppsagnarfrest í flestum tilvikum þrjá mánuði. Starfsmenn telja sig eiga rétt á sex mánaða bið- launum. -KMU Farmannaverkfall hefst í kvöld Boðað verkfall undirmanna á kaup- skipum hefst í kvöld ef samningar hafa ekki tekist fyrir þann tíma. Fund- ur hefur verið boðaður með deiluaðil-. um í dag en ekkert hefur þokast í samningamálunum til þessa. Ekkert kaupskip mun stöðvast strax ef til verkfalls kemur en síðan tínast þau inn eitt og eitt ef verkfall dregst á langinn. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.